Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975 Othar Ellingsen Aldarminning Meðal margra norskra athafna- manna, er fyrr og síðar hafa unnið íslenzku þjóðinni mikiö gagn, var Othar Ellingsen, sem verður minnzt hér í stuttu máli, en nú er rétt öld liðin frá fæðingu hans. Othar Peter Jæger Ellingsen, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Nyrðri-Krókey í Naumu- dal 30. ágúst 1875. — Voru for- eldrar hans Elling Ellingsen skip- stjóri og kaupmaður og kona hans, Emilie, fædd Hemmingsen. Sextán ára gamall hóf hann nám í skipasmíði og lauk því með góðu prófi fjórum árum síðar. Dugnaður og framtaksvilji hins unga manns sagði fljótt til sín, því að strax að námi loknu setti hann á stofn bátasmíðastöð f heimahög- um sínum og rak, unz hann varð forstöðumaður skipasmíðastöðv- arinnar í Kristjánssundi alda- mótaárið. Á bátasýningu meiri háttar í Þrándheimi 1896 hlaut hann silfurverðlaun fyrir björgunar- bátinn „Liv“, sem var ósökkv- andi. Var það ekkert smáafrek af rúmlega tvítugum manni, og varð til þess að hann fékk rfkisstyrk til að sækja heim alþjóðasýninguna í Stokkhólmi árið eftir, enda hafði hann hlotið beztu meðmæli Fisk- veiðifélagsins f Þrándheimi, sem lét gera líkan af björgunarbátn- um, og er það geymt í Sjóminja- safninu þar í borg. Á vissan hátt er brotið blað í ævisögu Ellingsens árið 1903. Þá réðst það, að ísland fékk að njóta lífsorku þessa mæta og mikilhæfa manns. En tildrög hingaðkomu hans voru þau, að Slippfélagið í Reykjavfk vantaði góðan for- stöðumann. Rekstur félagsins hafði gengið erfiðlega. Ifelzti ráðamaður þess var sá landskunni maður Tryggvi Gunnarsson al- þingismaður og bankastjóri. Ilann er á ferð í Noregi og ræður Ellingsen til starfsins. Mörg ráð Tryggva reyndust holl og happa- sæl, og þegar það er haft í huga, skal þessu ekki gleymt. 27. febrúar 1903 kvænist Elling- sen heitmey sinni frá Kristjáns- sundi, Marie Johanne, fædd Berg. Skömmu eftir brúðkaupið leggja ungu hjónin í sína löngu ævin- týraferð, til ókunns Iands langt í norðurhöfum. Ferðin tók langan tíma, eins og samgöngum þá var háttað. Og köld var aðkoman, er þau lentu hér við Reykjavík í norðangarði í marzmánuði og voru flutt til lands í uppskipunar- báti. En brátt eignuðust þau góða vini hér og festu rætur. Varla hafa þau þá gert ráð fyrir þvf, er þau héldu að heiman, að þau mundu ala allan aldur sinn hér á íslandi, því að „römm er sú taug Ellingsen sneri sér þegar að verkefnunum, sem biðu hans, af þeím eldmóði, kjarki og krafti, sem fáum er gefinn. Með dugnaði, ráðdeild og stjórnsemi éfldi hann Slippfélagið til nýrra dáða. Af þekkingu sinni og reynslu miðlaði hann fákunnandi iðnaðar- og verkamönnum, vakti þá til sjálfs- trausts og vaxandi ábyrgðartil- finningar. Vandvirkni og traustur bátaút- búnaður lá honum á hjarta. Líf sjómannsins varð að tryggja eftir þvf sem í mannlegu valdi stóð. Mun ekki ofmælt að langt starf hans við Slippinn hafi bjargað mörgum mannslífum, svo traust og nákvæm var smíði hans og eftirlit hans strangt með öllu, jafnt smáu sem stóru. Árið 1916 setti Ellingsen verzlun á fót hér í bæ og fór stillt af stað. En við fyrirhyggju hans og styrka stjórn varð hún blóm- legt fyrirtæki, sem naut hvar- vetna trausts og álits fyrir vöru- vöndun, áreiðanleika og reglu- semi. Ellingsen var maður haldin- orður. Allt sem hann lofaði stóð eins og stafur á bók. Mest verzlaði hann með veiðar- færi