Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975 ® 22*0*22- RAUÐARÁRSTIG 31 /p- BILALEIGAN '] '&lEYSIRó CAR Laugavegur 66 2: RENTAL 24460 | ^ 28810 n Utvarp og stereo. kasettutæki FERÐABÍLAR H.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibilar — hópferðabilar. BÍLALEIGAN MIÐBORG hf.1 sími 1 9492 Nýir Datsun-bílar. Bíleigendur ath: Höfum á boðstólum mikið úrval af bilútvörpum, segulböndum, sambyggðum tækjum, loftnets- stöngum og hátölurum. ísetningar og öll þjónusta á staðnum. TÍÐNI H.F. Einholti 2 s: 23220 _ _ vt _______„ SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M/S Esja fer frá Reykjavík þriðjudaginn 2. september vestur um land í hringferð. Vörumóttaka:*föstudag og mánu- dag til Vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, og Borgarfjarðar eystra. Hugheilar þakkir til barna og annarra sem hafa heimsótt mig á afmælisdaginn. Guð blessi ykkur öll. Sigurrós Jóhanns- dóttir. AUdl.VSINt.A.SIMINN Klt: 22480 JRerXSitnþtntiiti Styrkur til söngnáms VEITTUR verður á næstunni styrkur úr Styrktarsjóði Kjartans heitins Sigurjónssonar frá Vfk f Mýrdal. Sjóðurinn hefur starfað frá árinu 1945 og aðstoðað nokkra af okkar ágætu söngvurum í námi. Eftirfarandi aðilar hafa notið aðstoðar sjóðsins: Árni Jónsson, Erlingur Vigfússon, Sigurveig Hjaltested og Sigrún Magnúsdóttir. Nú eru fyrir hendi kr. 100.000,00 til styrkveitingar. Umsóknir um styrk til söngnáms berist Báru Sigurjónsdóttur, Austurstræti 14, fyrir 15. sept. — Minningarkort sjóðsins fást í verzluninni Hjá Báru, Austur- stræti 14. Útvarp Reykjavik L4UG4RD4GUR 30. ágúst MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jönsdóttir les söguna „Sveitin heillar" eftir Enid Blyton (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. kl. 10.25: „Mig hendir aldrei neitt“, umferðarþáttur Kára Jónas- sonar (endurtekinn). Óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.00 A þriðja tímanum. Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Islandsmótið í knatt- spyrnu, fyrsta deild: KR— IBV Jón Ásgeirsson lýsir sfðari háifleik á Laugardals- velli. 15.45 I umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þættin- um. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.30 Hálf fimm. Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Popp á laugardegi, Hulda Jósefsdóttir sér um þáttinn. 18.10 Síðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftfminn. Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, sem fjallar um frfmúrara- regluna. KVÖLDIÐ 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Á ágústkvöldi Sigmar B. Hauksson sér um þáttinn. 21.15 Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu. 21.45 „Hið gullna augnablik" Edda Þórarinsdóttir leik- kona les ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 30. ágúst 1975 18.00 íþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir I vanda Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 20.55 JanisogLinda Systurnar Janis Carol Walk- er og Linda Christine Walker syngja nokkur lög í sjónvarpssal. Undirleik annast Ari Elvar Jónsson, Árni Scheving, Gunnar Þórðarson, Halldór Pálsson, Rúnar Georgsson og (Jlfar Sigmarsson Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 21.15 Brasilfa Frönsk fræðslumynd um hina nýtískulegu höfuðborg brasilíumanna, skipulagn- ingu hennar og llfið I borg- inni. Þýðandi Ragna Ragnars. Þuiur Ólafur Egilsson. 