Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGÚST 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Hvar er hann, heillin mín? sagði Sig-
ríöur. Þá jörð, man ég ekki til, að ég hafi
heyrt nefnda.
Þú skalt fá að sjá hana einhvern tíma
bráðum; við ríðum þangað einhvern tíma
eftir sumarmálin.
Meira vildi Indriði ekki segja henni að
því skipti; en einu sinni um vorið, þá er
snjór var úr hlíðum leystur, en geirar
grænir, lætur Indriði söðla tvo hesta og
biður konu sina að búast til ferðar. Skul-
um við nú fara að sjá Fagrahvamminn,
segir hann. Sigríður bjó sig sem hún
ætlaði í kirkju, og brosti bóndi hennar að
því, en segir henni þó ekki meira um
áfangastaðinn, þar sem gatan beygist of-
an með túngarðinum og liggur ofan í
héraóið, snýr Indriði hestinum á fjárgöt-
ur og fram í dal. Kátlegt þótti Sigríði
þetta, en hugsaði, að þetta væri leikur
einn af Indriða og til þess gjörður að fá
hana meó sér á skemmtireið, er veður
var fagurt. Þau ríöa nú fram dalinn, og
var hann þá orðinn algrænn og næsta
fagur um að líta. Loksins komu þau í
hvamm einn fagran; það var fremst í
landareign Indriðahóls; ekki hafði Sig-
x—COSPER
... Ke.vpli mér kjólfötin, nei það cíatt mér
aldrei í hug... — Ef þú treystir þér til að
þegja yfir leyndannáli, þá get ég sagt þér
það að ég leigöi þessi kjölföt. ..
ríður þar fyrr komið, en þó kannaðist
hún glöggt við sig, er henni varð litið yfir
ána; blasti þar við Álfhóll og hlíðin, sem
hún hafði setið hjá í forðum. I miðjum
hvamminum sté Indriði af baki og tók
konu sína úr söðlinum. Landslaginu er
svo varið, að hvammur þessi myndast af
tveimur lágum grasbörðum, er girða
hann á þrjár hliðar, og skýla fyrir öllum
vindum nema landsuðri. Fyrir neðan
hvamminn liggja sléttar grundir, er í við
hallar ofan að ánni. Áin rennur þar um
sléttan farveg og er lygn, en nokkuð
breið. Á þessa hliðina blasti við iðgræn
hlíö, en tvö gil steypast þar hvítfossandi
ofan af brúninni og falla saman lítið eitt
fyrir neðan miðja hlíðina og mynda dá-
litla tungu. Eftir miðjum hvamminum
rennur lækur, er sprettur upp undan
stórum steini þar í hlíðinni fyrir ofan, en
upp með læknum og upp úr sjálfum
hvammsbotninum ganga smádældir, sem
eru vaxnar aðalbláberjalyngi, eini og
víðirunnum. Hvammurinn millum barð-
anna er rennisléttur, nema ofurlítill ával-
ur bali eður hóll í honum miðjum, fremra
megin við lækinn. Hvammurinn er svo
víður, að vel mætti búa þar til tíu kúa tún
eða meira. Grasið í hvamminum var eins
Pétur prangari
Þegar Pétur prngari heyrði, hvernig
allt var komið og fékk að sjá bréfið varð
hann svo reiður, að það munaði minnstu
að hann springi, og hann stökk af stað að
finna ungu hjónin.
„Það er nú svo, drengur minn“, sagði
hann við piltinn, „að það er nú ekki alveg
vandalaust, að eiga dóttur mína fyrir
konu, enda verður þú, ef þú vilt eiga
hana lengur, að fara til drekans í Dimmu-
fjöllum og ná fyrir mig í þrjár fjaðrir úr
stélinu á honum, þvi hver sá, sem þær
hefir, getur fengið að vita hvað sem hann
vill“.
„Hvernig á ég nú að finna þennan
dreka“, sagði tengdasonurinn.
„Það verður þú sjálfur að annast, ekki
veit ég neitt um það“, sagði Pétur.
Piltur lagði nú af stað og var hinn
hughraustasti. — Þegar hann hafði geng
ið lengi, kom hann að konungshöll einni.
Það er best ég fari hér inn og spyrji ráða,
því konungar og slíkt fólk veit meira en
M0RödN-|p3Á_
kafnnu \\ r®
— 1 guðanna bænum segðu að
— Það er klukkutfmi sfðan eig- ég sé ekki heima.
andinn náði I bflinn.
Kvikmyndahandrit að morði
Eftir Lillian
O'Donnelt
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
13
— Ég er leikkona, en mér tekst
ekki að fá hlutverk. Ég hef verið í
fjóra mánuði í borginni. Ég hef
Ifka umhoðsmann — það er að
segja, ég er á skrá hjá honum. en
ef hann hitti mig á götu myndi
hann ekki þekkja mig. Ég get
ekki fengið að vera statisti af þvf
að það fólk sem þér teljið til vina
yðar, taki eftir mér. Hún þangaði
aftur og sagði svo blfðlega og
hvetjandi: — Haidið þér ekki að
við gætum gert hvort öðru greiða
á þennan hátt?
