Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLl 1975 Tannlæknaþjónústa á Kópavogshæli I UTVARPSÞÆTTI „Heimsókn í Kópávogshælið" sem flutt var 18. júlí sl. lýsti forstöðumaður, Björn Gestsson, tannlæknaþjðnustu á hælinu, og taldi hana full- nægjandi. Hann hefur áður gefið samskonar yfirlýsingu á fundi Jijá Styrktarfélagi vangefinna haustið 1973, þannig að ekki fer milli mála að þjónustan, sem þarna er veitt, er talinn full- boðleg. Tannlæknaþjónusta við van- gefið fólk hér á landi hefur nokkuð verið til umræðu undan- farið, og er talið af þeim, sem til þekkja, að um hreint neyðar- ástand sé að ræða í þessum efn- um. Það væri vissulega gleðilegt, ef rétt væri, að vistmenn á Kópa- vogshæli fengju viðunandi tann- læknaþjonustu. Ýmislegt bendir þó til, að svo sé ekki. Kostnaður við tannlækna- þjónustu á Kópavogshæli árið 1974 nam kr. 110.600.-. Greitt er skv. gjaldskrá Tannlæknafélags Islands, þannig að auðvelt er að gera sér hugmynd um, hve mikið hefur verið starfað. Vistmenn hælisins eru liðlega 200, og kostnaðurinn pr. einstakling nálægt kr. 500.- fyrir árið. Fyrir sama timabil, árið 1974, nam kostnaður við tannlæknis- þjðnustu hjá skólatannlækning- LÆKJARGOTU 4 G4M fiiLT tyJuKfr DEN'M ÞAP ED MÁLÍ-P % um Reykjavíkurborgar kr. 4750.- pr. einstakling, eða u.þ.b. nfu sinnum hærri upphæð en á Kópa- vogshæli. Sé tekið tillit til þess, að meðferð vangefinna er að jafnaði talin 50% tímafrekari og þar af leiðandi kostnaðarsamari en heil- brigðra, verður þetta dæmi ennþá óhagstæðara vistmönnum Kópa- vogshælisins. Hjá nágrannaþjóðum okkar er talið ‘/í starf fyrir tannlækni árið um kring, að veita viðunandi tannlæknisþjónustu á stofnun vangefna á stærð við Kópavogs- hælið. Engin ástæða er til að ætla, að annað gildi hjá okkur. Það er mikið i húfi fyrir van- gefið fólk að halda tönnum sinum. Greindarskortur hindrar í flestum tilfellum, að það geti not- fært sér gerfitennur. Tannholds- sjúkdómar valda oft tannmissi hjá þessu fólki, sé það ekki undir stöðugu eftirliti tannlæknis og fái rétta meðhöndlun, sem oft er mjög timafrek. Stuttar heimsóknir tannlæknis á Kópavogshæli uppfylla á engan hátt kröfur, sem gera verður til tannlæknisþjónustu á slíkum stofnunum, og má frekar líkja- þeim við „tannpínuvakt“ þá er rekin er hér i bæ um helgar. Að lokum má geta þess, að í þroskaþjálfaskóla þeim, er rekinn er á Kópavogshæli, fer ekki fram nein kennsla í tannsjúkdóma- /fræóum og tannhirðu, en þetta er talin þýðingarmikil kennslugrein í skólum þeim í Noregi og Dan- mörku, sem þroskaþjálfáskólinn i Kópavogi á að vera sniðinn eftir. Gunnar Þormar tannlæknir. AUGLÝSINGASÍMrNN EK: 22480 JRvretmhloliiíi í versluninni: Allar nauósynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaóarvara mióuó við þarfir feróamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. c Opió frá kl. 9 til 23 alla daga. Þjónustumiöstöð Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI Handsláttuvélar Mótorsláttuvélar Rafmagssláttuvélar Hagstætt verð GETsIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.