Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 32
AUí;lVsIN(ÍASÍMINN ER: 22480 JWaröunblníiit) au(;lVsin(;asíminn er: 22480 JH«röunbI«bib FIMMTUDAGUR 31. JULl 1975 Undirmenn á kaupskipunum: Felldu farmanna- samningana með eins atkvæðis mun Ljósmynd Br. Helgason. FORSETAHJÓNIN; frú Halldóra og dr. Kristján Eldjárn, fóru í gær með Flugleiðavél til Kanada þar sem þau verða viðstödd hátíðahöldin vegna hundrað ára búsetu Islendinga í Vesturheimi. Handhafar forsetavalds voru meðal þeirra, sem fylgdu þeim á flugvöllinn. Hér kveður forsetinn Ásgeir Bjarnason forseta sameinaðs alþingis. Mjólkárvirkjun: Stórfelldar tafir á raf- búnaði frá Júgóslavíu Hefur í för með sér tugmilljóna aukakostnað FYRIRSJAANLEG er stórfelld seinkun á þvf að viðbótin við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði verði tekin í notkun. Aætlað var, að hægt yrði að taka virkjunina, sem er 6 megawött, í notkun fljótlega í haust en nú er Ijóst að það dregst a.m.k. fram að mánaðar-1 mótum janúar/febrúar á næsta ári. Stafar þetta af drætti á af- greiðslu rafbúnaðar frá júgó- slavnesku fyrirtæki. Var samið við fyrirtækið um kaup á rafal og túrbínu að undangengnu tilboði. Atti útbúnaðurinn að afgreiðast um mánaðamótin marz/apríl, en nú hefur fyrirtækið tilkynnt að það geti í fyrsta lagi afgreitt hann um miðjan september. A þá eftir að flytja búnaðinn til landsins og koma honum fyrir. Um annan raf búnað var samið við franskt fyrir- tæki og hefur það staðið við alla samninga. Svik júgóslavneska fyrirtækisins hafa það I för með sér, að keyra þarf dieselvélar á Vestfjörðum stóran hluta vetrar og kostar það tugi milljóna króna. Valgarð Thoroddsen rafmagns- veitustjóri ríkisins tjáði Morgun- blaðinu í gær, að framkvæmdir við gerð mannvirkja á staðnum myndu að öllum líkindum stand- ast áætlun og yrðu þau tilbúin í Lokuðu ríkinu BÆJARFOGETINN í Vest- mannaeyjum lét í gærmorgun loka útsölu Afengis- og tóbaks- verzlunarinnar þar í bæ. Verður útsalan lokuð fram yfir þjóðhátíðina um næstu helgi. Margir voru ekki búnir að kaupa sér „glaðning" fyrir þjóðhátíðina og voru mörg Ijót orð látin falla við lokaðar dyr útsölunnar í gær, að þvf er Mbl. var tjáð. haust. Því væri það aðeins seink- unin á afgreiðslu júgóslavneska rafbúnaðarins sem tefði það að virkjunin kæmist í gagnið. Val- garð sagði, að viðskiptin við Júgó- slavana hefðu verið erfið. Fyrst hefði búnaðurinn átt að koma um mánaðamótin marz/apríl á þessu ári. Þegar leið að þeim tíma hefði komið skeyti frá fyrirtækinu, sem heitir Ingra, þar sem það til- kynnti að ekki væri hægt að sinna pöntuninni eins og samið var um. Var verksmiðjunni þá veittur frestur til mánaðamótanna júní/júli en ekki hefðu vélarnar fengist heldur þá. „Við höfum sent þeim fjölmörg skeyti að undanförnu og óskað eftir því að Iframleiðslu búnaðarins yrði hraðað en fengið dræmar undir- tektir," sagði Valgarð. Ef miðað er við það, að verk- smiðjan afgreiði rafbúnaðinn frá sér um miðjan september, sem engan veginn er víst samkvæmt fyrri reynslu, yrði hann vart kom- inn hingað til lands fyrr en ein- hverntíma í október. Þá á eftir að koma honum á virkjunarstaðinn sem getur orðið tafsamt vegna snjóa á þessum árstíma. Þegar þangað er komið tekur minnst þrjá mánuði að koma búnaðinum fyrir. Það gæti því allt eins dreg- izt fram á vor að koma virkjun- inni af stað en keyrsla dieselvél- anna á Vestfjörðum í vetur mun kosta tugi milljóna að sögn Val- garðs. 40:39 — 1 ógilt UNDIRMENN á kaup- skipaflotanum felldu í gær nýgerða farmannasamn- inga með eins atkvæðis mun. Á fundi Sjómanna- félags Reykjavíkur voru samningar þessir bornir undir atkvæði og af 80 sem atkvæði greiddu, voru 40 á Minnst 10% samdrátt- ur á bensín- notkun hér FIMM fyrstu mánuði þessa árs jókst bensínsala hér innan- lands mjög óverulega að magni til miðað við sömu mán- uði í fyrra. Ef aftur á móti er tekin inn ( dæmið aukning bflaflota landsmanna á sama tfma, hefur orðið minnst 10% samdráttur á bensfnnotkun- inni innanlands. Þessar upp- iýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá Ragnari Kjartanssyni aðstoðarforstjóra Shell. Ef heildarolíunotkun lands- manna er skoðuð á sama tíma- bili, hefur orðið um 2% sam- dráttur