Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST 1975
Lækkun flutningsgjalda veldur
30-75 þús. kr. bílverðslækkun
SKIPAFÉLÖGIN Eimskipafélag
Islands, Hafskip og skipadeiid
SlS hafa lækkað flutningsgjöld
sfn á bifreiðum um sem næst 25%
og uppskipunargjöld um rúm
40%. Ætti sú lækkun að leiða til
verðlækkunar á evrópskum smá-
bifreiðum um 30—40 þús. kr. og á
stærri bifreiðum frá Banda-
rfkjunum um 65—75 þús. kr.
Þessi lækkun var ákveðin f sfð-
ustu viku. Að undanförnu hefur
Bflgreinasambandið kannað
möguleika á kaupum eða leigu á
bflaflutningaskipi, þó að ekki
hafi verið tekin nein ákvörðun f
þvf efni ennþá, Blaðafulltrúi
Eimskipafélagsins kvaðst þó ekki
geta sagt neitt um það, hvort
Iækkun flutningsgjaldanna ætti
rætur sfnar að rekja til þessara
ráðagerða Bflgreinasambandsins.
Sem dæmi um lækkunina á
flutningsgjöldum má nefna, að
gjald fyrir flutning á fimm
manna bifreið frá Hamborg til
Reykjavíkur lækkar úr 61.314 kr.
í 46.175 kr., uppskipunargjaldið
lækkar í þessu tilviki úr 8.328 kr.
i 4.872 kr. Ef tekið er dæmi af
fimm manna bifreið frá Banda-
rikjunum, þá lækkar flutnings-
gjaldið úr 99.647 kr. í 75.566 kr.
og uppskipunargjaldið úr 8.242
kr. í 4.872 kr.
Sigurlaugur Þorkelsson, blaða-
fulltrúi Eimskipafélags Islands,
sagði I samtali við Mbl. í gær, að
flutningsgjöld stykkjavöru, en
bilar teljast þar með, væru háð
verðlagsákvæðum og því óheimilt
að hækka þau án samþykkis yfir-
valda, en hins vegar væri heimilt
að lækka þau að vild. Það hefði
áður gerzt, að lækkuð hefðu verið
flutningsgjöld á vörum sem flutt
væru í svo stórum förmum, að
fylltu heilt skip, enda yrðu skipa-
félögin að koma til móts við hags-
muni viðskiptavina sinna og vega
á móti samkeppni, bæði innlendri
og erlendri. Er Sigurlaugur var
spurður, hvort þessi nýja lækkun
væri til komin vegna innlendrar
samkeppni, svaraði hann, að ekki
væri ólíklegt að svo væri. Hann
kvaðst þó ekki getað svarað því,
hvort athugun bílgreinasam-
bandsins á möguleikum á kaup-
um á bílaflutningaskipi hefði haft
þar áhrif á.
Þórir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sveins Egilssonar hf., stað-
festi í samtali við Mbl. í gær, að
athugun hefði farið fram á mögu-
leikum á kaupum á bílaflutninga-
skipi, en engin ákvörðun um slík
kaup eða leigu hefði enn verið
tekin. Um áhrif lækkunarinnar á
flutningsgjöldum á verð nýrra
bifreiða sagði Þórir, að þeirra
færi væntanlega að gæta við
komu nýrra árgerða bifreiða á
næstunni. Gæti þar orðið um
30—40 þús. kr. lækkun á
evrópskri smábifreið að ræða, en
65—75 þús. kr. lækkun á banda-
rískri bifreið af stærri gerð.
Jack Evans vill flota-
vernd eftir útfærsluna
1 NÝJASTA tölublaði brezka
vikublaðsins Fishing News er lft-
il klausa um afstöðu Jack Evans,
formanns félags yfirmanna á tog-
urum í Grimsby, til útfærslu fisk-
veiðilögsögu Islands f 200 mflur
15. okt. nk. Hefur Evans lýst þvf
yfir, að hann telji, að brezki fiot-
inn eigi að koma til verndar tog-
urum frá Grimsby um leið og
útfærslan gengur f gildi. Hann
líkir útfærslunni við sjórán.
Blaðið birtir þessi viðhorf
Evans í lítilli klausu neðst á
þriðju siðu og er þeim þvi engan
veginn gert hátt undir höfði. I lok
klausunnar er þess getið, að
Evans hafi í síðasta þorskastríði
beðið brezka flotann að hertaka
íslenzkt varðskip. „Hann hefur
greinilega ekki skipt um skoðun,“
segir blaðið um Evans.
Ljóst er af öðrum fréttum
blaðsins, að innan brezks sjávar-
Eru
þeir að
fá 'ann
Fékk 64 laxa á
þremur dögum
MIÐFJARÐARÁ
Mokveiði hefur verið í
Miðfjarðará að undanförnu og i
gærdag voru komnir 1020 laxar
á land. Benedikt Guðmundsson
á Staðarbakka sagði, að fram að
hádegi í gær hefðu 50 laxar
fengist á átta stengur, og meðal-
stærð fiskanna verið 8—10
pund.
