Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1975 17 Afmœliskveðja: Sigurbergur á Garðskaga sjötugur 1 dag, laugardag, er sjötugur Sigurbergur H. Þorleifsson, hreppstjóri, vitavörður og bóndi á Garðskaga. Sigurbergur er fædd- ur á Hofi í Garði 30. ágúst 1905. Á sínum yngri árum er mér tjáð að hann hafi stundað sjómennsku og búskap, og einnig unnið að vita- byggingum. Allt er þetta fyrir mína tíð, svo ég veit að mér verður fyrirgefið þótt ég fjölyrði ekki nánar um það tímabil á ævi- ferli hans. Hinsvegar hefi ég áhuga á að géta að nokkru þeirra starfa er hann hefur með höndum fyrir byggðarlag sitt. Má þar fyrst til taka að hann hefur verið meðhjálpari Útskála- kirkju frá 1926 og i sóknarnefnd og formaður hennar frá 1928. I stjórn og formaður ungmenna- félagsins Garðars árin 1932—1954 og unnið hefur hann ötullega að málefnum bókasafnsins á staðn- um. Við Gerðaskóla hefur Sigur- bergur starfað sem prófdómari frá 1947 og fulltrúi Gerðahrepps i sýslunefnd Gullbringusýslu um fjölda ára. Þá hefur hann gegnt embætti vitavarðar á Garðskaga frá 1951. Sigurbergur hefur verið hrepp- stjóri Gerðahrepps frá árinu 1943 og ekki má heldur láta hjá liða að minnast á búrekstur hans um ára- bil. Af þessu má hverjum vera ljóst, að hér er meira en meðalmaður á ferð, og vafalaust um mörg önnur störf að ræða sem hér hafa ekki verið rakin, en þeir, er til þekkja, vita á hvern hátt Sigurbergur hefur gegnt fyrrgreindum störf- um. Þeim er til hans hafa leitað er æ í minni hin ábyrgðarfulla af- staða hans til allra hluta og allrar afgreiðslu mála. Samvizkusemi Sigurbergs, vandvirkni og með- fædd kurteisi er að ég hygg einstök. Rómuð er framkoma hans við athafnir í Útskálakirkju og erfitt að hugsa sér þær án hans. Margur er oróinn sá maðurinn og konan er minnast Sigurbergs frá prófunum í Gerðaskóla, þeim blæ er hann skapaði og ekki sízt ræðum hans og hollráðum er leiðir skildu. Gaman væri ef einhverjir nemendanna hefðu skrift Sigurbergs, sem er glæsi- leg. Traustur liðsmaður Sjálfstæðis- flokksins er Sigurbergur og hefur setið i kjördæmisráði flokksins í Reykjaneskjördæmi um fjölda ára. En við sem til þekkjum vitum einnig, að Sigurbergur stendur ekki einsamall. Við hlið sér hefur hann atorkusama konu sína, Ás- disi Káradóttur. Leitun er að meiri hlýju, myndarskap og gest- risni en þá er maður sækir þau heim. Þess utan hefur Ásdís haft tíma til að leggja félagsmálastarf- seminni í Gerðahreppi ómælt lið- sinni, t.d. með formennsku í slysa- varnadeild kvenna, stjórnar- störfum í kvenfélaginu Gefn, setu í skólanefnd o.fl. Þau hjón hafa eignazt 2 börn, Sigrúnu, húsmóður i Reykjavík, Kára, lækni á Reykjalundi, og einnig ólst upp hjá þeim Val- gerður húsm. i Reykjavík. Það er vissa min að fordæmi það, er þið hjón hafið sýnt okkur samsveitungum ykkar með vönd- uðu líferni er vandmetið. Fyrir það er ykkur hér með þakkað, og ég óska þér, Sigur- bergur, og fjölskyldu þinni til hamingju á þessum tímamótum og þakka þér framlag þitt til sveitarfélagsins. Finnbogi Björnsson. Þeir sem ólust upp kringum seinustu aldamót og á fyrstu tug- um þessarar aldar, kynntust mjög vel viðhorfi ólíkra tima, svo að næstum mætti segja að þeir hafi öðlazt „tveggja heima sýn“, svo ólik eru lffskjör íslenzku þjóðar- innar nú því sem þau voru þá. En þetta varð til þess, að þeim sem á annað borð voru gæddir greind og þreki, tókst að sameina svo reynslu sína af fortíðinni og hin- um óliku aðstæðum og breyttu viðhorfum á flestum sviðum þjóð- lífsins, að úr varð raunhæf og traust þekking, sem kom í veg fyrir öfgar og gönuhlaup, sem oft vilja fylgja snögglega breyttum þjóðlifsháttum. Þessir