milli áranna 1974 og 1975. Fyrstu fimm mánuðina í fyrra var salan 257 þúsund lítr- ar en 252 þúsund lítrar sömu mánuði í ár. A sama tíma tókst Hollandi, Bretlandi og Frakk- landi að minnka olíuinnflutn- ing um 20%, Danmörku 18,4% og Vestur-Þýzkalandi um 17%. Kemur þetta fram í frétt frá Reuter. Ragnar Kjartansson sagði að ekki væri hægt að gera samanburð á íslandi og þessum löndum, notkun okkar væri svo lítil og við lítið háðir olíunni. Það þyrfti ekki nema að kaupa inn 10 olíufreka skut- togara á umræddu tímabili eða eitt bæjarfélag tæki upp hita- veitu f stað oliukyndingar, þá væru allar forsendur fyrir samanburði brostnar. móti þessari samningsgerð en 39 með. Eitt atkvæði var ógilt. Á fundinum kom fram, að meginástæðan fyrir óánægju undirmannanna var að þeir töldu ríkis- stjórnina hafa vanefnt fyrirheit um útgáfu nýrrar tollreglugerðar. Stjórn Sjómannafélagsins mun halda fund á næstunni til að ákveða hver frekari framvinda þessara mála verður, og líklegt er talið að stjórnin muni fljótlega afla sér verkfallsheimildar. Svo sem minnast má hef- ur kaupskipaflotinn þegar stöðvast einu sinni á þessu ári og þá vegna samúðar- verkfalls vélstjóra á kaup- skipaflotanum við verkfall vélstjóra á stóru skut- togurunum. Yfirmenn á farskipunum munu hins vegar þegar hafa samþykkt framangreinda farmanna- samninga á félagsfundi innan Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Loðnan bæði smá og mögur LOÐNUSKIPIÐ Arni Sigurður AK koni til Sigluf jarðar sfðdcgis f gær með 350 tonn af loðnu. Eld- borg GK var farin aftur til veiða eftir að hafa landað 550 tonnum á Siglufirði, og sagði Matthías Kristjánsson fréttaritari Mbl. þar í bæ, að Eldborgin hefði fengið loðnu aftur strax f gær. Loðnan sem þessir tveir bátar hafa fengið hefur verið rannsökuð hjá Haf- rannsóknastofnuninni og hefur hún reynst vera bæði mögur og smá, að þvf er Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur tjáði Framhald á bls. 19 ÞUSUMHR FERÐAMANNAIHERÐU- BREIÐARLINDIR MIKILL fjöldi ferðamanna hefur komið f Herðubreiðar- lindir í sumar og hefur umferð- in þangað aukizt frá sl. sumri en pá komu um 5000 manns í Lindirnar. Morgunblaðið ræddi við Sumarliða Isleifsson á Vöglum í Fnjóskadal, en hann var gæzlumaður f Lindunum sl. ^sumar. Sigurður bróðir hans er gæzlumaður þar í sumar, en Sumarliði leysti hann af í viku fyrir skömmu. „Það eru engar stórfréttir úr Lindunum,“ sagði Sumarliði, „en það má segja að umferðin þangað sé gífurlega mikil og í sumar hafa verið allt upp í 500 manns þar tim helgar. Það er algeítgt að þar hafi verið 300—400 manns um helgar og mest er þetta fólk frá þremur ferðaskrifstofum, líklega eru 90% af ferðamönnunum þarna útlendingar, mikið Þjóðverjar. Það er lítið um að einstaklingar séu þarna á ferð. Umgengni er nokkuð góð, en ljóst er að náttúran þarna er ákaflega viðkvæm og það er vafarnál hvort gróðurinn þolir þessar þúsundir ferðamanna. Það er gróðurbelti þarna meðfram Lindá, grasplöntur, hvönn, víðir, eyrarrós og fleiri fagrar tegundir og þetta lætur á sjá. Talstöðvarsamband skort- ir og gróður lætur á sjá Þetta hefur þó gengið stórslysa- laust, en fyrir skömmu brennd- ist kona nokkuð i Víti og sl. sumar týndist maður þarna og þá sýndi það sig að það nær ekki nokkurri átt að hafa ekki talstöð þarna, því ekki var hægt að tilkynna um hvarf mannsins fyrr en eftir 15 klukkutíma og þá var send flugvél frá Akur- eyri, sem fann manninn um siðir kolvilltan. Það er því brýn nauðsyn að hafa þarna sterka talstöð til öryggis, vegna þessarar miklu umferðar. Flest- ir ferðamenn sem koma þarna gista í Lindunum en einnig er mikið gist i Dreka. Flestir koma akandi en fyrir kemur að fólk kemur fótgangandi t.d. kom fyrir stuttu 13 manna hópur Reykvíkinga fótgangandi frá Nýjadal og hafði fólkið verið í 13 daga á leiðinni, en það hafði teppst í 3—4 daga vegna veð- Aðspurður svaraði Sumarliði því til að hreinlætisaðstaða væri í minnsta lagi þegar fjöldinn væri hvað mestur, en 5 kamrar eru í Lindunum, vatn verður fólk að taka úr Læknum og þar verður fólk einnig að svo sér. Gæzlumenn eru i Herðu- breiðarlindum frá miðjum júni til ágústloka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.