Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLl 1975 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið Yíðast um hinn vest- ræna heim hefur við- tækt atvinnuleysi fylgt í kjölfar efnahagskreppunn- ar, sem gengið hefur yfir þennan heimshluta. Talið er að um 15 milljónir at- vinnuleysingja séu í þeim löndum, sem aðild eiga að Efnahags- og framfara- stofnuninni, en meðal^ þeirra eru ríki Efnahags-* bandalagsins Evrópu, Bandaríki Norður- Ameríku og Japan. Frænd- þjóð okkar í Danmörku býr nú við stórfelldara at- vinnuleysi en verið hefur þar í landi um langt árabil. Við höfum sízt átt við minni erfiðleika að etja í efnahagsmálum en helztu nágranna- og viðskipta- þjóðir okkar. Þvert á móti hefur efnahagskreppan og verðhækkanir, er fylgdu í kjölfar hennar, komið þeim mun verr við okkur að aðra, sem við erum öðr- um háðari innflutningi nauðsynja — og því næm- ari fyrir utanaðkomandi verðsveiflum. Þar að auki hefur efnahagskreppan fá- ar atvinnugreinar verr leikið en útgerð og fisk- vinnslu, stóraukið rekstr- arkostnað á sama tíma og afurðaverð fellur, en at- vinna okkar, afkoma og gjaldeyristekjur eru háð- ari sjávarútvegi en þekkist með nokkurri annarri þjóð. Þessar efnahagsstað- reyndir: lækkandi afurða- verð á útflutningi okkar, en hækkandi verð inn- fluttra nauðsynja þjóðar- innar, hafa leitt til 30% skerðingar á kaupmætti út- flutnings, sem hlaut að setja svip á lífskjör þjóðar og þegna. Rekstrarstaða at- vinnuveganna var og slík á sl. ári, að stöðvun þeirra blasti við og hliðstætt at- vinnuleysi, sem nú hrjáir margar aðrar þjóðir. Það var eitt höfuðmark- mið núverandi ríkisstjórn- ar, er hún tók við völdum í endaðan ágúst á sl. ári, að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna og þar með atvinnu- og afkomuör- yggi almennings, hvar- vetna á landinu. Með efna- hagsaðgerðum, sem hlutu að valda tímabundnum á- greiningi, hefur þetta tek- izt. í ljósi þess atvinnu- ástands, sem víðast er í veröldinni nú, er hér um veigamikinn árangur að ræða. Vofu atvinnuleysis hefur verið bægt frá dyr- um þjóðarinnar. Þessi ár- angur hefur að vísu kostað tímabundna skerðingu lífs- kjara þjóðarinnar, en at- vinnuöryggi og vaxtar- broddar nýs velmegunar- tímabils, sem að er stefnt, er kostnaðarins virði. Þessi lífskjaraskerðing var raunar orðin staðreynd þegar á sl. ári í stórlækkuð- um kaupmætti framleiðslu- vara okkar. Horfast þurfti í augu við þann vanda, sem af þessu leiddi, takast á við hann og varða veg þjóðar- innar út úr erfiðleikunum. Með fyrirgreiðslu stjórn- valda í kjaramálum, sem fyrst og fremst miðaðist við hag hinna lægst laun- uðu í þjóðfélaginu, og áb- yrgri afstöðu samtaka launþega og vinnuveit- enda, tókst að sigla milli skers og báru, forða víð- tækum verkföllum og tryggja vinnufrið. Þrátt fyrir 30% rýrnun kaup- máttar útflutningstekna, hefur verið unnt að hækka lægstu laun nokkurn veg- inn til samræmis við verð- lagshækkanir og hækka líf- eyri aldraðra og vanheilla um 2200 m.kr. á valdatíma ríkisstjórnarinnar. Samhliða þessum ráð- stöfunum var óhjákvæmi- legt að draga nokkuð úr ríkisútgjöldum, bæði í rekstri og framkvæmdum. Skertar tekjur ríkissjóðs, vegna tekjuskattslækkun- ar, og aukin útgjöld hans, vegna niðurgreiðslna á nauðsynjum almennings, hækkaðs lifeyris almanna- trygginga og launakostnað- ar, hlutu að koma fram með einhverjum hætti. Hinsvegar hefur verið forðazt að fara það geyst í sakir með samdráttarað- gerðir, að þær leiddu til atvinnuleysis, en vandrat- aður er meðalvegur í þessu efni sem öðru. Vandinn í efnahagsmál- um þjóðarinnar er þó eng- anveginn leystur til fram- búðar. Við getum ekki til lengdar búið við svo öran verðbólguvöxt sem verið hefur hérlendis undanfar- in nokkur misseri. Það er því ríkjandi óvissuástand, sem erfitt er að ráða í, og samstöðu starfsstétta þjóð- félagsins þarf til að breyta í framtíðarjafnvægi og ör- yggi- Þegar eldgosið í Vest- mannaeyjum og snjóflóðin í Neskaupstað lögðu at- vinnutæki þessara staða í rúst, varð mönnum ljósara en áður, hverju hlutverki þau gegndu í lífi og afkomu fólksins. Deilugjörn, inn- byrðis stríðandi þjóð, kom þá fram