Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST 1975 , 23 NORDJAMB 75: íslenzki fiskurinn bar sigur- orðafdönsku bollunum Hér sitja skátar að snæðingi. Við setningu NORDJAMB 75 mynduðu þátttakendur útrétta hönd, en kjörorð mðtsins er fingur — ein hönd“. sem eru vanir að nota prímusa fóru i sérstaka útilegu fyrir þetta mót til að æfa sig í að matbúa yfir opnum eldi.“ Þau segjast hafa tekið sér- staklega eftir því, að af Norður- landaþjóðunum fimm sem halda mótið, virðist Islendingar kunna langmest fyrir sér i tungumálum. „Hérna hjá okkur er t.d. Finni sem talar bara ensku. En hann talar hana svo illa og skilur svo lítið, að við spurðum hann hvað hann hefði eiginlega lært ensku lengi. Tiu ár sagði hann,“ segir Kjartan. Mörgu öðru ólíku hafa þau tekið eftir i fari fulltrúa þeirra tæplega hundrað þjóða sem Nordjamb sækja. „Hérna er alltof heitt á dag- inn, og við vinnum léttklædd. Þá eru margir frá suðrænum þjóðum í langerma skyrtum og siðbuxum. Á kvöldin þegar Is- lendingar og aðrir norðurlanda- búar spranga um á stuttbuxum, má sjá svertingja kappklædda og með lambhúshettur, sem þekja allt andlitið nema smá gat fyrir munn, nef og augu.“ Nokkrir Islendingar hafa orðið fyrir flugnabiti á mótinu ,Fimm 19* •- ...*■*/v ■■ 'v og fengið blóðeitrun. En sjúkrastofur mótsins höfðu meðul til reiðu handa þeim sem fyrir þessu urðu. I höfuðstöðvum Heklubúð- anna er yfir að líta sem hjá stóru fyrirtæki. Nokkrir sitja yfir pappirum við skriftir, aðrir sitja á fundum og enn aðrir gefa upplýsingar við afgreiðslu- borð. Arnlaugur Jónsson, tjald- búðastjóri Heklu, er önnum kafinn ásamt fleirum við að stafla trönum upp á vörubíl. Hann gefur sér smá tíma til spjalls. „Ég held að stjórn mótsins sé undrandi á því hvað flestir hlutir hafa gengið vel hérna, við að taka á móti 18 þúsund skátum og koma þeim öllum fyrir. Ástæðan held ég að sé sú að koma skátanna dreifðist yfir tvo og hálfan sólarhring. En það var stanzlaus umferð allan þann tíma,“ segir Arnlaugur. Heklubúðirnar eru á stærð við tjaldbúðir á venjulegu landsmóti skáta á Islandi. Við spyrjum Arnlaug hvort fleira svipi saman með þessu tvennu. „Að sumu leyti, sérstaklega eftir að allir eru komnir og dag- skráin er byrjuð. Hins vegar höfum við engar áhyggjur þurft að hafa af efnisöflun. Við höfum bara pantað það sem okkur vanhagaði um, og það hefur verið útvegað. Dagskrá mótsins skiptist eiginlega I tvo hluta. Annars vegar þátttaka i liðum heildar- dagskrárinnar, sem eru átta talsins og hins vegar þátttaka í dagskrá innan tjaldbúðanna, eins og t.d. varðeldum á kvöld- in. Dagskráin stefnir fyrst og fremst að skátun, þ.e. þátttak- endurnir eiga að taka virkan þátt i öllum Iiðum, ekki aðeins vera áhorfendur. Á fyrri al- heimsskátamótum hefur það verið svo að meira varð um sýningar, en minna um starf. Það eina sem eiginlega er hægt að kalla kynningu hér, er dag- skrárliður sem riefnist lýðræði og menning á Norðurlöndum." Arnlaugur lætur injög vel af íslendingunum sem hafa unnið undir hans stjórn i Heklubúð- unum. „Þau vilja vinna, það er óhætt að segja. Þau hafa staðið sig vel hérna." Margir af helztu forystu- mönnum skátahreyfingarinnar á Islandi hafa unnið við undir- búning mótsins. Þeir eru flestir á mótinu, og starfa við ýmsa liði, t.d. gtjórn heildarbúðanna, dagskrárgerð, almannatengsl og vinnubúðir. Islendingar sjá um megin- hluta eins dagskrárliðarins, náttúruskoðun og umhverfis- vernd, ásamt Svíum. Meðal þess sem er að finna innan þess dagskrárliðar er efni sem fjallar um hvernig Eskimóum tókst að búa án þess að raska jafnvægi náttúrunnar. Ölafur Hauksson. olíu. Þeir setja meira að segja oliu út á brauðið. Afríkubú- arnir hafa líka ýmsar skrítnar matarvenjur. Annars fá þátt- takendurnir hérna alveg nógan mat, og skila margir afgangi. Islendingarnir eru helzt óánægðir með að fá ekki kartöflur." Islenzk matarframleiðsla stóðst mikla eldraun á miðviku- daginn í síðustu viku. Þátttak- endur máttu þá velja um tvær fæðutegundir, íslenzkan fisk eða danskar bollur. Langflestir völdu fiskinn. Helst voru það Afríkubúar sem völdu dönsku bollurnar. Þetta er ágæt sönnun þess að íslenzk fisk- framleiðsla er vel metin. „Hérna er bannað að elda matinn á prímusum," segir Magnús. „Skátarnir fá steina til að útbúa hlóðir, og verða siðan að elda allt á þeim. Islendingar Inni f höfuðstöðvunum í Heklubúðunum á alheims- skátamótinu f Lillehammer í Noregi, starfa þrfr fslenskir skátar við að stafla upp fisk- pökkum frá Norðurstjörnunni og sjá um matarúthlutun fyrir alla skátaflokkana f Heklu. „Við rétt náum á tveimur tfmum á morgnana að ljúka matarúthlutuninni af, þótt maður vinni með margföldum hraða,“ segja þau Magnús Jóns- son, Margrét Tómasdóttir og Kjartan Konráðsson, um leið og þau taka sér smá hlé. „,Við kynnúmst matarvenjum ólíkra þjóða anzi vel hérna. Og margt hefur komið okkur á óvart í þeim efnum,“ segir Margrét. „Þeir sem koma frá Austur- löndum, t.d. Líbyumennirnir, nota aldrei smjörliki heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.