Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1975
36 ára konu
er saknað
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Reykjavík hefur lýst eftir 36 ára
gamalli konu, Hrefnu Birnu
Kristinsdóttur, til heimilis að
Skólavörðustfg 29. Hefur ekkert
til hennar spurzt síðan um mið-
nætti aðfararnótt s.l. þriðjudags.
Hrefna Birna Kristinsdóttir er
167 sentimetrar á hæð, frekar
feitlagin og ljóshærð. Þegar síðast
sást til hennar, innarlega á
Hverfisgötu, var hún klædd
drapplitri kápu og bláum síðbux-
um. Þeir sem geta gefið einhverj-
ar upplýsingar um ferðir Hrefnu
Birnu frá miðnætti s.I. þriðjudags
eru beðnir að hafa samband við
rannsóknarlögregluna í Reykja-
vík.
Mikil sala í land-
búnaðarvörum 1
verzlunum í gær
MORGUNBLAÐIÐ hringdi I gær
í nokkrar verzlanir og spurðist
fyrir um það hvort sala á land-
búnaðarvörum hefði verið meiri
en venja er og fékk alls staðar
þau svör að svo hefði verið. Þó var
talsvert misjafnt, hve mikið hafði
selzt af smjöri eftir þvf við hvern
kaupmann varrætt við.sums stað
ar seldust upp allar smjörbirgðir
verzlunarinnar um hádegi og
annars staðar entust þær eitthvað
fram eftir degi. Öllum bar saman
um að óvenjumikil eftirspurn
hefði verið eftir kjöti og kjötvör-
um og talsvert var spurt um
nautakjöt. Yfirleitt eru þó ekki
afgreiddir heilir skrokkar af
kjöti f verzlunum á föstudögum,
þótt vfða sé það gert aðra daga.
Verzlunarstjóri, sem blaðið
ræddi við, skammaði Mbl. fyrir að
hafa birt fréttina um land-
búnaðarvöruhækkunina f gær.
Hann sagði: „Þið mynduð ekki
blaðamenn, birta slikar fréttir, ef
þið þyrftuð síðan daginn eftir að
Framhald á bls. 16
Stéttarsam-
bandið kann-
aði möguleika
á málshöfðun
SKRIF dagblaðsins Vísis um
landbúnaðarmál f vetur og vor
voru töluvert til umræðu á að-
alfundi Stéttarsambands
bænda, sem hófst að Laugar-
vatni f gær. í skýrslu formanns
sambandsins til fundarins
kom fram, að stjórn þess
ræddi þessi skrif oft á fundum
sfnum, og reyndi hún f fyrstu
að mæta þessum áróðri, eins
og skrif fyrrverandi ritstjóra
Vfsis eru nefnd f skýrslu for-
mannsins, með þvf að koma á
framfæri leiðréttingum og
svörum, bæði f blöðum og öðr-
um fjölmiðlum, en það bar
ekki „þann árangur, sem
vænta hefði mátt“. Þá sagði í
skýrslu formannsins, að
stjórnin hefði athugað ýmsa
möguleika, meðal annars að
stefna blaðinu fyrir atvinnu-
róg. Formaður stéttarsam-
bandsins, Gunnar Guðbjarts-
son, lauk máli sfnu um þennan
lið með þeim orðum, að „nú
hefði verið ákveðið að sá mað-
ur, sem stóð fyrir þessum
áróðri, hætti störfum við blað-
ið, og er þess að vænta, að
einhver breyting verði á þessu
efni f næstu framtíð". I um-
ræðum að lokinni skýrslu for-
manns ræddu nokkrir fulltrú-
ar á fundinum þessi skrif Vfs-
is. Voru þeir, sem til máls
tóku, á einu máli um, að hér
hefði verið um að ræða aðför
að fslenzkum landbúnaði og
þeim, sem við hann vinna.
Verð mjólkurlítra
verður 41 króna
Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
EINS og skýrt var frá f blaðinu í
gær tekur gildi á mánudag nýtt
verð á landbúnaðarvörum og
hækka þær allverulega. Hækkun-
in verður mest á nýmjólk og
smjöri eða um tuttugu prósent en
skyr sem ekki er niðurgreitt
hækkar minnst eða um 7%. Eftir
þessa hækkun verður smásölu-
verð mjólkur f einslftra pökkum
41 kr. pr. pakki en kostar f dag 34
kr.