Það var vissulega margt til f þvf
sem hún sagði, mig skorti ekki
nema eitt tækifæri til að sanna
hæfileika mfna. En að nota alger-
lega óþekkt módei til þess væri
hreinasta brjálæði. Ég hafði þörf
fyrir að einhver viðurkenndur
leíkari óskaði eftir aó ég málaði
mynd af honum og þar með
myndu augu allra uppljúkast fyr-
ir þeim stórbrotnu hæfileikum
sem ég trúði að ég hefði til að
bera.
— Áhrifamikla fólkið er alltof
upptekið, Brahm, og einnig dálft-
ið á verði gagnvart meðbræðrum
sfnum. Hver annar en ég myndi
bjóða sig fram af fúsum vilja til
þess eins að þér stórgrædduð?
Hún hefur sjálfsagt Iesið hugv
anir mfnar. Samt reyndi ég að
malda í móinn.
— Þvf skyldi nokkur hafa á-
huga á m.vnd af yður?
— Vegna þess að þér og ég f
sameiningu myndum vekja áhuga
þeirra.
Hún horfði fast á mig og lagði
svo hanska og tösku frá sér og
byrjaði ósköp róieg að hneppa frá
ér kjólnum sfnum. Hún var búin
að hneppa niður að mittí þegar ég
loksins gat stamað:
— Hvað f ósköpunum eruð þér
að gera?
— Viljið þér ekki Ifta á það sem
þér ætlið að mála?
— Jú, en .. .Ég var satt hezt að
segja svo ringlaður, ekkí vegna
blygðunar, heldur vegna þeírrar
yfirvegunar sem lá að baki þessa.
— Hættið þessu! Þé-r þurfið
þess ekki, sagði ég hraðmæltur.
— Það sem ég er að leita að er
fallegt andlit ... portrett sem er
hægt aó hengja upp hvar sem er,
svo að fjölskylda og vinir geti
glaðzt yfir þvf. Ekki það sem fyrir
yður vakir.
— Vitleysa, Brahm! Þér eruð á
hi'ttunum eftir nákvæmlega þvf
sama og ég: mynd sem vekur um-
tal ... umtal um okkur svo að
réttir aðilar taki eftir okkur. Það
telst ekki með portretti eins og
þér eruð að tala um. Éf okkur
tekst ekki að búa til mynd, sem
hrærir vel og rösklega upp f um-
hverfinu hefur allt verið tfma-
sóun.
Og ég tók af skarið. Óhvikult
augnaráð hennar sem hvfldi á
mér hleypti roðanum fram f
kinnar mér og ég flýtti mér að
segja við hana:
— Ég skal sýna yður hvar þér
getið farið úr fötunum, ungfrú
Shaw.
Óstyrkur gekk ég fram og aftur
um gólfið. Hún ætlaði aðeins að
sýna mér það sem ég átti að mála.
eftir þvf sem hún hafði sagt, |
en ég vissi að málið var
útkljáð. Ég hafði fyrr haft
naktar fyrirsætur og hún hafði
allan t-fmann verið óper-
sónuleg f framgöngu, en engu
að sfður bogaði af mér svit-
inn. Ég hugsaði með mér að það
væri vegna vfnsins sem ég hefði
drukkið í strandferðinni fyrr um
daginn og óöryggis síðustu mán-
aða ...En innst inni vissi ég að
stúikan hafði vakið upp þessar
kenndir. Ég var tilfinningalega
snortinn af henni þótt ég reyndi
eftir fremsta megni að hafa hcmii
á mér. Ég beinlfnis óskaði þess að
ég yrði vonsvikinn þegar ég sæi
hana og gæti þar af leiðandi með
góðri samvizku sagt að hún stæð
ist ekki vonir mfnar — það yrði
mín eina björgun.
Hún kom að vörmu spori. Ég
skynjaði meira en heyrði fótatak
hennar að baki mér en ég stóð
kyrr og sneri mér ekki við. Ilún
átti að hafa frumkvæðið. En auð-
vitað gat ég ekki barist á móti. Og
hægt sneri ég mér við og starði á
hana. Sagt er að það séu augun
sem sjái, en kannski sá ég aðeins
það sem hún næstum dáíeiddi
mig til að sjá. En hvernig sem þvf
var nú farið, fór hún langt fram
úr öllum vonum mfnum um þá
fullkomnun, sem ég hafði leitaö
eftir f Iffi mfnu og list.
— Ég byrja með nokkrum
skyssum, sagði ég og reyndi að
vera hranalegur í röddinni.
Þegar hún sté upp á stallinn
þar sem hún átti að sitja var eins
og hún missti örlitla stund eitt
hvað af sjálfsöryggi sfnu. Það
hrærði mig á sérstakan hátt. Og á
þvf andartaki sá ég myndina full-
gerða fyrir mér: ung kona lyftir
höfði f áttina að sólargeislanum,
sem fellur inn um gluggann og að
baki hennar er rúmið, enn volgt
eftir Ifkama hennar! rósrauður
sólargeisli eins og atlot elskhuga.
Mótfvið er að sjálfsögðu ekki
frumlegt, en áhrifin geta verið
stórkostleg ef vel tekst til. Og þá
fannst mér Ifka að ófrumleiki
hugm.vndarinnar myndi verða
léttvægur ef mér tækist að útfæra