Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. AGUST 1975 25 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Til umhugsunar Borizt hefur bréf frá starfs- fólki í Reykjadalsskóla f Mos- fellssveit: „Herra Velvakandi. I sumar fór starfsfólk i Reykja- dal, barnaheimili lamaöra og fatlaðra, með börnin, sem þar dvöldust, i bió. Var eins og verið væri að koma með börn frá öðrum hnetti, þvi að flestir bíógestir sneru sér við og störðu furðu lostnir. Við höfum mikið hugsað um á hvað þeir hafi verið að stara, þvi að þessi börn lita alveg eins út og þau, sem heilbrigð teljast, að öðru leyti en því að þau eru i hjólastólum, spelkum, nota hækjustafi, gleraugu og heyrnar- tæki. Til er fólk með mannlegan skilning og aðalástæðan fyrir því að við skrifum þessar linur er að við viljum biðja þig um að koma á framfæri innilegu þakklæti til forstjóra og starfsfólks Gamla biós fyrir alúðlega framkomu og vinsemd í garð barnanna og okkar. 24. ágúst 1975, Starfsfólk f Reykjadal.“ £ Engin deyfing Móðir biður fyrir eftirvar- andi: „Nú langar mig til að kvarta yfir harkalegri meðferð á syni mínum. Þannig var, að við þurft- um að fara á Slysavarðstofuna til þess að láta gera að fingurmeini, sem hann hafði. Nöglin á fingrinum var brotin. Stúlka reif þær umbúðir, sem fyrir voru, svo harkalega af, að nöglin rifnaði og byrjaði að blæða. Stúlkan spurði lækninn hvort nokkuð ætti að deyfa. „Nei, Nei“, svaraði hann og kiptti nöglinni af. Var það mjög sárt að sögn sonar mins, seir langaði til að æpa af kvölum. Mig langar til að þessu verði svarað: Heldur þetta fólk að börn hafi engar tilfinningar? Móðir.“ 0 Stympingar í blaðaafgreiðslu Björn Matthfasson, Þinghólsbraut 50, Kópavogi, skrifar: „Velvakandlgóður. Ég kem þessum línum til þín til að koma aðvörun á framfæri til foreldra, er eiga börn, sem selja Vísi. Sjálfur á ég tvo drengi, 8 og 9 ára, sem stundum vilja vinna sér inn vasapeninga með þvi að selja blöð einn og einn eftirmið- dag. við hverju höfðu þér búist? Lislrænu meislarastykki eða hvað? Þér sem ég fæ prósentur af miðasölunni hef ég áhuga á þvl að myndarinnar verði getið eins víða og hægt er og það helst aftur á hóti f hendur við að við færum ikkur í nyt þetta frábæra tæki- færi. David barði harkalega að dyr- um! — Ég verð að kveðja núna. Við sjáumst þá klukkan fimm. Munið að taka með yður samning- inn. Svo heyrðist hratt fótatak og d.vrunum var svipt upp. — Ja, það var kominn tlmi til að þér fynduð mig! var kveðja Gibbons. David horfðist rólegur f augu við hans. Hörundslitur Gibbons var gulleitur — annað hvort léif- ar af sól sumarsins eða ytri merki um slæma lifur. Hann hafði reglulega andlitsdrætti, áberandi fallegar tennur og svart hár. — Viljið þér ekki koma inn fyrir? Gibbon Ieit varla við lögregluskilti Davids. Hann þreif fram stól og bauð honum sæti. — Hvað get ég svo verið yður hjálplegur með, Link rann- sóknarlögreglumaður? Það hefur reynzt blátt áfram hættulegt að senda þá eftir blöðum á afgreiðslu Vísis. Þar virðist ríkja alger skálmöld, þar sem eldri strákar berja þá minni, án þess að blaðaafgreiðslumenn skipti sér hið minnsta af. Drengjum er hent út úr biðröðum, þeir barðir og skaddað- ir, peningum rænt af þeim og stundum hafa þeir komið rifnir og blóðugir heim. Auk þess er mikið gert af því að spila hark, meðan beðið er eftir blöðum, þannig að þarna fær margur drengurinn sína fyrstu tilsögn i fjárhættuspili. Ég hef sjálfur hringt í blað- stjórn Vísis og nefnt þetta þar, en þar er mér sagt, að þeir Vísis- menn hvorki vilji né geti gert nokkuð í málinu. Aftur á móti var það svo, er ég var strákur og seldi Vísi á götunum, að góður agi ríkti á afgreiðslunni, enda varð þolin- mæðin hjá okkur strákunum að vera mikil, þar sem í þá daga afkastaði prentsmiðjan ekki nema 200 blöðum á tímann. Munurinn þá og nú liggur I því, að þá héldu afgreiðslumenn uppi aga og höfðu fastar reglur um röð afgreiðslu, sem ekki virðist nú fyrir hendi. Eru það því eindregin tilmæli mín til foreldra, að þeir sendi ekki krakka sina um sinn að selja Vísi, þar til þeir á Vísi hafa komið sinum málum í betra horf i þessu efni. Með þökk, Björn Matthíasson." Við höfðum samband við Öskar Karlsson afgreiðslustjóra Visis og bárum undir hann efni bréfsins. Hann sagði: „Ég býst við að hér á afgreiðslu Vísis séu stympingar eins og annars staðar, þar sem börn eru í biðröðum, en ég veit ekki til þess að börn hafi farið héðan barin eða marin. Við reynum að halda uppi aga eftir því sem hægt er. Viðkom- andi harki, þá veit ég ekki til þess að það sé okkar hlutverk að skipta okkur af því. Ég minnist þess, að það var harkað þegar ég var að selja Vísi sem strákur. Er ég þó orðinn fertugur, en hef ekki enn orðið var við, að þetta hafi orðið upphaf að neinu fjárhættuspili. Þegar samankomin eru 3—400 börn I hópi, má búast við pústrum eins og gerist t.d. við barnaskól- ana á hverjum einasta degi,“ sagði Öskar að lokum. Það, að einstaklingar skuli jafn- vel leggja á sig að þola likams- meiðingar við að dreifa boðskap Visis til fjöldans, ber fagurri hugsjón vitni.