Samkvæmt því verði sem taka á
gildi á mánudag kostar þá hver
lftri af mjólk í lausu máli 36 kr.,
mjólk í lftra plastpokum 40 kr. og
mjólk í tveggjalítra fernu 82 kr.
Verð á rjóma hækkar einnig og
kostar rjómi í kvarthyrnum eftir
hækkunina 110 kr. og rjómi f eins
lítra fernu 436 kr. Eins og áður
sagði hækkar skyr minnst en eftir
hækkunina kostar hvert kiló af
skyri pakkað eða ópakkað 118 kr.
í smásölu. Fyrsti flokkur af
smjöri kostar eftir hækkunina
612 kr. en annar flokkur 557 kr.
hvert kíló. Ostar hækka um
8—9% og kostar hvert kfló af
45% osti 601 kr. eftir hækkunina
Framhald á bls. 16
Smygluðu inn fíkni-
efnum fyrir 3,3 millj. 30 þúsund
gestir á
sýninguna
FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN er
langt kominn með rannsókn á
tveimur umfangsmiklum ffkni-
efnamálum, en þar er um að ræða
smygl á samtals 3'A kflói af hassi
og marihuana. Lætur nærri, að
söluverðmæti þess sé um 3,3
milljónir króna á því verði sem
verið hefur á svartamarkaðnum
undanfarið. 8 ungmenni eru aðal-
lega viðriðin þessi ffkniefnamál,
sem eru einhver þau stærstu sem
komizt hefur upp um hér á landi.
Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar
fíkniefnadómara er hér um að
ræða tvö aðskilin mál. í fyrsta
lagi smygl á 1H kílói af hassi frá
Kaupmannahöfn sem fleiri en
einn kom með flugleiðis hingað til
lands og f öðru lagi 2 kg af
marihuana sem einn aðili kom
með flugleiðis frá Bandaríkjun-
um. Ffkniefnunum var smyglað
inn í júlí og ágúst. Lögreglan
hefur aðeins náð í sína vörzlu 500
grömmum af hassinu og 100
grömmum af marihuana. Sam-
kvæmt þessum tölum hafa um
1000 grömm af hassi og 1900
grömm af marihuana komizt f um-
feró. Sagði Asgeir Friðjónsson f
samtali við Mbl. í gær, að næsta
verkefni Fíkniefnadómstólsins
væri að kanna hvert fíkniefnin
hefðu farið og hverjir hefðu stuðl-
að að dreifingu þeirra.
Eins og fyrr segir lætur nærri
að söluverðmæti fíkniefnanna sé
3,3 milljónir króna, en grammið
af hassi hefur undanfarið verið
selt á um 12oo krónur og grammið
af marihuana á 700—800 krónur.
Rannsókn þessara umfangsmiklu
mála hefur staðið yfir nú um
nokkurra vikna skeið enda mjög
tfmafrek. Mjög margir hafa verið
kallaðir fyrir og 4 úrskurðaðir f
gæzluvarðhald á meðan rannsókn
stóð sem hæst. Nú situr aðeins
einn maður í gæzluvarðhaldi.
„ÉG BÝST við þvf að tala sýn-
ingargesta sé nú farin að nálgast
30 þúsund,“ sagði Bjarni Ólafsson
framkvæmdastjóri Vörusýningar-
innar er Mbl. ræddi við hann f
gærkvöldi,
Sýningin virðist ætla að slá öll
fyrri met og hefur reyndar hver
einasti sýningardagur verið met-
dagur ef miðað er við fyrri vöru-
sýningar.
Fékk 30 punda
lax í Varmá
STÆRSTI laxinn, sem vitað er til
að veiðzt hafi á þessu sumri, kom
á land úr Varmá f Hveragerði í
gærmorgun, og vó hann rúmlega
30 pund. Það var Guðjón Jónas-
son frá Keflavik sem fékk þennan
fallega lax og átti hann sfzt von á
að fá svo stóran lax úr ánni, þar
sem áin er lítil.
