Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGUST 1975 — Báturinn Framhald af bls. 28 tveimur piltum og einnig Gísli á Meðalfelli, en hann hafði séð þegar bátnum hvolfdi og gerði Kristjáni viðvart. Þegar Kristján og menn hans komu að okkur þar sem við héngum á kili bátsins bentum við honum að fara strax á eftir Hermanni sem hafði synt I áttina tií hólm ans enda sáum við að hann var farinn að tapa sundtökunum. Kristján gerði það og stefndi bát sínum á hólmann á fullri ferð. Skyndilega sáu þeir hvar Hermanni skaut upp rétt við borðstokkinn en ferðin var of mikil til þess að þeir næðu til hans. Þeir sneru strax við en bá sást ekki meira til Hermanns. Þarna hefur því ekki munað nema mfnútu að hann næð^st. Þegar þeir fundu hann ekki komu þeir til baka og sóttu okkur. Við höfðum þá verið í vatninu í einar 20 mínútur og vorum orðnir mjðg kaidir. Við hresst- umst þó fljótt eftir að við komum heim að Grjóteyri. Vil ég að lokum færa heimafólki þar og á Meðalfelli svo og slysa- varnamönnum þakkir fyrir þeirra störf við björgunina og leitina að Hermanni. Við Sig- urður eigum þessu fólki líf að launa.“ ' Því er við frásögn Þorvalds að bæta, að sveitir Slysavarna- félags Islands frá Reykjavík og Seltjarnarnesi hófu leit fljót- lega eftir slysið og var leitað fram í myrkur á fimmtudaginn og byrjað að leita í birtingu í gærmorgun, og hafði þá sveit SVFl á Kjalarnesi bætzt í hóp- inn. Fundu froskmenn lík Her- manns um klukkan 11 í gær- morgun, en þá hafði SVFl gert ráðstafanir til að fá aukinn liðs- afla. Þorvaldur Ólafsson tók einnig þátt í leitinni, en hann hefur stundað froskköfun. Þeir Þorvaldur, Sigurður og Her- mann heitinn voru ekki í björg- unarvestum og Hermann auk þess f vöðlum sem hafa þyngt hann mjög á snndinu, en þegar hann örmagnaðist átti hann að- eins ófarna örfáa metra að grynningunum við hólmann. Svipleg slys hafa margsinnis orðið á Meðalfellsvatni. Vatnið er með grynningum vfða en hyl- djúpt inn á milli. Þar er afar misvindasamt og vilja verða þar háar öldur vegna grynning- anna. — Fóður Framhald af bls. 28 3% fóðursalt. Þetta væri nákvæmlega sama blanda og hin þekkta B-blanda og svo til allir bændur Iandsins notuðu, en í hverjum 100 kflóum af henni væru 77 fóðureiningar og í hverri fóðureiningu eru 120 grömm af meltanlegu proteini og önnur efni, sem hæfa kúm til helmings fóðurnytja. — Það er hægt að búa til svona fóður viða á landinu t.d. í Flatey í Austur-Skaftafellssýslu, en þar hafa fengizt 5 tonn af grasmjöli af hverjum hektara. Samkvæmt rannsóknum ætti að vera hægt að framleiða 25 þús. tonn af gras- mjöli á þessum stað og skammt frá er síldarbræðslan á Höfn i Hornafirði, sem gæti látið í té lýsi og mjöl. Mistök okkar við byggingu gras- mjölsverksmiðjunnar í Flatey er hvað hún er lítil. Dani, sem vinn- ur þar við uppsetningu verk- smiðjunnar, segir að verksmiðjan sé miklu minni en framleiddar eru í Evrópu. Til þess að verk- smiðjan verði hagkvæm í rekstri þá þarf hún að vera 10 sinnum stærri, en verksmiðjan í Flatey á að geta framleitt 1 þús. tonn í sumar en 2 þús. tonn á næsta ári, þá fullnýtt. Auðvelt væri að reka þarna verksmiðju á hagkvæman hátt með því að nota afgangsraf- magn frá Smyrlabjargarárvirkj- un yfir nóttina og nota sfðan olíu sem hjálparorkugjafa yfir dag- inn. Næstu stöð ættum við að byggja við Deildartunguhver og þá gætum við framleitt allan okk- ar fóðurbæti sjálfir. Þessum at- hugunum hefur ekki verið tekið í alvöru fyrr en nú að Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra hefur sýnt mikinn áhuga á mál- inu, sem hans er von og vísa, sagði Gunnar. Þá sagði hann að lokum, að heildarnotkun landsmanna á fóð- urbæti væri um 50 þús. lestir á ári og fyrir skömmö hefðu þær fréttir borizt erlendis frá, að fóðurbætir mundi hækka um 30% í desember n.k. — Drukknaði Framhald af bls. 28 var markvörður félagsins á mestu velgengnistlmum þess. Var hann Islandsmeistari með félaginu alls 10 sinnum. Þá var hann fyrsti landsliðsmarkvörð- ur Islands og lék 6 fyrstu knattspyrnulandsleikina sem Island háði. Hann starfaði hjá Reykjavíkurborg um áratuga skeið og síðustu árin sem for- stjóri Sundhallar Reykjavíkur. Eftirlifandi kona Hermanns er Unnur Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. — Staða banka Framhald af bls. 28 gagnvart Seðlabankanum var í júlflok neikvæð um 2.892 milljón- ir króna og hafði frá áramótum batnað um 73 milljónir króna. Staðan á sama tfma í fyrra versn- aði um hvorki meira né minna en 3.673 milljónir króna. Af þessu sést að staða sparisjóðanna er all- miklu betri en bankanna, þar sem lausafjárstaða þeirra gagnvart Seðlabankanum er jákvæð um 535 milljónir