Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. AGUST 1975 Gilroy til Ástralíu? ÞJALFARI Valsmanna, Joe Gilroy, hélt i gær utan til Englands til viðræðna við for- ráðamenn knattspyrnumála í Astralíu. Mun Giiroy hafa boðist starf þar sem þjálfara og ef samningar takast milli hans og Ástralíumanna, má búast við að Gilroy haldi til Astrallu i haust. Blikarnir unnu Val BREIÐABLIK og Valur léku æfingaleik i knattspyrnu á grasvellinum f Kópavogi á mánudagskvöldið. Fóru leikar svo að toppliðið úr 2. deild vann með tveimur mörkum gegn einu. Urðu Valsmenn fyrri til að skora — Albert Guðmunds- son eftir undirbúning Her- manns Gunnarssonar, en sfðan skoraði Hinrik Þórhallsson tvö mörk og tryggði liði sfnu þar með sigurinn í rólegum en oft sæmilega leiknum leik. Jóhannes kom, sá og sigraði — Áhorfendur að leiknum voru 44 þúsund og þeir fögnuðu Jóhannesi ákaflega þegar hann skoraði markið með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu. Hann hoppaði hæð sfna f loft upp af einlægri gleði og samherjar hans f Celtic tóku innilega þátt f fögnuði hans, sagði Fallon. Hann ræddi við Jóhannes eftir leikinn og sagði Jóhannes þá að ekki hefði verið gengið frá samn- ingum, en sagði að miklar lfkur væru á þvf að hann kæmi til Reykjavfkur f haust til að leika með Celtic gegn sfnum gömlu fé- lögum f Val. DaveMackayframkvæmdastjóri Derby sagði að leiknum loknum að þetta hefði verið viðureign á milli Englands og Skotlands, en það hefði verið fsland sem hefði unnið. Bar sá heimsfrægi Mackay mikið lof á Jóhannes fyrir frammistöðuna. íslendingurinn lék eins og sá sem valdið hefur sagði framkvæmdastjóri Celtic að loknum leiknum við Derby, en Jóhannes skoraði eina mark leiksins JÓHANNES Eðvaldsson kom, sá og sigraði í þess orðs fyllstu merkingu er hann lék á laugardaginn með skosku bikarmeistur- unum Celtic gegn Eng- landsmeisturunum Derby County. Skoraði Jóhannes eina mark leiksins og var ákaft fagnað fyrir frammi- stöðU sfna f leiknum. Er Morgunblaðið reyndi í gær að ná sambandi við Jó- hannes í Glasgow fengum við þær upplýsingar að hann sæti á lokuðum fundi með forráðamönnum Celtic og er búist við því að hann skrifi undir samning við þetta heimsþekkta lið í dag. Bobby Maitland, einn af knatt- spyrnusérfræðingum blaðsins „Scottish Daily Express", sagði f viðtali við Morgunblaðið f gær að allt benti til þess að Jóhannes myndi leika með Celtic gegn Aberdeen f fyrsta leiknum f deildarbikarnum á heimavelli Celtic á laugardaginn. — Sean Fallon, sem er framkvæmdar- stjóri Celtic um þessar mundir f veikindum Jock Stein, sagði að hann væri yfir sig ánægður með frammistöðu Jóhannesar f leiknum gegn Derby. — Auk þess að skora sigurmarkið lék Jó- hannes eins og sá sem valdið hefur f tveimur stöðum á vell- inum, hann byrjaði sem tengi- liður og stóð sig vel, en var svo reyndur sem miðvörður með enn betri árangri, sagði Fallon. Jóhannes stóð sig ótrúlega vel f sfnum fyrsta leik með Celtic f búningnum græna og hvfta og það f leik gegn sjálfum Englandsmeisturunum. A myndinni er landsliðsfyrirliðinn f baráttu um knöttinn. 