Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST 1975
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
i iausasölu 40,00 kr. eintakið
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Kristilegt stúdenta-
félag gengst fyrir norr-
ænu stúdentamóti, sem
hefst í Reykjavík í dag og
sótt verður af um 1500
þátttakendum. Mótið er
haldið í samvinnu við
kristileg stúdentafélög hjá
öðrum Norðurlandaþjóð-
um, en slik mót hafa verið
haldin til skiptis á Norður-
löndum. Á mótinu verður
að sjálfsögðu lögð höfuð-
áherzla á kærleiksboðskap
kristinnar trúar, en jafn-
framt fjallað um margvís-
leg mannleg vandamál út
frá kristnu sjónarmiði.
Samverustundir mótsins
verða ýmist sameiginlegar
fyrir alla þátttakendur
þess eða þeim skipt á
smærri umræðuhópa.
Norrænt, kristilegt stúd-
entamót hér í Reykjavík er
sögulegur atburður, sem
rétt er að veita verðskuld-
aða athygli. En fyrst og
fremst hvarflar hugurinn
máske að þeirri staðreynd,
að kristnir menn um víða
veröld skiptast i margar og
margvíslegar hreyfingar
eða kirkjudeildir, sem ekki
hafa alltaf setið á Sárs-
höfði. Þegar grannt er
skoðað kemur þó í ljós, að
þessar fylkingar allar eru
greinar á sama meiði, af
sömu rót vaxnar og teygja
allar starf sitt og viðleitni
að sama marki.
Þau tímamót i Islands
sögu, er við játuðumst und-
ir kristinn dóm, eru í senn
táknræn og lærdómsrík, og
hafa enn sinn boðskap að
flytja landsins börnum. Ef
við slítum í sundur lögin,
slítum við jafnframt frið-
inn. Því skulum við hafa
ein lög og eina trú, svo við
megum áfram vera ein
þjóð, var inntak þeirra
orða, er kristnitakan
grundvallaðist á. Síðan
hafa kristin viðhorf verið
samofin þjóðararfleifð okk-
ar, óaðskiljanlegur hluti
hennar. Deila má um trú-
rækni íslendinga sem ann-
arra þjóða, en kristin við-
horf hafa engu að síður
verið mótandi afl í siðfræði
okkar allar götur frá
kristnitöku og haft ríkari
og heilladrýgri áhrif en
flestir gera sér grein fyrir.
Þrátt fyrir mannleg mis-
tök, sem mannkynssagan
úir og grúir af, má þó í
sorta sögunnar greina
mörg jákvæð spor, sem
rætur eiga í kristnum við-
horfum. Og í þeirri kenn-
ingu, sem kirkjan boðar,
eigum við enn bæði von og
markmið, sem gefa lífinu
gildi, reisn og fegurð. Trú
okkar flestra kann að vera
veik og blendin, bæði von
og efa, en margur maður-
inn varðveitir þó i hjarta
sýnu lítinntrúarneista, sem
hann vildi sízt af öllu án
vera.
Kirkjan hlýtur að halda
fast við kjarna og undir-
stöðu kenninga sinna.
Engu að siður verður hún
að rúma ólík viðhorf og
mismunandi skilning, sem
ekki ganga þvert á boðskap
hennar. Hún verður jafn-
framt að ganga í takt við
timann og eiga samleið
með ungu fólki, sem
hverju sinni lítur um-
hverfi sitt og samtíð nýjum
augum. Það eru fleiri en
ein leið að sama markinu.
Kristur sagði, að í húsi föð-
urins væru margar vistar-
verur.
Kirkjan á nú, eins og á
öllum tímum, sína óvildar-
menn. Margur öfgamaður-
inn vill hana feiga og tekur
mið af því mýrarljósi, „að
trúin sé ópíum fyrir fólk-
ið“. Starfsaðstaða hennar
er víða skert og sumstaðar
alls engin. Að henni er víða
vegið, — og vissulega ætti
sú herör, sem upp er skorin
gegn henni að þjappa vörð-
um hennar saman, sem og
velunnurum. Kirkjunni er
vissulega þörf á því að vera
vel á verði, þegar hugað er
að högum hennar, þar sem
andófsmenn hennar halda
um tauminn.
Kristilegt, norrænt stúd-
entamót, sem hér er háð,
ber vissulega vott þrótt-
mikils starfs ungs mennta-
fólks innan kirkjunnar.
Ástæða er til að hvetja sem
flesta til að gefa þessu móti
gaum og fylgjast með störf-
um þess. Ef til vill er starf-
semi af þessu tagi mikil-
vægari nú en nokkru sinni
fyrr. Hvað sem líður skipt-
um trúarskoðunum innan
kristinna safnaða, er upp-
hafið eitt og ósinn einn. Og
vonandi stuðlar mót þetta
að því að kvíslarnar falli i
einum farvegi að lokum,
svo að straumþunginn
verði aflmeiri og orð Meist-
arans áhrifaríkari.