Kvað Benedikt einn mann
hafa farið heim með 64 laxa
eftir þriggja daga veiði. Er
þetta miklu meiri veiði en í
fyrra, og langt siðan veiði i ánni
hefur verið svona góð. Virðist
hún nú vera að ná sér eftir þá
deyfð, sem verið hefur yfir
henni síðustu ár. Veiðimenn
segja mikinn lax vera i ánni og
skilyrði til veiða hafa verið
mjög hagstæð, — stöðug rign-
ing sagði Benedikt.
ELLIÐAÁR
Jöfn og góð veiði hefur verið
í Elliðaánum i allt sumar og að
sögn Friðriks Stefánssonar hjá
Stangveiðifélagi Reykjavíkur
voru komnir 1034 laxar á land
úr þeim 21. júlí s.l., en á sama
tima í fyrra voru þeir 928. Er
þetta 11% aukning.
STÓRA-LAXA I HREPPUM
Þann 31. júlí s.l. voru komnir
292 laxar úr Stóru-Laxá í
Hreppum, en á sama tíma í
fyrra 122. — Þetta er 121%
aukning sagði Friðrik Stefáns-
son hjá Stangveiðifélaginu, en
12 stengur eru leyfðar við ána.
GLJUFURA
Veiði i Gljúfurá hefur gengið
með eindæmum vel, en þar eru
aðeins leyfðar 3 stengur. Um
mánaðamótin höfðu fengist 250
laxar úr ánni, miðað við 92 I
fyrra, en það er aukning um
152%.
LEIRVOGSA
Siasta dag júlímánaðar hafði
fengist 291 lax úr Leirvogsá, en
á sama tíma I fyrra ekki nema
132. Þá fáu daga sem liðnir eru
af þessum mánuði hefur veiðin
úr ánni verið framúrskarandi
góð og 2. ágúst s.l. komu 40
iaxar úr ánni, en 3 stengur eru
seldar þar á dag.
GRlMSÁ
Á skrifstofu Stangveiðifé-
lagsins fengum við einnig þær
upplýsingar, að 1000 laxar
væru nú komnir á land úr
Grímsá í Borgarfirði, en á sama
tíma í fyrra hefðu laxarnir
verið 667. Alls munu nú vera
komnir yfir 4000 laxar úr þeim
ám, sem Stangveiðifélag
Reykjavikur hefur á leigu á
móti 2800 löxum i fyrra. Með-
altalsaukning úr á er um 42%.
VlÐIDALSA
Þær upplýsingar fengust I
Tjarnarbrekku við Viðidalsá,
að veiðin hefði batnað þar
mikið að undanförnu og 420
laxar komnir á land, en á sama
tíma I fyrra höfðu fengist 400
laxar. Mikið vatn er nú í Víði-
dalsá og er það fremur óvenju-
legt á þessum tíma árs. Meðal-
þyngd laxanna er með afbrigð-
um góð og á siðustu dögum hafa
fengist þar nokkrir 20—25
punda laxar. 8 stengur eru
leyfðar við ána.
HRUTAFJARÐARA
Eiríkur á Stað sagði okkur, að
menn létu vel af veiðinni þar
en veiðin hefði ekki hafist fyrr
en 1. júlí og aðeins 2 stengur
Framhald á bls. 31
útvegs er mikil áherzla lögð á
mikilvægi þess, að Bretland taki
upp 200 milna efnahagslögsögu,
til að styrkja stöðu sjávarútvegs-
ins, sem er afar veik um þessar
mundir. I blaðinu er m.a. greint
frá skýrslu forystumanns í brezk-
um sjávarútvegi, sem segir, að til
að endurvekja traust manna á
brezkum sjávarútvegi, verði að
koma á 200 mílna efnahagslög-
sögu.
’arty to HULLBOBBERS Warníng on
*uneh - ,Crew lists
bo-t QUIT UNION
‘Burton'
gontt for
triatn
prcventtrou^xxjtttTeworW
fortrawleroperation
** MUSRLKÚS BLACKytONCOif SUS
Þessi mynd var tekin við komu prinsins til Keflavíkurflugvallár á
sunnudag, en meðal þeirra, sem þar tóku á móti Karli, var Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Karlprins kominn
með níu laxa í gœr
Þannig birtir Fishing News á sfðu
3 klausuna um skoðanir Jack
Evans.
KARL prins af Wales, ríkisarfi i
Englandi, hefur átt góðu gengi að
fagna við laxveiðar sfnar f Hofsá f
Vopnafirði og hafði um hádegi f
gær veitt alls nfu laxa frá þvf á
mánudagsmorgun, en um veiði
hans síðdegis f gær var Mbl. ekki
kunnugt.