og aðrar útgerðarvörur í fyrstu, en færði síðan út kvíarnar og fór inn á ný vörusvið. — Um langt skeið var hann umboðs- maður færeyskrar útgerðar hér við land, birgði upp báta Færey- inga af nauðsynjavörum og sá um viðgerð á þeim, er þörf knúði. — Vera má, að Ellingsen hafi verið strangur húsbóndi, hann heimtaði hræringu og líf í kringum sig. En strangastur var hann við sjálfan sig, svo að oft vann hann fram á nætur og gaf sér ekki nema nauman matar- tíma. Hann var hvatur á fæti, eins og hann væri alltaf að flýta sér. Verkefnin voru ærin. — Þó að hann væri kröfuharður, var hann sérlega vinsæll af starfsfólki, og hjúasæll með afbrigðum. Er Ellingsens missti við fyrir aldur fram, 12. janúar 1936, þá sextugur, tók sonur hans og nafni við stjórn verzlunarinnar og hefur rekið fyrirtækið með sama myndarbrag og faðir hans. Norðmannafélagið hér í Reykjavík átti hauk í horni þar sem Ellingsén var og kona hans. §æmdi félagið hann fögru heiðursskjali. Vera má, að þeir sem þekktu Ellingsen lítið eða ekki hafi talið hann harðlyndan. En ekkert var fjær sanni. — I skaphöfn hans voru samofin skörp greind, vilja- styrkur og heitar, viðkvæmar til- finningar. Hann var maður hjartahlýr og fullur mannúðar gagnvart öllum, er voru ósjálf- bjarga eða minni máttar. Er það ómælt sem hann og hans góða kona lögðu fram þeim til hjálpar, þó að hátt hafi ekki farið. — Hann var velgjörðarmaður fá- tækra námsmanna, er minnast hans f djúpri þökk. Heimili þeirra Ellingsenshjóna við Stýrimannastig var ekki aðeins rausnar- og mannúðar- heimili, heldur menningarheim- ili, norskt og íslenzkt í senn. í stuttu máli sagt fyrirmyndar- heimili, sem frú Marie hafði mót- að af ljúfmennsku og lífsgleði og næmum smekk. Er hún enn á lífi, á 94. aldursári. Föðurlönd hans voru tvö. Hann unni íslandi af heilum hug og vildi veg þess sem mestan. Bar í brjósti rikan metnað fyrir hvers konar framförum þess, og lagði fram sinn stóra skerf til þeirra. — En tilfinningarnar sögðu til sín, er sögu Noregs bar á góma og minnzt var norskra afburðar- manna, er leiddu hann til frelsis, eða þá, ef sungin voru norsk ætt- jarðarljóð, eins og: Ja, vi elsker dette landet, Gud signe vort dyre fædreland, Nár fjordene bláner. Þá hrundu oft tár af hvörmum þessa sterkbyggða karlmennis, svo að enginn gleymir sem var vottur að þvi. Ellingsen var maður höfðing- legur og svipmikill, einarður og vasklegur I framkomu. Mikill um herðar og hafði krafta í kögglum. Þó að segja megi, að hver sé sinnar gæfu smiður er eitt víst, að hans ágæta kona, sem hann mat svo mikils, átti drjúgan þátt í henni, enda var honum það ofur- ljóst. — Þeim hjónum varð sjö barna auðið. Öll glæsileg og gædd kostum góðra og gáfaðra foreldra. Eru f jögur þeirra á lifi. Othar Ellingsen var sæmdur norsku St. Ólafsorðunni 1933. Sigurjón Guðjónsson. „MIKLAR cfnahagslegar fram- farir eiga sér nú stað f Brasiliu, sem gera það að verkum að landið er að ganga f gegnum miklar breytingar og um- byltingar," sagði J.O. de Meira Penna sendiherra Brasilfu á ís- landi f samtali við Morgunblað- ið. De Meira Penna hefur dvalizt hér að undanförnu en hann hefur aðsetur í Osló. Hann hefur verið tíður gestur á Islandi sfðan hann afhenti for- seta íslands trúnaðarbréf sitt þar til í fyrra. Verðbólgan komst niður í 15% á ársgrund- velli 1973. Hins vegar jókst hún eitthvað í fyrra vegna orku- kreppunnar. Stafaði það aðal- lega af því