Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLl 1975 15 38 ára múhameðstrúarmað- ur ríkisleiðtogi í Nígeríu Gowon lýsir stuðningi við byltingarmenn Kampala, Lagos, 30. júlf. AP — REUTER — NTB. 0 Yakubu Gowon hershöfðingi hélt fund með fréttamönnum f Kampala, höfuðborg Uganda f dag og lýsti þvf yfir, að hann hefði sætt sig við byltinguna gegn sér f Nfgerfu og kvaðst reiðubú- inn að sýna hinum nýju ráða- mönnum landsins hollustu og þjóna landi sfnu og þjóð á hvern þann hátt, er þeir teldu heppileg- astan. Virtist Gowon hinn róleg- asti, brosti og lék við hvern sinn fingur en vildi engum spurning- um fréttamanna svara. 0 Aður hafði útvarpið f Lagos tilkynnt, að nýr maður hefði tekið við embættum Gowons, bæði sem stjórnarleiðtoga og yfirmanns hersins — væri hann Muritala Mohammed hershöfðingi, 38 ára múhameðstrúarmaður af þjóð- flokki Hausa, ættaður frá norður- hluta landsins. • I ræðu sem útvarpað var og sjónvarpað f Nígeríu í kvöld sagði Mohammed, að ástæðan til þess, að byltingin var gerð, hefði verið sú, að of lengi hefði verið látið reka á reiðanum f landinu og blóðsúthellingar verið yfirvof- andi; stjórn Gowons hefði skellt skollaeyrum við ráðum reyndra manna, vanrækt vandamál þjóð- arinnar og látið alvarlegt agaleysi viðgangast á ýmsum sviðum. Mohammed lýsti því yfir, að Gow- on gæti hvenær sem væri snúið aftur til Nígeríu, honum yrði ekk- ert mein gert né fjölskyldu hans og hann gæti snúið sér að hverj- um þeim verkefnum, sem honum væru hugleikin. Mohammed upplýsti einnig, að allir ráðherrar stjórnarinnar, svo og rfkisstjórar og helztu opinberir embættismenn, hefðu verið rekn- ir frá störfum og myndu nýir menn taka við af þeim. I yfirlýsingu sinni í Kampala þakkaði Gowon Nfgeríumönnum stuðning sér veittan í níu ár og hvatti þjóðina til að sýna hinum nýju valdhöfum sama stuðning og skilning. Gowon vitnaði f Shake- speare, að heimurinn væri eitt allsherjar leiksvið og karlar sem konur aðeins leikarar. Hver og einn kæmi fram og hyrfi aftur af sviðinu, þegar hans tfmi væri kominn. Gowon gaf ekkert út á, hvað hann hygðist nú fyrir — sagði að það kæmi í ljós. Hinn nýi rfkisleiðtogi Nígeríu er atvinnuhermaður, sagður harð- ur í horn að taka og skólaður í Sandhurst i Bretlandi samtímis Gowon. Að loknu náminu þar var hann um hríð i liði Sameinuðu þjóðanna í Zaire, áður Kongo, og hann átti sem liðsforingi talsverð- an þátt í því að koma Gowon til valda árið 1966. Stjarna hans f Bandaríkin vilja nú ræða við Kúbu — eftir aö OAS- banninu var aftétt Washington, 30. júlí. AP — Reuter. BANDARlSKA utanrfkisráðu- neytið sagði f kvöld, að Banda- rfkjastjórn væri reiðubúin til að hefja „alvarlegar viðræður" við stjórn Fidel Castros á Kúbu um að koma sambandi ríkjanna f eðlilegt horf, en hvatti hins vegar Bandaríkjaþing til að leggja ekki út f neinar breytingar á viðskipta- banninu á Kúbu. Talsmaður ráðu- neytisins sagði að stjórnin fagnaði ákvörðun Samtaka Amerfkuríkja, OAS, f San Jose í gær um að heimila aðildarríkjun- um að hefja á ný diplómatísk og viðskiptaleg samskipti við Kúbu, en bann hefði verið við slfkum samskiptum frá árinu 1964. Hins vegar var löggjöf um viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu sett þremur árum áður. Talsmaðurinn sagði að ef viðræður hæfust milli Bandaríkj- anna og Kúbu myndi aflýsing viðskiptabannsins vera eitt af þeim atriðum sem unnt væri að ræða. Kúbustjórn hefur krafizt þess að viðskiptabanninu verði aflétt áður en farið verði að ræða um eðlilegt samband milli ríkjanna, en bandarískir embættismenn segja að hún hafi ekki haft orð á þessari kröfu nýlega. Engu að síður er haft eftir bandarískum embættismönnum að hægt muni þoka í átt til bættr- ar sambúðar Kúbu og Banda- ríkjanna. hernum reis mjög I Biafrastríðinu 1967, þá setti Gowon hann yfir nýja herdeild, sem send var aðal- hernum til aðstoðar, er aðskilnað- armönnum Biafra vegnaði sem bezt og þeir voru komnir f innan við 150 km fjarlægð frá höfuð- borginni. Síðastliðið ár var Mohammed skipaður samgöngu- málaráðherra Nígeríu og var jafn- an talinn númer tvö í valdastiga landsins. Samkvæmt fréttum frá Lagos er allt með kyrrum kjörum f borg- inni og líf þar að færast í eðlilegt horf eftir rólegan dag. Var öllum sagt að taka sér frí nema mikil- vægustu þjónustustéttum og bif- reiðaumferð bönnuð, — en líf var aftur að færast í stræti borgarinn- ar með kvöldinu. Hervörður er við helztu opinberar byggingar og helztu vegi. Sagt er, að allar deild- ir hersins hafi samþykkt bylting- una og utan frá landsbyggðinni hafi engar fréttir borizt um and- óf. Mynd þessi af herforingjanum Muritala Rufai Mohammed, sem tekur við völdum af Yakubu Gowon f Nígerfu, var tekin f Englandi árið 1970, er hann var staddur þar á fundi ásamt fleiri herforingjum. Spænskir herfor- ingjar handteknir Madrid, 30. júlí. AP. NTB. ATTA spænskir . liðsforingjar hafa verið handteknir, sakaðir um að hafa verið f sambandi við andófsflokka flandinuoger talið Herstöðvar USA í Tyrklandi: Endanlega úr sögunni ;? HARÐNANDI ATAKA VÆNZT í ANGÓLA Luanda Angola, 30. júlf AP—REUTER. ATÖKIN milli frelsishreyfing- anna f Angola, andkommúnista FNLA og marxista MPLA, virtust f dag vera að taka á sig yfirbragð reglulegrar styrjaldar með af- mörkuðum vfglfnum umhverfis höfuðborgina, Luanda. Sam- kvæmt upplýsingum frá her- stjórninni f Portúgal kom til bar- daga f fyrsta sinn f dag f hafnar- bænum Nova Redondo, sem er um 320 km suður af Luanda en ,um hann liggja mikilvæg vega- mót. Sömuleiðis hermdu dipló- matfskar heimildir f Luanda, að barist væri rúmlega 60 km norður af Novo Redondo við bæinn Am- boim, en þar liggur nýr breiðveg- ur til höfuðborgarinnar, — og um 90 km norðaustur af Novo Re- dondo á veginum f átt til mikil- vægasta kaffiræktarhéraðs suður- hluta landsins. Ostaðfestar fregnir hermdu, að sveitir FNLA hefðu náð landbún- aðarborginni Malange, en væru þvf sem næst umkringdar sveit- um MPLA. 1 höfuðborginni sjálfri og við Caxito sem er um 60 km norður af Luanda, þar sem sveitir FNLA hafa búið um sig undir forystu Holdens Robertos forseta hreyfingarinnar, virtist allt með kyrrum kjörum. Þaðan heyrðist skothríð í gærkveldi og svo frá úthverfum Luanda. Fregnir hafa borizt um, að Holden Roberto sé að undirbúa árás á sveitir MPLA f höfuðborg- inni. Samkvæmt portúgölskum heim- ildum hafa um 6000 manns leitað skjóls í herbúðum