Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLI1975 31 TVÖ MÖRK af ódýrustu tegund færðu Sovétmönnum sigurinn í landsleik þeirra vi8 fslendinga í knattspyrnu á Laugardalsveltinum í gærkvöldi. Fyrra markið var hreint sjálfsmark hjá fslendingum og þegar Sovétmenn skoruðu seinna mark sitt nutu þeir góðrar aðstoðar íslendinga. Með þessum úrslitum er von fslendinga um að komast i lokakeppni Olympiuleikanna að engu orðin, og telja verður nær öruggt að það verði Sovétmenn sem þangað halda, en þeir eiga bronsverðlaun frá leikunum i Múnchen 1972 að verja. Óhætt er að fullyrða að lið Sovétmanna er bezta „áhugamannalið" sem leikið hefur hérlendis. Þar var valinn maður í hverju rúmi, — menn sem kunnu flest það fyrir sér sem góða knattspyrnumenn má prýða. Hins vegar verður manni nú ef til vill Ijósara en áður sú ólga sem er innan knattspyrnu- hreyfingarinnar vegna liðsskipanar austantjaldslandanna i keppni Olympiu- leikanna. sem eiga að vera fyrir áhugamenn. Það þarf engan speking til þess að sjá að þessir leikmenn eru hreinir atvinnumenn i íþrótt sinni, og á þeim vettvangi ber þeim að keppa. A.m.k. hlýtur það að vera hart aðgöngu fyrir beztu knattspyrnuþjóðir heims, eins og t.d. Hollendinga, Vestur-Þjóðverja og Englendinga að vera útilokaðir frá þvi að mæta þessum þjóðum á jafnréttis- grundvelli. Leikurinn i gærkvöldi bauð upp á skemmtilega knattspyrnu og góð tilþrif ekki siður af hálfu íslenzka liðsins en þess sovézka. Það eina sem setti verulegan skugga á leikinn voru mörkin tvö og hefði betur mátt við þessi útslit una, hefðu Sovétmenn skorað þau sjálfir. En slys geta alltaf komið fyrir í knattspyrnunni, og það er ekki hægt að kveða upp þungan dóm yfir islenzku varnarmönnunum eða þeim sem áttu sök á mörkunum, til markið. Nokkrum sinnum siðar í leiknum áttu (slendingar góð færi, sér- staklega eftir aukaspyrnur, horn- spyrnur og við innköst, en jafnan „dekkuðu" Sovétmennirnir það vel upp, að herzlumuninn skorti til þess að koma knettinum i mark þeirra Ódýr mörk Sem fyrr greinir voru mörkin tvö sem Sovétmenn fengu ákaflega ódýr. Hið fyrra kom á 8 mínútu seinni hálfleiks og bar það þannig að, að Aleksandr Minaev, bezti maður svo- Árni Stefánsson bjargar glæsilega í leiknum í gærkvöldi. Falleg knattspyrna - ófögur mörk þess stóðu þeir sig of vel þegar á leikinn er litið í heild. Heppni Sovétmanna Sovétmenn voru heppnir að halda marki sinu hreinu i þessum leik, þar sem færi þau sem íslendingar fengu við mark þeirra voru nokkur það góð, að þau áttu að gefa mörk. Sérstaklega var það á fyrstu 1 5 mínútum leiksins sem íslendingar voru ágengir við mark þeirra og á 4. minútu leiksins var það markstöngin sem bjargaði þeim. Guð geir Leifsson hafði þá átt eitt af sínum löngu innköstum, sem Sovétmennirnir þekktu greinilega og bjuggust til varnar Mikil þvaga myndaðist í mark- teignum þar sem knötturinn gekk manna á milli og fór svo að lokum að einum sovézka varnarmanninum tókst að pota knettinum frá og i stöng en þaðan hrökk hann svo aftur fyrir ézka liðsins var með knöttinn úti á hægri kanti og sendi hann fyrir markið. Jóhannes Eðvaldsson virtist eiga góð tök á að hreinsa frá og eins átti Árni Stefánsson markvörður möguleika á að ná til knattarins. En Jóhannesi brást þarna illa bogalistin og i stað þess að spyrna frá hrökk knötturinn af honum í markhornið, án þess að Árni ætti minnstu möguleika á að verja. Seinna mark Sovétmanna kom svo um miðjan seinni hálfleikinn Marteinn Geirsson var þá að ..dúlla" með knött- inn út við hliðarlinu, vinstra megin, og náði einn sovézku leikmannanna að krækja knettinum frá honum og senda fyrir markið, þar sem þrir islenzkir, varnarleikmenn voru á móti Aleksandr Mineav. Eigi að siður tókst honum að komast að knettinum og senda hann i' markið. Fleiri færi Sovétmenn áttu nokkur allgóð mark- tækifæri í þessum leik, en leikaðferð þeirra virtist vera sú að leika alveg