Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 196. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 30. ÁGtJST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vasco Goncalves sparkað Algert skipbrot kommúnista? Jose Pinheiro de Azevedo tekur við __ Henry Kissinger utanrfkis- ráðherra Bandarfkjanna og Sadat Egyptalandsforseti gera að gamni sfnu á biaða- mannafundi f fyrradag. Þeir félagar brosa ekki af ástæðulausu, því að nú getur fátt komið í vegfyrir að sam- komulag tsraela og Egypta verði undirritað strax eftir helgi og þar með stigið mikilvægt skref f átt til varanlegs friðar. Lissabon 29. ágúst AP — Reuter. FRANSISCO Costa Gomes forseti Portúgals skýrði frá þvf seint í kvöld, að Vasco Concalves hefði verið vikiðúr embætti forsætisráðherra og að við embættinu hefði tekið Jose Pinheiro de Azevedo flotaforingi og yfir- maður sjðhers landsins. Azevedo flotaforingi er einn af 9 hægfara herforingjum, sem hafa barizt gegn ftökum kommúnista f stjórn landsins og þá einkum Goncalves. Hefur Goncalves nú verið gerður að varnarmálaráð- herra og yfirmanni hersins, en Costa Gomes forseti hefur fram til þessa gegnt þeirri stöðu. Akvörðunin um þetta var tekin f kvöld eftir langa fundi bylting- arráðs hersins. Þá var einnig frá því skýrt, að 240 manna þing her- foringja myndi koma saman til fundar nk. föstudag til þess að endurskipuleggja byltingarráðið. Fyrrnefndir 9 herforingjar voru reknir úr ráðinu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa birt yfirlýs- ingu, sem gagnrýndi Goncalves forsætisráðherra harðlega. Blöð í Portúgal birtu í morgun fréttir um að breytingin, sem nú hefur verið gerð á stjörn landsins, væri í vændum og að hún myndi hafa í för með sér að kommúnist- um innan hersins yrði ýtt til hlið- ar og að tilraun þeirra til að ná völdum f landinu væri farin, út um þúfur. Skýrir þetta nokkuð viðbrögð jafnaðarmanna við ör- væntingarfullri tillögu Cunhals leiðtoga kommúnistaflokksins, er hann öllum á óvart hvatti á blaða- nú hafa beðið algert skipbrot í portúgölskum stjórnmálum. Stöðug fundahöld herforingj- anna undanfarna daga voru m.a. til komin vegna yfirlýsingar Charais hershöfðingja, yfirmanns hersins í miðhéruðum landsins, um að hann muni ekki hika við að beita valsi til að kveða niður sér- hverja tilraun til að koma á ein- ræði í landinu. Charais er einn úr hópi hershöfðingjanna 9 sem berjast gegn áhrifum kommún- ista innan ríkisstjórnarinnar. Samkomulagið undirritað á mánudag eða þriðjudag mannafundi í dag til viðræðna kommúnista, jafnaðarmanna og herforingjanna 9 til að reyna' að mynda nýja stjórn til að afstýra yfirvofandi borgarastyrjöld. Tals- maður jafnaðarmanna sagði: „Þessi tillaga kommúnista kemui á óvart og við skiljum ekki tilgang hennar.“ Virðast því kommúnistar Kaupmannahöfn 29. ágúst, einkaskéyti til Mbi. frá Jörgen Harboe. EKKERT lá í kvöld fyrir um við- ræður jafnaðarmannstjórnar Danmerkur við stjórnarandstöðu- flokkinn Vinstri um stuðning hans við tillögur rfkisstjórnar- innar um aðgerðir til að hleypa nýju blóói f efnahagslff landsins Jerúsalem og Kaíró 29. ágúst. AP — Reuter — NTB. HENRV Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna skýrði frá þvf f Jerúsalem f kvöld, að Egypt- ar og lsraelar myndu nú strax eftir helgina undirrita til bráða- birgða nýtt samkomulag, mikil- vægt skref f áttina til varanlegs friðar f Miðausturlöndum. Kiss- og auka atvinnu. Rfkisstjórnin hefur lagt til að virðisauka- skattur á neyzluvörum verði Iækkaður úr 15% f 9H%, svo og ýmsar aðrar hliðarráðstafanir, sem myndu hafa f för með sér að kaupgeta almennings myndi auk- ast um 3 milljarða danskra króna. Framhald á bls. 16 inger skýrði frá þessu eftir tæpra 9 klst. fund með samninganefnd tsraels. Hann sagði að samkomu- lagið yrði sfðan endanlega undir- ritað seint f næstu viku, er Banda- rfkjaþing hefði fjallað um heim- ild fyrir Bandaríkin að láta bandaríska tæknimenn manna viðvörunarstöð í Sinaieyðimörk- inni. Af þessu virðist ljóst,’ að friðarumleitanir