Guðjón var á veiðum í Varmá í
gærmorgun og fékk hann tvo
laxa, sá minni var aðeins 4 pund.
Um 70 laxar hafa fengist í Varmá
í sumar.
Guðjón með laxana tvo. Það fer
ekki milli mála hvor Jaxinn er 30
punda.
Ljósm.Mbl.: Georg Michelsen.
Frá aðalfundi Stéttarsambandsins:
Metframleiðsla mjólkur
1 SKYRSLU formanns Stéttar-
sambands bænda, Gunnars Guð-
bjartssonar, á aðalfundi þess sem
hófst f gær á Laugarvatni kom
fram að á sfðasta ári jókst mjólk-
urmagn um 3% og heildar inn-
vigtun f mjólkurbúin f landinu
var tæplega 116 millj. kfló og er
það mesta mjólkurmagn sem
komið hefur til sölumeðferðar
nokkru sinni áður á einu ári.
Aukningin var nokkuð misjöfn og
hjá fimm búum var um samdrátt
Framhald á bls. 16
Blaðamaður
Þjóðviljans:
Eg hafði
rétt eftir Sveini
— nema um gamlingjann
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f
gær til Gunnars Gunnarssonar.
blaðamanns á Þjóðviljanum
vegna ummæla Sveins R. Eyj
ólfssonar, fyrrum fram
kvæmdastjóra Vísis, f viðtali
við Morgunblaðið f gær, þess
efnis, að Þjóðviljinn hefði haft
rangt eftir honum um sam-
skipti Kristins Finnbogasonar,
framkvæmdastjóra Tfmans, og
blaðamanns á Vfsi, og innti
blaðamanninn álits á þessum
ummælum Sveins.
Gunnar Gunnarsson kvaðst
hafa haft ummæli Sveins R.
Eyjólfssonar í samtali þeirra
rétt eftir, „nema þetta síðasta,
sem hann sagði, að hann hefði
ekki kallað Vísi gamlingjann.
Það er frá mér komið“, sagði
blaiðamaðurinn.
I Þjóðviljanum í gær birtist
viðtal við Þóri Jónsson, sem
sæti á i stjórn Reykjaprents,
hf„ útgáfufélags Vísis, og er
hann þar spurður álits á um-
mælum Sveins R. Eyjólfssonar
f fyrrgreindu viðtali þess efnis,
að útgefendur Vfsis beiti öllum
ráðum til að koma í veg fyrir
útgáfu nýs dagblaðs. Þórir
Jónsson segir: „Við viljum
fyrst og fremst og fyrir alla
muni halda rétti okkar. A hon-
um látum við ekki troða, að
öðru leyti teljum við það ekki
okkar mál hvernig aðstandend-
ur nýja blaðsins bjarga sér.
Hafi þeir einhvern rétt sín
megin nýta þeir hann að sjálf-
sögðu. Og á það verður að reyna
hver réttur þeirra er. Annars
erum við ekki verri en það, að
Jónas og Sveinn eru á Iaunum
hjá Vfsí við að gefa út nýja
blaðið."
Þá er Þórir Jónsson spurður
um samkeppni af hálfu hins
nýja dagblaðs og hann segir:
„Við óttumst hana ekki. Það
hefur gengið vel að ráða fólk í
stað þeirra, sem fylgdu Jónasi,
og við erum að sjálfsögðu glaðir
yfir þvf, að Sveinn skuli viður-
kenna, að hann ætli að gefa út
nýtt hægrisinnað blað. Við höf-
um og ætlum okkur framvegis
að gefa út frjálslynt og vfðsýnt
blað. Annars finnst mér, að allt
tal Jónasar og Sveins um frjálst
fréttablað sé svona álfka og ef
ég færi að segja fólki, að enginn
gæti framleitt bíla nema Ford.
Ég þekki Svein og Jónas ifla, ef
tilgangur þeirra með blaðaút-
gáfunni er annar en að þjóna
eigin hagsmunum og jafnvel
duttlungum. Annars er ágætt
að sem allra flestir ráðist í að
gefa út blöð til þess að fleiri
skoðanir komi fyrir augu les-
enda. Og alltaf er nóg af
óánægðu fólki í stjórnmála-
flokkunum til þess að fylkja sér
um nýjan vettvang."