Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGÚST 1975 3 Ljósm. Jón Gunnar Stefánsson. Minnisvarðinn um Brynjólf biskup Sveinsson afhjúpaður. Lengst til vinstri stendur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, þá hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, sfðan sr. Lárus Þ. Guðmundsson og loks dóttir sr. Lárusar, Ragnheiðuf sem afhjúpaði minnisvarðann. Afhjúpaður minn- isvarði um Brynjólf biskup Sveinsson A SUNNUDAGINN var 300. ártfðar Brynjólfs biskups Sveins- sonar minnst að Holti f önundarfirði, en þar fæddist hann og ólst upp. Hátfðin hófst klukkan 2 eftir hádegi með messu f Holtskirkju. Predikaði biskup- inn yfir Islandi, hr. Sigurbjörn Einarsson, en sóknarprestarnir Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Lárus Þ. Guðmundsson þjónuðu fyrir altari. Að messu lokinni hófst athöfn á Presthól, skammt frá kirkjunni. Flutti þar ávarp Hjörtur Hjálmarsson fyrrverandi skóla- stjóri og núverandi formaður Lionsklúbbs önundarfjarðar. Kór söng og afhjúpaður var minnis- varði um Brynjólf biskup Sveins- son. Minnisvarðann afhjúpaði Ragnheiður dóttir presthjónanna í Holti. önfirðingafélagið og Lionsklúbbur önundarfjarðar gáfu minnisvarðann og komu honum upp. Eftir athöfnina á Presthól, sem þykir hér eftir réttnefndur biskupshóll, var boðið til kaffi- drykkju í Holtsskóla. önnuðust kvenfélögin f Mosvallahreppi og á Flateyri kaffiveitingar. Meðan setið var að veitingum flutti Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld frá Kirkjubóli erindi um Brynjólf biskup Sveinsson. Má áætla að hátíðina hafi sótt á þriðja hundrað manns, þar á meðal fjöldi Önfirðinga úr Reykjavík og víðar að. Nutu menn ágætrar hátfðar í góðu veðri. Sameinaður kór Holts- og Flat- eyrarkirkna annaðist söng undir messu og við athöfnina á eftir undir stjórn Brynjólfs Árnasonar frá Vöðlum. — Frá fréttaritara Mbl á Flateyri. Utanríkisráðherra Svía: Styðjum Islendinga í nefndum en ekki op inberlega ÞANN 31. ágúst n.k. verður flutt- ur þáttur f sænska ríkisútvarpinu um landhelgisbaráttu Islendinga og þar á meðal útfærslu fiskveiði- lögsögunnar úr 50 í 200 mílur. Þáttur þessi nefnist „Krig om fisk“ og hafa þeir dr. Nils Dahl- beck og Sigmar B. Hauksson séð um undirbúning þáttarins. I þætt- inum er m.a. rætt við Sven Ander- son, utanrfkisráðherra Svfþjóðar og hann spurður um afstöðu Svía til útfærslu íslenzku landhelg- innar. Að sögn Sigmars B. Haukssonar lætur Anderson þau orð fafla, að Svfar muni ekki styðja Islendinga opinberlega, en muni hins vegar styðja Islendinga f öllum þeim nefndum, sem Svíþjóð eigi fulltrúa f og fjalli um fiskveiði- og hafréttarmál. Þeir félagar, Sigmar og dr. Dahlbeck, fóru meðal annars til Djúpuvfkur á Ströndum, Siglu- fjarðar og Grindavíkur er þeir unnu að gerð þessa þáttar. Þoka hamlaði Færeyjaílugi ÞOKA i Færeyjum hamlaði flug- samgöngum milli Færeyja og annarra Ianda f nokkra daga og þannig féllu ferðir Flugfélags Is- lands niður bæði á laugardag og sunnudag. Var því ekkert flogið milli Færeyja og tsfands frá fimmtudegi og fram á þriðjudag, að vélar Ffugfélags Islands gátu lent f Færeyjum. Voru þá sendar þrjár ffugvélar til Færeyja til að flytja alla þá, sem beðið höfðu eftir fari, en þeir voru rúmlega 80 f Reykjavík og um 100 f Fær- eyjum, að sögn Sveins Sæmunds- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða. 33 sjómenn fór- ust á síðasta ári 1 skýrslu rannsóknarncfndar sjó- slysa fyrir árið 1974, sem er ný- komin út, kemur fram, að á árinu 1974 áttu sér stað 266 slys um borð f fslenzkum skipum, smáum og stórum. Af þessum slysum reyndust dauðaslys vera 33. 