Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1975 7 r i Alþýðublaðið Alþýðublaðið, málgagn lýðræðisjafnaðarmanna, er komið út á ný, og boðar efnislega bragarbót og fjárhagslega heilsubót. Það kemur þó hreint til Sighvatur Björgvinsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins. dyra og segir, að fjárhags- grundvöllur blaðsins verði ekki tryggður nema vel unnarar þess tryggi þvf rlflegan skammt nýrra á- skrifenda. Ástæða er til að fagna því að Alþýðu- blaðið, sem nú er á 56. aldursári, hverfur ekki úr íslenzkum blaðaheimi, eins og horfur voru á um sinn. Alþýðublaðið er oftlega málgagn gagnstæðra skoðana við Morgunblað- ið, en frjáls umræða og reifun þjóðmála byggist á þvi, að ólík sjónarmið eigi sér möguleika til tjáning- ar. Þvi skal Alþýðublaðið boðið velkomið til starfa á ný og sú von látin i Ijós, að þvi megi vel vegna i því efni, að tryggja fjár- hagsgrundvötl útkomu sinnar. Þjóðviljinn Á sama tfma sem fjár- hagserfiðleikar höfðu nær orðið Alþýðublaðinu að fjörtjóni, byggja þeir Þjóð- viljamenn tugmilljóna blaðahöll. Útbreiðsla Þjóðviljans er ekki sú. að rekstur hans standi undir útgáfukostnaði, ef að lik- um lætur. Engu að síður hefur Þjóðviljinn fjárráð næg, ef dæma má af um- svifum hans og Alþýðu- bandalagsins, og getur dag hvurn sungið þvi lof og pris, að málgagni lýð- ræðisjafnaðarmanna i Portúgal skuli meinuð út- gáfa með hreinu ofríki, i skjóli hervalds. Og úr sinni nýju glerhöll varpar Þjóðviljinn grjóti að Framsóknarflokknum og Timanum, sem hann segir að njóti annarlegrar fjáruppsprettu, samanber sfðasta sunnudagspistil annars ritstjóra blaðsins. Esso, SÍS og ýmsir fjár- plógsmenn sjái þar um sfna segir ritstjórinn. Að sjálfsögðu hljóta Fram- sóknarmenn að svara fyrir sig, en furðu hlýtur það einnig og ekki siður að vekja hjá þorra lands- manna, sem hefur fyrir augum mismun fjárhags- legrar aðstöðu Þjóðviljans og Alþýðublaðsins, að sjá slík skrif f hinu fyrrnéfnda blaðinu, sem fyrst og fremst hlýtur að varpa kastljósi almenningsálits- ins, að fjármögnun og veldi Alþýðubandalagsins. Þar virðist sum sé „dul- ræn" kraftaverk drjúpa af stöku strái. n Blaðaútffáfa hérlendis Fjárhagslegur grund- völlur blaðaútgáfu á ís- landi er siður en svo nægi- lega traustur, fremur en margháttaðs annars rekstrar í landinu. Það skiptir ekki meginmáli um tilverugrundvöll blaðs, hvort íslenzka rikið kaup- ir, fyrir sig og stofnanir sinar, tiltekin eintaka- fjölda þess, eða greiðir auglýsingaþjónustu sama verði og aðrir. Þyngra vegur, að mánaðar- áskrift dagblaðs er af verðlagsyfirvöldum metin til jafns við „tvöfaldan" brennivinssjúss á öldur- húsi i borginni. Með óraunhæfum verð- lagsákvæðum seilist rikis- valdið til áhrifa á fjárhags- afkomu dagblaða og veik- ir á þann hátt grundvöll prentfrelsis i landinu. Slík afskipti eru illþolandi í fjrálsu þjóðfélagi, þar sem verðlag þarf að fylgja til- kostnaði og frjáls eftir- spurn ætti að ráða út- breiðslu blaða. Um þetta efni skal að öðru leyti vis- að til Reykjavfkurbréfs Morgunblaðsins