Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975 7 í--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Skáldskapur í Sovétríkjunum Steinn Steinarr sagði í blaðaviðtali (1956) eftir- farandi um skáldskap og listir i Sovétrikjunum: „Það, sem við köllum skáldskap og listir, á mjög örðugt uppdráttar i Sovét- rikjunum. Flokkurinn ákveður, hvernig mála skuli mynd, skrifa skáld- sögu og yrkja kvæði. Þetta kalla þeir sósial- realisma. Sömu lögmálum lýtur byggingarlistin Það er erfitt að hugsa sér auvirðilegri hégómaskap |----------------------- Steinn Steinarr, skáld. og andlausra tildur en sumar nýbyggingarnar i Moskvu, t.d. háskólann. Metro og fleira slikt. Fyrst heldur maður kannski, að verið sé að skopast að Viktoriutimabilinu brezka eða jafnvel Thorvaldsen gamla. En svo kemur það upp úr kafinu. að þetta er rammasta alvara, „listsmekkur sósial- ismans", gerið þið svo vell" Sósíalfasismi Um framkvæmd sósíal- ismans I Rússlandi segir hann m.a. i sama samtali: „Nei, ekki held ég það. Það er að minnsta kosti ekki sá sósialismi, sem okkur gömlu mennina eitt sinn dreymdi um. Ég held, að það sé einhvers konar ofbeldi, ruddalegt, and- laust og ómannúðlegt. — Og okkur svokölluðum Vesturlandamönnum myndi sennilega finnast það óbærilegt. Mér er að visu ekki fvllilega lióst, hvernig þessu er varið, en það er ekki sósialismi, það er miklu fremur einhver tegund fasisma. Kannski er þetta sá marg- umtalaði sósialfasismi, ef menn vita ennþá, hvað það orð þýðir." Leiðarinn í Þjóðviljanum Framangreindar til- vitnanir eru úr viðtali, sem varð tilefni til árása á skáldið i leiðara Þjóð- viljans. Þessum árásum svarar Steinn síðan með „orðsendingu til ritstjóra Þjóðviljans", sem birtist i Alþýðublaðinu 2. október 1956. Þar segir Steinn m.a: „Aðalritstjórinn skrifaði leiðara um málið og sannaði fljótlega með nokkrum vel völdum orð- um, að ég hefði selt „auðvaldinu" sál mina og sannfæringu." Þannig brást Þjóðviljinn við, sem bæði fyr og siðar, þegar komið er við hjartað i honum, sem að jafnaði slær austur á Volgu- bökkum. Steinn Steinarr er ekki eini listamaðurinn, sem trúði þvi i fyrstu, að draumarnir myndu ræt- ast um framkvæmd kommúnismans, en rak sig siðan á gagnstæðar staðreyndir raunveru- leikans. Hinir rósrauðu sovétdraumar breyttust i martröð, sem margur maðurínn hefur gengið i gegnum. Fróðlegt væri að vita, hver orð skáldið myndi viðhafa nú, ef hann væri á meðal okkar, um aðvaranir rússneska nóbelskáldsins Alex- anders Solxhenitsyns og annarra andófsmanna i Sovétríkjunum, sem hann af næmi sinu sá gegnum glansmyndir þær, en ferðamönnum vóru og eru sýndar í „sæluríkinu". Tónlistarhátíð ungmenna Tðniist eftir JÓN ÁSGEIRSSON Nú er lokið allsérstæðri tón- listarhátíð, Norsk-íslenzkri menningarviku, þar sem 100 ungmenni frá Noregi og íslandi fluttu gamla og nýja tónlist. Það verður ekki sagt, að íslenzkir áheyrendur hafi sýnt því unga fólki, sem telur sig eiga erindi við ánnars konar tónlist en afsiðandi dægurlaga- gaul, mikla athygli, — að mað- ur tali ekki nú um fjölmiðlana. Poppsíður blaðanna og frétta- auga sjón- og hljóðvarps hefði áreiðanlega fundizt það eitt- hvað til að bjástra við, ef 100 popparar frá Noregi, með til- heyrandi „græjum" og „stöffi“, hefðu lagt leið slna til íslands. „Ja, þá hefði verið stuð á gæjunum." Kynslóðabilið kem- ur sem sagt einnig þannig fram, að þau ungmenni sem aga hugsun sína við æðri tónlist og gangast undir margra ára þjálfunarok í hljóðfæraleik, eiga ekki samleið með poppsér- trúarflokkum unga fólksins. Það væri ef til ómaksins vert að fjalla lítillega um tónlist i uppeldi og mótun nútíma- mannsins, en að sinni verður að nægja að benda á, til skilnings á þessu efni, að með því að skipta um viðfangsefni, t.d. I stað tónlistar að fjalla um