21 maður beið bana á ýmsan hátt um borð f skipunum, en 12 drukkn- uðu, þegar skip voru á siglingu á veiðum eða f höfn. I skýrslunni segir ennfremur að algengustu slysin eigi sér stað með þvf móti, að menn verði á milli hurða hlera og veiðarfæra, en það kom 63 sinnum fyrir á árinu. Þá kom það 30 sinnum fyrir að menn fengu skurð eða stungust. Þá kom það 57 sinnum fyrir að menn meiddust við það að renna til ofanþilja og detta. ______V erzlunarmannahelgin:_ Umferðin minni og dreifðari en áður „UMFERÐIN var f minna lagi ef við tökum mið af fyrri verzlunarmannahelgum,“ sagði Arni Þór Eymundsson fulltrúi hjá umferðarráði er Morgunblaðið ræddi við hann f gær um liðna helgi. Sagði Arni, að umferðin hefði verið minni og dreifðari en áður enda hefði enginn „segull“ dregið til sfn mannskapinn eins og t.d. Húsafell á sfnum tfma. Arni kvað þá hjá um- ferðarráði hafa reiknað það út, að um 15 þúsund manns hefðu sótt skipulagðar samkomur á meginlandinu um þessa helgi, en fyrir nokkrum árum kom þessi sami fjöldi f Húsafell. Umferðin gekk að þessu sinni stórslysalaust, umferðaróhöpp voru fjölmörg en aðeins f tveimur þeirra var um að ræða meiðsli á fólki. Árni Þór Eymundsson sagði að mestur bílastraumur hefði legið um Suðurlandið og hefðu flestir á þeirri leið farið í Galtalækjarskóg. Þar var haldin fjölmennasta útihátíðin en þangað komu tæplega 7000 manns. Þá var einnig töluverð umferð á Norðurlandsvegi og í nágrenni Egilsstaða. Veðurvar breytilegt um helgina en allir fengu sinn skammt af rigningu og þurrviðri. I bezta falli var úrkomulaust (nema sól að hluta á Austurlandi) en alveg sólarlaust, en þegar líða tók á helgina fór viða að rigna og tók fólk af þeim sökum fyrr upp tjöld sín á mörgum stöðum en það hefði annars gert. Eins og fyrr segir urðu fjöldamörg umferðaróhöpp, árekstrar og bflveltur. I aðeins tveimur tilfellum svo vitað sé urðu meiðsli, í árekstrum við Geitháls og Hlégarð í Mos- fellsveit. Nokkuð var um ölvun við akstur og voru 30—40 öku- menn teknir vegna gruns um slíkt. Vegaþjónusta FlB var mikið notuð að sögn Árna Þórs, einkum þó á mánudag- inn þegar fólkið var á heim- leið. Morgunblaðið hafði f gær samband við nokkra staði úti á Iandsbyggðinni þar sem fólk safnaðist saman um helgina. Fara svör manna hér á eftir: 7 þúsund manns í Galtalækjarskógi I GALTALÆKJASKÖG komu tæplega 7000 manns um helg- ina og er það mesti fjöldi sem sótt hefur þar útisamkomu. Sagði Hreggviður Jónsson, einn þeirra ungtemplara sem stóðu að mótinu, að miklu fleiri unglingar hefðu sótt mótið nú en áður. Eitthvað bar þar meiri á ölvun að þessu sinni, en slfkt hefur verið fátítt. Varð að taka 10—20 manns úr umferð vegna ölv- unar og einnig var áfengi tekið af mótsgestum við innganginn á mótssvæðið. Annars tókst mótshaldið vel að mati Hregg- viðs og allt fór fram án óhappa. Veður var misjafnt, yfirleitt var þurrt en skúraleiðingar) einstöku sinnum sást til sólar. Vegna veðursins varð þátttaka f útiskemmtunum ekki eins mikil og ætla mætti að annars hefði orðið. Hreggviður bjóst fastlega við því að mótið hefði staðið undir sér fjárhagslega, enda var öll vinna unnin án endurgjalds. „En það er segin saga með mót eins og þetta, það græðir enginn á þeim nema ríkið sem hirðir strax 20% f söluskatt og svo einnfg hluta þess sem eftir er í formi margs konar skattheimtu,“ sagði Hreggviður að lokum. Rólegt í Húnaveri FÆRRI sóttu skemmtanir i Húnaveri um þessa helgi en undanfarnar verzlunarmanna- helgar, að sögn Hjálmars Eyþórssonar lögreglumanns á Blönduósi. Sóttu 300 manns dansleiki þar þegar flest var á laugardagskvöld. Sagði Hjálmar, að allt hefði farið þar skfnandi vel fram og bragurinn allur annar en oft áður I Húnaveri. Umferð um Húnavatnssýslu var mikii og gekk hún óhappalftið. Þó urðu þrfr árekstrar