200 og 400 metra hlaup greinar kvöldsins 1 GÆR fór fram á Laugardals- vellinum fyrri dagur aðalhluta meistaramóts Islands I frjálsum fþróttum. Náðist mjög misjafn- lega góður árangur I keppnis- greinunum og einnig var um mjög mismunandi þátttöku að ræða. Þannig var aðeins einn keppandi f tveimur greinum, en 16 í þeirri grein sem mest var þátttaka f. Þrír sovézkir frjálsíþrótta- menn, einn Vestur-Þjóðverji og einn Svíi kepptu á mótinu sem gestir og vöktu Sovétmennirnir mikla athygli, sérstaklega þó há- stökkvarinn Kiba sem setti nýtt vallarmet með því að stökkva 2,13 metra. Atti hann tvær góðar til- raunir við 2,16 metra. Hinir tveir Sovétmennirnir, Schubin og Sinitschin kepptu f langstökki og höfðu mikla yfirburði yfir hina fslenzku keppinauta sína. Stökk sá fyrrnefndi 7,56 metra og hinn síðarnefndi 7,27 metra, en hann átti stökk um 7,60 metra „hár- nákvæmt ógilt.“ Fjórði sovézki gesturinn á meistaramótinu, Olympfumeistar- inn Bondartschuk keppti ekki f gærkvöldi, þar sem hans grein, sleggjukastið var ekki á dagskrá. Bondartschuk verður hins vegar meðal keppenda f kvöld, og þar sem hann er nú sagður f mjög góóri æfingu, er líklegt að sleggjan fljúgi yfir 70 metra hjá honum á Laugardalsvellinum. Þær keppnisgreinar sem skemmtilegastar voru á mótinu f gærkvöldi voru 200 og 800 metra hlaup karla. I 200 metra hlaupinu sigraði hinn 17 ára gamli Ar- menningur Sigurður Sigurðsson á 21.8 sek., sem er nýtt drengjamet. Bjarni Stefánsson varð annar á 21.9 sek. og Vilmundur Vilhjálms- son KR varð þriðji á 22,0 sek. Jafnari gat keppnin því ekki verið. I 800 metra hlaupinu sigraði Ágúst Asgeirsson IR á 1:55,9 mín., sem er góður tími miðað við aðstæður, en hins vegar nokkuð frá hans bezta í greininni. Jón Diðriksson, UMSB varð í öðru sæti á 1:56,5 mfn., en alls hlupu sjö hlauparar á betri tfma en 2 min., sem telja verður mjög gott hérlendis. Tvö meistaramótsmet voru sett f keppninni í gærkvöldi: Hreinn Halldórsson varpaði kúlunni 18,61 metra og var mjög öruggur f keppninni og Lilja Guðmunds- dóttir IR sigraði með yfirburðum f 800 metra hlaupi kvenna á 2:15,5 mfn. Islandsmeistarar I keppnis- greinunum f gærkvöldi urðu annars eftirtalin: KARLAR: 200 metra hlaup: Sigurður Sigurðsson A 21,8 sek. 800 metra hlaup: Ágúst Ásgeirsson ÍR 1:55,9 mín. 5000 metra hlaup: Jón H. Sigurðsson HSK 16:14,7 mín. 400 metra grindahlaup: Hafsteinn Jóhannesson UBK 61,7 sek. Langstökk: Friðrik Þór Óskarsson IR 6,86 metrar Hástökk: Elías Sveinsson IR 2,00 metrar Kúluvarp: Hreinn Halldórsson HSS 18,61 metrar Spjótkast: Óskar Jakobsson IR 71,34 metrar 4 x 100 metra boðhlaup: Sveit IR 45,0sek. KONUR: 200 metra hlaup: Erna Guðmundsdóttir KR 25,7 sek. 800 metra hlaup: Lilja Guðmundsdóttir ÍR 2:45,5 mfn. 100 metra grindahlaup: Erna Guðmundsdóttir KR 16,8 sek. Spjótkast: Arndís Björnsdóttir UBK 33,76 metrar Kúluvarp: Katrín B. Vilhjálmsdóttir HSK 10,43 metrar. Meistaramótinu verður svo fram haldið á Laugardalsvell- inum f kvöld. Hefst keppni ki. 19.00 og verður þá keppt í 110 metra grindahlaupi, sleggjukasti og stangarstökki karla og lang- stökki kvenna. Kl. 19.10 hefst keppni í 100 metra hlaupi karla, kl. 19.30 keppni í 100 metra hlaupi kvenna, kl. 19.45 keppni i 400 metra hlaupi kvenna, kl. 19.50 í kringlukasti karla, kl. 20.00 í þrfstökki og 400 metra hlaupi, kl. 20.15 í 1500 metra hlaupi karla, kl. 20.35 