Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULl 1975
29
Velvakandi svarar í sjma 10-100
kl. 14—1 5,‘frá mánudegi til föstu-
dags.
0 „Heimamanna-
hjal“
Eftirfarandi bréf barst frá
manni sem kallar sig „blaða-
lesanda norðanlands" og birtir
Velvakandi það hér án þess að
tekið sé undir allt sem þar kemur
fram:
„SL ár hefur nýtt fyrirbrigði
skotið upp kollinum í þjóðlífinu
og náð að skipuleggja sig, að því
er bezt verður séð. Hér er um það
fyrirbæri að ræða, sem f stytztu
máli kallar sig „heimamenn“, og
af og til heyrist frá í sambandi við
ýmis þjóðþrifamál á landsbyggð-
inni. Vanalegast eru þessir svo-
kölluðu heimamenn einhverjir
afturhaldsseggir sem eru á móti
framförum í byggðarlaginu eða
stundum einhverjir þeir, sem
fundizt hefur fram hjá sér gengið
i einu eða öðru I viðkomandi máli.
Kvarta þessir aðilar jafnan undan
því að ekki hafi verið haft við þá
nægilegt samráð, að viðhorf
þeirra til mála hafi verið hunds-
uð, að þeir hafi ekki verið virtir
svars, eða að ekki skuli hafa verið
farið eftir leiðbeiningum þeirra
og tilsögn. Virðist sem þetta
heimamannahjal sé að verða
algjör plága þar sem einhverjar
framkvæmdir eiga sér stað og
tef jast nauðsynlegar framkvæmd-
ir um langan tíma af þeim sökum
að embættismenn telja sig þurfa
að „sansa“ lið þetta áður en til
athafna er gengið. Enginn mót-
mælir nauðsyn þess að við þá sé
rætt, sem raunverulega kemur
við fyrirhugaðar framkvæmdir
hins opinbera eða einkaaðila. En
höfum við ekki gengið of langt I
þessum efnum?
Blaðalesandi norðanlands."
0 Framtakssemi
FlB
Velvakandi var svo hepp-
inn nýlega, þegar hann ók út fyrir
borgina, að bíll hans var stöðv-
aður af starfsmönnum FÍB og
honum afhentir plastpokar undir
rusl. Þessi framtakssemi FlB er
mjög virðingarverð og virðist sem
gott samstarf hafi tekizt milli
félagsins og Landverndar um að
hvetja landsmenn til góðrar um-
gengni. I pakka þeim sem Velvak-
anda var afhentur voru ýmsar
nytsamar upplýsingar auk plast-
pokanna og var ánægjulegt að fá
einu sinni eitthvað nytsamlegt
upp í hendurnar án þess að þurfa
að greiða stórfé fyrir.
Hafi þeir sem hlut eiga að máli
þökk fyrir.
0 Óþörf götulokun
„Ökumaður" sendir eftir-
farandi skrif:
„Nýlega létu umferðaryfirvöld
í Reykjavik loka eyjunni á Miklu-
braut við Rauðarárstíg þannig að
nú er ekki unnt að beygja til
vinstri af Miklubraut inn Rauðar-
árstíg, né af Rauðarárstig, til
vinstri upp Miklubraut. Um leið
var eyjunni við Eskihlíð lokað og
opnuð nú aksturleið upp á
Hafnarfjarðarveg. Um síðari
breytinguna er allt gott að segja
og hefur hún létt talsverðum
þunga af Miklubrautinni á þess-
um stað. Lokunin við Rauðarár-
stíg er hins vegar óskiljanleg og
verður til þess að menn verða að
taka á sig langa króka í kringum
Miklatún eða um Engihlíð, Eski-
hlið og Hafnarfjarðarveg ef þeir
vilja komast í vesturátt og bifreið
þeirra hefur verið lagt við
sunnanverða Miklubraut á bila-
stæðum sem þar eru milli Eski-
hlíðar og Rauðarárstigs. Verður
ekki séð að lokun þessi leysi
neinn vanda, enda þótt vafalaust
sé hún einungis bráðabirgðaráð-
stöfun, þar til endalega verður'
gengið frá Miklatorgssvæðinu við
færslu Hringbrautar til suðurs.
Væri gott að fá skýringar um-
ferðaryfirvalda á þessari lokun,
sem veldur íbúum á svæðinu og
öðrum sem eiga erindi í hús á
umræddum stað óþörfum snún-
ingum.
Ökumaður"
0 Aö gefnu tilefni
Af marggefnu tilefni vill Vel-
vakandi brýna fyrir bréfariturum
að senda aðeins stutt bréf til
dálksins. Langlokur er ekki hægt
að birta vegna rúmleysis og stytt-
ingar bréfa eru hvimleiðar, og
óþarfar ef bréfritarar segja
aðeins það sem máli skiptir í
stuttu máli.
I framhaldi af þessum ábend-
ingum er rétt að það sé tekið fram
að dálkurinn er ekki vettvangur
fyrir einstaklinga til að koma á
framfæri óhróðri um einstaka
náunga sína, eða myndum af
mönnum við mismunandi heppi-
legar aðstæður. Allt slikt fóður
fer umsvifalaust í körfuna.
hafði svo fréttin um morðið á
Mary Hudgin fengið mikið rúm í
blaðinu? David fletti áfram og
fann örlitla klausu, mjög stutt-
orða og byggða á lögregluskýrslu.
En þegar menn áttuðu sig á
tengslunum milli þessara tveggja
nafna...
David sneri sér aftur að forsfð-
unni og las:
„Marictta Shaw, sem sérfræð-
ingar f kvikmyndaiðnaðinum
hafa fyrir löngu afskrifað, kemur
nú i annað sfypti I sviðsljósið
eftir langt hlé. STÚLKAN A
MÁLVERKINU höfðu ýmsir
kallað hana á sinni tíð ... og áttu
þar við málverkið sem hinn
þekkti listmálari Eugene Brahm
hafði málað af henni og hafði
fært hana inn í sviðsljósið —
Maríetta varð fyrir fimm árum
fyrir alvarlegu bílsiysi, þegar
hún stóð á hátindi frægðar
sinnar. Eftir að hafa dvalið
næstum ár á sjúkrahúsi reyndi
hún að snúa aftur til kvikmynd-
anna, en viðleitni hennar bar
ekki árangur. Hún komst fljót-
lega f hóp hinnar „verst seldu
leikkvenna." Crown Picturesfél-
agið sá sig tilneytt að segja upp
samningi sfnum við hana.
HÖGNI HREKKVÍSI
BALDWIN
Eigum nokkur píanó af
þessu heimsfræga,
ameríska merki. 5 ára
ábyrgð. 5% staðgreiðslu-
afsláttur.
Hljóðfæraverzlun Pálmars Árna hf.
Borgartúni 29 sími 32845.
ALLIR
UT Á LAND
í SUMAR
OG SÓL
TJÖLD, TJALDHIMNAR,
SVEFNPOKAR, VINDSÆNGUR,
TJALDDÝNUR, TEPPI,
FERÐABORÐBÚNAÐUR,
VEIÐISTENGUR,
VEIÐIHJÓL, VÖÐLUR
Opið til 6 í kvöld
og 10 annað kvöld