Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 30. AGUST 1975 hámarki Fást hrein úrslit í Islandsmótinu 1 knattspyrnu um helgina eða þarf aukaleiki fram eftir hausti? ISLANDSMÓTIÐ f knaftspyrnu hefur oft verid spennandi og að þessu sinni er spennan f hámarki þegar sfðasta umferð 1. deiidar- innar hefst f dag. Tvö lið berjast um Islandsmeistaratitilinn og tvö eru f baráttunni á botninum Hin liðin fjögur hafa ekki að eins miklu að keppa, nema hvað Valur og Kefiavfk eiga möguleika á að komast í Evrópukeppni. Skagamenn og Framarar eru með jafn mörg stig eða 17 og þessi lið leika bæði erfiða leiki um helgina. Mótherjar toppliðanna, Valur og Fram, eru sennilega álíka sterk og Skagamenn græða að sjálfsögðu á því að leikur þeirra við IBK fer fram á heima- velli. Framarar eru hins vegar heppnari að því leytinu til að þeir mæta Val ekki fyrr en á sunnu- daginn og vita því úrslitin í hin- um toppleiknum áður en þeir ganga á hólminn. Leikur IA og IBK á Skaganum klukkan 16 og verða Keflvfkingar án sfn sterkasta manns í leiknum, því Einar Gunnarsson var dæmd- ur í eins leiks bann á fundi aga- nefndar f fyrradag þar sem hon- um hafði verið vfsað af leikvelli í leiknum gegn IBV um síðustu helgi. Sömuleiðis verður Skaga- liðið án eins af lykilmönnum sín- um, Teits Þórðarsonar sém er einn markahæsti leikmaður Is- landsmótsins. Honum var vísað af velli í leik Vals og IA á miðviku- daginn f bikarkeppnínni fyrir gróft brot og var sömuleiðis dæmdur í eins leiks bann. Flestir hallast að sigri Skagamanna í leiknum, en enginn skyldi þó af- skrifa Keflvíkingana fyrirfram. Fyrri leik liðanna í mótinu lauk með 2:1 sigri ÍA. KR-ingar hafa að miklu að keppa í feiknum i dag og sömu- Ieiðis þjálfari þeirra og landsliðs- ins, Tony Knapp. Fari svo að KR tapi leiknum f dag gegn IBV eða geri jafntefli, þá lendir liðið í neðsta sæti 1. deildarinnar og verður að leika aukaleik við Þrótt um viðbótarsætið í deildinni. Auk þess er svo einnig líklegt að KR- ingar setji fjötur á Knapp og meini honum að fara með lands- liðinu í keppnisferðina miklu, sem hefst á mánudaginn. Hafa forráðamenn KR sagt að þeir hafi ekki áhuga á að leika í 2. deild næsta ár og það hafi ekki verið meiningin er þeir réðu Knapp hingað til lands að hann hefði KR-liðið í hjáverkum. Verði Knapp því að gjöra svo vel að sitja heima og undirbúa KR-liðið fyrir aukaleikinn fari svo illa að KR tapi i dag. Knattspyrnusambandið ber heldur ekki á móti því að KR eigi að vera númer 1 hjá Knapp, en eins og Ellert Schram formað- ur KSl sagði á blaðamannafundi í víkunni, þá vonast hann til að málin leysist á friðsamlegan hátt. Hvað svo sem hann átti við með því. Vestmanneyingar verða án hins hávaxna miðvarðar síns, Frið- finns Finnbogasonar, í dag vegna leikbanns. Er þar sannarlega skarð fyrir skildi því ekki er um sérlega auðugan garð að gresja á varamannabekk IBV-Iiðsins. Eyjamenn vita þó hve mikilvægur SOVÉTMENN sigruðu Norðmenn með 3 mörkum gegn 1 í landsleik þjóðanna í knattspyrnu sem fram fór f Ósló í fyrrakvöld. Leikur þessi var liður f undankeppni Olympfuleikanna, en sem kunn- ugt er leikur Island í riðli með þessum þjóðum. Eftir sigur Sovét- manna í fyrrakvöld má segja að þeir séu búnir að tryggja