sl. sunnudag. I------------------------------------------------------1 Lárus Oskarsson: Málsvari lítilmagnans Athugasemd við skrif Jóns úr Vör „glæpurinn" lá, íétum við lesa upp annað ákæruatriðið. „Lagahroki" og „Skammir" heita tvær greinar sem Jón úr Vör skrifaði og nýlega voru birtar f Morgunblað- inu. Þetta voru svör Jóns í málaþrefi við Gunnar M. Guðmundsson hæsta- réttarlögmanns. Þvi miður las ég ekki það sem á undan var komið i ritdeilu lögmannsins og skáldsins. Á greinum JúV. virtist mér sem mál- staður hans væri geðfelldari, þó að ekki kæmi hann auga á haldbestu rökin fyrir máli sfnu. Seinni grein Jóns, „Skammir", eða öllu heldur niðurlag hennar veldur þvi að ég drep nú niður penna. Jón getur þess að hann hafi hlutað á útvarpsþátt okkar Ingólfs Margeirssonar, Hálftimann, þar sem rætt var við Sverri Kristjánsson um lögbannsmál hans og dætra Árna sáluga Pálssonar. Jón mun hafa skrifað grein um þetta mál fyrir nokkru og fór hún fram hjá mér. i Nýlega hefur dönskum rithöfund- um verið greitt fyrir útlán bóka sinna i almenningsbókasöfnum þar f landi. Danski rithöfundasjóðurinn annast greiðslurnar og skiptir fénu milli höfundanna. í Danmörku er höfund- um greitt fyrir hvert eintak eins og hér, en ekki eftir útlánafjölda eins og sumsstaðar annars staðar. Til glöggvunar má geta þess að danskir höfundar fá kr. 31,38 (isl.) fyrir hvert eintak, en greiðsla til islenzkra rithöfunda var siðast tæpar 4 kr. fyrir eintakið. Þess skal getið að tölurnar sem hér fara á eftir eru danskar krónur. Robert Fisker rithöfundur er aftur f ár efstur á lista yfir þá höfunda sem fá hæstar greiðslur úr rithöfunda- sjóðnum fyrir útlán á almennings- bókasöfnum. Robert Fisker fékk í ár (1974) greiddar um 208.000 kr. af bókasafnsfé fyrir alls 1 78.411 bindi. Næstir barnabókahöfundinum eru þeir Thöger Birkeland (148.000 kr.), Jörgen Clevin (132.000 kr.), Knud Hermansen (129.000 kr.) og Hans þessari grein mun Jón hafa gengið fram fyrir skjöldu sem málsvari litil- magnans gegn hinum „fræga út- varpsmanni" Sverri. Þegar við ákváðum að gera út- varpsþætti um ritskoðun og tjáning- arfrelsi hugðum við að þeim málum, sem nýlega hafa verið fyrir dómstól- um, og varða viðfangsefni okkar. Var um þrjú mál að ræða, sem við hefð- um viljað reifa. Þar sem vl-málin og lögbann á skáldsögu Indriða G. Þor- steinssonar eru enn fyrir rétti létum við okkur þó nægja að fjalla um málastapp Sverris. Þvi er skemmst frá að segja, að þegar við stjórnendur Hálftimans fórum að glugga i gögn um þetta mál, blöskraði okkur að hægt væri að gera manni að greiða hundruð þúsunda króna fyrir jafn meinlaus ummæli og okkur virtust þessi vera. Til að leyfa fólki að heyra i hverju Hvass (127.000 kr.). Meðal annarra höfunda sem eiga yfir 50.000 bindi i bókasöfnum eru Palle Lauring (73.000 kr.), Jörgen Bech Nygaard (70.000 kr ), Klaus Rifbjerg (68.000 kr.), Tove Ditlevsen (61.000 kr.) og Cecil Bödker með 59.000 kr. Danski rithöfundasjóðurinn, sem annast skiptingu bókasafnsfjárins til rithöfunda og þýðenda, ákvað upp- hæðina fyrir hvert bindi. Greiddar eru 1.17 kr. nú, en 