Kristilegt stúdentamót
Hannes H. Gissurarson:
Riddarar lyginnar
riðu um völl
Á öllum öldum hafa verið til
menn, sem kunnað hafa að vekja
á sér athygli með einkennilegu
móti. Herostratos frá Efesos, sá er
lagði eld í Artemisarhof heima-
borgar sinnar sér til frægðar, gaf
slikri frægð nafn og heitir hún
herostratisk. Liklega fetar Amin
Úgandamarskálkur, vopnþegi
Kremlverja og foringi Einingar-
samtaka Blálandsrlkja, bezt I fót-
spor Herostratosar nú á dögum.
En íslendingar hafa lika átt spor-
gengla hans, menn, sem oft hafa
einungis kitlað hláturstaugar sam-
landa sinna, en stundum reyndar
staðið I meiri stórræðum. Þeir
hafa átt menn, sem lesið hafa
vlsur undir fornyrðislagi úr jökul-
rispum, menn, sem ritað hafa út-
varpsgagnrýni um efni, sem aldrei
var flutt, — og þeir eiga enn
fáeina stúdentaráðsliða á vinstri-
jaðrinum I Háskóla íslands.
Margar eru þær dáðirnar, sem
þessir menn hafa drýgt til þess að
vekja athygli á sér og hugsjónum
slnum. Þeir hafa neitað að for-
dæma flkniefnasalana og lagt
þannig óbeint blessun slna yfir
einhvern mesta ógnvald æsku nú-
tlmans. Þeir hafa boðið til lands-
ins málþjónum serkneskra hryðju-
verkamanna, svlvirðilegustu
morðvargasveitar samtlmans. Þeir
hafa ætlað sér, en reyndar ekki
haft afl til. að ganga I svonefnt
Alþjóðasamband stúdenta, I.U.S.,
sem aðsetur hefur I Prag og fjár-
magnað er af K.G.B. og öðrum
stofnunum gerzku ógnarstjórnar-
innar. Þeir hafa verið gestgjafar
manna. sem kalla sig tékkneska
stúdenta, en hafa þann starfa
helztan að verja Husak og einræð-
ishyski hans I Hradcanykastala.
Þeir eyða miklum fjármunum úr
sameiginlegum sjóðum stúdenta I
að halda úti svonefndu Stúdenta-
blaði, sem flytur einkum róg og
nlð um andstæðinga þessara
manna, innan Háskólans sem ut-
an.
Nú hafa þessir spekingar og
sporgöngumenn Herostratosar lát-
ið Ijós sitt sklna á atburðina I
Portúgal. —landinu, þar sem von
kviknaði á slðasta ári um, að lýð-
ræðisleg stjórn undir merkjum
frelsis og jafnréttis kæmi I stað
kúgunarstjórnar Gaetanos og
kllku hans. En allir vita, hvað þar
hefur gerzt slðan. Það var vegna
þessa sem nokkrir stúdentaráðs-
liðar Vöku, félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta I Háskóla fslands,
lögðu fram tillögu I ráðinu fyrir
nokkru til stuðnings lýðræðis- og
frelsisbaráttu Portúgala. Hefur
hún verið birt hér I blaðinu. Ráðs-
liðarnir á vinstri vængnum visuðu
henni til nefndar og báru við
„ónógum upplýsingum" um at-
burðina þar! f nefnd var Vöku-
mönnum sagt, að herforingjarnir
portúgölsku þyrftu þann „starfs-
frið", sem „vestrænt" lýðræði
geti ekki veitt þeim! Eins var þar
gerður strangur greinarmunur á
„borgaralegu" lýðræði fslend-
inga, sem væri af hinu vonda, og
einhverju öðru „lýðræði", sem
liggur þó ekki á lausu.
Kjartan Gunnarsson, sem sæti á
I Stúdentaráði, kynnti alþjóð orð
Herostratosarsinnanna og athafnir
I Morgunblaðinu 16. júll. Og riðu
slðan riddarar lyginnar fram á rit-
völlinn, Gestur Guðmundsson for-
maður ráðsins I Morgunblaðið 25.
sama mánaðar og Gylfi Kristins-
son endurskoðandi Sambands
ungra framsóknarmanna I Tlmann
29. júlt. Andmæli Gests við tillög-
unni voru þessi: (1) Upplýsingar
um atburðina I Portúgal eru ónóg-
ar. (2) í tillögu Vökumanna er
lýðræði skilið sem lýðræði Vestur-
landa, „kapitaliskt þjóðskipulag
og borgaralegt þingræði", en það
lítur Gestur hornauga. Verra er að
henda reiður á rökum Gylfa endur-
skoðanda, svo grautarleg sem sjö-
dálka grein hans var. Þar fræðir
hann fávlsa lesendur á þv(, að
Vökumenn hafi ofsótt andstæð-
inga slna — meirihlutann — I
Stúdentaráði slðustu þrjú ár-
in og segir margar sögur og
miklar af stúdentastjórnmálum.