bók- menntir, flokka þær á sama hátt og tónlist og athuga feril þessara gæðaflokka í fjöl- miðlunum og fjölda neytenda, væri ef til vill hægt að skil- greina stöðu tónlistar í isl. menningarlifi. Hætt er við að mörgum þættu bókmenntir illa staddar ef búið væri að þeim í likingu við það sem gerist á sviði tónlistar. Sumarnámskeiðin I Elverum eru tilraun áhugamanna til að skapa ungu tónlistarfólki tæki- færi til að upplifa tónlist með jafnöldrum sínum, rjúfa þá félagslegu einangrun, sem oft fylgir ströngu tónlistarnámi, og gefa þeim tækifæri til að reyna sig við erfið viðfangsefni. Þetta er sem sagt bæði félagslega og menningarlega mikilvæg starf- semi og mætti benda hérlend- um áhugamönnum um vanda- mál æskunnar á, að slík starf- semi gæti I framtíðinni orðið mikilvægur þáttur í æskulýðs- starfi, jafnvel þótt í minna mæli væri en hjá Norðmönn- um. Þó að hérlendis yrði komið upp sumarskóla I tónlist þyrfti það ekki að hefta samstarf við frændur vora, þvert á móti ætti það að örva menningarsam- skipti okkár við þá og aðrar þjóðir. Tónlistarhátiðinni lauk með glæsilegum tónleikum i Háskólabíói. Fyrsta verkið á tónleikunum var Sinfónietta 1973, eftir Herbert H. Ágústs- son. Verkið er vel samið, en var ef til vill ekki nægilega skýrt mótað I flutningi. Að frum- flytja tónverk er eins og að feta ótroðnar slóðir. Leikur sveitar- innar var mjög góður í píanó- konsert Mozarts, enda eru hljóðfæraleikararnir þar hag- vanir. Þessi konsert sem er þekktur hérlendis vegna þess að upphaf hæga kaflans hefur verið notað i sjónvarpsauglýs- ingu, er í C-dúr, K. 467. Einleikari var Gísli Magnússon píanóleikari. Leikur Gisla var mjög fallegur á köflum og sam- spil við sveitina i góðu jafn- vægi. Það er blátt áfram sóun á verðmætum að starfskraftar manna eins og Gisla skuli ekki vera nýttir betur með skipu- lögðu tónleikahaldi. Eftir Egil Hovland var leikið Fanfare og koral, áheyrilegt verk, en tón- leikunum lauk með annarri sinfóníunni eftir Brahms. Karsten Andersen er góður stjórnandi, en ef til vill einum of mjúkhentur. Eftir því sem ráðið verður af starfi hans hér- lendis, virðist listviðhorf hans mótast af sterkri þörf til að laða fram það fagra en að hann leggi minna upp úr oddskörpum andstæðum. Þetta viðhorf var að dómi undirritaðs undir- tónninn í túlkun hans á 2. sinfóníunni. Margan lærdóm getum við tslendingar dregið af kynnum við þá menn og þær konur, sem unnu að þessari tón- listarhátið og væri vert að fjalla um þessa starfsemi, því að al- menningur og jafnvel tónlistar- menn eru ótrúlega illa upplýst- ir um möguleika á þessu sviði. Fjárskortur er áreiðanlega ekki sú hindrun er erfiðast yrði að yfirstíga, heldur innilokun, hugmyndaleysi og hræðsla. Frá tónleikunum LIÐINN TÍMI KVADDUR Fáein orð í minningu Guðrúnar frá Lundi GUÐRUN frá Lundi átti að baki sérstæðan feril sem rithöfundur. Strax og hún varð skrifandi, barnið, hóf hún að færa í letur sögur og hélt þvi áfram öll sín ungmeyjarár. Þegar hún svo giftist, rösklega tvitug, kvaddi hún bernskubrekin og varpaði á eld handritum sínum, öllum nema einu — frumdrögum að Dalalifi. Erfið búskaparár við nauman efnahag fóru í hönd — að sóa tíma til skrifta hefði ekki þótt heiðvirðri bóndakonu sæmandi og síikt eftirlæti við sjálfa sig mun þá ekki heldur hafa hvarflað tvennt höfuðmáli: annars vegar atgervi og persónutöfrar, hins vegar auður og völd og álit annarra. En það vildi ekki alltaf fara saman, ástin spurði ekki um ætt, hreppstjóratitil eða krónur í handraða og af því spunnust sögu- efnin. Yfir sérhverri lífshræring vakti svo hæstiréttur almennings- álitsins þar sem vörn og sókn fór gjarnan fram yfir kaffibolla í bað- stofu eða eldhúsi. Þannig vofu söguefni Guðrúnar ekki aðeins sprottin upp úr daglegu lífi, held áttu þau Jika