sem ein heild og tók á sig, möglunarlaust, þær kvaðir, sem því fylgdi, að hjól atvinnulífsins snér- ust á ný á þessum stöðum. Þjóðinni er sem betur fer ljóst, að hægt er að leggja atvinnulíf hennar í rúst með ýmsum öðrum hætti en náttúruhamförum, ekki sízt á viðsjálum tímum al- þjóðlegrar efnahags- kreppu. Andvaraleysi og innbyrðis átök er vísasti vegurinn í því efni, eins og málin standa, bæði hér heima og í helztu viðskipta- löndum okkar. Þegar svo horfir er þörf þjóðarsam- stöðu, að hver einn axli þær byrðar sem .til þess þarf að koma þjóðarskút- unni á réttan kjöl. Þeir sem skerast úr leik og kjósa að nýta sér erfiðleik- ana til pólitísks undirróð- urs, verða að mæta verð- skuldaðri fyrirlitningu al- mannadóms. Almennings- álitið eitt er þess megnugt að skapa og tryggja þær forsendur, sem framtíðar- velmegun þjóðarinnar hlýtur óhjákvæmilega að byggjast á. Hver er sinnar gæfu smiður Manngildi einstaklingsins þarf að sitja í fyrirrúmi HÉR fer á eftir ræða Ragn- hildar Helgadóttur forseta Norðurlandaráðs við setningu Jamboree- mótsins I Noregi: Háttvirtu mótsgestir, kæru skátar. Mér er það sérstök ánægja og mikill heiður að mega fyrir hönd forsætis- nefndar Norðurlandaráðs bjóða ykkur, þúsundir skáta víðsvegar úr heiminum, vei- komna til Norðurlanda. í fyrsta sinn efna nú norrænir skátar sameiginlega til alþjóðamóts. Til að leggja áherzlu á einingu Dan- merkur, Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar, fimm sjálfstæðra rlkja, var til þessa móts stofnað I samvinnu við Norðurlandaráð. Norður- landaráð er skipað 78 þing- mönnum, kjörnum af þjóð- þingum landanna Á þingum þess eiga einnig sæti allar ríkisstjórnir Norðurlanda. Nú þegar þið komið margir um langan veg hingað og gistið hinn fagra Noreg, eruð þið um leið að heimsækja Norðurlönd sem heild. Fyrir þetta þökkum við ykkur. í efnisskrá mótsins er sér- stök áherzla lögð á átta atriði. Ég leyfi mér að nefna tvö. Annað er „Norræn menning og lýðræði", hitt er„Náttúran og verndun hennar". Fyrra atriðið má kalla grundvöll að samvinnu Norðurlanda (og þar með að Norðurlandaráði). Um síðara atriðið, umhverfisvernd, var í fyrra gerður Norðurlandasátt- máli og nýlega haldin um það ráðstefna á vegum Norðurlandaráðs fyrir fulltrúa alþjóðastofnana I Evrópu. Norðurlandaráð metur mikils starf skáta að umhverfis- málum. Ég hygg, að ekki sé ofmælt, að í mörgum löndum hafi þeir unnið braut- ryðjendastarf á því sviði. í útivist skátalífsins venjast menn á það frá unga aldri að sýna náttúrunni nærgætni og virðing. En í umhverfis- málum þarf að hyggja að fleiru en verndun náttúrunnar. í vaxandi mæli beinist nú athyglin að hinum mannlegu og félagslegu þáttum. Þarna hafa skátarnir líka mikilvægu hlutverki að gegna. ( dag- legu lífi okkar allra erum við sífellt að móta umhverfi hver annars. Sá, sem er svo lán- Ragnhildur Helgadóttir samur að geta tileinkað sér hinn rétta skátaanda, leggur með lífi sínu fram skerf til að vernda og fegra umhverfi sitt og annarra manna. Víkjum nú að hinu atriðinu úr efnisskrá mótsins, norrænni menningu og lýðræði. í skipulagi mótsins eru teknar fyrirmyndir úr fornu norrænu stjórnskipulagi, með sérstakri áherzlu á þing- in, alþingi. Lýðræðishug- myndin er norrænum þjóð- um sameiginleg og rótgróin. Það hefur löngum verið Norðurlandabúanum lífs- nauðsyn að hafa möguleika til að ráða sjálfum sér og högum sínum, hver setur honum lög og hvernig. Til að þessi möguleiki verði vernd- aður og virtur þarf manngildi einstaklinganna að sitja I fyr- irrúmi. Og enn kemur að hlutverki skátahreyfingar- innar, að auka manngildið. Kæru skátar. Tákn þessa móts, fimm fingur — ein hönd, er að minni hyggju viturlega valið. Það táknar samstöðu Norðurlandaþjóð- anna fimm og samstöðu heimsálfanna fimm. Það er I senn áminning, staðreynd og fyrirheit. Þið eruð ungir. Þið eruð sjálfir fyrirheit. Megi þetta 14. alþjóðamót skáta verða til þess að efla hinn sanna skátaanda með ykkur sjálfum og hjálpa ykkur að útbreiða hann. Með því vinnið þið að samstöðu heimsálfanna, vináttu þjóð- anna og virðingu fyrir mann- gildinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.