Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1975 Maríanna fer á sjúkrahús Eftir Odd Brochmann Venjulega er Maríanna kát og glöð stúlka, en því er ekki^að heilsa þennan dag. Hún gengur hálf-volandi á götunni vegna þess að henni er svo illt í magan- um. Reyndar hefur henni verið illt í maganum í tvo daga. Auk þess agrar það Maríönnu að móðir hennar hefur týnt lítilli brjóstnælu úr gulli, sem hún er vön að hafa í barmi sér. Nælan hafði týnzt fyrir tveimur dögum. Verst er að móðir Maríönnu heldur að Maríanna hafi týnt henni, vegna þess að hún hefur stundum fengið hana að láni. Ekki er því að furða þótt Maríanna gangi þarna tárfellandi. Þá kemur Krag læknir á móti henni. „Nú, er þetta ekki Maríanna? Ekki sé ég betur.“ Hann þekkir hana því hann hefur læknað hana bæði af hettusótt og hlaupabólu. „Hvað er að sjá þig, barnið mitt. Þú hlýtur að vera veik. Komdu með mér inn á læknastofuna mína.“ í læknastofunni eru gömul og slitin húsgögn en þar er notalegt inni. Marí- anna liggur á brúnu leðurbekknum og Krag læknir þrýstir á magann á henni og spyr, hvort það sé sárt hérna. .. eða hérna? „Já,“ segir Maríanna í hvert sinn enda er það satt. Því alltaf verður að segja lækninum eins og satt er, þótt freistandi sé að sýna hreysti og dugnað. Svo mælir læknirinn Maríönnu. Þegar hann lítur á mælinn á eftir segir hann: „Hm.“ Hvers vegna fer hann svo í símann? Jú, hann hringir til móður Marfönnu til að segja henni að Maríanna verði að fara strax á sjúkrahús. Hann ætlar að panta pláss fyrir hana á Ríkissjúkrahús- inu í Ósló, því hann veit ekki, hvað að henni gengur. Ekki er það botnlanga- bólga heldur eitthvað dularfyllra. Og þvi er bezt að sjá um að hún fái þá beztu hjálp, sem völ er á. Sjálfur ætlar hann að panta fyrir hana far með flugvélinni, sem á að leggja af stað eftir tvo klukku- tíma. Þá er tekið til við að setja ofan i ferðatösku fyrir Maríönnu. Faðir hennar kemur heim með skemmtilegar bækur litblýanta, skæri og marglitan pappír. Maríanna á að taka það allt með sér á sjúkrahúsið. „Þetta getur tekið sinn tíma, veslingur- inn Htli“, segir hann. „Iss, það gerir ekkert,“segir Maríanna. Nú er hringt í landsímann og skeyti eru send svo skilaboðin frá Krag lækni komist í réttar hendur. Og þarna er stóra sjúflugvélin. Hún er komin að norðan og vaggar á bárunum í höfninni í Svolvær. Flugmaðurinn situr reiðubúinn í flugmannssætinu og aðstoðarflugmaðurinn við hlið hans. Og þarna kemur vélbáturinn. Um borð í honum eru pabbi og mamma og Krag læknir. Nú og auðvitað Maríanna. Því það er hún, sem á að fara með flug- vé^inni. Hin eru bara að fylgja henni. Maríanna er skyndilega komin hátt til lofts. Fyrst flýgur flugvélin yfir breiðan Vesturfjörðinn, síðan yfir marga smærri firði og eyjar og sker. Maríanna sér litla DRÁTTHAGI BLÝANTURINN Ég vil biðja kviðdómendur að færa sökudólgnum til „tekna“ að hann hefur sagt „Guð hjálpi yður,“ í hvert sinn sem ég hef hnerrað hér í dag. Mér leiðist allt þetta fólk nema sjálfur ég. Þó að þú hafir fengið kvefpest, ertu ekki orðinn langlegusjúkl- ingur. Þó að hann sé mikill sam- kvæmismaður er hann tæplega samkvæmishæfur. Þú hefur aldrei fyrr verið Læknirinn leggur áherzlu á svona fljótur að snúa öllum vös- gagnkvæmt traust hans og um við! ^ sjúklinganna. V Kvikmyndahandrit að morði Eftir Lillian O'Donnell C’ Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir 33 ekkert er nema fákænn kvik- myndahússtjóri að nafni Angelo Cuccinotta fá þessa mynd? Það eru mörg þúsund kvikmyndahús f New York. .. ja, nú skil ég sam- hengið, en þér skuluð vera vissir um að ég ÞARF ekki á slíku að halda! — Já, en hr. Cuccinotta .., reyndi David að skjóta inn f ein- tal hans. — En þessi herra Gibbon er nú kauði sem kann að koma fyrir sig orði. Hann útskýrði