sterka stoð í daglegu tali fólksins á uppvaxtar- árum hennar, það er að segja Guðrún frá Lundi. að Guðrúnu. Komin á sextugs- aldur fluttist Guðrún með manni sinum úr sveit í kaupstað. Dag- legum heimilisstörfum fækkaði, tími gafst aftur til ritstarfa. Og þá var lika tekið til óspilltra málanna. Dalalif var dregið fram, aukið og umskrifað, og kom fyrsta bindið út 1946, en þá var Guðrún orðin fimmtíu og niu ára. Bókin sú auglýsti sig sjálf og barst hróður 'hennar undrafljótt frá manni til manns. Frá þeim tíma tjóaði engum að keppa um hylli lesenda við þessa rosknu og ger- samlega óþekktu konu sem vakti ekki meiri athygli á persónu sinni en svo að menn héldu jafnvel fyrst að bókin væri gefin út undir dulnefni. Þar til í ljós kom að höfundurinn var aðeins venjuleg húsfreyja norður á Sauðárkróki, en hafði brugðið á það ráð að kenna sig við bernskuheimili sitt, bæinn Lund í Stíflu í Fljótum. Síðan rak hver bókin aðra, bók á ári meðan aldur og heilsa entust og alltaf efst á metsölulista, einnig fremst á útlánaskrám bókasafna. Skáldsögur Guðrúnar frá Lundi hafa alltaf verið lesnar af öllum aldursflokkum en höfða mest til eldri kynslóðarinnar sem ólst upp i sveitum landsins fyrir daga tækni og samgöngualdar. Hinar gifurlegu vinsældir sagnanna má meðal annars rekja ti! þess að þær voru skrifaðar í þeim frásagnarstil, sem hver og einn hafði vanist frá barnæsku, hinum hefðbundna breiða skáldsagnastíl sem mótaðist í Evrópu á nítjándu öld og náði hér mestri hæð með Heiðarbýlissögum Jóns Trausta. Söguefni sótti Gúrún í sveita- líf eins og hún minntist þess frá uppvaxlarái um sinum, varði ekki of miklu rúmi til að útlista hversdagslega lifsbaráttu sem engum þótti þá heldur frá- sagnarverð en rakti þeim mun nákvæmlegar þræði tilfinninga- lífsins og sagði fyrst og fremst sögu þeirrar baráttu sem háð var milli ætta og einstaklinga vegna ástar og makavals. Sú barátta var oft háð öllu meira leynt en ljóst, en Guðrún lýsti hvoru tveggja af jafnmikilli innlifun: því sem fram fór í hugskotinu og eins hinu sem látið var í ljós með orðum eða látæði, í þeirri streitu skipti þeim umræðuefnum sem þá þóttu raunverulega „söguleg". Guðrún frá Lundi skrifaði um fólk og atburði horfinna tíma sem voru henni kærir og því hvilir yfir sögum hennar ljúfsár blær saknaðar og minninga. Hún rifjaði upp endurminningar heillar kynslóðar og gaf jafn- öldrum sínum endursýn inn í draumalönd liðinnar æsku. Fyrir það galst henni eins rausnarlega og hún átti skilið: bækur hennar voru lesnar, upplifðar og dáðar. Og margur mun hugsa til skáld- konunnar með virðing og þakk- læti þegar hún nú hverfur af sjónarsviðinu að lokinni langri og athafnasamri starfsævi. Erlendur Jónsson. Heyskap lokið á Grímsstöðum Grímsstöðum 29. ágúst HEYSKAP er lokið að fullu meö mjög góðri nýtingu heyja. Hey- fengur er í meðallagi, öll raklend tún spruttu vel, en þurrlend tún voru léleg, t.d. átta hektara tún brást alveg. Er það tilfinnanlegt tjón fyrir tvo unga bændur sem höfðu það á leigu og báru á það fullkomið áburðarmagn. Fyrning- ar voru með minna móti í vor, eftir mjög harðan vetur. Af þess- um sökum þurfa bændur að kaupa hey og munu flestir vera búnir að tryggja sér það. Júlí og ágúst var samfellt sól- skinstímabil, af seim sökum brunnu sum tún vegna ofþurrks. Umferð hefur vertð mjög mikil, vegir slæinir, og lftið hefur verið hægt að hefla vegna þurrkanna. Göngur hefjast um miðjan sept ember og að óbreyttri tið verða það mjög erfiðar göngur, þar sem féð er dreift um allar heiðar. Snjóa leysti mjög seint á heiðum og þar hefur verið að gróa í allt sumar. Ekkert vitum við um væn- leik fjárins, en menn gera sér góðar vonir. Benedikt. AICI.VSINOASIMINN KK: ^22480 J Jllovgimlilntiiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.