1 973 var upphæðin 1.22. kr. og 1970 1.26 kr. Heildarupphæð greiðslnanna i fyrra nemur um 10 millj. króna, er skiptast milli 3000 höfunda, sem samtals eiga 8.551.272 bindi í bóka- söfnunum. Formaður danska rithöfunda- félagsins, Hans Jörgen Lembourn, telur vist að næsta ár hækki upphæðin úr 1.17 f 1.50 kr. á bindi. Byggir hann þessa skoðun sfna á bókasafnsfrumvarpi menntamálaráð- herrans, Niels Mathiasens, sem lagt verður fyrir þingið innan skamms. Rétt siðast i „Skamma'-grein sinni segir Jón úr Vör: „En vikjum nú aftur að þessum ungu piltum. Þeir töldu sig sýnilega eiga nokkuð undir sér. Hefur Rikisútvarpið falið þeim að gera einmitt það sem ég var að gagnrýna það fyrir á dögunum, að ganga i lið með frægum útvarpsmanni gegn hinum almenna borgara Hver verður gestur piltanna i næsta út- varpsþætti?" (leturbreyting min — LÓ). Hingað til höfum við ekki þurft að dansa eftir nótum Jóns úr Vör við gerð útvarpsþátta okkar, og vonandi verður engin breyting þar á. — En hvernig getur málsvari Iftilmagnans og hins „almenna borgara" ætlast til að hann hafi slfka eindæma áhrifa- stöðu? JÚV. setur dæmið upp sem ójafn- an leik hins „fræga útvarpsmanns" og aumingja „almenna borgarans". Svona einfalt er þetta ekki. Fáum væri vist akkur i að vera „frægur útvarpsmaður" ef þeir ættu á hættu að missa eigur sinar undir hamarinn fyrir vikið. „Hver verður gestur piltanna i næsta útvarpsþætti?" spyr Jón úr Vör. Hann hefur kannski ekki hlust- að á þann þátt okkar sem kom næst á undan hinum tittumtalaða? Þar sagði ofdrykkjumaður sögu sina, einn hinna svonefndu róna. Tæpast held ég að menn í þerri aðstöðu geti oft komið fram i fjölmiðlum og sagt sögu sina; altént teljast þeir ekki til frægra útvarpsmanna. Laugardaginn 2. ágúst, daginn sem skrifelsið hans Jóns kom í Morgunblaðinu voru vissulega viðtöl við fræga útvarps- menn í Hálftimanum, en þau greindu ekki frá skiptum þeirra við almenna borgara, heldur var þar rakið hvernig höfðingjar Rikisútvarpsins og lands- ins þögguðu niður i þeim á sínum tima. Synd væri að segja að mig fýsti i langhund frá Jóni úr Vör vegna þessa greinarkorns; mér er enda nokkur vorkunn vesölum „almenn- um borgara" á ritvellinu, að mæta „frægum" rithöfundi. Tekjur danskra rithöfunda af útlánum bókasafna Húsbyggjendur Einangrunar- plast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆMT VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR Borgarplast hf. Borgarnesi sími: 93-7370 Kvöldsimi 93-7355. Viö afgreidum litmyndir yðará SJ dögum ^^2 Allar myndir okkar eru fram- leiddar á úrvals Kodakpappír med silkiáferd Myndirnar eru afgreiddar án hvítra kanta |T^| Höfum þrautþjálfað starfsfólk er vinnur myndir í fullkomnustu vélum sem fáanlegar eru Þér greiðið aðeins fyrir myndir sem hafa heppnast hjá yður Notið einungis Kodak-filmur svo þér náiö fram sem mestum gæðum í myndum yðar Munið: Það bezta verður ávallt ódýrast Umboðsmenn um land allt — ávallt feti framar H i \S PETERSEN'S BANKASTRÆTI S 20313 \____ GLÆSIBÆ S 82590 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.