Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975 13 á Lækjartorgi útihljómleikum, því að í sumar, — mjög fljótlega eftir að hljómsveitin varð til, — hélt Paradís útihljómleika á túninu við sundlaugina á Akureyri. Safnaðist þar saman stór hópur fólks og lukkuðust þeir hljómleikar vel að sögn Péturs Kristjáns- sonar. Þá er komin á markaðinn tveggja laga plata með Para- dís. Annað lagið er erlent, „Superman", en hitt er eftir píanóleikara hljómsveitar- innar, Pétur „kaftein" Kristjánsson, og heitir „Just Half Of You". Hljómsveitin gefur plötuna sjálf út og nýt- ur aðstoðar Jóns Ólafssonar, þess sama og yfirgaf Demant fyrr í sumar. ngur í Brimkló usson annar gítarleikari? Rúnar Júlíusson verði gitar- leikari í nýrri Brimkló en Rún- ar er glettilega sleipur gítar- leikari. Af öðrum vígstöðvum er það títt, að Guðmundur Haukur Jónsson, fyrrum söngvari Roof Tops, ætlar að byrja aftur að spila og hefur hann þegar fengið í iið með sér þá Atla Jónsson, bassista úr Borgís, og Harald Haralds- son, sem í eina tíð var trommuleikari með Acro- polis. Sú hljómsveit hefur enn ekki hafið æfingar, en það ætti'að geta orðið áður en langt úm líður. Rúnar Júlfusson. Teikninguna gerði Jens Kristján Guðmundsson. búast má við Brimkló endur- reistri í byrjun október. Þá hefur flogið fyrir, að arinnar, þegar Stuttslðan hitti hann á Selfossi um sið- ustu helgi. — Ég reikna frek- ar með að við spilum ekkert I vetur, en hvað síðan verður veit ég ekki. Við erum þó ekki alveg dauðir úr öllum æðum, þvl að við erum rétt að byrja að vinna ýmislegt frumsamið efni, sem okkur langar jafnvel að setja á plötu Brezkur plötusnúður á Óðali? NÝTT diskótek verður opnað i Reykjavík áður en langt um Ifður, þar sem veitingahúsið Óðal var til skamms tfma. Þessa dagana er unn- ið sleitulaust að þeim breytingum, sem á að gera á húsnæðinu áður en staðurinn verður opnaður á ný. Stuttsfðan hefur fregnað, að for- ráðamenn staðarins hafi ! hyggju að fá brezkan plötusnúð til starfa, enda þykja fáir íslendingar koma til greina f svo vandasamt starf! Mikil leynd hvflir yfir öllum framkvæmdum og fyrirætlunum með ,,Diskó-Óðal", þannig að Stuttsfðan hefur ekki getað fengið staðfesta fregnina urh brezka diskótekarann. með tíð og tíma, en það er einnig allt óráðið. Guðmundur sagði nýja efnið líklega mega flokkast undir „rokk & roll", en hann taldi það þó töluvert ólikt því, sem var á LP-plötu Mána, sem SG-hljómplötur gáfu út fyrir nokkrum árum; prýðileg plata, sem allt of sjaldan hefur heyrzt. J „Lít í eigin barm vilji ég vita hver vilji írsku þjóðarinnar er De Valera frelsishetja íra látinn EAMON de Valera, sem nú er látinn, er að líkindum þekkt- asti maðurírskrarsöguá þess ari öld. Hann stóð í fremstu víglínu írskra þjóðernissinna allt frá páskauppreisninni frægu árið 1916 og varð fyrsti forsætisráðherra lands- ins 1937 og forseti þess frá 1959. Síðustu ár ævi hans var farið að líta á hann sem eins konar landsföður á ír- landi. De Valera fæddist í New York árið 1882. Faðir hans var spænskur, en hann lézt þegar de Valera var tveggja ára og móðir hans flutti þá með hann heim til írlands. Þar ólst hann upp í hreinræktuðu þjóðernis- sinna umhverfi. Hann tók há- skólapróf I stærðfræði og varð um tíma prófessor í fagi sínu eða þartil stjórnmálin tóku hug hans og tíma allan. Eftir uppþotin um páskana 1916 var de Valera dæmdur til dauða, en dómnum var breytt í ævilangt fangelsi, þar sem hann var enn bandarískur ríkis- borgari. Hann var fljótlega lát- inn laus úr fangavistinni og varð þá þegar leiðtogi þjóð- ernissinnahreyfingarinnar Sinn Fein. Hann var kosinn fulltrúi í neðri málstofu brezka þingsins, en neitaði að taka sæti og sverja brezku krúnunni trúnaðareið. Árið 1918 var hann enn handtekinn en tókst að flýja úr haldi og komast til Bandaríkjanna. Strax eftir flóttann var de Valera valinn forseti þess irska lýðveldis sem stuðningsmenn hans hugðust stofna til í mót- mælaskyni við fyrirhugaða skiptingu írsku eyjarinnar i lýð- veldið írland og Norður-írland. De Valera tók engan þátt í þeim