Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGUST 1975 21 Islenzkar iðnaðarvörur í kanadískri stórverzlun Söguminjar frá Islendingabyggðum Kanada og nýjar fsienzkar iðnaðarvörur eru á sýningunni f Eatonsverzluninni í Winnipeg. 1 TILEFNI af hátfðarhöldum Vestur-Islendinga f Winnipeg hefur stðrfyrirtækið Eatons opnað sýningu á söguminjum frá tslendingabyggðum f Kanada og nýjum fsienzkum iðnaðarvörum og jafnframt hefur verzlunin keypt ullar-, skinna- og gjafavörur fyrir um sex milljónir fsl. króna frá Is- landi til sölu f verzlunum sfn- um f Manitoba og vfðar. Eatons er eitt stærsta verzl- unarfyrirtæki Kanada og rekur verzlanir í nánast hverri einustu borg þar í landi. I stór- borgunum rekur Eatons stór- verzlanir á mörgum hæðum, svonefnd „magasfn*1, og það er í nokkrum slíkum verzlunum, sem íslenzkar vörur eru nú til sölu. Fyrirtækið er í eigu frú Signýjar Eaton og sona hennar, en frú Signý er af fslenzkum ættum. Fyrirtækið keypti fyrst vörur frá tslandi árið 1973 og valdi þá alls konar vöru. Salan gekk misjafnlega eftir vöruflokkum og þvf hefur fyrirtækið þrengt mjög úrval sitt af íslenzkum vörum og leggur nú aðaláherzlu á ullar- og gjafavörur, sem seld- ust bezt f upphafi. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Úlfi Sigurmundssyni fram- kvæmdastjóra Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, en einn starfsmaður útflutnings- miðstöðvarinnar, Hulda Krist- insdóttir, fór einmitt til Kanada vegna vörusýningarinnar I Eatons. Fleiri fyrirtæki í Manitoba hafa keypt íslenzkar vörur á þessu ári og taldi Ulfur að verð- mæti íslenzkra iðnaðarvara, sem fluttar verða til Manitoba á þessu ári, færi yfir 100 þús. KanadadoIIara, eða 15 milljónir króna. Þau fyrirtæki, sem hafa keypt vörur héðan, auk Eatons, eru Hudson Bay-fyrirtækið, sem hefur keypt vörur fyrir um 3 milljónir króna, og póstverzl- unarfyrirtæki f eigu manna af íslenzkum ættum, sem 'hefur keypt fyrir 3 milljónir króna. Annar aðaleigenda þess er Birgir Brynjólfsson, sem mörg- um er kunnur hér á landi. Þessi fyrirtæki hafa einkum keypt fslenzkar ullarvörur. Þetta hefur f för með sér, að útflutningur á iðnaðarvörum til Kanada verður mun meiri í ár en í fyrra og er sú aukning ekki sízt að þakka þvf, er Eatons fyrirtækið hóf sölu á islenzkum vörum 1973. Áður hafði salan verið mjög dræm til Kanada og lítið farið til hvers aðila, að sögn Ulfs. Úlfur sagði að lokum, að markaðsgengi fslenzkra vara í Norður-Ameríku væri allgott núna og á því sviði sæjust engin þau merki, sem áberandi hefðu verið á hinum almenna markaði, þ.e. merki samdráttar og kreppu. Eatonsverzlun í Winnipeg. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.Mag.) Sér cö» Wcðan Svið, 1 kg Leyfilegt verð kr. 300 Tilboðsverð kr. Sveppir /z dós, 425 g Leyfilegt verð kr. 259 I llll Tilboðsverð kr. I D«f Krakus, snittubaunir, 425 Leyfilegt verð kr. 153 f 1 Tilboðsverð kr. Hveiti 5 Ibs Leyfilegt verð kr. 261 Tilboðsverð kr. Barnabuxur kr. Dömupeysa 1500 Mshuxys nmm Viðskiptakortaverð fyrir alla! U BBSKEIFUNNI15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.