upp í mark íslendinganna, og var það sára- sjaldan sem þeir reyndu skot af löngu færi. En einmitt tvö slík skot verða að teljast þau hættulegustu sem þeir áttu í leiknum og komu þau bæði í fyrri hálfleik. Á 20. minútu átti Nikolay Osianin hörkuskot af löngu færi sem Árni bjargaði með þvi að slá yfir og á 37 mínútu varði Árni stórglæsilega skot Aleksandr Minaev. Rétt fyrir lok hálfleiksins skall svo hurð nærri hæl- um við islenzka markið, er þar mynd- aðist mikil þvaga, en Marteinn Geirs- son átti mestan heiðurinn af þvi að bjarga markinu — settist á knöttin og sat sem fastast þrátt fyrir mikla orra- hríð. Þegar öldurnar lægði kom svo i Ijós að dómarinn hafði dæmt auka- spyrnu á Sovétmenn fyrir ólöglegar aðfarir að Árna markverði Góð barátta Góð barátta var i islenzka liðinu frá upphafi til enda i leik þessum. Greini- lega átti að beita sömu leikaðferð gegn Sovétmönnunum og reynst hefur vel t d, i leikjunum gegn A-Þjóðverjum og Frökkum. þ.e að gefa andstæðingnum eftir hluta af vellinum og leyfa honum að leika þar nokkuð lausum. hala en reyna síðan að stöðva sóknirnar fyrir utan vitateig, og hefja upp úr þeim skyndiupphlaup Segja má að þessi leikaðferð hafi gengið nokkuð vel; Sov- étmennirnir voru hins vegar til muna liprari og léku betur saman en fyrri andstæðingar okkar hafa gert, og skiptingar þeirra rugluðu islenzku varn- arleikmennina stundum i riminu. Sov- étmennirnir þekktu mjög vel inn á sóknarleik islenzka liðsins, enda haft „njósnara" á leikjum islenzka landsliðs- ins að undanförnu og þar hvergi til sparað. Lögðu þeir mikla áherzlu á að stöðva sóknartilburði Islendinga i fæð- ingu, og ef 15 fyrstu mínúturnar eru undanskildar tókst þeim það vel. Oft urðu þeir þó að beita ýmsum brögðum til þess að stöðva fslendingana, en hinn frábæri skozki dómari leiksins, J.R.P Gordon, var mjög nákvæmur í dómum sinum, og fljótur að gripa til flautunnar, þegar brotið var Bezti leikmaður íslenzka liðsins I þessum leik var Marteinn Geirsson sem átti þarna einn sinn bezta leik fyrr og siðar. Bæði var að hann stöðvaði ófáar sóknartilraunir Sovétmanna og sýndi við það mikið öryggi og lika hitt að Marteinn reyndi allan tlmann að byggja upp fyrir félaga sina og tók þátt i sóknaraðgerðunum þegar slíkt var mögulegt. Árni Stefánsson átti einnig mjög góðan leik að þessu sinni i mark- inu og sýndi nokkrum sinnum stór- glæsileg tilþrif. I heild má segja að aftasta vörn íslenzka liðsins hafi staðið sig mjög vel, ef frá eru skilin tvö mistök hennar sem voru dýrkeypt Jóhannes Eðvalds- son barðist mjög vel allan leikinn og er greinilega í góðri æfingu um þessar mundir Sjálfsagt verður bæði honum og ýmsum öðrum minnisstætt hið klaufalega sjálfsmark, en er ekki eins vert að muna eftir hinu glæsilega marki sem Jóhannes skoraði í sama mark á móti Austur-Þjóðverjum fyrr I sumar Framlinumenn íslenzka liðsins urðu að berjast mikið upp á eigin spýtur í þessum leik, og fengu sjalndast mikið svigrúm Af og til náðu þeir þó að ógna vel og var Teitur þar einna fremstur I flokki. Ein breyting var gerð á liðinu I leiknum: Ólafur Júliusson kom inná fyrir Matthias Hallgrimsson, en mikið má vera ef það hefði ekki verið betra að setja Björn Lárusson inná i bakvarðar- stöðu og færa Jóhannes Eðvaldsson framar á völlinn. Sovézka liðið er skipað mjög jöfnum leikmönnum og greinilega svo vel sam- æft að leikmennirnir þekktu nákvæm- lega staðsetningar og hreyfingar hver annars á vellinum Liðið lék oft frábær- lega vel saman með knöttinn, og þegar bezt lét tókst þvl einnig að leika á íslendinga. Er augljóst að sú ákvörðun Sovétmanna að breyta leikaðferðum sínum og leikskipulagi, sem ákveðin var eftir OL—1972 og eftir siðustu heimsmeistarakeppni, er likleg til að bera árangur, en fram til þess tima var sovézka landsliðið einkum orðað fyrir að leika þunglamalega og litt áferðar- fallega knattspyrnu í stuttu máli: Laugardalsvöllur 