sér farseðil til Montreal, en þeir eiga bronsverðlaun að verja — urðu í þriðja sæti á leikunum í Miinchen 1972. Sovétmenn höfðu mikla yfir- burði í leiknum í Ösló í fyrra- leikurinn f dag er og munu án efa berjast til þrautar. KR-ingar vita sömuleiðis um alvöru leiksins og ætti leikurinn að geta orðið skemmtilegur, þar sem bæði þessi lið geta leikið betur en stigatala þeirra segir til um. Leikur KR og IBV í dag hefst klukkan 17 og fer fram í Laugar- dalnum. FH og Víkingur leika f Kaplakrika í dag og byrjar bar- átta þeirra klukkan 17. Sá leikur hefur litla þýðingu fyrir liðin, nema hvað aukinn stigafjöldi er alltaf kærkominn. Á morgun berjast svo Reykja- víkurliðin Fram og Valur og er þar um þýðingarmikinn leik að ræða, sem bæði getur skorið úr um það hvaða lið verður Islands- meistari og hvaða lið tekur þátt í UEFA-keppninni. Ueikurinn hefst klukkan 19 í Laugardalnum og verður án efa skemmtilegur þar sem mikið er í húfi fyrir Framara, og Valsmenn hafa sett sér að sigra bæði toppliðin. Um síðustu helgi mörðu þeir ÍA 1:0 í deildinni á Laugardalsvellinum, spurningin er hvað gerist á sama stað á morgun. kvöld og markamunurinn hefði jafnvel átt að vera meiri. Vladimir Sakharov skoraði fyrsta mark leiksins þegar á 5. mfnútu og á 6. mínútu bætti Fedrov öðru marki við. Helgi Skuseth skoraði fyrir Noreg á 13. mínútu og í byrjun síðari hálfleiks skoraði Sakharov annað mark sitt í leikn- um, eftir mjög skemmtilega sókn- arlotu sovézka liðsins. Staðan í riðlinum eftir leikinn í fyrrakvöld er þessi: Sovétríkin 2 2 0 0 5—1 4 Noregur 3 111 5—6 3 Island 3 0 1 2 3—6 1 Sovétmenn unnu Norðmenn 3:1 Erlendur náði Oiynpulágmarkinu ERLENDUR Valdimarsson tryggði sér farseðil á Olympíuleikana í Montreal f gærkvöldi er hann kastaði kringlunni 59,00 metra á kastmóti SR sem fram fór á Laugardalsvellinum. Olympíulágmarkið í þessari grein er 57,50 metrar, þannig að Erlendur kastaði 1,50 metrum lengra. 1 keppninni f gærkvöldi náði Erlendur öðru kasti sem var lengra en Olympíulágmarkið, eða 58,00 metra. — Ég vona að það takist að kasta kringlunni yfir 60 metra markið f haust sagði Erlendur f viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist vera fremur óánægður með sumarið hjá sér, enda hefðu meiðsli háð honum verulega, einkum við undirbúning keppnistfma- bilsins. — En ég vonast til þess að geta hert á æfingum f vetur og verða f góðu formi næsta sumar, sagði hann. 1 keppninni f gærkvöldi náðu þeir Óskar Jakobsson og Guðni Halldórs- son sfnu bezta f kringlukasti. Óskar kastaði 52,72 metra og varð annar í keppninni og Guðni kastaði 51,92 metra. Fjórði keppandinn var Helgi Þór Helgason, IR, og kastaði hann 37,38 metra. SR gekkst fyrir móti f kúiuvarpi s.l. miðvikudag og þá varpaði Hreinn Halldórsson 18,69 metra og Stefán Hallgrímsson 14,55 metra. Þriðja kastmót SR verður svo á melavellinum f dag og hefst það kl. 15,00. Keppt verður í tveimur greinum: Kúluvarpi og lóðkasti. Erlendur Valdimarsson f félags- skap með sovézka Olympíumeist- aranum Bondartschuk. Sigurdur Albertsson Þorbjörn Kjærbo Þórhallur Hólmgeirsson Til vara: Pétur Antonsson Hólmgeir Guðmundsson fyrirliði Þorgeir Þorsteinsson Sveit Keilis: Ágúst Svavarsson Atli Aðalsteinsson Hálfdan