Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULÍ 1975 17 Hér erum við ekki að reisa nein Potemkintjöld Ræða Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra á fundi Öryggis- ráðstefnu Evrópu í Helsinki I upphafi máls míns vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að færa Finnum, gestgjöfum okkar og vinum, verðskuld- aðar þakkir fyrir að gera okkur kleift að hittast í hinni fögru höfuðborg þeirra. Við dáumst ekki aðeins að þvi, hve vel Finnar hafa undirbúið þriðja áfanga þessarar ráðstefnu með skömmum fyrir- vara, heldur hljótum við einnig að lýsa þakklæti okkar í garð forseta Finnlands og finnsku rikisstjórnarinnar fyrir ómet- anlegt framlag til þess, að unnt hefur reynzt að stofna til og leiða ráðstefnu þessa til lykta. Finnar hafa hér enn sýnt, trúir sögu sinni, að þeim tekst hið ómögulega. XXXX Fundur sá, sem við nú sitjum er loka- áfangi ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, en táknar þó miklu fremur upphaf en endi. Upphaf nýrrar viðleitni til að efla samstarfið milli ríkja Evrópu, og vina okkar i Norður Ameríku, Bandaríkjanna og Kanada. Á ráðstefnunni hafa verið rædd gamalkunn viðfangsefni, en einnig hafa hér verið til umræðu i hópi 35 rikja margvísleg málefni, sem aldrei fyrr hafa verið tekin til umræðu á alþjóðlegum vettvangi. Ráðstefnan hefur sannað okkur, að unnt er að ná samkomulagi um flókin og mikilvæg atriði. En viðurkenna ber, að orðalag samþykktanna er stundum óljósara en æskilegt hefði verið og ber vitni um málamiðlun, sem hefur ekki alltaf náð tilgangi sínum. Skiptir því mestu máli, hvernig skilningur þjóð- anna birtist í framkvæmd. xxxx I ræðu þeirri, sem utanríkisráðherra íslands flutti hér á þessum vettvangi fyrir tveimur árum, benti hann á, að það mundi efla gagnkvæmt öryggi okkar, ef við gætum á ráðstefnunni komizt að sam- komulagi um grundvallarreglur, sem allir virtu i framtiðarsamskiptum okkar. Hann sagði, að eðlilegt væri, að við byggðum á þeim meginsjónarmiðum, sem þegar hefur verið samið um á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Það boðaði ekki gott ef við reyndum hér að mæla gegn, drepa á dreif eða grípa inn í þær skuldbindingar, sem við höfum þegar gengizt undir. Heldur ættum við að stefna að því að auka gildi þessara grundvallarsjónarmiða með samkomu- lagi um að fylgja þeim fram í raun á komandi árum. Ég vona að fullyrða megi nú á þessari stundu, að niðurstaða sú, sem hér liggur fyrir, sé i fullu samræmi við þessi sjónarmið. Við höfum orðið ásáttir um hvernig innbyrðis samskiptum okkar skuli hátt- að án tillits til stjórnarfars í einstökum löndum eða hvernig alþjóðlegum tengsl- um okkar er varið. Samþykktir þær, sem undirritaðar verða á þessum fundi okkar, binda okkur að visu ekki lagalega, en við hljót- um að ætlast til að eftir þeim sé farið. Þær eru þannig óneitanlega merkur áfangi, þvi að orð eru til alls fyrst. En fyrst mega þau sín samt, þegar orðin verða að veruleika í breytni okkar. Við skulum því vona að samþykktir okkar komist hið allra fyrsta í virka fram- kvæmd. xxxx Á ráðstefnunni hefur náðst samstaða um leiðir til að efla traust milli þjóða og draga úr líkum í hernaðarátökum. Allar þjóðir vænta þess, að unnt verði að efla svo gagnkvæmt traust milli rikja og ríkjahópa, að fram fari raunhæfur samdráttur herafla. Við hljótum þvi að leggja ríka áherzlu á, að umræðum um gagnkvæman samdrátt herafla í Mið- Evrópu verði áfram haldið' af vaxandi krafti og þær leiði til raunhæfra ráðstaf- ana, enda verði öryggi hvers einstaks ríkis i samfélagi okkar með því betur tryggt en áður. Jafnframt er það von min, að árangur þessara viðræðna greiði fyrir samkomulagi, sem byggt er á þeim sama grundvelli, varðandi önnur svæði. XXXX Það ætti að vera sameiginlegt áhuga- mál okkar að vernda sjálfstæði þjóða, hversu fámennar sem þær kunna að vera, því að þannig er bezt tryggt, að þær geti varðveitt sérkenni sín og menn- ingararfleifð og þar með frjóvgað og aukið fjölbreytni í menningarlegu sam- félagi okkar. Samþykktir þessarar ráðstefnu ættu að vinna gegn einangrun þjóða og ein- staklinga, en einangrunin leiðir í senn til forpokunnar þjóðanna sjálfra og gefur jafnframt tilefni til tortryggni i þeirra garð. Ég tel, að samþykktir ráðstefnunnar um aukin mannleg samskipti, upplýs- ingamiðlun og menningartengsl séu mjög þýðingarmiklar. Einstaklingar eru ekki frábrugðnir ríkjunum að þvi leyti, að þeir vilja vera sjálfstæðir og sinnar eigin gæfu smiðir, án þess að