Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
upp flestöllum bæjarhúsum, en ekki
fluttu þau hjón þangað það haust, en
höfðu þar um veturinn nokkra menn og
allan þann pening, er þau áttu; og næsta
vor eftir fór Indriði frá Tungu alfarinn,
og var þá bæjarsmíðinni að öllu lokið.
Fyrstu tvö árin sem þau Indriði og
Sigríður bjuggu í Fagrahvammi, gátu
þau ekki haft þar nema tvær kýr en
sauðfé höfðu þau þar margt. Indriði lagði
mesta stund á að koma góðri rækt I túnið,
og tókst honum það smátt og smátt; segja
þeir svo fá, er komið hafa að Fagra-
hvammi, að þar sé einhver hinn snotrasti
töðuvöllur, enda sé það auðséð á öllu
utan og innan bæjar I Fagrahvammi, að
þar búi góður efnamaður og þrifnaðar-
bóndi. En óskandi væri að margur vildi
gjöra það að dæmi Indriða og forfeðra
vorra að nema þar land og reisa þar bú,
sem enn er óbyggt á íslandi; og vlst er
um það, að enn þá er þar margur fagur
blettur óræktaður, sem drottinn hefur
ætlað mönnum til blessunar og nota. Og
ljúkum vér hér að segja frá þeim Indriða
og Sigríði.
/—COSPER----------
— Heyrðu gamli, veiztu ekki að það er
bannað að slá mann fyrir neðan belti?
V_______________________________________/
Ormur anzaði engu, en bað frammi-
stöðumenn hljóðlega að færa Guðmundi
annan disk, fullan vistum, úr tini eða tré;
hlýddu þeir því, og gjörðist nú ekki neitt,
sögulegt, þar til borð voru upp tekin.
Pönnukökum og öðru sælgæti gjörði
Guðmundur beztu þegnskyldu, og var
það ráðið með þeim Rósu og Ormi, að
hann þyrfti eigi annarra vopna við en
þeirra, sem eru á hvers manns hægri
hendi, og tókst honum vel að beita þeim.
Nú stóðu menn upp frá borðum, en þá
var eftirdrykkjan eftir. Þáersíra Tómas
hafði vel og guðrækilega sagt fyrir brúð-
hjónabollanum og brúðhjónin voru farin
til hvílu, eins og áður er á drepið,
skemmti hver sér og sínum vinum, og
enginn varð vínskortur. Rósa reis nú úr
sæti sínu og sagði hljóðlega:
Ósköp er það leiðinlegt, að menn skuli
ekki geta dálítið lyft sér upp og dansað.
Þá sagði Ormur: Þér kunnið, maddama
góð, að dansa, það veit ég fyrir víst, þar
sem þér eruð alin upp í kaupstað. Á
Bessastöðum lærum við ekki þess háttar,
en ég hef við og við skotizt til Reykjavík-
ur, og þar hef ég numið fyrstu aðferðina,
og væri yður, maddama Rósa, skemmtun
Pétur prangari
hann fermdur og farinn að hjálpa til í
myllunni. Og laglegur piltur var hann.
„Gætirðu ekki látið mig fá þenna pilt?“
sagði Pétur við malarann.
„Nei, ekki get ég það,“ svaraði hann.
„Ég hefi alið hann upp sem mitt eigið
barn, og nú er hann farinn að hjálpa mér
svo mikið, því sjálfur er ég orðinn gamall
og lúinn.“
„Það er ég nú líka orðinn,“ sagði Pétur,
„og þess vegna vildi ég gjarna fá mér
myndarlegan pilt, sem ég gæti kennt
verzlun. Ef þú vilt láta mig fá hann, þá
skal ég borga þér sex hundruð dali, svo
þú getir keypt þér jörð og lifað þar í friði
og ró í ellinni.“
Þagar malarinn heyrði þetta, lét hann
Pétur fá piltinn.
Nú lögðu þeir af stað, pilturinn og
Pétur, í mikla verzlunarferð. Þeir seldu
mikið, og loks komu þeir í gistihús eitt,
sem var í jaðrinum á stórum skógi. Þaðan
»
sendi Pétur piltinn með bréf til konunn-
ar sinnar, — því beint gegnum skóginn
viw
vioftftJk
kaff/no
Sfðasti leikur hvíts.
Kvikmyndahandrit aö moröi
Eftir Lillian
O'Donnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
9
nánari upplýsingar um núverandi
verustað Mariettu Shaw. Ádur en
svarið vaeri komið aftur, myndi
hann hafa yfirheyrt Talmey.
Hann myndi hafa nautn af þvf að
skýra yfirmanni sínum Felix frá
árangrinum af starfi sfnu áður en
það kæmist á hvers manns varir.
Það sem hann hafðí enn ekki
skýrt Felix frá þvf hver staðan
var f málinu nú myndi ekki ráða
úrslitum þótt hann biði í nokkra
klukkutfma. Felix var nýkominn
heim tír brúðkaupsferð og kærði
sig sjálfsagt ekki um að vera
truflaður á þessum tíma sólar-
hringsins.
