Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 5
 LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 SIMI FA SKIPTIBORÐI 28155 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULI 1975 eftir JÓN Þ. ÞÓR 1975 UM þessar mundir stendur yfir austur i Riga í Lettlandi eitt öflugasta skákmót, sem haldið verður á árinu. Þetta er hin svokallaða „Spartakiada", eða Ólympíukeppni Sovétríkj- anna. Sveitir frá öllum fylkj- um Sovétrikjanna, auk tveggja stærstu borganna, Moskvu og Leningrad, taka þátt í keppn- inni. Þarna er samankomið mikið vai stórmeistara og al- þjóðlegra meistara, auk ann- arra. I hverri sveit tefla 9 manns, 6 karlar, 2 konur og einn unglingur. Margar sveit- irnar hafa á að skipa liði, sem mundi sóma sér vel á Ólympíu- móti og má þar nefna t.d. sveit RSFSR, en þar tefla þessir: Spassky, Polugajevsky, Geller, Krogius, Holmoff, Suetin og Svesnikov. I sveit Leningrad eru þeir Karpov, Kortsnoj, Taimanov, Furman, Zeitlin, Lukin og Faibisovic. Moskva hefur einnig öflugu liði á að skipa, en þar tefla þeir Petro- sjan, Smyslov, Vasjukov, Bala- shov og Bronstein svo nokkrir séu nefndir. Og þannig mætti lengi telja. I fyrstu umferð tefldi sveit RSFSR, sem er ein- hverskonar samband iþróttafé- laga á Moskvusvæðinu, við sveit Túrkmenistan. Þá vann Boris Spassky eftirfarandi skák. Hvftt: Spassky Svart: Kakageldiev Aljekfnsvörn 1. e4 — Rf6, 2. e5 —• Rd5, d4 — d6, 4. pc4 (Þessi leikur nýtur ætið nokk- urra vinsælda, þótt ■ hann sé tæplega eins góður og 4. Rf3). 4. — Rh6, 5. Bb3 — Rc6, (Algengara og öruggara er 5. — dxe5). 6. e6!? (Þessi peðsfórn er algeng I stöðum sem þessari. Erfitt er að dæma um, hvort hún á full- komlega rétt á sér, en yfirleitt vinnur hvítur peðið fyrir- hafnarlítið til baka). 6. — fxe6, 7. Rf3 — Ra5(?) (Þessi leikur er hrein tíma- eyðsla. Betra væri 7. — g6, t.d. 8. h4 — Bg7, 9. h5, 10. Rg5 — d5, 11. Df3 — Bf5 12. dxe5 — Rxe5 og svartur náði undirtök- unum. Tukmakov — Stein, 1962). 8. Rg5 — Rxb3, 9. axb3 — Rd5, 10. Rc3 — Rf6, 11. De2 — g6, 12, 0—0 — Bg7, 13. Hel — c6, 14. b4! (Kemur í veg fyrir að svartur nái að losa um sig á drottn- ingarvængnum). 14. _ 0—0, 15. Rxe6 — Bxe6, 16. Dxe6+ — Hf7, 17. Re4 — h6? (Óþarfa veiking á kóngsstöð- unni. Betra var 17. — Rxe4, 18. Hxe4 — Dc8). 18. Bf4 — Rxe4, 19. Hxe4 — a5, 20. Bd2 — axb4, 21. Hael — Dc8, 22. Dxg6 — Df5, 23. Dxf5 — Hxf5, 24. Bxb4 — d5, 25. Hg4 — h5, 26. Hg3 — Kh8, 27. Hd3 — e5, (Þannig nær svartur að losa sig við veikleikann á e7. Betri peóastaða tryggir hvítum þó hagstæðara endatafl). 28. dxe5 — Hxe5, 29. Hxe5 — Bxe5, 30. Ha3 — Hc8, 31. Bc3 — Bxc3, (Til álita kom 31. — d4). 32. Hxc3 — Kg7, 33. Kfl — Kf6, 34. Hf3+ — Kg5, 35. Ke2 — Ha8, 36. Ha3 — He8+, 37. He3 — Ha8, 38. He7 — b5, 39. He5+ — Kf4, (39. — Kf6 eða Kg6 var jafn vonlaust, en nú verður svartur mát). 40. Hxh5 — Ha2, 41. f3 og svartur .gaf. Hann verður óverjandi mát í næsta leik. Stórkostlegt vöruúrval! mannahelgina!!! Fy ri r verzlunar- JÁ. ÞflÐ ER RÉTTl!!! Kl. 4 í dag bjóðum við viðskiptavinum okkar að hlusta á hina frábæru Change við verzlun okkar í Austurstræti 22. O Stórkostlegt úrval af denimbuxum — vestum — pilsum Nýkomnar „Supper Texas” 14 oz denimbuxur. O Herra- og dömubolir — stutterma og langerma. U Flauelisbuxur í miklu litaúrvali. □ Herraleðurjakkar í stórkostlegu úrvali. □ .Stuttleðurjakkar kvenna — Fallegir litir. □ Röndóttir sportsokkar niMjó belti □!Treflar □ Sportjakkar kven- og herra □ Jersey skyrtur □jJersey blússur QNý stórkostleg htjómplötusending □|Vinsælu korkskórnir komnir aftur skokkum —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.