21.40 Ofurkapp (Fear Strikes Oiit) Bandarfsk biómynd frá árinu 1957, byggð á raunverulegum atburðum. Leikstjóri Robert MiIIigan. Aðaihlutverk Anthony Perk- ins, Karl Malden, Norma Moore og Adam Williams. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Jim Piersall er efnilegur fþróttamaður. Sjálfur er hann að vfsu metnaðargjarn, en þó er það einkum faðir hans, sem hvetur hann til að stunda æfingar af kappi og setja markið hátt. Þar kemur að lokum aö ákafi föðurins verður meiri en svo að pilturinn ráði við það, sem af honum er krafist. 23.20 Dagskrárlok árum. Janis Carol hefur sungið með ýmsum hljómsveitum og Linda syngur nú með Hauki Morthens og félögum hans. Hins vegar munu þær ekki hafa komið fram saman fyrr. Egill Eðvarðsson sem stjórn- ar upptöku sagði að lögin sem þær flyttu f kvöld væru „standard" lög en ekki framúr- stefnumúsík. Þeim til aðstoðar eru hljóðfæraleikararnir Ari Elvar Jónsson, Árni Scheving, Gunnar Þórðarson, Halldór Pálsson, Rúnar Georgsson og (Jlfar Sigmarsson. Kvikmynd með Malden og Perkins í kvöld (Jr laugardagsmyndinni „Ofurkapp", sem sýnd verður í sjónvarpinu kl. 21.40 f kvöld. KVIKMYND kvöldsins heitir „Ofurkapp“ f íslenzkri þýðingu, en upphaflegur bandarískur titill hennar er „Fear strikes out“. Myndin er gerð á árinu 1957 og leikstjóri er Robert Mulligan. Mulligan er þekktur leikstjóri og þykir hafa sérlega næmt auga fyrir smáatriðum í uppbyggingu persóna sinna og takast oft vel upp. I kynningu um myndina segir að hún sé byggð á raunveruleg- um atburðum og efni er í stór- um dráttum að Jim Piersall er efnilegur íþróttamaður. Hann er metnaðargjarn, en þó er það umfram allt faðir hans sem eggjar hann til æfinga ogtil að setja markið hátt. Verður ákefð föðurins að lokum svo mikil að pilturinn rís ekki undir því sem af honum er krafizt. Með aðalhlutverk fara Antony Perkins , Karl Malden, Norma Moore og Adam Williams. SYSTURNAR Linda og Janis Carol Walker syngja nokkur erlend lög f' sjónvarpssal ( kvöld. Systur þessar eru hálf íslenzkar og hafa getið sér nokkurt orð fyrir söng á sfðustu AKUREYRINGAR í ÞÆTTI PÁLS HEIÐARS í DAG PÁLL Heiðar Jónsson bregður sér til Akureyrar með þátt sinn „Á þriðja tfmanum“ í dag og fær fjóra Akureyringa til skrafs og ráðagerða f þætti ERF" HQ8 . HEVRR! 3 sínum. Þeir eru Sofffa Guð- mundsdóttir, bæjarfulltrúi, Sigrún Stefánsdóttir, ritstjóri Islendings, Bárður Halldórs- son, menntaskólakennari og Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari. Sagði Páll að ekki yrðu fleiri þættir „á þriðja tímanum" sendir út beint utan af landi, en á Akureyri væri svokölluð „að- staða" í samkomusal gamla barnaskólans fyrir slíkt. Samanstæði sú „aðstaða" af nokkrum hlerum, sem reisa mætti upp á rönd og súðarher- bergi væri fyrir lágvaxinn tæknimann, sem gæti hafzt þar við, boginn þó. Aftur á móti væri þarna ágætur hljóm- burður. Páll Heiðar taldi afleitt að hvergi annarsstaðar væri að- staða utan Reykjavíkur til upp- töku innanhúss. Þættir Páls Heiðars hafa verið hvern laugardag í sumar og verður síðasti þátturinn þann 20. september eða um það bil sem sumardagskrá lýkur. Sagði Páll Heiðar að' sérstak- lega hefði verið ánægjulegt að vinna að þessum þáttum með mörgu gagnmerku fólki, sem verið hefðu gestir hans, og von- aði hann að áheyrendur hefðu og haft nokkra gleði af þeim. Páll Heiðar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.