Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1975
15
Kosningalögum
lareytt á Indlandi
Nýja Delhi, 5. ágúst. AP Reuter.
INDVERSKA þingið en fundi
þess sækja nú aðeins stuðnings-
menn Indiru Gandhi, samþykkti I
dag með lófataki að nema úr gildi
þau ákvæði kosningalaga landsins
sem Gandhi var dæmd fyrir að
hafa brotið í kosningunum 1971.
Nær niðurfelling þessara ákvæða
aftur I tímann þannig að dómur-
inn yfir Indiru fyrir brot á lög-
unum er nú ekki lengur í gildi og
mál hennar fyrir hæstarétti fellur
niður. Hæstiréttur ætlaði að taka
málið fyrir 11. ágúst. Andstæð-
ingar Indiru Gandhi hafa ekki
sótt þingfundi um hríð I mót-
mælaskyni við þær aðgerðir sem
hún hefur gripið til að undan-
förnu. 170 þingmenn af rúmlega
520 tóku þátt í afgreiðslu þessa
máls I þinginu f dag.
Hitabylgja í Evrópu:
Fólkhnígurnið-
Réttarhöldin í Aþenu:
Réttarhöld f Aþenu. — Fyrrverandi forsætisráðherra, Panayiotis Canelopoulos, ber vitni við réttar-
höldin yfir 20 herforingjum, sem ákærðir eru fyrir valdaránið f Grikklandi 1967. I fyrstu röð fyrir
aftan hann eru ákærðir frá vinstri: George Papadopoulos, Nicholas Makarezos, Stylianos Patakos og
Gregory Spantidakis.
ur á götum úti
„Nutu sama fylgis
og Chicagobófar”
London, París, Bonn, New
York, 5. ágúst — AP. Reuter.
MIKIL hitabylgja gengur nú yfir
Norður-Evrópu og Amerfku og er
henni misjafnlega fagnað. Fólk f
sumarfrfum fagnar en bændur
eru áhyggjufullir yfir uppskeru
sinni. Sumstaðar á meginlandi
Evrópu er þetta þurrasta sumar f
mannaminnum og örtröð er á
öllum baðströndum.
Fólk hefur tugum saman fallið í
yfirlið á sólbökuðum gangstéttum
f bæjum í Rínarhéruðum, þar sem
mesti hiti sumarsins mældist f
dag, 35° C. I Dusseldorf og Köln
voru útköll sjúkrabíla fjórum
sinnum fleiri en venjulega vegna
fólks sem ekki þoldi hitann á
járnbrautarstöðvum, í vöru-
húsum eða á götum úti. Stjórnar-
ráðið í Bonn gaf starfsfólki, sem
veikt er fyrir hjarta, leyfi til að
fara heim.
I Parfs var meðalhiti aðfarar-
nætur mánudags 22,3°, sem er
mesti næturhiti, sem mælst hefur
frá því mælingar hófust 1873.
Frönsk blöð spá því að hitabylgj-
an, sem bakað hefur Frakkland
muni vara næstu 10 daga.
I Bretlandi mældist á mánudag
á mörgum stöðum mesti hiti sem
þar hefur þekkst 33°. Vfða hefur
slökkvilið verið kallað út vegna
elds í gróðri. Hitinn kemur sér
ekki illa fyrir kornræktarbændur
í Bretlandi, en brúnin á mjólkur-
framleiðendum er þeim mun
þyngri, þar sem þeir sjá fram á
mikinn heyskort.
Sumarið í Moskvu hefur verið
himneskt fyrir fólk í sumarfrium,
en séð er fram á mikinn upp-
skerubrest. Þó að sumarið hafi
ekki verið eins heitt og 1972,
þegar sjálfsíkvekjur urðu á
hveitiökrum, þá hefur hitinn
verið um 30° og fólk liggur f sól-
baði og syndir norður í Hvítahafi,
sem talið hefur verið óhæft til
baða vegna kulda.
Rigningar gerði ekki fyrr en í
lok júlí, en þá var það of seint
fyrir helztu ræktunarsvæðin í
Úkraínu og Norður-Kákasus.
Uppskera verður þvf neðan við
meðallag og eru því horfur á að
flytja verði inn mikið af korni frá
Bandaríkjunum.
Mikill hiti er einnig f Skandi-
naviu og eftir 8 vikna hitatfð
segja bændur f Suður-Svíþjóð að
hveiti- og berjauppskera verði
mjög rýr í ár, og svipaða sögu er
að segja frá Noregi og Danmörku,
en þar er búist við að rúgupp-
skera verði 60% neðan við meðal-
lag.
Miklir hitar hafa einnig verið i
Bandaríkjunum en miklar
þrumuskúrir gerði þar á mánu-
dag og virðist veður fara eitthvað
kólnandi.
Aþenu, 5. ágúst — AP.
VITNI ákæruvaldsins gegn her-
foringjunum 20, sem ákærðir eru
fyrir valdarán 1967 og fyrir að
hafa komið á einræði í Grikk-
landi, lýsti hinum ákærðu f dag
sem „Chicago-bófum“, sem komið
hefðu á „grimmara einræði en
einræði Hitlers“. George Mavros,
sem eitt sinn var ráðherra en er
nú leiðtogi stærsta stjórnarand-
stöðuflokks landsins sagði í
vitnisburði sínum, að einræðis-
stjórnin hefði aldrei notið stuðn-
ings þjóðarinnar og hefði því
verið ólögleg.