á laugardag, þar af einn mjög harður, en bfl- belti komu f veg fyrir slys. Sömu sögu er að segja úr Borgarfirði, þar var mikil um- ferð en engin slys. Engar úti- samkomur voru f Borgarfirði að þessu sinni en dansleikir þrjú kvöld og bar þar nokkuð á ölvun, að sögn Björns Þor- björnssonar lögreglumanns f Borgarnesi. Var ástandið þó ekki verra en um venjulegar helgar. Sukksamt á Laugavatni MESTA bflaumferðin um verzlunarmannahlegina virð- ist hafa verið um umdæmi Selfosslögreglunnar. Ekki gekk hún óhappalaust að sögn Sigurðar Jónssonar varð- stjóra, þvf að lögreglan þurfti að hafa afskipti af 21 árekstri og 4 bflveltum en engin teljandi meiðsli munu hafa orðið. Um 1500 manns voru f Þjórsárdal og annað eins á Laugarvatni og auk þess munu unglingar hafa tjaldað við félagsheimilið Arnes og eitthvað við Aratungu. A þessum stöðum bar allmikið á ölvun, einkum á Laugarvatni og á dansleikjum f félags- heimilunum. Atti lögreglan mjög annrfkt vegna ölvaðra manna. Af þeim útivistarsvæðum sem eru í umdæmi Selfosslög- reglunnar voru einna fæstir á Þingvöllum að sögn Sigurðar Jónssonar. I Þjórsárdal var áberandi mikið um fjölskyldur og var þar nokkur ölvun, en þó ekki nærri eins mikil Og á Laugarvatni. Þar átti lögregl- an annrfkt vegna ölvunar og fylgdu henni töluverð ólæti. Þá var eitthvað um að stolið væri úr tjöldum á Laugarvatni. I og við Félagsheimilið Árnes var mest um 1000 manns og 700 manns í Aratungu og var bragurinn líkur því sem er venjulega á sveitaböllum. I Ár- nessýslu var lengst af þurrt um helgina að öðru leyti en sólarlaust. Á sunnudagskvöld fór að rigna og bjuggust þá margir til brottfarar af tjald- stæðum. Mikið að gera hjá Egilsstaðalögreglu MJÖG mikil umferð var á vegum á Héraði yfir verzlunar- mannahelgina og annir hjá lögregiunni á Egilsstöðum, að sögn Björgvins Björgvinssonar lögregluþjóns þar. Fjölmennt fþróttamót var haldið á Eiðum og f Valaskjálf voru haldin þrjú böll og sóttu þau samtals 13—1400 manns. Veðurguð- irnir léku við Austfirðinga þessa helgi eins og flestar aðr- ar helgar f sumar og komst hitinn upp f 20 stig. Töluvert mikið bar á ölvun á Egilsstöðum enda leitaði fólk þangað neðan af fjörðunum þar sem engar skemmtanir voru heima fyrir. Var þetta mest ungt fólk og tjaldaði það á tjaldstæði rétt utan við bae- inn. Sagði Björgvin, að tjöldin hefðu verið yfir 50 þegar þau voru flest. Varð lögreglan að hafa afskipti af allmörgum vegna ölvunar og einnig voru nokkrir ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Tvær bflveltur urðu á svæði Egilsstaðalögreglunnar en ekki teljandi meiðsli. Björgvin tók það fram að lokum, að enginn vegaþjón- ustubfll frá FÍB hefði verið á stórum hluta Austurlands og sagði að mikil óánægja hefði ríkt með það. „Það var mikið spurt um FlB- viðgerðarþjónustu en því miður var enga slíka þjónustu að fá og þótti okkur það alveg ófært,“ sagði Björgvin. Veðrið spillti fyrir í Vatnsfirðinum UM 2000 manns komu á úti- skemmtunina f Vatnsfirði um helgina, að sögn Páls Ágústs- sonar fréttaritara Mbl. á Patreksfirði. Tókst hátfðin vel, en veður spillti nokkuð fyrir en það var hið margbreytileg- asta, sól og rigning sama dag- inn. Eitthvað bar á ölvun en minna en efni stóðu til, þvf lögreglan var grimm og tók mikið af áfengi af fólki sem var að fara inn á mótssvæðið. Eins og vænta mátti voru Vestfirðingar í meirihluta mótsgesta í Vatnsfirðinum. Þeir fyrstu komu á föstudag- inn og var þá ansi kalt. A laugardaginn rigndi en gott veður var á sunnudag. Að morgni mánudags var komin lemjandi rigning en síðdegis var glaðasól. Þannig var veðrið i Vatnsfirðinum en hátíðin fór nú samt óhappalaust fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.