Þ. Karlsson Júlfus R. Júlfusson Magnús Birgisson Magnús Halldórsson Sigurður Thorarensen Sigurjón Gfslason Til vara: Sigurður Iléðinsson Eirfkur Smith fyrirliði Sigurður Héðinsson Sveit Nesklúbbsins: Gfsli Arnason Hannes Þorsteinsson Jóhann ó. Guðmundsson Pétur Björnsson Jóhann Reynisson Kjartan L. Páisson Loftur ólafsson Tómas Holton Til vara: Helgi Jakobsson Sverrir Einarsson fyrirliði Pétur Björnsson Leikinn er 18 holu höggleikur án forgjafar og gildir samanlagður árangur 6 beztu keppenda f hverri sveit til úrslita A ðmírálskeppnin Áður hefur verið sagt frá fyrirkomulagi í hinni árlegu Aðmfrálskeppni, sem fram fer f dag á Hólmsvelli f Leiru. Þetta mun vera eina golfmótið, sem sveit frá varnarliðinu tekur þátt f. Þvf miður mæta Akureyringar ekki, sem áttu sterka sveit á landsmótinu og Akurnesingar munu hafa forfallazt. En ákveðið hefur verið hvernig sveitir Golf- klúbbs Reykjavfkur, Nesklúbbsins, Keilis og Golfklúbbs Suðurnesja verða skipaðar og er það sem hér segir: Sveit G.R.: Einar Guðnason Eiríkur Jónsson Geir Svansson Gunnlaugur Ragnarson Óskar Sæmundsson óttar Yngvason Ragnar ólafsson Svan Friðgeirsson Til vara: Hans Isebarn Atli Arason fyrirliði Haukur Guðmundsson Sveit G.S. Hallur Þórmundsson Jóhann Benediktsson Jóhann Jósefsson Jóhann R. Kjærbo Marteinn Guðnason I gærkvöldi léku svo Fylkir og KA á Áskógsströndinni og þar mun Stjarnan mæta norðan- mönnum í dag. Fimleika- námskeið Fimleikasamband Islands gengst fyrir fimleikanámskeiðum nú í byrjun september í fþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Dagana 5.—11. september verður nám- skeið 1 fimleikastiganum fyrir pilta og stúlkur og er ætlunin að kenna þeim saman á tímanum 18—19.30. Jafnframt verður nám- skeið fyrir karlþjálfara og dómara og er áætlað að fara yfir öll 12 þrepin og hljóta þeir dómararéttindi sem sækja nám- skeiðið vel. Aðalkennarar verða þau Þórir Kjartansson og Hlfn Árnadóttir. Þá gengst Fimleikasambandið fyrir námskeiði f jassleikfimi, einnig i íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og mun Monica Beckmann annast kennslu á því námskeiði. Hún mun einnig sjá um námskeið fyrir íþrótta- kennara. Upplýsingar Um þessi námskeið og innritun fer fram á skrifstofu FSÍ og ÍSl í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sfmi 83377. Spennan í EINS OG skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu urðu þrjú lið efst og jöfn í öðrum úrslitariðlinum í 3. deildar keppninni í knatt- spyrnu og urðu því að leika að nýju um réttinn til þess að mæta Akureyrarliðinu Þór í úrslitaleik. Þessi þrjú lið eru Fylkir úr Reykjavík, Stjarnan úr Garða- hreppi og KA frá Akureyri. Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni þessara liða fór fram f fyrrakvöld á Melavellinum og lauk leiknum með sigri Fylkis 2:0. Skoruðu þeir Ólafur Brynjólfsson og Jón Sig- urðsson mörk Fylkis. Nokkur kaflaskipti voru í leik þessum. Fylkir var mun betri að- ilinn í fyrri hálfleiknum og átti þá nokkur góð tækifæri sem nýttust illa, en Stjarnan var svo betri í seinni hálfleik, en hafði ekki heppnina með sér uppi við mark Fylkismanna. Ur leik Stjörnunnar og Fylkis f fyrrakvöld. Fylkir vann Stjörnuna 2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.