menn urðu því oft leiðandi menn, hver í sínu umhverfi og verkahring. Einn þessara mætu manna er Sigur- bergur Helgi Þorleifsson, hrepp- stjóri og vitavörður á Garðskaga, sem í dag fyllir sjöunda tug aldurs síns. Fæddur er hann á Hofi í Garði í Gullbringusýslu 30. ágúst 1905, sonur hjónanna Þorleifs Ingi- bergssonar útvegsbónda og konu hans Júlíönu Hreiðarsdóttur, er þar bjuggu. Bæði voru þau ættuð úr Skaftafellsþingi vestra, hann frá Sléttabóli á Brunasandi, hún frá Hátúnum í Landbroti. Voru þau komin af traustu og dugmiklu bændafólki, skaftfellsku, langt aftur í ættir. Sigurbergur ólst upp í góðum foreldrahúsum við þeirra tíma lífskjör, sem nú á tímum þykja fábrotin, en urðu mörgum nota- gott veganesti. Sigurbergur þroskaðist skjótt og varð snemma fjölhæfur, bæði til hugar og handa, svo sem hann á kyn til; varð hann fljótt virkur þátttakandi í hvers konar störf- um, með slíkum árangri, að sam- tíðarmenn dáðust að. Kom þar fram meðfædd verklagni og áhugi sem jafnan hefur fylgt honum, að hverju sem hann hefur gengið. Þótt Sigurbergur gengi ekki hinn svonefnda menntaveg, tókst honum að afla sér all-viðtækrar þekkingar í mörgum greinum, sem sfðan hefur komið honum að góðu liði í fjölþættu starfi. Hann stundaði nám í unglingaskóla Gerðahrepps og kennslu í tungu- málum naut hann hjá séra Friðriki J. Rafnar, sem þá var prestur á Útskálum og Þórunni Lýðsdóttur, kennara. Jafnframt því og eftir það stundaði hann sjómennsku og landbúnaðarstörf hjá foreldrum sínum, einnig vann hann að smið- um og byggingarvinnu, þ.á m. vitabyggingum. Útvegsbóndi var hann á föðurleifð sinni, Hofi, frá 1930—1951. Þar kvæntist hann konu sinni, Ásdisi Káradóttur frá Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, bónda, hreppstjóra og alþingis- manns, Sigurjónssonar, fágætri greindar- og mannkostakonu. En Kári, faðir hennar, var lands- kunnur maður, sjálflærður náttúrufræðingur, sem vakti að- dáun lærðra manna. Eiginkona Kára var Sigrún Árnadóttir frá Þverá í Reykjahverfi. Árið 1951 gerðist Sigurbergur vitavörðyr á Garðskaga og fluttist þá þangað og hefur búið þar síð- an. Einnig hefur hann annazt rekstur radiomiðunarstöðvarinn- ar á Garðskaga og gæzlu Hólms- bergsvitans við Keflavík, frá þvi að hann var tekinn í notkun 1958. Jafnframt þessu hafa hlaðizt á hann opinber störf, sum tímafrek og vandasöm. Hreppstjóri Gerða- hrepps hefur hann verið frá 1943. Meðhjálpari Útskálakirkju frá 1926. I sóknarnefnd frá 1928 og form. hennar frá 1950. Formaður ungmennafélagsins „Garðars" frá 1932—1952. Félagið hafði unglingaskóla í 11 vetur og stofnaði bókasafn. Prófdómari við barna- og unglingaskóla Gerða- hrepps hefur Sigurbergur verið frá 1947, í sáttanefnd frá 1953 og sýslunefndarmaður frá 1970. Hér hafa verið nefnd nokkur störf Sigurbergs og þá aðeins þau, sem skráð eru í skýrslum og gjörðabókum. Hin störfin, sem hvergi eru skráð, eru þó miklu fleiri, en það eru líknar- og mannúðarstörfin, sem hann hefur unnið í kyrrþey við fjölbreyttar og oft erfiðar aðstæður, kærleiks- og fórnarstörf við menn og mál- leysingja, sem aðeins kunnugir vita um og þó fæstir að fullu. Ótaldir eru og þeir sem til hans hafa leitað til úrlausnar margs konar vandkvæðum og þegið góð ráð og margháttaða fyrirgreiðslu. Öll störf, hvort heldur um úti- störf eða bókiðju er að ræða, innir Sigurbergur af hendi með þeim hljóðláta áhuga og samvizkusemi, sem einkennir þroskaðan mann. „Vitur maður starfar án strits og kennir án orða“, segir Lao-tse. Engan veit ég betur hafa sannað þessi orð spekíngsins en Sigur- berg á Garðskaga. Þegar þau hjónin komu á Garð- skaga var þar litill túnblettur, en land