30 júlí (SLAND — SOVÉTRÍKIN 0—2 (0—0) Mörk Sovétrikjanna: sjálfsmark 49. min og Aleksandr Minaev á 67 min Áhorfendur 9666 Dómari: Gordon frá Skotlandi, og er fátitt að sjá svo frábæra dómgæzlu sem hann og félagar hans sýndu. Þar sáust aldrei mistök. Svipmyndir frá leiknum í gærkvöldi. Á myndinni til vinstri tekst Sovétmönnum að skalla frá eftir sókn ísienzka liðsins, en á myndínni til hægri sækja Islendingar. Þeirri sókn lauk með þvf að knötturinn hrökk í stöngina og út. „Þurfum ekki að skammast okkar” — Það er langt frá þvi að við þurfum að skammast okkar fyrir að tapa 2:0 fyrir liði eins og því sovézka, sagði Guðgeir Leifsson að leiknum loknum. — Ég held bara að ég hafi aldrei séð eins marga snjalla knattspyrnumenn samankomna i einu liði, hélt Guð geir áfram en hann heldur aftur utan til Belgiu á sunnudaginn til liðs við belgiska 1. deildarliðið Charlesroi. Strax að leiknum loknum i gærkvöldi gekk Guðgeir frá samningum sínum við félagið og lögfræðingur þess, sem hing- að kom i gær gagngert til að fá undirskrift Guðgeirs heldur utan aftur með pappirana í dag. — Ellert Schram, formaður Knattspyrnusambands Islands, tók í sama streng og Guðgeir og sagði að það væri ekki skömm að tapa fyrir svo sterku liði með tveggja marka mun. — Við get- um verið stolt af frammistöðu okkar manna i þessum leik, eins og öðrurn leikjum sumarsins, sagði Ellert. — Ég viðurkenni það að visu að ég gerði mér vonir um sigur fslands i leikhléi þegar ekkert mark hafði verið skorað og islenzka liðið hafði vindinn í bakið i siðari hálfleiknum, en tvö ódýr mörk gerðu út um þær von- ir. íslenzka landsliðið hefur að vísu leikið betri landsleiki i sumar en þennan, en þvi má ekki gleyma að sovézku leikmennirnir eru hreinir snillingar. ---Þeir voru stórkostlegir, hrikalega voru þeir góðir, voru fyrstu orð Marteins Geirssonar er við spurðum hann hvað hann vildi segja um leikinn. — Það er gaman að leika á móti svona liði, hvernig heldurðu að sé að mæta þeim á rennisléttum velli eins og þeir eru vanir? Arni Stefánsson var að vonum ánægður með frammistöðu sína i leiknum enda hafði hann staðið sig frábærlega vel. — Ég hef aldrei séð svona gott lið, þeir eru mun betri en Real Madrid var þegar við Framarar lékum við þá í fyrra á Spáni og hélt maður þó að það væri toppurinn. Um mörkin sagði Árni að það yrði ekki við öllu séð og bæði mörkin hefðu verið gefin, en bætti þvísvo við að 2islenzka liðið hefði unnið þennan leik ef þvi hefði tekist að skora mark úr tækifærunim fyrst í leiknum. Landsliðsfyrirliðinn Jóhannes Eðvaldsson sagði að sovézku leik- mennirnir hefðu flestir mjög góða knattmeðferð og það væri erfitt að leika gegn svona liði. Það hefði verið leikaðferð islenzka liðsins að gefa þeim eftir svæði upp að vitateig fyrir sinn netta samleik en við teiginn hefði siðan átt að stöðva þá. Hefði það gefist nokkuð vel, en tvö slysamörk hefðu gert út um leikinn. Um hið slysalega sjálfsmark sitt sagði Jóhannes: — Ég hitti boltann bara svona herfilega illa. John Gordon, mjög góður dóm- ari leiksins, hafði eftirfarandi að segja um leikinn og islenzka liðið: — Þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur á að horfa og fyrir mig sem dómara var hann auðdæmdur. fþróttamannsleg framkoma sat i fyrirrúmi og ruddaskapur sást ekki i leiknum. Frammistaða islenzku leikmann anna og hraði þeirra i fyrri hálf- laiknum hlýtur að hafa komið fleirum en mér á óvart. Meðal áhorfenda að leiknum i gær var norski landsliðsþjálfarinn Kjell Schou Andersson. Sagði hann að ef islenzka liðið hefði leikið af eins mikilli festu og hörku og gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum þá hefðu Rússarnir komist oftar i vandræði i leiknum en raun varð á. — Við eigum möguleika gegn þeim á heimavelli, en það verður verra þegar við mætum þeim i Rúss- landi, sagði Andersson. — áij — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.