að Brasilía er svo mjög háð innfluttri olíu, enda fimmta mesta olíuinnflutnings- land í heimi. Olían er svo stór þáttur í athafnalífi landsins, eins og t.d. samgöngum, að mikil hækkun á henni hlaut að endurspeglast í almennu verð- lagi. stuðlað að miklum vexti bæði í landbúnaði og iðnaði og að nú væri unnið hörðum höndum að innri uppbyggingu eins og sam- göngum. „Framleiðsla landbúnaðarins hefur aukizt mikið og er það mikið aukinni fjölbreytni að þakka. Kaffi er nú ekki lengur stærsti þátturinn í landbúnaðar framleiðslu okkar heldur soya- baunir. Þá hefur hveitifram- leiðsla þrefaldazt síðan 1968 og „Dœmið okkur ekki eftir fortíðinni” a Rætt við sendiherra Brasilíu á Islandi fyrir einu og hálfu ári. 1 þetta sinn notaði Morgunblaðið tæki- færið og rabbaði við sendiherr- ann um þróun mála f Brasilfu en þó fyrst og fremst um efna- hagsmál og það, sem kallað hef- ur verið „brasilfska undrið“. „Það hefur orðið mikil breyt- ing á efnahagsmálum okkar“, sagði de Meira Penna. „Upp úr 1960 var ástandið erfitt vegna mikillar verðbólgu. 1964 komst hún upp í 12% á mánuði. Stöðnunarbólga eða verðbólga án vaxtar, sem kom á eftir gerði þó vandamálin erfiðari. Það varð því ljóst að til þess að efnahagur landsins kæmist á réttan kjöl yrði að draga úr verðbólgu. Reynt var að draga úr þenslu og ólin var hert á flestum sviðum. Höfundur þessarar stefnu var Roberto Campos, sem þá var áætlunar- ráðherra, en er nú sendiherra í London, en hún var fram- kvæmd af Delfim Neto, sem var fjármálaráðherra 1967 — 73 en er nú sendiherra f París Mprtoi aðgerða, sem hann greip til, var að halda launahækkunum í skefjum. Þessi stefna var ákaf- lega óvinsæl en hún bar góðan árangur. Frá 1968 hefur hag- vöxtur verið frá 9 til 11% á ári, Annað atriði, sem fór úr- skeiðis vegna orkukreppunnar var greiðslujöfnuðurinn, sem varð mjög óhagstæður, eða nánar tiltekið um 4 milljarða dollara. Við fluttum út fyrir 8 milljarða í fyrra en inn- flutningurinn varð 12 milljarðar dala. Mismunurinn var jafnaður út m.a. með erlendri fjárfestingu og lánum. Stjórnin stefnir nú af ein- drægni að þvi að koma lagi á greiðslujöfnuðinn með því að annars vegar að auka út- flutningsverðmæti upp í 10 milljarða dala og hins vegar með því að draga úr inn- flutningi með höftum og toll- um, og meðal varnings, sem þar fellur undir óþarfa lúxus er þorskur frá Islandi. En samhliða þessu verður að draga úr verðbólgunni með því að herða ólina og ef vel tekst sjáum við fram á 7% hagvöxt á þessu ári, sem er með þvf bezta sem gerist f heiminum eins og efnahagsástand nú almennt er.“ Aðspurður um hvernig Brasilía gæti náð svo miklum hagvexti, sagði de Meira Penna að rikisstjórnin ynni eftir mjög stórhuga áætlunum, sem hefðu Brasilía er að verða eitt mesta sykurútflutningsland í heimi. Þá vonumst við til að geta aukið kjötútflutning verulega frá sveitunum allt'frá Rio Grande do Sul til Mato Grosso í Amason. Herfurnar i land- búnaðinum eru því mjög góðar, enda njótum við beztu Iand- kosta hvort sem er til ræktunar eða kjötframleiðslu. En aukning iðnaðarfram- leiðslu hefur þó verið meiri, og á það sérstaklega við um bif- reiðaiðnaðinn. Á meðan dregið hefur úr bflaframleiðslu ann- ars staðar hefur orðið veruleg aukning f Brasilíu, sérstaklega hjá Volkswagen verksmiðjun- um. Að jafnaði hefur aukning- in í þessum iðnaði verið 15% á ári. Mest af þessu fer á innan- lands markað, það eru til dæmis