Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. AGUST 1975 „Það fólk sem óttast valdið getur engu komið til leiðar” 0 Jörgen Schleimann er 46 ára að aldri og hefur verið vara- fréttastjóri við danska útvarp- ið, þar sem hann gengur undir nafninu „sá Iitli feiti“. Hann hefur einnig skrifað mikið i dönsk blöð, m.a. um fsland, þar sem hann hefur dvalið að und- anförnu vegna fundar norr- ænna útvarpsmanna á Heimaey. Schleimann kom hingað fyrst 1956 og hefur sfð- an skrifað ýmsar greinar um íslenzk málefni f blöð í Dan- mörku, m.a. um vinstri stjórn- ina og var þá kallaður „gistivin- ur Morgunbfaðsins“ af íslenzku vinstri pressunni. Schleimann hefur verið í sviðsljósinu f Dan- mörku undanfarið vegna máls sem komið hefur upp er aug- lýst var staða fréttastjóra út- varpsins. Hann sótti um hana og var talið vfst að hann hlyti hana þangað til Hans Jörgen Jensen, fréttastjóri danska útvarpsins, sótti einnig um stöðuna. Viðbrögð Schlei- manns urðu þau að hann sagði þegar f stað upp stöðu sinni sem varafréttastjóri. Þetta mál hefur vakið mikla athygli f Danmörku. Um síð- ustu helgi birtist viðtal Lars Hoffmanns við Schleimann f danska blaðinu Aktueft og birt- ist það hér f meginatriðum, — örlftið stytt. • — Ég hafði ekki um neitt annað að velja, segir Jörgen Schleimann f upphafi viðtalsins er blaðamaður Aktuelts spyr hann um hvort hann hafi ekki tekið mikfa áhættu með því að segja upp stöðu sinni sem vara- fréttastjóri danska útvarpsins um leið og hann sækir um fréttastjóraStöðuna. — Það er ekkert nýtt að ég vilji ekki vera undirmaður annars manns. Það hef ég sagt alveg frá upphafi. Og ég vil gjarnan undirstrika að þegar ég ságði upp stöðunni sneríst það ekki um neina ákveðna menn. Útvarpsráði þarf einfaldlega að vera kunn- ugt um afstöðu mína, þegar það tekur ákvörðunina. Á einhvern hátt verður máður að gefa til kynna að manni er alvara. Ef ég tek áhættu þá er það ég og enginn annar sem tekur afleíð- ingunum. — Þú hefur ekki góða stöðu f bakhöndinni til vonar og vara? — Nei, og það mun verða erfitt fyrir mig að fá hana. — Ert þú sem jafnaðarmaður til hægri eða vinstri við miðju? — Það er undir því komið hvernig maður skilgreinir þetía. Á sjöunda áratugnum héldu margir þvf fram að ég væri til vinstri vegna áhuga míns á þróunarlöndunum. Sjálfur lít ég svo á að ég sé til vinstri vegna þeirrar sannfær- ingar minnar að þörf sé á vel skipulögðum samtökum verka- lýðsins til að gæta hagsmuna þeirra, sem annars eru varnar- lausir. — Þú hefur oft lýst aðdáun Jörgen Schleimann. þinni á Frakklandi. Hvers vegna? — Ég öfunda Frakka af hin- um vitsmunalega skýrleika þeirra. — Hvað fannst þér um de Gaulle? — Hann átti ekki heima á okkar tímum, m.a. vegna stærð- ar hans. En ekki aðeins vegna hennar. Ég trúi á nauðsynina fyrir sameinaða Evrópu. Ekki aðeins efnahagslega, heldur einnig með sameiginlegri varn- ar- og öryggismálapólitfk. Sterk Evrópa á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. — Vinstri menn sökuðu þig á sínum tíma um að hafa haft samúð með stjórn Thieus í Suð- ur-Vfetnam? — Það hafði ég ekki. I frétta- sendingum mínum frá Suður- Vfetnam, kom ég fram með yf- irlýsingar stjórnarandstæðinga sem lýstu Thieu sem kvislingi. Þeir sem ég hafði samúð með í Suður-Víetnam voru mitt á milli Thieus og kommúnistanna — Hvað- hefurðu á móti kommúnistum? — Þeir skilja ekki eðli frelsis sama skilningi og við. Sam- kvæmt mínum skilningi er ekk- ert frelsi eða réttlæti þar sem einstaklingurinn fær ekki að njóta þess. Kommúnistar halda að frelsi og réttlæti séu vanda- mál sem snúast um meirihlut- ann. — Telur þú að Hans Lyngby- Jepsen (kunnur danskur rit- höfundur) hafi á réttu að standa er hann segir að hægri öflin hafi sigrað í Danmörku? — Ef Lyngby-Jepsen og ég lendum ekki í verri hægri sveiflu verður þetta í lagi. Því hvað kostar frelsið i Danmörku í dag? Hvár eru píslarvottar okkar? — Hvers vegna seztu ekki að f Frakklandi? — Af því að ég er fréttamað- ur og lifi af tungumáli mínu. Ég hef ekki nægilega góð tök á frönskunni .. . En í Frakklandi eru þjóðmálaumræðurnar blæ- brigðaríkar og þar er „kvalítet“ í hinu daglega lífi. Ég sakna beggja þessara atriða hér í Dan- mörku. — Til hvers telur þú hægt að nota fréttastjórastöðuna? — Til að framkvœma þá „út- varpspólitísku" stefnu sem meirihluti útvarpsráðs aðhylll- ist. — Ekki til að