Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975
15
Bragi Ásgeirsson:
HÚSVERND
UNDANFARNAR vikur hefur
staðið yfir mjög athyglisverð
sýning í sýningarsölum Norræna
hússins, sem haldin er í beinum
tengslum við Húsfriðunarár
Evrópu. Að sýningunni standa
Norræna húsið, Torfusamtökin og
Þjóðminjasafnið. Auk þess getur
að líta i innri sal farandsýningu
frá Norræna sýningarráðinu, er
nefnist „Norræni timburhúsa-
bærinn". Litskyggnur ganga og í
sifellu og bregða upp fróðlegum
myndum af gamalli arfleifð í
íslenzkri húsagerðarlist og eru
þær margar gullfallegar og mikil
nautn fyrir augað.
Húsfriðun á sér nokkra sögu
hérlendis, og mun það hafa verið
Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður, sem fyrstur manna beitti
sér fyrir varðveizlu og viðgerð
gamalla og merkra bygginga, en
það er hins vegar tiltölulega stutt
síðan skipulega var farið að vinna
að slíkum málum. Að flestra mati,
sem eitthvað þekkja til þessara
hluta hérlendis, og fylgzt hafa
með þróuninni i byggingarlist,
hefur hér verið farið mannsaldri
of seint af stað. Skipuleg tök á
þessum málum síðustu áratugina
hefðu getað komið í veg fyrir
ýms'a öfugþróun í íslenzkri húsa-
gerð til sjávar og sveita. Flest
þorp og kaupstaðir á Islandi hafa
verið gereyðilögð með þvi að drita
sömu teikningunum um land allt
án tillits til umhverfis né fyrri
byggingarstila á viðkomandi
stöðum. Sömu sögu er víða hægt
að segja um hús til sveita, sem eru
i æpandi ósamræmi við lands-
lagið.
Hér á fræðslukerfið nokkra sök
á málum, þar sem formkennd
hefur ekki verið nægilega kennd í
skólum og myndíðakennsla stór-
lega vanrækt og vanmetin. Ennþá
er t.d. ekki til ein einasta kennslú-
bók í þessum atriðum á Islenzku,
a.m.k. ekki sem svarar nútíma-
kröfum.
Að sjálfsögðu er það fáfræði,
þekkingarskortur og skammsýni,
sem hér hefur riðið húsum
þannig, að svo er komið, að landið
Framtíð
fyrir
fortíðina
hlýtur að vera Útópía þeirra, sem
vilja sjá dæmi þess, hvernig ekki
eigi að fara að í þessum efnum.
En Island mun gleggsta dæmið
um misþyrmingu fornrar arf-
leifðar í húsagerðarlist í gervallri
Evrópu. Segja má jafnvel, að
íslenzkt smekkleysi hafi verið
drýgra i eyðileggingarstarfsemi
sinni í nafni uppbyggingar en
tvær heimsstyrjaldir í Evrópu.
Þetta er harður dómur, en frá
honum hvika ég ekki eftir að hafa
dvalið og ferðazt um Evrópu og
kynnzt hlutunum af eigin raun.
Þar hafa menn endurbyggt heilu
hverfin, kirkjur og risastórar
hallir nákvæmlega eins og þau
voru í upprunalegri mynd, þótt
byggingarnar væru ein rústa-
hrúga eftir loftárásir eða
bardaga. A sýningunni
i Norræna húsinu er með
samanburðarljósmyndum ásamt
textum brugðið upp ágæt-
um dæmum um misþyrmingu á
upprunalegum og svipmiklum
byggingastil, gluggakarmar rifnir
út og tvöfalt gler i sviplausri
umgerð i ósamræmi við hinn eldri
byggingarstil, sett i staðinn, —
Hús forsköluð að utan en slikt
er einhver voðalegasta meðferð
á ytra byrði húsa, sem hugsazt
getur, og ætti að varða
við lög. Það er vissulega tíma-
bært að sporna við hvers kon-
ar misþyrmingu menningarver.ð-
mæta hverju nafni, sem þau
nefnast, og þaö verður bezt gert
með því að setja lög, er hindri
slíkt. Menn mega ekki gleyma þvi
að hús er líka umhverfismótun og
kemur því miklu fleiri við en
eigandanum einum.
Hvernig fór fyrir Garðakirkju,
einhverri fegurst hlöðnu kirkju á
Islandi? Er hún var endurbyggð
fyrir nokkrum árum, múruðu
menn yfir grjóthleðsluna bak og
fyrir, og hvernig fór fyrir Bessa-
staðakirkju, einustu
Rókókókirkju á íslandi? Það er
svo átakanleg saga, að bezt er að
áhugasamir kynni sér þetta sjálf-
ir á umræddri sýningu. Menn
athugi vel breytingarnar, sem
hafa orðið á húsum, taki eftir
Kvennaskólanum, Prestaskólan-
um m.m.