Stokkhólmi, 3. ágúst.
Reuter. NTB.
Á FUNDI leiðtoga evrópskra
jafnaðarmannaflokka var ákveðið
að setja upp sérstaka nefnd hátt-
settra jafnaðarmanna til að fylgja
eftir á alþjóðavettvangi stuðningi
við jafnaðarmannaflokkinn f
„Þeir nutu sama fylgis og Chi-
cago-bófar öfluðu sér með morð-
hótunum," sagði Mavros. „Ef þeir
hefðu viljað komast að því hve
mikils fylgis þeir nutu, hefðu þeir
lagt frá sér byssurnar," hélt hann
áfram. „En það gerðu þeir aldrei.
Herlög voru f gildi alla stjórnartíð
þeirra."
Mavros var 20. vitni ákæru-
valdsins, en alls hefur það kallað
fyrir 65 vitni.
Meðal hinna ákærðu er George
Papadopoulos, sem í raun var ein-
ræðisherra í Grikklandi. Eru
mennirnir 20 ákærðir fyrir land-
Portúgal og formann hans, dr.
Mario Soares. Fundarmenn
ákváðu jafnframt að beita sér
ákveðið gegn tilraunum til að
vfkja Israel úr samtökum
Sameinuðu þjóðanna, en sum
Arabarfki hafa beitt sér fyrir
brottvfsun landsins úr samtökun-
um. Jafnaðarmannaforingjarnir
ræddu einnig um efnahagsmál á
sex tfma fundi sfnum á laugardag
og voru sammála um að þau rfki
sem bezt stæðu að vfgi efnahags-
íran fell-
ir gengið
Teheran, 4. ágúst. AP. Reuter.
IRANSSTJÓRN felldi f síðustu
viku gengi ríalsins í annað sinn á
einni viku, en ekki var um stór-
fellda breytingu að ræða. Horfur
eru á að Iran muni á næstunni
taka stórfelld lán á evrópskum
fjármagnsmörkuðum en halli á
greiðslujöfnuði landsins nemur
nú um fjórum milljörðum Banda-
rfkjadala. Lítur út fyrir að Iranar
hafi reist sér hurðarás um öxl og
færst of mikið í fang þegar
hækkun olíuverðs varð sem mest f
kjölfar októberstríðsins 1973.
Iranar hafa gert víðtækar
þróunaráætlanir og jafnframt
stutt fjárhagslega uppbyggingu
annars staðar f þriðja heiminum.
Nú hafa tekjur af olíusölu
minnkað að undanförnu vegna
minnkandi oliuneyzlu í kjölfar
þeirrar lægðar í efnahagslifi sem
gengið hefur yfir iðnríki heims og
jafnframt hefur verðbólga heima
fyrir og erlendis leikið fjárhag
franska rfkisins grátt.
ráð og uppreisn og eru þyngstu
viðurlög fyrir slík brot dauðadóm-
ur.
I vitnisburði sínum gaf Mavros
3 dæmi um pólitíska eyðilegg-
ingarstarfsemi Papadopoulosar,
þar á meðal að hann hefði fyrir-
skipað að hellt yrði sykri á elds-
neytisgeyma brynvarinna bfla
hersins, en sfðan hafi kommún-
istum verið kennt um; þá hafði
hann brotið kosningalög árið 1961
með þeim afleiðingum að þáver-
andi ihaldsstjórn hélt velli. Sagði
Mavros að hann hefði gert það án
vitneskju stjórnarinnar.
lega ættu að gera sitt bezta til að
hvetja efnahagsstarfsemi land-
anna og auka atvinnu.
Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sem bauð til fundarins,
sagði að honum loknum að hlut-
verk hinnar nýstofnuðu nefndár
væri að styrkja lýðræðisleg rétt-
indi í Portúgal. Þessi réttindi
væru m.a. réttur ailra stjórnmála-
flokka til að starfa, prentfrelsi,
frelsi verkalýðsfélaga og réttur
félaga og hópa til að eiga alþjóð-
leg samskipti. Að sögn Palmes gaf
Soares fundarmönnum upplýs-
ingar um ástandið f Portúgal og
hafði hann verið bjartsýnn á
framtíð lýðræðis í landinu.
Meðal fundarmanna var
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
Israels, og átti hann eftir fundinn
viðræður við Kurt Waldheim,
Framhald á bls. 31
Nýtt prótein
í stað mjólkur
í fæðu kálfa?
Oslo, 5. ágúst. AP. NTB.
NORSKIR vísindamenn á rann-
sóknastofu síldar- og fiskimjöls-
iðnaðarins i Oslo hafa búið til
nýja tegund fiskpróteins, sem
gæti komið i stað mjólkur i fæðu
kálfa. Notkun hins nýja efnis
kann að spara árlega mikla mjólk
sem gefin er kálfum, en það hefur
valdið mönnum nokkrum áhyggj-
um að þverrandi nautgriparækt f
Noregi gæti leitt til mjólkurskorts
í landinu. Talsmaður rannsókna-
stofunnar sagði að þetta nýja efni
yrði samkeppnishæft í verði við
mjólkina.
Evrópskir jafnaðarmenn
stofna Portúgalsnefnd