“ 0 Ekki æfinga- svæði slökkvi- liðsins á Reykja- víkurflugvelli Gunnar Sigurðsson skrifar: „I dálkum þinum s.l. laugardag birtist klausa varðandi umgengni slökkviliðsins á Reykjavikurflug- velli um æfingasvæði þess, undir- rituð „Hliðabúi". Ummæli þessi virðast að veru- legu leyti byggð á misskilningi. Svæði það, sem bréfritari til- greinir „um 300 metra frá stór- hóteli Loftleiða" er ekki lengur æfingasvæði slökkviliðsins og hefur ekki verið það um nokkurn tima, auk þess sem útlit svæðisins gefur ekki tilefni til þeirra full- yrðinga, sem bréfritari lætur sér um munn fara. Reykjavikurflugvelli, 26, ágúst 1975, Gunnar Sigurðsson." HOGNI HREKKVISI Hvernig á ég að geta æft mig? Messur á morgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Garðar • Svavarsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Messa í Breiðhoitsskóla kl. 11 árd. Séra Lárus Halldórsson. HÁTEIGSKIRKJA Lesmessa kl. 10 árd. Séra Arngrimur Jónsson. Messa kl. 11 árd. Séra Jón Þorvarðsson. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS LANDAKOTI Lágmessa kl. 8 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. LANGHOLTSPRESTAKALL Messa kl. 11 árd. Séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. BUSTAÐAKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúlason. NESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra örn Friðriksson, annar umsækjenda um prestakallið, prédikar. Guðsþjónustunni verður útvarpað á bylgjulengd kH2 eða 212 metrum. Sóknar- nefndin. FÍLADELFlA Almenn guðs- þjónusta kl. 8 síðd. Einar Gísla- son. * Arbæjarprestakall Messa í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þor- steinsson. hjAlpræðisherinn ki 11 árd. helgunarsamkoma. Kl. 4 síðd. útisamkoma og kl. 8.30 síðd. hjálpræðissamkoma. Capt. Daniel Óskarsson. KIRKJA ÓHAÐA SAFNAÐ ARINS Messa kl. 2 siðd. Séra Emil Björnsson. HALLGRlMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. asprestakall Messa á Norðurbrún 1 klukkan 11 árd. Séra Grímur Grimsson. GRENSASPRESTAKALL Messa í safnaðarheimilinu kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. KÓPAVOGSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Prestur séra Þorbergur Kristjánsson. — Ferming. Fermingarbarn: Guðlaug Dis Þórðardóttir, Merkurgötu 3. Séra Garðar Þorsteinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. KEFLAVÍKURKIRKJA Messa kl. 10.30 árd. Séra Ólaf- ur Oddur Jónsson. INNRI- NJARÐVlKURKIRKJA MeSsa kl. 3 síðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. IIVALSNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Guðmundur Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA Messa kl. 10.30 árd. — Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Séra Magnús Guðjónsson prédikar. Sóknar- prestur. Fjölmargar tegundir af blá- klukkum, aðallega tvíærum og fjölærum, eru ræktaðar I görð- um hér á landi og verðuf getið hér fárra einna. SUMARKLUKKA (camp. medium) er tviær og talin með þeim allra glæsilegustu. Blóm- in eru ýmist hvít, blá eða rós- rauð, stórar klukkur sem sitja þétt á 50—70 sm háum stöngli. Sumarklukka er oft sett i blóm- laukabeð og tekur þá við að blómstra eftir að laukblómin eru fallin. HÖFUÐKLUKKA (camp. glomerata) er fjölær. Blómin sem eru dökkfjólublá og lit- sterk sitja í þéttum kolli á enda stöngulsins sem er 40—50 sm hár. Höfuðklukka er mjög skrautleg i blómi og talsvert áberandi, en varast skal að gefa henni of lausan tauminn því hún fjölgar sér allört með neðanjarðarrenglum. Er því gott ráð að skera frá henni alla aukasprota og snyrta vel á hverju vori. FAGURKLUKKA (eamp. persicifolia) ber nafn með rentu. Hún mætti gjarnan sjást víðar í görðum en raun er á þvi mörg afbrigði hennar þrifast hér vel. Hæðin er nokkuð breytileg, 40—70 sm. Er hún til bæði hvit og blá og blómin all- stórar klukkur sem opna sig vel. Islenzka bláklukkan (camp. rotundifolia) er afbragðs stein- hæðarplanta og fer þar saman fegurð og harðfengi. Hún má teljast einkennisjurt fyrir Austurland og skreytir þar marga brekku og barð. Ekki er hún siðri á Skeiðarársandi þegar hún á góðviðrisdögum kinkar kolli til Öræfajökuls. ísl. bláklukkan mun jafnan vera nálægt 20 sm há, leggirnir eru uppsveigðir og greinóttir og ber hún mörg blóm á hverri grein. Til er hvítt afbrigði af ísl. bláklukkunni og er vitað um það a.m.k. á einum stað á Austfjörðum. Islenzka bláklukkan sómir sér vel hvar sem hún er og á skilinn heiðursesess I hverjum garði. HL/AB BLAKLUKKUR (Campanula) Blðm vlkunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.