Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 29
Velvakandi svarar I sjma 10-100 kl. 14— 15,‘frá’ mánudegi til föstu- dags. 0 Eigum við að gleyma þjóðsöngnum? íþróttavöllurinn í Laugardal var þéttskipaður eftirvæntingarfull- um áhorfendum, líklega um tíu þúsund að tölu, miðvikudags- kvöldið 30. júlí. Kl. 20.00 átti ís- lenzka landsliðið að keppa við knattspyrnukappa frá Sovétrikj- unum, úrvalslið að sögn sérfræð- inga. Stundarfjórðung fyrir átta var ég mættur á vellinum. Aldrei þessu vant heyrðist engin hljóm- sveit leika fjörug lög, en í gegnum hátalakerfi vallarins mátti ó- greinilega heyra einhverja ömur- lega tónlist úr glymskratta, sem ekki virtist i of góðu lagi. — Hin stóra stund var að renna upp. Fimm mínútum fyrir leiktima hlupu landsliðin inn á völlinn og var þeim fagnað með lófataki. Fyrst var svo leikinn þjóðsöngur Sovétríkjanna. Allir, sem setið höfðu vissu hvað til stóð, og risu á fætur. Nú var komið að íslenzka þjóðsöngnum, sem eins og flestir vita var fyrst fluttur fyrir rúmri öld. Fyrst hljómuðu hinir hátíð- legu tónar, en síðan kom einhver ógreinileg tónaruna, enbráttlvarð að hætta að leika þjóðsönginn og rödd i hátalara tilkynnti, að plat- an með þjóðföngnum væri ónýt. — Ég.fann greinilega, að það sló óhug á alla áhorfendur og áheyr- endur. Hvað var að gerast? Reyndist ekki timi til að hlýða á þjóðsönginn í eitt einasta skipti, áður en landsleikurinn hófst? Hvers vegna hafði einhver gefið plötunni slíkt asnaspark, að hún var ónýt? — Nokkrir unglingar klöppuðu fyrir mistökunum og hrópuðu „áfram ísland“. En von- andi heyra Sovétmenn aldrei aft- ur þessa stuttu útgáfu af islenzka þjóðsöngnum. — Á þessari stundu varð ég sannfærður um, að við höfðum tapað landsleikn- um gegn Sovétmönnum. Við höf um alls ekki ráð á að gleyma „Guði vors lands“, hvorki á sviði íþrótta né öðrum. Ekki gat ég séð, að íþróttafréttariturum fyndist þetta aðfinnsluvert. Ef slíkt atvik hafði hent á erlendri grund, þá hefðu landar varla þagað yfir hneykslinu. Svona atvik kemur vonandi ekki aftur fyrir á íþróttavellinum. Auðsjáanlega hefur hækkandi að- gangseyrir ekki runnið til dýrrar lúðrasveitar í þetta sinn. — Og fyrst ég fór á annað borð að skrifa um þjóðsönginn, get ég ekki látið hjá líða að segja, að ég saknaði þess að heyra ekki Dómkirkjukór- inn i Reykjavík syngja þennan hátlðasöng 17. júní sl. Hver réði Því? Ólafur F. Hjartar.“ hugm.vndina eins og ég sá hana. Og það reyndist rétt vera. Inn blástur minn hlýtur að hafa smitað hana, þvf að ósjáifrátt studdi hún hægri olnboga á lága súiu við hliðina á sér og sneri andlitfnu upp eins og hún horfði heiliuð inn í leik sólargeisianna. En það var engu Hkara en inn- biásturinn kæmist ekki til skiia. Höndin neitaði að hlýða mér, það var eins og aliur kraftur væri úr mér soginn. Ég kastaði hverri örkinni af annarri frá mér. Ég reyndi að festa á pappírinn geðhrifin sem ég sá I myndinni. Ég hafði fyrir löngu hætt að horfa á Mariettu Shaw og sat niður- sokkinn f verk mitt án þess að mér miðaði nokkurn skapaðan hlut. Það var ekki fyrr en hönd strauk I gegnum hár mér að ég uppgötvaði að hún hafði komið til mfn. — Þér og ég verðum að gera þessa mynd að meistaraverki, sagði hún kyrrlátlega. Næstum eins og f leiðslu reis ég á fætur og lagði hendurnar utan um hana og hún tók um háisinn á mér og þrýsti sér að mér. Ég fór að skjálfa — rétt eins og ég geri nú við tilhugsunina. Og það sem eftir MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1975 29 0 Hvenær litasjónvarp? „Sjónvarpssjúklingur" skrifar: „Kæri Velvakandi. Þannig er mál með vexti, að ég hef mikla ánægju af að horfa á sjónvarp. Enda þótt dagskrá ís- lenzka sjónvarpsins sé oft svo bágborin, að varla taki þvf að horfa á annað en fréttirnar, þá verð ég að viðurkenna, að ég er því feginn, að það skuli nú hefja útsendingar á ný eftir sumarleyf- ið. Ég veit ekki, hvort menn gera sér almennt grein fyrir því, hve þeir eru margir í þessu ágæta þjóðfélagi, sem að mjög verulegu leyti setja traust sitt á sjónvarpið sem afþreyingar- og upplýsinga- tæki. Hér á ég að sjálfsögðu við það fólk, sem komið er af léttasta skeiði, sjúklinga og fjölmarga aðra hópa. Þess vegna er von, að þetta fólk — og reyndar fleiri— kvarti sár- an undan fátæklegri dagskrá sjónvarpsins og krefjist betri þjónustu, — að sjálfsögðu fyrir meira gjald, því að ekki er rekstr- arkostnaður sjónvarps gratís frekar en annað. Þegar sjónvarpið tók til starfa fyrir niu árum kom til greina