bandarfska utanrfkisráðherrans hafi loks borið árangur. Samkomulag þetta mun fela í sér umfangsmikinn brottflutning ísraelshers úr Sinaieyðimörkinni, m.a. láta Israelar af hendi fjalla- skörðin Mitla og Gidi og olíulind- irnar Abu Rudeis. Ekki liggur á þessu stigi máls- ins nákvæmlega fyrir hvað Israel- ar fá í staðinn, en talið er víst að israelskum skipum verði m.a. leyfðar frjálsar siglingar um Súezskurð. Kissinger sagði við fréttamenn, að hann væri mjög bjartsýnn á að samkomulagið væri nú brátt í höfn, en sagði að það væri ekki enn alveg tilbúið til undirritunar. Allon, utanrikisráð- I herra Israels, sagði I sjónvarps- viðtali í dag, að Israelar myndu undirrita samkomulagið nú alveg næstu daga, ef ekkert óvænt kæmi upp á teninginn, en ráð- herrann kvaðst ekki eiga von á að neitt slfkt kæmi upp. Það vakti hins vegar nokkra athygli síðdeg- is í dag, er talsmaður Sadats Egyptalandsforseta sagði við fréttamenn, að fólk mætti ekki ganga út frá því sem vísu, að þegar hefði verið gengið frá sam- komulagi. Hvort samkomulagið yrði undirritað myndi ekki liggja fyrir fyrr en á morgun, laugar- dag, er Kissinger kæmi frá Israel með síðustu samningsdrög ísraela. Er talsmaðurinn var spurður hvort einhver snurða hefði hlaupið á þráðinn svaraði hann: „Nei, síður en svo.“ Frétta- menn telja að með þessum um- mælum hafi Sadat forseti aðeins viljað tryggja sig ef svo ólíklega vildi til að eitthvað kæmi upp á en Egyptar hafa fram til þessa verið miklu jákvæðari og bjartsýnni en ísraelar um að samkomulag væri í nánd. Er einnig talið að Sadat hafi með þessu viljað þrýsta svolftið á Kissinger um að koma frá Israel með samningsuppkast, sem Egyptar endanlega gætu sætt sig við og einnig að fullvissa hinar Framhald á bls. 16 Eim eitt vopna- hlé í Angóla Þungur róður hjá Anker Jörgensen Forseta Perú steypt Bermudaz tekur við Lima, Perú, 29. ágúst. AP — Reuter. JUAN Velasco Alvarado, forseta Perú, var steypt af stóli f dag af herforingjum f her Iandsins og var byltingin gerð án blóðsúthell- inga. Moreales Bermudez forsæt- isráðherra tók við forsetaembætt- inu. Fregnir frá Pcrú hermdu, að Alvarado væri haldið f stofu- fangelsi f forsetahöllinni. 1 tilkynningu byltingarmanna, sem lesin var f sjónvarpi og útvarpi, var Alvarado sakaður um að hafa stofnað til persónudýrkunar á sjálfum sér og hafa misst sam- band við byltingartilfinningar fólksins f landinu. I þessum fjöl- miðlum var einnig sagt, að herinn og landsmenn styddu hinn nýja forseta. Moreales hershöfðingi, hinn nýi forseti, er 53 ára að aldri og var skipaður forsætisráðherra sl. febrúar. Hann er talinn hæg- fara f hópi vinstri sinnaðra her- foringja, sem hrifsuðu til sfn völd Framhald á bls. 16 Lissabon 29. águst AP — Reuter. STJÓRN Portúgals nam í dag til bráðabirgða úr gildi áætlunina um sjálfstæði portúgölsku ný- lendunnar Angóla, en nýlendan átti að hljóta sjálfstæði 11. nóvember nk. Þá hermdu fregnir f Lissabon einnig, að leiðtogar frelsishreyfinganna tveggja f Angóla, Mpla og Unita, sem átt hafa f blóðugum bardögum undanfarnar vikur, hcfðu sctið á ieynifundum í Lissabon undan- farið og f dag komizt að samkomu- lagi um vopnahlé. Munu þeir m.a. hafa fallizt á vopnahléið til að gefa Portúgalsstjórn tækifæri til að flytja á brott með aðstoð Bandarfkjanna þá 300 þúsund hvíta flóttamenn f Angóla, sem bfða eftir að komast úr landi. Stjórnmálafréttaritarar segja að erfitt sé að spá um hvort þetta vopnahlé haldist þvi að sjö sinn- um hafi verið samið um vopnahlé frá því að sjálfstæðissamkomulag- ið var gert í janúar, að þau jafnan verði rofin nokkrum dögum síðar. Karpov tapaði Mílanó. 29. ágúst AP SÆNSKI stórmeistarinn Ulf Anderson sigraði i dag Karpov, heimsmeistara i skák, í biðskák þeirra úr 8. umferð stórmeistara- mótsins í Milanó. Er þetta fyrsti ósigur Karpovs frá þvi að hann varð heimsmeistari. Anderson var í sókn alla skákina. Karpov held- ur þó enn forystunni á mótinu ásamt Smeikal og Portisch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.