samningum sem leiddu til skiptingar eyjarinnar í tvö stjórnsvæði og þegar Sinn Fein hreyfingin féllst á skiptinguna varð klofning innan hennar og de Valera og nokkrir aðrir stofn- uðu andstöðuhreyfinguna Fi- anna Fail, sem hafði það að markmiði að sameina eyjar- hlutana tvo. Árið 1932 fékk Fianna Fail stjórnarmeirihluta og de Valera varð forsætis- og utanríkisráðherra, en árið 1937 fékk írland nýja stjórnar- skrá og varð í einu og öllu sjálfstætt lýðveldi óháð Bret- landi. Um svipað leyti var de Valera farinn að vekja atygli á alþjóðavettvangi fyrir störf sín í Þjóðabandalaginu, en hann var um skeið forseti stjórnarráðs bandalagsins. Á stríðsárunum síðari fylgdi de Valera strangri hlutleysisstefnu og leyfði til dæmis ekki Vesturveldunum að nota írskt landsvæði i þágu hernaðarins. Stjórn de Valera fór frá árið 1 948 vegna stefnu hennar í efnahagsmálum og öðrum innanlandsmálum á ír- landi. Sterkasti aðilinn i þeirri stjórn sem við tók, Ifine Gael, var i aðalatriðum sama sinnis og sá hluti Sinn Fein hreyf- ingarinnar sem de Valera sagði skilið við 1921. Það var því nokkuð kaldhæðnislegt að það var þessi ríkisstjórn, en ekki stjórn de Valera, sem rauf síðustu formlegu tengslin við Breta með því að segja írland úr brezka samveldinu. De Valera varð aftur forsætis- ráðherra 1951—54 og að nýju 1957 — 59 er hann var kosinn forseti með miklum yfir- burðum. Hann var endurkjör- inn 1 966 og gegndi starfinu til ársins 1973, er hann dró sig endanlega í hlé úropinberu lífi. De Valera varð mörgum 11 De Valera. nýlenduleiðtogum fyrirmynd og hann átti sér aðdáendur víða um heim jafnt og heima fyrir. Hann leit jafnan á örlög írlands sem sín eigin. Eitt sinn sagði hann: „Ef ég vil vita hvað írska þjóðin vill, lít ég í eigin barm og athuga hvað ég vil sjálfur." Eiginkona de Valera, Sinead, andaðist 7. janúar sl. á 65. brúðkaupsafmæli þeirra. Hún var 97 ára, en de Valera 93 ára. Siðustu árin bjuggu þau sitt á hvoru elliheimili og þurftu bæði talsverðrar hjúkrunar við. Methalli á fjár- lögum í Vestur- Þýzkalandi Bonn, 29 ágúst. AP VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hefur ákveSið að grfpa til þes§ ráðs að veita jafnvirði um 370 milljarða fs- lenzkra króna út í atvinnulifið næsta vetur til hjálpar byggingariðnaðinum f landinu sem hefur orðið fyrir barð- inu á miklum efnahagssamdrætti. Fjárlög þýzka rfkisins verða með methalla vegna þessara ráðstafana og er vonazt til að þessar ráðstafanir dragi talsvert ur þvf atvinnuleysi sem skotið hefur upp kollinum í Vestur-Þýzkalandi á undanförnum misserum. Ráðstafanirnar koma á sama tfma og aðgerðir frönsku stjórnarinnar f efnahagsmálum og eru árangur náinnar samvinnu Hel- muts Schmidt kanzlara og Giscard d'Estaing Frakklandsforseta um þessi mál. Franska stjórnin hyggst beita sér fyrir mjög auknum rfkisútgjöldum til að auka atvinnu og Danir hafa i hyggju að veita um 40 milljörðum íslenzkra króna i sama skyni Þýzka stjórnin gerir sér ekki vonir um að.hinar nýju aðgerðir fleyti bygg- ingariðnaðinum lengra en fram á næsta vor, en þá er vonazt til að útflutningsmarkaðir fari að nýju að taka við sér og þar með fjárfesting að aukast að nýju. Mestu skiptir að hmn mikilvægi Bandarikjamarkaður eflist fljótt Hin nýju útgjöld samfara nýjum spám um minni skatttekjur þýzka rfkis- ins á næsta ári gera það að verkum að búizt er við að halli á ríkissjóði V- Þýzkalands verði um 40 milljarðar marka eða sem næst 2240 milljarðar íslenzkra króna Einnig er við því búizt að hallinn verði nokkru meiri árið 1976. Til að mæta þessum halla me_ð öðrum hætti en lánum hefur stjórnin ákveðið að hækka virðisaukaskatt úr 1 1 % i 13% og hækka skatta á tóbaki og áfengi. Dr. Hans Apel fjármálaráðherra V- Þýzkalands sagði í dag að hann ætti fastlega von á þvi að efnahagsástandið tæki að batna á næsta ári. Rúmlega milljón Þjóðverjar c. u nú atvinnulausir. Sigurður Bjarnason ræSir viS De Valera eftir að hafa afhent honum trunaSarbréf sitt sem sendiherra islands á í rlandi f desember 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.