viðra eigin skoðanir? — Skoðanalega er útvarpið ekki persónulegt tæki. Þess vegna leita ég til dagblaðanna eða annarra deilda útvarpsins þegar ég vil láta í ljós mfna persónulegu skoðun á ein- hverju. Það ef enginn sem hef- ur hið útvíkkaða tjáningar- frelsi hjá danska ríkisútvarp- inu. — Trúir þú á óhlutdrægina? — Já, sem siðferðilega kröfu — Hversu lengi á yfirmaður að fá að sitja í embætti hjá útvarpi og sjónvarpi? — Það ákveður útvarpsfáð! — Hver er þín skoðun? — Jafn lengi og maður getur boðið upp á eitthvað og sóar ekki tíma samstarfsmanna jafnt sem hlustenda. Sjálft ráðningarformið er annar hlut- ur. Það er spurning um hvers konar vernd menn vilja veita fólki í stormasamri stöðu. — Er það þitt takmark að verða vinsæll yfirmaður? — Ihaldsmaðurinn Poul heit- inn Sörensen á að hafa sagt: — Ég get vel lifað með því að vera hataður af hópnum, en ég get ekki lifað með þvf að vera sýnd lítilsvirðing. — Þetta er vel mælt! — Þú hefur sagt að þú sért valdsmaður? Framhald á bls. 16 Iðnaðarráðherra: 'w „Islenzkt vinnuafl njóti forgangs á Grundartanga” Ljósm. Haukur Sigurðsson. KÍNVERJAR Á FERÐ — Eins og fram hefur komið f Mbl. hefur kfnverski sendiherrann á tslandi verið á ferðafagi um Vestfirði að undanförnu ásamt föruneyti. Heimsóttu Kínverjarnir flest byggðarlögin vestra og ræddu við heimamenn. Hyggst sendiherrann á þennan hátt kynnast landi og þjóð og hyggur á meiri ferðalög. Myndin er af Kfnverjunum og nokkrum framámönnum á tsafirði. Póstur og sími: Afnotagjald hækkar um 15% MORGUNBLAÐINU barst f gær efiirfarandi fréttatilkynning frá iðnaðarráðuneytinu: Iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, hefur í dag skrifað stjórn íslenzka járnblendifélags- ins h.f. svofellt btéf: „Varðandi undirbúning og .byggingu járnblendiverksmiðj- unnar vill ráöuneytið taka eftir- farandi fram: 1. Ráðuneytið telur sjálfsagt, að íslenzkt vinnuafl starfi að framkvæmdum við undirbún- ing og byggingu verksmiðj- unnar svo sem frekast er unnt. 2. Vinnubúðir og aðrar vistar- verur verði byggðar í sam- ræmi við íslenzkar venjur og aðstæður. 3. Lögð verði áherzla á vinnu- vernd, hollustuhætti og örygg- isráðstafanir á vinnustöðum. 4. Útboðum verði hagað þannig, að íslenzk fyrirtæki eigi þess kost að bjóða í verk eða ein- staka verkhluta og fslenzk iðnaðarframleiðsla njóti for- gangs svo sem kostur er. 5. Stefnt sé að því, að mannvirki verði smíðuð og reist af inn- lendum aðilum, þegar viðun- andi boð fást. 6. Við staðarval vinnubúða og annarra vistarvera verði haft í huga framtíðarnotagildi þeirra, eftir því sem unnt er. 7. íslenzkum ráðgjafaaðilum verði falin hönnun allra þeirra mannvirkja, er þeir geta með góðu móti annað." Tvö rithöf- undamót haldin í Svíþjóð DAGANA 18. til 22. ágúst sl. voru haldin tvö norræn rithöfundamót að Biskups-Arnö í Svíþjóð. A fyrra mótinu var fjallað um efnið „fjölmiðlar og höfundaréttur" og á hinu síðara „nútíma norrænar bókmenntir í skólum". Af hálfu Islands sóttu þessi mót rithöfund- arnir Agnar Þórðarson og Björn Bjarman, Gréta Sigfúsdóttir og Jenna Jensdóttir. Stjórnandi mót- anna var rektor lýðháskólans að Biskups-Arnö, Aake Leander. Mót þessi fóru vel og snyrtilega fram, skipzt á skoðunum og fjörugar umræður. Rithöfundasamband tslands. FLEST aðalgjöld Pósts og síma hækka um 15% 1. september n.k. og gjöld fyrir sérbúnað hækka enn meira. t fréttatilkynningu frá Pósti og sfma segir, að helztu breytingar á gjaldskrá fyrir sfma- þjónustu séu: að afnotagjald sfma f sjálfvirka sfmkerfinu hækkar úr kr. 2040 á ársfjórðungi f kr. 2.350. Gjald fyrir umframsfmtöl hækkar úr kr. 5.30 f kr. 6.10 fyrir hvert teljaraskref. Fjöldi teljara- skrefa, sem eru 3 skref á dag í Reykjavfk og nágrenni, verður óbreyttur. Þá segir, að gjald fyrir flutning síma hækki úr kr. 6.800 í kr. 7.800. Stofngjald fyrir síma, sem tengdur er við sjálfvirka sím- kerflð, hækkar úr kr. 13.600 I kr. 15.800. I handvirka símkerfinu hækkar afnotagjald úr kr. 11.100 í kr. 12.700 og afnotagjöldin t.d. á sfmstöð, sem opin er 12 klst. á dag, úr kr. 1.780 í kr. 2.040 á ársfjórðungi. Gjald fyrir símskeyti innan- lands hækkar úr kr. 6.00 í kr. 7.00 fyrir hvert orð, minnsta gjaid_er fyrir 7 orð, en til viðbótar kemur kr. 58 grunngjald fyrir hvert sím- skeyti. Ofan á þetta allt bætist sfðan söluskattur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.