Fara fyrstu þrlr dálkarnir I þá
frásögn alla, en hina fjóra helgar
hann tillögunni sjálfri. Þó er
þar reyndar ýmsan annan fróð-
leik að finna svo sem þann að
tillaga Vökumanna hafi verið 313
orð alls. Langhundur Gylfa er
einkum athyglisverður vegna ein-
stakrar lágkúru I stll og ruglandi I
hugsun og er gullnáma (eða öllu
Hannes H. Gissurarson.
heldur mótekja) Islenzkukennur-
um — og raunar llka gamansöm-
um náungum. En andmarli hans,
þau er fyrirfinnast á dálkunum sjö,
eru hin sömu og Gests: ónógar
upplýsingar.
Lltum nú á rök þeirra. Vafalaust
er margt óljóst um atburðina I
Portúgal, en ekki verður þó vé-
fengt (1) að frjálsar kosningar fóru
fram þar eftir byltinguna, (2) að
jafnaðarmenn og Lýðræðislegi al-
þýðuflokkurinn fengu saman I
þeim mikinn meirihluta atkvæða,
en kommúnistar sáralltið fylgi, (3)
að herforingjarnir fengu þessum
fulltrúum þjóðarinnar ekki völdin,
(4) að fjölmiðlar I landinu eru ekki
frjálsir. engum málgögnum jafnað-
armanna eða kirkjunnar er t.d.
leyft að starfa,(5) að Goncalves og
Carvalhao herforingjar hafa báðir
hótað andstæðingum slnum, þ.á
m. jafnaðarmönnum og Lýðræðis-
lega alþýðuflokknum, öllu illu. Af
öllum þessum staðreyndum má
draga eina — og aðeins eina —
ályktun: ástæða er til að óttast um
lýðræði I Portúgal. Og enginn lýð-
ræðissinni getur sagt, að I „starfs-
friði" stjórnarherranna felist. að
gengið sé á almenn mannréttindi,
málfrelsi, fundafrelsi, félagafrelsi
og réttarögyggi.
Þá segir þráttahugsuðurinn
Gestur vafalaust, að ég eigi við
„borgaralegt" lýðræði, er ég segi
ástæðu til að óttast um lýðræði I
Portúgal. Og „borgaralegt" lýð-
ræði er ekki „fullkomið" lýðræði.
Hér er um hugtakarugling hans að
ræða. Hugtakið, sem Vesturlanda-
menn hafa orðið lýðræði um, er
ekki fremur „borgaralegt" en jök-
ulrispurnar áðurnefndu. Orðið lýð-
ræði er á. Vesturlöndum haft um
óbeina stjórn fjöldans, þar sem ö//.
um/nönnum og minnihlutahópum
eru tryggð tiltekin réttindi. Og
Gestur hefur engan rétt til þess að
taka þetta orð traustataki og hafa
um önnur hugtök, sér hjartfólgn-
ari. Ef Gestur, Gylfi og félagar
þeirra hafna þvl, sem þeir kalla
„borgaralegt" lýðræði, hafna þeir
lýðræði. Og þeim ber að gera sjálf-
um sér og öðrum grein fyrir þvl,
en rugla ekki saman hugtökum I
áróðri.
Hér hafa bæði andmæli Gests
verið hrakin, en að ýmsu er þó að
hyggja. Hvernlg má það vera, að
meirihluti Stúdentaráðs skuli skip-
aður mönnum eins og þessum
tveimur? Margar geta skýringarn-
ar verið, áhugaleysi háskólanema
um stúdentastjórnmál og vinstri-
tlzka á Vesturlöndum, en ein er
sennilegust. Slakað hefur verið á
námshörku á öllum stigum skóla-
kerfisins. Þetta hefur orðið til
þess, að margir hafa farið I fram-
haldsnám, sem eiga þangað ekki
erindi, rótleysingjar og róttækling-
ar, sem leita að ódýrum og altæk-
um lausnum á llfsgátunni, múgsál-
ir, sem sefja sjálfar sig og svæfa
með innantómu orðagjálfri. Og
spyrja má annarrar spurningar:
Getur verið, að endurskoðandinn
Gylfi mæli fyrir munn Sambands
ungra framsóknarmanna, er hann
vill ekki styðja lýðræðis- og frels-
isbaráttu Portúgala? Þvl á ég erfitt
með að trúa, svo marpa skynsama
menn og ágæta sem ég þekki I
fylkingu ungra framsóknarmanna,
er beini þó spurningunni til stjórn-
ar Sambandsins.
En riddararnir tveir, sem riðu
um ritvöllinn, hafa þegar tryggt
sér þá herostratlsku frægð, sem
þeim var svo umhuguð.
(1. ágúst 1975.)