Prinsinn kom til Islands síð-
degis á sunnudag með áætiunar-
flugvél Flugleiða og tóku á móti
honum við komuna til Keflavíkur-
flugvallar þeir Geir Hallgrimsson
1400 þátttakendur á
Norrænu stúdentamóti
I DAG verður sett f Laugardals-
höllinni norrænt stúdentamót,
sem ber yfirskriftina ORÐ GUÐS
TIL ÞlN. Það eru kristilegu stúd-
entafélögin á Norðurlöndum, sem
standa fyrir mótinu og er gert ráð
fyrir að þátttakendur verði
um 1400 og er þetta fjöl-
mennasta ráðstefna, sem haldin
hefur verið hér á landi, með þátt-
töku útlendinga. Framkvæmd
mótsins annast Kristilegt stúd-
entafélag á Islandi og er fram-
kvæmdastjóri mótsins Jón Dalbú
Hróbjartsson. Mótið stendur til
12. ágúst og á daginn verða biblfu-
lestrar og umræðuhópar starfa, á
kvöldin verða samkomur, sem
opnar verða almenningi. Mótið
fer allt fram f Laugardalshöllinni
enda var hún eina húsið f Reykja-
vfk, sem rúmað gat þann fjölda,
sem sækir mótið.
Norræn kristileg stúdentamót
hafa verið haldin í um 50 ár en
eiga upptök sín í Noregi. Kristi-
legt stúdentafélag hefur fyigst
Framhald á bls. 31
forsætisráðherra, ráðuneytisstjór-
arnir í forsætis- og utanríkisráðu-
neytum, sendiherra Breta á Is-
landi og fleiri. Prinsinn hafði
stutta viðdvöl á flugvellinum, en
hélt síðan beint til Vopnafjarðar
með Twin Otter-flugvél Vængja.
Til Vopnafjarðar var komið um
kl. 18 og var talsverður fjöldi
fólks samankominn á flugvell-
inum til að fagna komu hins tigna
gests.
Prinsinn hóf veiðar í Hofsá á
mánudagsmorguninn og fékk
strax á fyrsta timanum fjóra laxa.
Siðar þann dag fékk hann tvo til
viðbótar. Afbragðs veður var
þann daginn, en í gær var það
heldur leiðinlegt, þoka og rign-
ingarsúld á köflum. Prinsinn hóf
veiðar að nýju I gærmorgun og
fékk þrjá laxa fram til hádegis, en
um aflann siðdegis höfðu ekki
borizt fregnir til Gunnars Valdi-
marssonar á Teigi, formanns veiði
félags Hofsár, um kl. 20 í gær-
kvöldi, er Mbl. ræddi við hann, en
I þann mund var prinsinn að
Ijúka veiðum þann daginn. Við
veiðar ásamt prinsinum er ungi
Englendingurinn, sem bauð
prinsinum hingað, Anthony
Tryon, föðurbróðir hans og einnig
enski leigutakinn majór Booth,
Framhald á bls. 31
NORDJAMB-75 að ljuka:
Starf Hj álparsveit-
arinnar vekur athygli
NORDJAMB —75 alþjóðlega
skátamótinu I Lillehammer í
Noregi lýkur í dag. Mótið hafa
sótt um 18 þúsund skátar frá 97
löndum og eru í þeirra hópi um
250 Islendingar. Þátttakendur frá
Islandi eru um 150 og fara þeir að
loknu mótinu til Svíþjóðar en þar
dvelja þeir á heimilum sænskra
skáta í vikutíma. Veður hefur
verið gott á mótsstað og er helst
að hitinn hafi gert Islend-
ingunum erfitt fyrir. Bæði forseti
Islands, hr. Kristján Eldjárn, og
forsætisráðherra, Geir Hallgrfms-
son, hafa sent mótinu kveðjur
sfnar en mót þetta hefur verið
undirbúið sameiginlega af skáta-
hreyfingunum á Norðurlöndum.
A mótinu hefur verið sérstök
kynning á starfi hjálparsveita
skáta á Islandi. Þessa kynningu
hefur hópur úr Hjálparsveit skáta
í Reykjavík annast undir stjórn
Tryggva Páls Friðrikssonar, for-
manns Landssambands hjálpar-
sveita skáta. Með honum eru þau
Anna María Andrésdóttir, Björn
Vignir Björnsson, Jón Valgeir
Guðmundsson og Gunnar
Sæmundsson, öll úr Hjálparsveit
skáta i Reykjavík. Þeim til
aðstoðar eru 2 danskir skátar, 1
norskur og 1 sænskur. Kynningin
fer fram við litið fjallavatn —
Hreinavatn — í u.þ.b. 900 m hæð
um 20 km frá sjálfu mótssvæðinu.
Um 40 skátar af ýmsu þjóðerni
heimsækja hjálparsveitarbúð-
irnar í einu og dvelja þar í einn
sólarhring. Þegar tekið hefur
verið á móti hópunum er starf
íslensku hjálparsveitanna kynnt
með nokkrum orðum og dreift
bæklingi, s"? lýsir starfi og
skipulagi sveitanna.