þeim sé haldið í skefjum af ósanngjörnum lagaboðum. Ferðafrelsi einstaklinga, óheft upplýs- ingamiðlun og eðlileg samskipti milli einstaklinga, hvar sem þeir búa, skyldra og óskyldra, án tillits til þjóðernis eða kynþáttar, allt eru þetta sjálfsagðar kröfur nútímamanna. Enda er fram- kvæmd þeirra vísasti vegurinn til að eyða fordómum, vantrausti og ástæðum til vigbúnaðarkapphlaups. xxxx Farsæld þjóða okkar er samofin. Hagur einnar þjóðar er háður velmegun annarra. Fá eða ef til vill ekkert þátttökuríkja ráðstefnunnar er eins háð utanríkisvið- skiptum um alla afkomu sína og tsland. Á þeim tima, sem ráðstefnan hefur setið að störfum, hefur þetta sannast áþreifanlega. Viðskiptakjör og þar af leiðandi lífskjör islenzku þjóðarinnar hafa versnað mjög vegna hærra verðlags á innfluttum varningi, en einkum vegna lægra verðlags á útfluttum sjávaraf- urðum, sem eru 80% af útflutningi Is- lands. Á slíkum erfiðleikatimum er mikil- vægt að halda áfram, og raunar auka, samvinnu i efnahags- og viðskipta- málum. Við fögnum niðurstöðum ráð- stefnunnar að þessu leyti, þvi miðað er að efldri samvinnu, sem byggir á gagn- kvæmnissjónarmiðum. Viðskiptaþving- anir eiga ekki rétt á sér fremur en vaidbeiting af öðru tagi. Aukin viðskiptasamvinna stuðlar að hagkvæmri verkaskiptingu þjóða á milli og verndun auðlinda. Umhverfi og auð- lindir verður að vernda og leggja ber rækt við að bæta það, sem aflaga hefur farið. Engum árangri verður náð í þessu efni nema með raunhæfum aðgerðum, þar sem sérstök ábyrgð hvers einstaks ríkis er mörkuð. Innan slíkra marka hafa Islendingar stigið skref til friðunar á auðlindum hafsins með því að stjórna nýtingu fiskimiðanna við Island. Nýlega tók íslenzka ríkisstjórnin þá ákvörðun, að frá og með 15. október 1975 skuli íslenzk fiskveiðilögsaga ná yfir 200 sjómilur. Vitneskjan um siminnkandi afla á islenzkum fiskimiðum leiddi til þess, að við töldum það óverjanlegt að fresta útfærslu fiskveiðilögsögunnar. En við ákvarðanir sinar um þetta efni hefur íslenzka rikisstjórnin byggt á þeim drögum að sáttmála, sem nú liggja fyrir 3. hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. xxxx Herra forseti. Allir hljótum við að óska þess á þessari stundu, að niðurstöð- ur ráðstefnunnar verði dyggilega virtar og þeim hrundið í framkvæmd. Is- lendingar vilja lifa i friði við allar þjóðir, þeir vilja að samvinna ríki og hagsmunaárekstrar séu leystir með sanngirni og góðum samkomulagsvilja. Þjóðir okkar vænta þess af okkur, að góðum áformum sé hrundið i fram- kvæmd. Hér erum við ekki að reisa nein Potemkintjöld. Við ættum hvorki að blekkja sjálfa okkur né aðra. Við gerum okkur þvert á móti grein fyrir, að á öllu veltur, að við efnum í raun samþykktir okkar og þær beri ávöxt i daglegu lifi þjóða okkar. Við eigum að heita þvi hérl Helsinki á þessari stundu, að svo skuli verða. Jamboreemótið í Noregi sett í gœr ALHEIMSMÓT skáta I Lillehammer, Nordjamb — 75, var sett á hádegi I gær. Um 18 þúsund skátar frá 97 löndum eru komnir til mótsins og taka þátt I þvl. Við upphaf setningar- innar, sem fram fór á hátlðarsvæði mótsins, Þingvöllum, mynduðu þátt- takendur mótsins risastóra hönd með útrétta fingur, en kjörorð móts- ins er Fimm fingur, ein hönd. Síðan bauð Ragnhildur Helgadóttir, forseti Norðurlandaráðs, þátttakendur vel- komna til Norðurlanda og er ræða hennar birt á öðrum stað I blaðinu. Þá var Jamboree-eldurinn borinn inn en hann var fluttur með boðhlaupi frá Japan. þar sem slðasta mót var haldið. Fánar voru siðan dregnir að húni, sunginn var Jamboree- söngurinn og Ólafur Noregskonung- ur ávarpaði mótsgesti. íslensku þátttakendurnir komu til tjaldbúðanna seint á mánudags- kvöld. En nokkrir fslendingar voru búnir að dvelja I mánuð við undir- búning mótsins. Veðrið hefur verið þeim nokkurt kvalræði þvl þeir eru óvanir að vinna I þeim hita, sem verið hefur I Lillehammer eða 25 til 30 gráðum á daginn og ekki ský- hnoðri á himni. Tjaldbúðirnar, sem íslendingarnir sjá um, eru nefndar Hekla og dvelja þar um 1 600 skátar frá 27 þjóðum en I þessum hópi eru aðeins 40 fslendingar auk Islenskra starfs- manna. i búðunum er heljarstórt listaverk, sem táknar Heklu og á kvöldin er veikið lýst upp og sést þá langt að og setur mikinn svip á búðirnar. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og unnið er að hinum margvlslegustu verkefnum. Gefið er út dagblað á mótinu og eru tveir íslendingar I ritstjórn þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.