Þegar Link hafði hringt fyrir-
mæli sfn inn á stöðina settist
hann við gluggann til að bfða.
Sem hann sat þarna f rökkrinu á
morðstaðnum reikuðu hugsanir
hans vfða.
Það var Ijóst að Marietta Shaw
hafði verið meiri stjarna en eigin-
leg leikkona. Morðinginn hafði
einbeitt sér að þvf að útmá andlit
hennar, andlitið sem hafði skipt
öllu máli fyrír hana. Aftur fór
hrollur um David og augnaráð
hans hvarflaði hægt frá uppdrátt-
unum sem krftaðir höfðu verið á
góffið, að vasanum með stóru
gulu rósunum ...
3. KAFLI.
Link hrökk upp af svefni og
uppgötvaði að hann skalf af kulda
og var stirður f öllum limum. Eitt
andartak gerði hann sér ekki
grein fyrir hvar hann var
staddur. Svo rann upp fyrir
honum Ijós: hann hafði setzt
niður til að bfða eftir unnusta
iátnu konunnar, sem var á leið til
fundar við hann frá Long Island.
Hann hafði bersýnilega sofíð
skamma stund, hugsaði hann. Það
var enn dimmt úti, svo að hann
hafði varla sofið lengi. Hann leit
órólegur á armbandsúrið. Klukk-
una vantaði nftján mfnútur f
fjögur! Hamingjan góða! Hafði
hann sofið svona lengi? Og hvar f
ósköpunum var Talmey niður-
kominn? Hann hefði átt að vera
kominn fyrir æðilöngu. Gæti
verið að hann hefði komið, hringt
bjöilunni og farið aftur, þegar
enginn svaraði? Nei, það var
óhugsandi að hann hefði sofið svo
fast f þessum óþægilegu stell-
ingum. Við þessu gat aðeins verið
eitt svar: Eitthvað hafði komið
fyrir prófessorlnn á leiðinni —
kannski hafði hann verið stöðv-
aður fyrir of hraðan akstur. En
hefði hann ekki beðið lögregluna
að hafa tafarlaust samband við
David til að fá hann til að stað-
festa erindi sitt til borgarinnar?
Hann gat hafa orðið fyrir slysi,
það var öllu senntlegra. Link
bölvaði með sjálfum sér og vissi
að hann var nú tilneyddur að
hringja á stöðina og biðja um að
vörður yrði sendur hingað meðan
hann hringdi á slysavarðstöðv-
arnar og kannaði málið. Það var
þreytandi starf, en varð þó að
vinna vegna þess að sú nauðsyn
var knýjandi að þeir hefðu upp á
prófessornum og f fátinu hafði
David láðst að fá heimilisfang
hans.
Klukkan var hálfnfu um morg-
uninn. Baugarnir undir augum
Davids voru svartir og andlit hans
tekið af þreytu og vonleysi. Enn
hafði vinna hans sfðustu klukku-
stundirnar engan ávöxt boríð.
Hann sat við skrifborð sitt á stöð-
inní f East 67. stræti, á skrifstofu
sem hann hafði fengið tii umráða.
Hann hafði ekkert spurt til ferða
Talmey. öruggt var þó að hann
var ekki á neinni af slysavarðstof-
um eða sjúkrnhúsum borg-
arinnar. Sá möguleiki var fyrir
hendi að Talmey hefði verið
fluttur í einkahús eftir slys. Sá
möguleiki var þó veikur og David
hlakkaði ekki beinlfnis til að
horfast f augu við Felix.
Telexið sem hann hafði sent til
lögreglunnar f Los Angeles hafði
heldur ekki gefið neinar umtals-
verðar nýjar upplýsingar. Mari-
etta Shaw hafði sfðast komið fram
í leik á Broadway fyrir þremur
árum. Talið var að hún b.vggi í
New York.
David ákvað að fara út og fá sér
morgunverð. Hann keypti blað á
næsta blaðsölustað og æsifréttin
blasti við honum á forsfðunni:
MARIETTA SHAW SNYR
AFTUR TIL HOLLYWOOI). A
NY RROSIR GÆFAN VIÐ
HINNI FRÆGU LEIKKONU.
David hafði nær velt glasinu
með appelsfnusafanum um koll.
svo mikil var ákefð hans að skoða
andlit hennar á myndinni. Lýsing
Elviru Foster hafði verið rétt:
fallegt, kringluleitt andlit, slétt
og falleg húð, dökk öriítið skásett
augu, mjúkt slétt hár sem náði
niður á axlir. Ef litið var á hana
skyndilega var rétt að hún var
ekkert eftirtektarverð, en
heildaráhrifin voru töfrandi!
David las greinina f fljót-
heitum. Þetta var opinber frétta-
tilkynning, sú sem Papas hafði
minnst á í samræðu þefrra.
Ástæðan fyrir þessum mikla upp-
slætti á fréttinni átti rót sína að
rekja til fyrri frægðar hennar,
einnig þeirrar manneskjulegu
sögu sem að haki lá. Og hvað