fleiri Volkswagen bflar í Brasilíu en bílar af öllum gerð- um í Sovétríkjunum. En út- flutningur er þó mikill, bæði til Amerfkuríkja og Afríku. Þá hafa bæði Ford og General Motors komið upp verksmiðj- um, sem framleiða vélar, sem eru svo fluttar út til Bandaríkj- anna og settar í bíla framleidda þar. I öðrum greinum iðnaðar hefur einnig orðið mikill vöxt- ur, sérstaklega í stáli og skipa- smíðum og nú keppum við við Ástralíumenn um hverjir verða mestu útflytjendur á járngrýti. Núverandi ríkisstjórn leggur mikla áherzlu á uppbyggingu samgangna, og þá sérstaklega með strandferðaskipum og járnbrautum, sem hafa verið vanræktar. Er stefnt að því að hlutfall þeirrar vöru, sem flutt verður með járnbrautum, hækki úr 16% í 32% um 1980. Þá verður einnig gert mikið átak f hafnargerð og skipastóll- inn verður margfaldaður, þann- ig að Brasilía verður ein af mestu siglingaþjóðum í heimin- um fyrir lok þessa áratugar. Nú þegar hafa verið gerðir samningar um smíði skipa sem eru 6,5 milljón tonn að stærð samanlagt. Við þetta ætti að draga úr vöruflutningum með bflum, en 70% af öllum vöru- flutningum í Brasilíu eru með flutningabílum. Vöru- flutningar ættu því að geta orð- ið mun hagkvæmnari.“ Aðspurður um hvað brasilísk- ur almenningur bæri úr býtum þegar svo miklar efnahagslegar framfarir ættu sér stað, sagði de Penna Meira að Brasilíu- stjórn væri ljós fátækt mikils hluta þjóðarinnar, fólks sem De Penna Meira — miklar efnahagslegar framfarir. dvelst í fátækrahverfum borg- anna og lifir á skordýrum, sem það grefur upp úr jörðinni, vandamál milljón fólks, sem þjáist af hitabeltissjúkdómum, og að 400 þúsundir barna deyja árlega vegna skorts á umönnun og hreinlæti. „Þetta er hræðilegt," sagði hann, „en dæmið okkur ekki eftir fortíðinni heldur eftir því sem verið er að gera til að út- rýma slíku ástandi. Það er meðal annars gert með því að auka atvinnu. Sá hagvöxtur, sem við höfum náð hefur í för með sér að á hverju ári verða til ein milljón og þrjú hundruð þúsund ný störf. Og nú er meira að segja orðinn skortur á vinnuafli í Sao Paulo. Ekkert land í hinum vestræna heimi getur státað sig af jafn hraðri aukningu atvinnu. Erlendir gagnrýnendur hafa réttilega bent á það að lágmarkslaun eru mjög lág, en þeir ættu að hafa það í huga að almenn atvinnu- aukning er grundvallarskilyrði fyrir félagslegum umbótum. Hugsjónir um jöfnuð eru góðra gjalda verðar, en þær leysa ekki brýnustu vandamál stórs þróunarlands, nema þá kannski með þegnskylduvinnu, einræði eða nauðungarvinnu. Við viðurkennum að vaxtar- verkirnir eru ákaflega sárir, en við verðum að leggja þá á okk- ur. Við erum að ganga í gegn- um þróunarskeið, sem Vestur- lönd þurftu óhjákvæmilega að ganga í gegnum á sínum tíma. ÖIl Evrópulönd hafa haft við svipuð vandamál að glíma og við jafnvel enn meiri, til dæmis Englendingar, eins og sjá má af kolabæjum Dickens-Englands. En eins og Roberto Campos, fyrrverandi áætlunarráðherra, réttilega benti á, þá er fátækt smábænda, sem ekki hafa getað aðlagað sig efnahagskerfinu, mun alvarlegra vandamál en laun verkamanna í borgum. Það er höfuðnauðsyn, að betur verði búið í haginn fyrir þá og menntun, heilbrigðisþjónusta og húsnæði verði bætt. Ótíma- bærar kauphækkanir þeirra, sem nú hafa atvinnu, Ieiða ekki til annars en verðbólgu og efna- hagslegrar afturfarar,“ sagðí de Penna Meira að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.