Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 31. JÚLt 1975 23 telpur og fjögurra ára snáði senda honum saknaðarkveðjur. yfir móðuna miklu, þangað sem leið okkar allra liggur einhverntíma. Þangað til það verður segi ég: „Hittumst aftur, elsku besti frændi minn.“ Þórunn Jónsdóttir. Einhvern veginn finnst mér nú að þegar ég hóf lögmannsstarf sem aðalstarf og fékk leyfi til þess að stíga í hin helgu vé Hæstarétt- ar fyrir 19 árum, séu þeir tiltöiu- lega fáir, sem enn mæta þar skikkjum skrýddir af þeim lög- mönnum, sem þá bar hæst. Svo margir hafa bætzt i hópinn af yngri mönnum og hinir eldri fall- ið í valinn. Einn þeirra síðarnefndu er Þor- valdur Þórarinsson, sem í dag er borinn til foldar. Skikkjuna sem hæstaréttarlögmaður bar hann með myndugleik enda meiri að vallarsýn en flestir samlandar og málafylgjumaður var hann af beztu gerð. Félagslyndi og reisn sýndi hann svo að seint mun fyrnast, er hann bauð að veizluborði i Helsinki á Norræna lagamannaþinginu fyrir þremur árum öllum islenzku þátt- takendunum og eiginkonum þeirra. Skoðanir hans stungu oft skemmtilega i stúf við annarra manna álit, enda fór hann aldrei troðnar slóðir meðalmennsku. Fyrir hönd Lögmannafélags ís- lands færi ég Þorvaldi Þórarins- syni hæstaréttarlögmanni hinztu kveðju og þakkir fyrir mikið starf og góð kynni. Aðstandendum hans votta ég dýpstu samúð vegna fráfalls hans fyrir aldur fram. Páll S. Pálsson Síöbúin kveöja 12. þ.m. varð bráðkvaddur á heimili sínu Viggó F. Sigurðsson Borgarholtsbraut 48, Kópavogi. Hann var jarðsettur 22. þ.m. Viggó fæddist á Seyðisfirði 21. sept. 1915, stundaði sjómennsku framan af æfi en var starfsmaður Oliufélagsins hf. frá miðjum aldri til dauðadags. Við vorum nágrannar í 16 ár og margar orðnar ferðinrnar yfir til hans til að fá lánað vit og verk- færi því Viggó var greiðamaður og vel vinnandi. Viggó var vel á sig kominn og lifði fullu lífi í starfi og leik og naut sin vel, átti einstaka konu og manndómsbörn. Þetta vissi hann og mat, því hann hafði heilbrigt viðhorf til iifsins. Mikill má vera söknuður eftir- lifandi konu, Valgerðar Ölafs- dóttur, og fjölskyldunnar. Ég þakka góð kynni og votta hans nánustu samúð mína. Helgi Jensson. t MóSir okkar, tengdamóðir, amma og langamma GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hóli Hafnarfirði ■ til heimilis aS Skeiðarvogi 139 andaðist laugardaginn 26. júlf. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði föstudaginn 1. ágúst kl. 2 sfðdegis. Vilborg Pétursdóttir Jón Danfelsson Guðmundur Pétursson Jóna Pétursdóttir Gunnar Pétursson Guðbjörg Júlíusdóttir Bjöm Pétursson Bamabörn og bamabarnabörn. Guðný Pétursdóttir Þórunn Óskarsdóttir CBPPIIUB mmsim rfyy?T?TTfffTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT HÓTEL HOF ^^Tf^Bl^^Rauöai-árstía 18 Nýtthótel ^ ♦ A sími í Reykjavík H®&25§3§^.'! 2-88-66 ltttlilÍiiiiiittitiiitittit«ttÉ« J ’Avallt til í þrem geróum: 1. Til innbyggingar j skrifstofur, verslanir og íbúóir- 2. í viðarkassa fyrir stofur og herbergi —................ m " MÍ 3. Fyrir verksmiójur, vörugeymslur og bílskúro. 1 Ódýrir í innkaupi Hagkvæmir i notkun c -OKKAR LAUSN ER BETRI LAUSN- J. ÞORLÁKSSON & NOROMANN H.E SRúlagötu 30 - Bonkos»r»*l II - Siml 11280 Stórmót sunnlenzkra hestamanna Stórmót 1975 að Rangárbökkum laugar- daginn 9. ágúst og sunnudaginn 10. ágúst. Dagskrá: Laugardag 9. ágúst. Kl. 10.00 Kynbótadómnefnd starfar. Sunnudag 10. ágúst. Kl. 10.00 Undanrásir kappreiða. Kl. 1 3.00 , Hópreið hestamanna. Helgistund, sr. Stefán Lárusson. Mótið sett, Magnús Finnbogason, Sýning kynbótahrossa, dómum lýst. Sýning og dómar gæðinga. Úrslit kappreiða Verðlaunaafhending og mótslit. Verðlaunapeningar veittir þremur efstu hestum í hverjum flokki kynbótadóma, í báðum flokkum gæðinga og öllum hlaupagreinum. í kappreiðum verður keppt í 250 m skeiði, 1500 m stökki, 1500 m brokki, 800 m stökki og 350 níi stökki. Ekkert þátttökugjald kappreiðahrossa og peningaverð- laun sem sæmir Stórmóti, eða samtals 1 74 þúsund. Þátttaka kappreiðahrossa tilkynnist Magnúsi Finn- bogasyni fyrir sunnudag 3. ágúst, en þátttaka kynbóta- hrossa tilkynnist formönnum einhverra hestamannafélag- anna. Geysir- Kópur-Ljúfur-Logi-Sindri-Sleipnir-Smári-Trausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.