fyrir mér að hann gæti ekki leigt kvikmyndina neinum þeirra sem væru f sam- bandi við kvikmyndastjóra ... hamingjan má vita hver ástæðan fyrir þvf er. Kannski tæknimenn- irnir sem unnu við myndina séu ekki í stéttarfélagi ... hvað veit ég ...? Hann varð að gcra ein- hvers konar sérsamninga við sjálfsta*ðu kvikmyndahúsín og hann lofaði að ég myndi ekki lenda f neinu þrasi út af þessu. Ilann sór og sárt við lagði að ég væri eini maðurinn í New York sem fengi sýningarréttinn — eins og mér va-ri ekki sama, hara það væri enginn annar f hverfinu sem fengi eintak af myndinni. — Herra Cuccinotta, gæti ég ekki fengið að vita hvenær þessi Gihhon kom á yðar fund? reyndi David óþolinmóður aðspyrja. — Ilann hefur verið á eftir mér mánuðum saman. — Mánuðum saman? — Já, svo sannarlega. En bíðið nú við ... það var ekki fyrr en á mánudaginn að hann sagði mér að Marietta Shaw léki aðalhlut- verkið. — Hvers vegna í andsk. ... hafið þér ckki sagt mér það áður? spurði ég. — Vegna þess að þér hafið aldrei leyft mér að kom- ast að, sagði þessi erkidóni. En auðvitað breytti það viðhorfi mfnu að Marietta Shaw léki aðal- hlutverkið, þrátt fyrir allt er hún þekf't nafn. Endirinn varð sá að við urðum sammála um prufu- sýningu á mvndinni f gær. — I gær? Hafið þér sem sagt séð kvikmyndina? — Auðvitað. Haldið þér ég kaupi köttinn f sekknum? — Nei. Ég skil, sagði David. — Og það var sem sagt Marietta Shaw sem fór með aðalhlutverk- ið? — I eigin persónu! — Og myndin var fullgerð? — Fullgcrð? endurtók Cuecin- otta ringlaður. — Já, ég meina ... það var niðurlag á henni. — Ég skil alls ekki hvað þér eigíð við. David gafst upp við að halda efninu til streitu. — Ef þér hafið ekkert á móti þvf vildi ég gjarnan fá að sjá þessa mynd? — Alveg sjálfsagt. Hvað á ég að taka frá marga miða fyrir yður? — Ég vil fá að skoða hana núna. — Núna? Cuccinotta hallaði undir flatt. — Það hefði verið mér mesta ánægja að verða við þeirri beiðni, Link, en ég hef ekki cintak af henni núna. — Ætlið þér aö segja mér að Gibbon hafi tekið það með sér. —■ Já, sagði hinn mæöulega. — Hann sagðist ætla að sýna kvik- myndastjórum úr öðrum rfkjum myndina. — Hann hlýtur að hafa fleiri eintök af myndinni en eitt? — Tja, hver veit, sagði Cuccinotta og dró seiminn. Kannski var maðurinn að segja satt, kannski ekki. David gaf hon- um eitt tækifæri. — Hvar get ég náð í þennan Gibbon? — A Atlantis Hotel á West. 21. stræti, svaraði maðurinn að bragði. — Ég vona að þetta sé allt f lagi. Málið er klappað og klárt frá minni hálfu. Hann horfðl hálf kvfðafullur og spyrjandi á David. — Cuccinotta, þér verðið að gera yður ýmislegt Ijóst. Kona var myrt fyrir fáeinum dögum og ýmis blöö hafa skýrt rækilega frá morðinu. Samt sem áður viljið þér reyna að sannfæra mig að ÞAÐ sé ekki hin eiginlcga ástæða til þess að þér samþykktuð boð Gibbons! Og þér haldið einnig fram að þér hafið ekki séð neitt athugavert við það, þótt hann tæki eintakið af myndinni með sér aftur? Þér verðið að skiija Cuccinotta að þessi mynd er árfð- andi f morðmálinu og fyrr en ég hef séð hana get ég ekki svarað þvf til, hvort allt sé klappað og klárt hvað yður snertir, eins og þér komist að orði. Ef ég væri f yðar sporum myndi ég alténd hafa aðra mynd tilhúna til sýningar á föstudagskvöldið, svona til öryggis... 9. KAFLI. Fyrir innan dyrnar á hótelher- bergi Gibbons á Atlantisliótelinu heyrðist hávær rödd: — Það er mín bjargfasta sann- færing að kvikmyndina eigi að frumsýna samtfmís um allt land- ið. Röddin var ákveðin og bar vott um sjálfumgleði. Þessi maður hafði áreiðanlega vit á að tryggja eigin hag fram f rauðan dauðann, hugsaöi Davíd ósjálfrátt. — Nei, myndin er ekkert mis- lukkuð, hélt röddin áfram. — Én

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.