Ekki er ýkjalangt síðan Reyk-
víkingar fjölmenntu til Hafna-
fjarðar til að njóta fegurðar
fjarðarins, en fjörðurinn ásamt
Grindavik var í þann tíma vinsælt
viðfangsefni ýmissa nafntogaðra
málara. Nú forðast menn frekar
að koma á þessa staði og marga
fleiri heldur en hitt.
Ég minnist þess glöggt er ég fór
f vegavinnu vestur að ísafjarðar-
djúpi á stríðsárunum og suður
aftur á haustin, hvað mikið var af
furðulegum og skemmtilegum
bóndabýlum á leiðinni, sem mér
var starsýnt á. I dag eru þau lang-
flest horfin en smáútgáfa
reykvískra húsa komin í staðinn
og i flestum tilvikum i ósamræmi
við umhverfið. Neyðarleg tegund
af uppbyggingu það.
Annað er það, að í stað þess að
hús séu byggð með gluggum, sem
eiga að fullnægja þörfum íbúanna
fyrir góðri dagsbirtu, eru heilu
hliðarnar oftlega einn einasti
gluggi með fullkomlega óskipu-
legri birtu á veggjum, — og hús-
mæðurnar æða um verzlanir til að
festa kaup á dýrindis kaup á
gluggatjöldum, sem að sjálfsögðu
útiloka sólarljósið og birtuna að
utan, en hinar frómu frúr kaupa
sér þess f stað margra arma stand-
lampa. ..
Aðsókn á þessa merku sýningu
hefur verið skammarlega lítil
fram að þessu, en vonandi taka
borgarbúar og væntanlega einnig
fólk úr nágrannabyggðinni við
sér síðustu vikuna, sem sýningin
er opin, því að hér er um að ræða
gott dæmi um vistíræði, sem er
mál, sem varðar velferð hvers
einasta manns. Þakka ber svo
þeim er lögðu hönd á plóginn
varðandi þessa sýningu, sem
þyrfti að fara sem víðast um
landsbyggðina (með tilheyrandi
viðbót) og koma svo aftur til
höfuðborgarinnar á þeim tíma, er
skólarnir eru að starfi. Menn
athugi, að sýningin er opin frá
12—19 alla daga nema fimmtu-
daga en þá er hún opin til kl. 22,
þetta gildir til 31. ágúst.
Mig langar að gefnu tilefni að
skjóta því hér að, að mér þykja
það afleit mistök, að sýningar-
skrá, ríkulega myndskreytta
ásamt fræðandi lesmáli, vantar.
Er það ekki í samræmi við varð-
veizlu og viðhald minja, að
eitthvað liggi eftir til minningar
um þessa merku sýningu? ...
Sjálfstæðishúsið gamla — fyrr og nú
Sýnir höggmyndir
að Korpúlfsstöðum
HALLSTEINN Sigurðsson mynd-
höggvari hcldur sýningu f vinnu-
stofu sinni að Korpúlfsstöðum
dagana 30. ágúst til 14. septem-
ber. Hallsteinn mun fyrsti lista-
maðurinn sem sýnir verk sín að
Korpúlfsstöðum, en þar f kjallar-
anum er húsnæði sem hann og
aðrir listamenn hafa til afnota.
Myndhöggvarafélagið hefur
einnig húsnæði til afnota að
Korpúlfsstöðum. Á sýningu Hall-
steins eru 18 verk, öll tveggja ára
eða yngri. Verkin eru öll járn-
skúlptúr og hafa fæst þeirra verið
sýnd áður. ÖIl eru þau til sölu og
kosta flest á bilinu 60—80 þúsund
krónur.
Hallsteinn sagði Mbl. í stuttu
samtali f gær, að hann vildi með
sýningu sinni vekja athygli á að-
stöðunni að Korpúlfsstöðum og
kvaðst hann vilja vona að sýning-
in kynni að verða upphaf frekari
lista- og menningarstarfsemi í
húsinu.
Sýning Hallsteins er þriðja
einkasýning hans, en hann hefur
einnig tekið þátt I nokkrum sam-
sýningum, þ. á m. sýningunni
Young Artists f New York 1973 og
sýningu 18 íslenzkra myndlistar-
manna í Bergen í vetur. Hall-
steinn er fæddur 1945 og hefur
stundað nám við Myndlista- og
handíðaskólann, við listaskóla í
London og einnig farið í náms-
ferðir til Italíu og Grikklands og
ferðazt um Bandaríkin.
Eins og áður sagði verður sýn-
ing Hallsteins opnuð á morgun og
verður opin daglega frá kl. 14—22
fram til 14. september.
Hallsteinn Sfgurðsson myndhöggvari við eitt verka sinna að Korpúlfsstöðum.