að hefja þá þegar útsendingar I lit, en frá því ráði var horfið af fjár- hagsástæðum. Hins vegar hefur mér vitanlega aldrei verið efast um það, að að því kæmi, að við fengjum litasjón- varp, — spurningin hefur aðeins verið sú, hvenær að því kæmi. Að undanförnu hefur verið mikið um það rætt hvenær sú stóra stund renni upp, að sjón- varpið hefji útsendingar I lit. Ástæðan fyrir auknum umræðum um þetta mál er fyrstog fremst sú, að nú eru sjónvarpstæki þorra fólks — þ.e.a.s. þeirra, sem keyptu sér tæki fyrir nlu árum — óðum að ganga úr sér og tími til kominn að fá sér annað. Það kem- ur auðvitað til álita hvernig tæki eigi að kaupa — litasjónvarp eða svart-hvítt. • Eitt, tvö, þrjú f jögur — eða tuttugu ár? Það, sem hins vegar háir öllum almenningi að þessu leyti er hin dæmalausa tregða stjórnvalda til að láta nokkuð uppi um það hve- nær ætlunin sé að hefja útsend- ingar I lit. Þótt mér finnist fólk almennt vera ákaflega heimtufrekt og til- ætlunarsamt, þá verð ég nú að segja, að það á ekki við að þessu sinni. Það er ekkert verið að reka á eftir því að ráðizt verði I miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir, heldur er fólk bara að óska eftir vísbendingu um þetta, svo það geti hagað kaupum sínum I sam- ræmi við það. Hér er um að ræða verulegar fjárhæðir, að minnsta kosti fyrir venjulegt launafólk, og ég held að ríkisvaldið ætti að þakka fyrir það, að menn vilji hafa vaðið fyrir neðan sig og sýna ráðdeildarsemi. Setjum nú svo, að ákveðið yrði að koma hér á litasjónvarpi eftir fimm ár. Þá myndi ég hiklaust kaupa mér litasjónvarpstæki núna, og ég tala nú ekki um, ef ætlunin væri að byrja á þessu fyrr. En það er bara ekki nokkur leið að fá ráðamennina ráðalausu til að taka afstöðu til málsins, þeir vita greinilega ekki I hvorn fót- inn stíga skal þegar þetta mál er annars vegar. Mikið var skammazt út I út- varpsráðið fræga, sem nú hefur verið létt af þjóðinni. Ætlunin með þvi að koma þvi á réttan stað hlýtur að hafa verið sú, að fá annað betra I staðinn. Ekki hefur þess orðið vart, ef dæma skal eftir þvi, sem að okkur áhorfendum og hlustendum snýr, a.m.k. ekki enn sem komið er. Ég vil nú I fullri vinsemd beina því til þeirra, sem nú hafa æðstu ráð I þessari nauðsynlegu stofn- un, að fara að huga að þvi, sem til bóta má horfa, þ.á.m. að taka á- kvörðun um litasjónvarp sem allra fyrst. Það mál þolir ekki langa bið. Eflaust hugsa þeir blessaðir menn með sér, að það borgi sig ekki að láta neitt uppi um þetta, vegna þess að þá muni hálf þjóðin stökkva til, kaupa sér litasjón- varpstæki og valda með því aukn- um gjaldeyrisvandræðum. Vera má, að eitthvað sé hæft í því, en þá vil ég bara benda á,' að það kemur að því fyrr eða síðar að fæstum dettur í hug að kaupa sér svart-hvítt tæki, og ekki er ólík- legt, að þá verði margir til þess að losa sig við svart-hvít tæki áður en þau eru úr sér gengin. Með áskorun um aðgerðir sem allra fyrst. Sjónvarpssjúklingur.“ HOGNI HREKKVISI Égþori að sverja að égsáHögnahremmafisk! íbúð í Háaleitishverfi Vorum að fá i sölu glæsilega ibúð á 4. hæð við Háaleitisbraut. íbúðin er 1 1 7 ferm. og skiptist i 2 stofur 3 svefnherb. vandaðar innréttingar og teppi. Góður bilskúr. Frekari upplýsingar á skrifstofunní. Fasteignasalan Norðurveri, Hátúni 4a. Símar 21870 og 20998. Fólksbila- Jeppa- Vörubila- Lyftara- Búvéla- Traktors- Vinnuvéla- ATLAS Veitum alhiiða hjóibaröaþjónustu KomiÖ meö bflana inn í rúmgott húsnæði ■^~mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm*i‘^mmmm—mmmmmmmm OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 ild HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 SEIXIIMHEISER hljóönemar Ódýrir hljóðnemar fyrir segulbönd MD 611 LM er aláttahljóðnemi (omnidirectional) og nemur hljóðin jafnt úr öilum áttum, en MD 711 LM er stefnuvirkur hljóðnemi, þ.e, hann nemur best þau hljóð er koma beint að honum. Verð 2.800 og 4.300.— Báða þessa hljóðnema er hægt að tengja við flestar gerðir segulbandstækja án nokkurra breytinga. Gefið okkur upp tegund tækisins, og munum við þá í flestum tilfellum geta afgreitt hljóðnemana þannig að þeir passi við viðkomandi tæki. Einnig fyrirliggandi flestar gerðir af dvrari hljóðnemum frá Sennheiser svo og hin frábæru „opnu" heyrnartól HD—414 og HD—424. Verzlunin «32339 hf. S3P SIG6A V/óGA 8 itLVt?AU VR V4V ÚMEWOZ, A9 KF 4/.LUK SAtfF/SKO^INN VINN . VH/ LA690K í £IWA VÁ KÚN K£'94N 1'IL \l(jí)4V/Kuíl?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.