við Malange um 430 km austur af Luanda eftir bardaga, sem þar urðu fyrir skömmu. Hafa verið f undirbún- ingi ráðstafanir til að flytja þetta fólk til Luanda. Starfsmenn sendiráða Vestur-Þýzkalands, Frakklands, Italfu og Belgíu gerðu ráð fyrir að fara frá Luanda f dag, en til stóð að halda opnum ræðismannaskrifstofum. Stöðug- ur straumur flóttamanna hefur verið frá Angola yfir til nærliggj- andi landa, sérstaklega til Suð- vestur-Afríku, og hefur þeim sem hingað koma verið fengið hæli í búðum við Grootfontein — gam- alt þýzkt virki. Washington, Ankara, 30. júll. Reuter. JAMES SCHLESINGER, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að hann teldi allar Ifkur á þvf að Bandaríkin myndu fyrir fullt og allt missa herstöðv- ar sfnar I Tyrklandi, sem tyrk- nesk yfirvöld hefðu nú tekið f sfnar hendur. Hann kvað mál þetta harmleik fyrir Bandaríkja- menn og NATO, jafnt sem Tyrki sjálfa. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Bandarfkjaþings um að aflétta ekki vopnasölubanninu á Tyrki, og sagði aö hún ásamt þeim hefndaraðgerðum Tyrkja sem fylgdu í kjölfarið hefði f verulegum mæli veikt NATO. Areiðanlegar heimildir f Ank- ara hermdu í dag að Tyrkir hefðu enn hert hefndaraðgerðir sínar gegn Bandarfkjamönnum, m.a. neitað bandarfskum skipum um hafnaraðstöðu vfða, m.a. f Izmir á vesturströndinni, og takmarkað flug bandarískra herflugvéla um tyrkneska lofthelgi. Hins vegar var herlið Bandaríkjanna f land- inu ekki látið sæta neinum refs- ingum. að handtakan eigi að vera viðvör- un til hersins um að forðast alla íhlutun í stjórnmál á Spáni, að þvf er góðar heimildir hermdu f dag. I stuttorðri opinberri yfirlýs- ingu sagði að einn hinna hand- teknu hefði verið majór en hinir voru kafteinar. Engin skýring var gefin, en upplýst var að herdóm- stóll myndi fjalla um mál mann- anna. Heimildir hermdu að þeir hefðu starfað við herskóla i Mad- rid, annað hvort verið þar nem- endur eða kennarar. Fyrr á þessu ári sá spænski landherinn, flotinn og flugherinn ástæðu til að leggja áherzlu á það að hinn 200.000 manna her landsins væri hlutlaus i stjórnmálum. Þó að ekki væri minnzt á Portúgal, var talið ljóst að herinn vildi kveða niður allar bollaleggingar um að herforingja- bylting á borð við þá í Portúgal gæti átt sér stað á Spáni. ALLIR UT A LAND í SUMAR OG SÓL ALLT í FERÐANESTIÐ FRÁ OKKUR Ennfremur egg kr. 350 pr. kg. og sykur kr. 185 pr. kg. Opið til kl. 6 í kvöld og 10 annað kvöld MF Massey Ferguson MF-15 HEYBIIMDIVÉLAR nýjung á íslandi Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, viðs vegar um heiminn, hefur sannað gildi þeirra svo sem annarra framleiðsluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggð einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aðeins 12 talsins, þar af aðeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viðgerðamenn um land allt hafa fengið sérþjálfun i viðhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Kynnið ykkur hið hagstæða verð og greiðsluskil- mála. Hafið samband við sölumenn okkar ■ eða kaupfélögin. SIMI 86566 SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK- SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.