f 1500 metra hlaupi kvenna, kl. 20.45 fara fram úrslit Í100 metra hlaupi kvenna, kl. 20.55 úrslit í 100 metra hlaupi karla, og kringlukast kvenna, 4x400 metra boðhlaup karla hefst kl. 21.20 og 4x400 metra boðhlaup kvenna hefst kl. 21.30 og er það jafnframt síðasta keppnisgrein kvöldsins. Sovétmaðurinn Kiba vakti athygli á meistaramótinu f frjálsum fþrótt- um f gærkvöldi fyrir frammistöðu sfna f hástökki. (ljósm. Mbl. Friðþjófur). Víkingur ÍAogFH — unnu leiki sína í bikarkeppninni EINS og við mátti búast unnu 1. deildarliðin Akranes, Vfkingur og FH leiki sfna I 16-liða úrslitum bikarkeppn- innar f gærkvöldi. Mótherjar iiðanna komust þó allir vel frá sfnu, en þeir voru Armann, Þór, Þorlákshöfn og Ung- mennaféiag Grindavfkur. Einum leik varð að fresta vegna veðurs, það var Þróttur frá Neskaupstað, sem komst ekki til leiks síns við IBV f Eyjum. Á Akranesi léku heimamenn gegn Ármenningum og var þar um fjörlegan leik að ræða, þar sem 1. deildarliðið var allan timann heldur sterkari aðilinn f leiknum. Urslitin urðu 3:1 og voru öll mörk Ieiksins sérlega falleg. Skoraði Árni Sveinsson fyrsta markið eftir fyrirgjöf Matthfasar, en fyrir leikhlé tókst Viggó Sigurðssyni að jafna með hörkuskoti f sam- skeytin eftir aukaspyrnu. I síðari hálfleiknum tóku Akur- nesingar svo fljótlega for- ystuna með marki Bomma þeirra Akurnesinga, Árna Sveinssonar. Síðasta mark leiksins skoraði svo Hörðuf Jóhannesson eftir undir- búning Karls, eins og við annað mark liðsins f leiknum. I lið IA vantaði nokkra af sterkustu leikmönnum liðsins að þessu sinni, þá Jón Gunn- laugsson, Jóhannes Guðjóns- son, Teit Þórðarson og Davfð Kristjánsson markvörð. Jón Alfreðsson er hins vegar búinn að ná sér eftir meiðslin og lék hann þennan leik mjög vel. Á Selfossi léku Þór frá Þorlákshöfn og Víkingar ög unnu Víkingarnir 2:0, en þeim tókst ekki að skora fyrr en 24 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Það var Óskar Tómasson sem skoraði eftir mistök Þórs. Eftir það tóku Víkingar leikinn í sínar hend- ur, en fram að þeim tíma hafði liðinu ekki tekist að brjóta niður baráttugleði Þorlákshafnarbúa. Gunnar örn Kristjánsson skoraði svo seinna markið f leiknum með góðu skoti frá vftateigslínu. ■ Þriðji leikurinn í gærkvöldi fór svo fram f Grindavík og mættu heimamenn liði FH- inga. Sigruðu Hafnfirðingar 3:0 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi, 0:0. Sigur FH-inga var verðskuldaður, en þó hafði liðið ekki eins mikla yfirburði og búast hefði mátt við. Voru mörk liðsins t.d. heldur til- viljanakennd, nema mark Ólafs Danfvalssonar sem hann skoraði eftir skemmtilegan einleik. Heimamenn voru ánægðir með frammistöðu sinna manna og einkum þá með Sigurgeir Guðjónsson og Kristin Jóhannsson, sem gáfu 1. deildarleikmönnunum ekkert eftir. A föstudaginn fór einn leikur fram í 16-liða úr- slitunum, IBK og IBI léku í Keflavík. Sigruðu heimamenn 3:0 og skoruðu þeir Ólafur Júlíusson, Friðrik Ragnarsson og Einar Gunnarsson. I leikn- um misnotaði Steinar Jóhanns- son vítaspyrnu. Beztu menn liðanna voru þeir Astráður Gunnarsson og Ólafur Júlfus- son í liði IBK, en bræðurnir Þórður og Guðmundur Ólafs- synir í liði IBI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.