allmikið. Tók Sigurbergur þegar til við að rækta og færa út túnið og létti ekki fyrri en allt landið var fullunnið og gert að ágætu túrii; hafði hann þar tals- verðan búskap um árabil, því hann nytjaði jafnframt jörðina á Hofi. En ræktun var erfið á Garð- skaga og ekki öllum hent að brjóta það land til fullra nytja, einkum þegar þess er gætt, að allt var þetta aukaverk við önnur störf, sem flestum mundi þykja ærin, þótt ekki væri á bætt. En þau hjón hafa jafnan verið sam- hent í öllu og hefur oft verið með ólíkindum hversu miklu þau hafa komið í verk, af hinum fjölbreyti- legustu viðfangsefnum. Heimili sitt hafa þau gert að slíku menningarheimili, að torfundin mun hliðstæða við sambærilegar aðstæður. Oft er gestkvæmt á Garðskaga og það svo að stundum er húsfyll- ir. Þó er þar aldrei þröngt um neinn. Gesturinn finnur, að þótt húsrúm geti orðið takmarkað, þá er hjartarúm húsbændanna án takmarkana. Sigurbergur er glæsimenni og skarpgreindur, raunsær er hann um allt og hefur fastmótaða af- stöðu til allra mála, þó án alls einstrengingsháttar, enda alla tíð farið að ráði Ara fróða, að „hafa það heldur er sannara reynist". Tvö eru börn þeirra hjóna: Sigrún, kennari i Reykjavík, gift Tómasi Þ. Sigurðssyni deildar- stjóra hjá Vitamálum, og Kári, læknir á Reykjalundi, kvæntur Karítas Kristjánsdóttur. Þau Sigurbergur og Asdís ólu einnig upp frá sex ára aldri Valgerði Marinósdóttur, gjaldkera, gifta Valdimar Þ. Valdimarssyni, bankastarfsmanni. Á þessum merkisdegi í ævi Sigurbergs sameinast hugir hinna fjölmörgu vina hans nær og fjær um að árna honum, ástvinum hans og heimili blessunar um ókomin ár. Einar Einarsson SMAMIÐAHAPPDRÆTTl 1525 VINNINGAR! SKATTFRJALSIR Hitaveitan byggir yfir vinnuflokka sína yfir KODAK VASAMYNDAVÉLAR HAFNAR eru framkvæmdir á vegum Hitaveitu Reykjavfkur á — Opið bréf Framhald af bls. 19 rauðum páfastól Þorleifs Hauks- sonar. Að endingu hlýt ég að kveðja þig kæri kollega með smá pistli um bókasöfn. Nú virðist nýrri byggingu fyrir Borgarbókasafn hafi enn verið skotið á frest. Verð ég að segja að Eiríkur Hreinn borgarbókavörður á sannarlega annað skilið en vera settur hjá svo mjög sem Borgarbókasafnið hefur fært út kvíarnar og aukið útlán sin siðan hann tók þar við stjórn. Og hvaða undirtektir hefur þú sjálfur fengið um nýtt og betra húsnæði í Kópavogi? Ráðamenn ríkis og sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að almenningsbókasöfn eru höfuð- menningarmiðstöðvar nútímans. Lifðu heill Hilmar Jónsson. lóð, sem Hitaveitan á rétt við gatnamót Grensásvegar og Suður- landsbrautar. Þar hyggst Hita- veitan reisa bækistöð fyrir vinnu- flokka sfna, en þeir hafa haft aðstöðu f vinnuskúraþyrpingu á lóðinni. Áætlað er að byggingar- tfmi bækistöðvarinnar verði eitt ár. Samkvæmt upplýsingum Jó- hannesar Zoéga, hitaveitustjóra, hljóðaði tilboð verktaka upp á 68 milljónir króna. Jóhannes sagði að með tilkomu hinnar nýju bæki- stöðvar vinnuflokkanna batnaði öll aðstaða þeirra til mikilla muna, en bækistöðin hefur um árabil verið undir áhorfenda- pöllunum á Laugardalsvellinum, en fyrir nokkrum árum varð Hita- veitan að rýma það húsnæði, sem tekið var undir íþróttaæfingar eins og upphaflega var ráð fyrir gert. Framkvæmdum við hina nýju bækistöð hefur verið frestað hvað eftir annað, unz nú að fram- kvæmdir eru hafnar. HciUUmmnðmmtí vhmbtga 6,M«,ða^Mkn ENGLISH LEATHER GJAFASNYRTISETT RIMA MINUTUGRILL ■káá " tikmi ' . ÁGÓÐINN AF Þ€SSU HAPPDRÆT71 RENNUR ÓSKIPTUR TIL RAUÐAKROSSTARFSEMIINNANLANDS, SEM FRAM FER Á VEGUM DEILDA R.K. i., UM LAND ALLT SMAMIÐAHAPPDRÆTTI RAUDA KROSSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.