Morgunblaðið - 30.08.1975, Síða 27

Morgunblaðið - 30.08.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975 27 Fjóla Kristjánsdótt- ir—Minningarorð Fædd 28. II 1931 Dáin23. 8 1975 Stuttri en nokkuð stormasamri ævi er lokið, fréttin kom óvænt og setti sáran trega að okkur vinum og vandamönnum. I lffi allra skiptast á skin og skúrir, sem fólki lætur misvel að sætta sig við. Ég tel það nokkurn mælikvarða á manndóm hvers og eins að standa af sér hretviðri lífsins og það gerði Fjóla frænka mln með æðruleysi og reisn. Þessi fáu orð eiga ekki að vera ævisaga því slður oflof sem frænku minni væri síst að skapi, aðeins nokkur kveðjuorð og þakk- ir fyrir einlæga vináttu og ótaldar sameiginlegar gleðistundir á þeim árum sem við áttum sam- leið. Þótt við Fjóla værum bræðra- dætur að skyldleika og hún fædd á heimili foreldra minna, lágu leiðir okkar ekki saman fyrr en báðar höfðu slitið barnsskónum, og farnar að kaupa en ekki gera skó á börnin okkar. Kannski var það tilviljun, eða þá ákveðið af einhverjum óþekkt- um öflum, að eiginmaður hennar, Karl Mariusson, gerðist læknir I Reyðarfjarðar- og Eskifjarðar- læknishéraði á þeim árum sem ég var húsfreyja á Karlsskála I Reyðarfirði. Við vissum báðar um frændsemi okkar og fljótt kynntumst við og fjölskyldur okkar. Eftir því sem árin liðu urðu sterkari vináttubönd milli heimil- anna, það var gagnkvæm og heil vinátta sem mér er ljúft að segja að ekki var síður bundin við eiginmann hennar, þann ljúfa og elskulega mann, sem ætíð var jafn velkominn hvort sem hann kom I venjulega heimsókn með sína fjölskyldu eða I lækniserind- um. Sigmundur Þorkelsson Sauðárkróki — Minning I dag verður gerð frá Sauðár- krókskirkju útför Sigmundar Þorkelssonar, Hólavegi 6 á Sauðárkróki. Hann varð bráð- kvaddur við Laxá I Þingeyjar- sýslu sunnudaginn 24. ágúst s.l. þar sem hann var ásamt félögum sínum við laxveiðar. Sigmundur var fæddur á Daða- stöðum á Reykjaströnd 18. febrúar 1911, sonur Þorkels Jóns- sonar bónda þar og konu hans, önnu Sigríðar Sigurðardóttur. Þau hjón eignuðust 9 börn, sem öll hafa fest rætur á Sauðárkróki, utan Stefán EIí, sem dó um tvítugt. Þorkell . fluttist að Ingveldarstöðum syðri 1921 og bjó þar til æviloka 1929. Eftir lát hans bjó Anna ásamt börnum sínum á Ingveldarstöðum, unz hún fluttist með þeim til Sauðár- króks 1944. Þar dvaldist hún I skjóli sona sinna, Sigmundar og Hauks og fósturdóttur, Margrétar Jóhannsdóttur, að Hólavegi 6. Anna lézt 1959. Margrét annaðist heimili þeirra bræðra unz hún kenndi þess sjúkdóms, sem dró hana til dauða 1972. Voru miklir kærleikar með þeim fóstursystk- inum og fráfall hennar, langt um aldur fram, þeim þungt áfall. Á Sauðárkróki lagði Sigmundur gjörva hönd á margt. Löngum var hann þó bundinn sjónum og sótti þangað fisk og fugl. Á Reykja- strönd hafði hann snemma vanizf veiðiskap, bæði á sjó og landi. Hann var við Drangey mörg vor við eggjatöku og fuglaveiði. Á vetrum gekk hann til rjúpna og á sumrum var laxveiði honum mikill yndisauki. Á veiðiskapinn leit hann jafnan sem þátt I þeirri Framhald á bls. 16 Allar mínar minningar um Fjólu frænku eru Ijúfar, hún var sérstæður persónuleiki, kannski misskilin af ýmsum, og þá um- deild eins og allir sem þora að lifa lífinu eftir sinni eigin lifsskoðun án þess að velta vöngum yfir því hvað aðrir hugsuðu og sögðu um hana. Hún var svo ónæm fyrir Framhald á bls. 16 t Bróðir okkar GUÐJÓN HANNESSON Bjargi andaðist fimmtudaginn 28. ágúst í Borgarspitalanum Systkinin. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar, ÖNNU JÓNSDÓTTUR, saumakonu. Ingibjörg Jönsdóttir, Kristln Jónsdóttir, Guðný Jónsdóttir. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu bæði fjær og nær fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns mlns, SIGURBJÖRNS JÓNSSONAR, Seyðisfirði. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Guðmunda Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn HERMANN HERMANNSSON, Sjafnargötu 7, lést af slysförum 28. ágúst sl. Unnur Jónasdóttir. + Móðir min, tengdamóðir og amma ÞÓRUNN BJÖRG JÓNSDÓTTIR sem andaðist 18. ágúst verður jarðsungin mánudaginn 1. september kl. 3.00 frá Fossvogskirkju. Öm Þór Karlsson, Soffia Zophoniasdóttir, Karl Friðjón Arnarson, Úlfar Snær Arnarson, Sigtuni 37. + Útför éiginkonu minnar, móður og tengdamóður, MATTHILDAR EDWALD, Faxatúni 14, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 sept kl 1 3 30 Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélag íslands Ragnar Þorsteinsson. Kristinn Ragnarsson, Hulda Ólafsdóttir, Ragna Lára Ragnarsdóttir, Brynjólfur Bjömsson, Jón E. Ragnarsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, SigurþórTómasson, Þuríður Ragnarsdóttir, Guðbjöm Snæbjörnsson. + Hjartanlega þökkum við alla virðingu og vinarhug við útför föður okkar. JÚLÍUSAR JÓNSSONAR, Hitarnesi. Drottinn blessi ykkur öll Börnin. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför FINNBJORNS FINNBJÖRNSSONAR, Hrðnnargötu 1, isafirði Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Sjúkrahúss isafjarð- ar fyrir góða hjúkrun og umönnun á meðan hann dvaldi þar. Ragnheiður Jónasdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn hins látna. Pizza Italíanó Tillaga að skemmtilegu laugar- dagskvöldi: Hvernig væri að taka kvöldið snemma, koma á sýninguna svona um sjöleytið, skoða sig um til 9, skreppa þá í veitingasalinn, fá sér ekta pizzu sem kvöldmat. Þegar búið er að borða og spjalla um það sem markverðast er á sýningunni, þá er tilvalið að líta aðeins betur á það sem heillaði mest. Að lokinni heimsókn á sýninguna er hægt að kíkja inn hjá einhverjum kunningjanna, nú eða fá sér snún- ing, eða einfaldlega halda heim aftur og hafa það huggulegt. Vinningur dagsins er: Leikhúsferð til Akureyrar fyrir tvo. Flogið til Akureyrar með Flugfólagi fslands og gist á Hótel KEA eina nótt. í dag verða tvær tískusýningar á barna- fatnaði, verslunin Bimm Bamm sýnir klukkan 14.30 og 16.30. Útdregin happdrættisnúmer: Mánud. 25/8 18686 Þriðjud. 26/8 21481 Miðvikud. 27/8 24756 Fimmtud. 28/8 27036 Sérstök skartgripasýning klukkan 10 í kvöld. Sýningarfólk úr Karon sýnir modelskartgripi. ALÞJÖÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.