króna. Hafði hún þó versnað frá áramótum um 12 milljónir króna, en batnað á sama tfma f fyrra um 114 milljón- ir króna. Heildarstaða banka og spari- sjóða við Seðlabankann, þ.e.a.s. allar eignir þeirra að frádregnum skuldum, var í júlílok neikvæð um 4.537 milljónir króna og hafði frá áramótum breytzt til batnaðar um 573 milljónir króna. Á fyrstu 7 mánuðum ársins 1974 versnaði heildarstaða banka og sparisjóða við Seðlabankann um 4.982 milljónir króna. — Bann Framhald af bls. 28 breiðslu starfsemi fyrir dag- blað með þessu nafni. Eins og fyrr segir þurfti Reykjaprent að leggja fram 5 millj. kr. tryggingu til þess að lögbannið næði fram að ganga og var það gert þegar í stað. Lögbannsúrskurðinn kvað upp Þórsteinn Thorarensen, borgardómari. — Samkomulag Framhald af bls. 1 Arabaþjóðirnar um að Egyptar hefðu alls ekki verið búnir að gera samkomulag . fyrirfram heldur sýnt hörku alveg fram að undirritun þess. Kissinger ætlaói að halda heim til Bandarfkjanna nú um helgina og ávarpa aukaþing Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, sem hefst á mánudag, og fara siðan aftur til Miðausturlanda til að reka endahnútinn á samkomu- lagsundirritunina. Hann hefur nú hins vegar frestað ræðunni fram til 3. september og segja nánustu ráðgjafar hans það vera vegna þess, að hann sé þess fullviss að þann dag geti hann staðið frammi fyrir þingheimi S.Þ. og tilkynnt þeim samkomulagsundirritunina. Stjórnmálafréttaritarar í för með Kissinger segja að leiðin til undirritunar verði að öllum líkindum sem hér segir. Israelar og Egyptar undirrita samkomulagið til bráðabirgða á mánudag 'eða þriðjudag. Síðan myndu fulltrúar Israela og Egypta hittast í Genf til að ræða tæknilega framkvæmd samkomu- lagsins og Bandaríkjaþing jafn- framt fjalla um óskina um að óbreyttir bandarískir tæknimenn fylgdust með vopnahléinu. Þegar þingið hefur samþykkt að verða við óskinni, eins og vfst er talið, myndu Israelar, Egyptar og Bandaríkjamenn undirrita sam- komulagið og þá fyrst myndu Israelar byrja brottflutning herja sinna úr Sinai og láta olíulindirn- ar af hendi. Kissinger var væntanlegur til Egyptalands nú seint f kvöld og ætti því ef að líkum lætur að Iiggja fyrir um hádegisbilið á morgun hvort sam- komulag hefur náðst. — Metfram- leiðsla Framhald af b)s. 2 að ræða þ.e. búum á Þórshöfn 1 Vopnafirði, Egilsstöðum, Nes- kaupstað og ísafirði. Aukningin varð mest hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Það sem af er þessu ári hefur aftur á móti orðið nokkur samdráttur f mjólk- urframleiðslunni og á fyrstu sex mánuðum er hann 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala á nýmjólk óx um tæp 3% á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur salan vaxið um 8%. Smjörsalan óx mun meira á sfðasta ári eða um 27% en það sem af er þessu ári hefur sala á smjöri dregizt saman hlutfalls- lega miðað við sama tíma í fyrra, ef litið er á bæði árin f heild er samt um mjög eðlilega sölu á smjöri að ræða. Ostasala jókst jafnt og þétt á síðasta-ári og varð heildaraukningin 7% en á þessu ári er söluaukningin á ostum um 8%. Nokkur samdráttur hefur orðið í skyrsölu, en þar kemur á móti aukin sala f nýjum afurðum sem notaðar eru í stað skyrs s.s. eins og júgurð. Vinnslu- og dreifingarkostn- aður mjólkur hækkaði mjög á síðastliðnu ári. Við haust- verðlagningu í fyrra varð hann 13,70 kr. á hvern lítra en sam- kvæmt verðlagsgrundvellinum sem tekur gildi á mánudag er hann 17,80 kr. á hvern Iftra og er hækkunin 29,6%. Ekki er f þess- ari hækkun meðtalin umbúða- gjöld en þau hafa einnig hækkað mikið milli áranna. I skýrslu sinni tók Gunnar dæmi um tveggja lítra fernu. Verð umbúðanna á lítra 1. september 1974 var kr. 3,10 kr. en er núna 7,45 kr. og er hækkunin því rúmlega 140%. Verð plast- poka undir mjólk var í fyrra 2,28 kr. en er núna 4,90 kr. og er hækkunin tæplega 115%. — Danmörk Framhald af bls. 1 Að vfsu yki þessi skattalækkun kaupgetu um 5 milljarða, en gert er ráð fyrir að niðurskurður á opinberum útgjöldum muni taka 2 milljarða af þeirri upphæð. Stjórnmálafréttaritarar telja að erfitt verði fyrir stjórnina að fá Vinstri til að styðja frumvarpið, en telja þó að ekki sé útilokað, að þjóðþingið muni hugsanlega sam- þykkja ráðstafnir f svipuðum til- gangi en til skemmri tíma, er það kemur saman til aukafundar 9. september til að fjalla um þessi mál. — Sala Framhald af bls. 2 standa f stanzlausri afgreiðslu allan daginn. Við t.d. vorum alls ekki undir þetta búnir, höfðum aðeins eðlilegar birgðir af smjöri i verzluninni. Sfðan er allt smjörið uppselt um hádegi og við urðum að senda sérstakan bíl eftir meira smjöri og láta starfsmann standa í biðröð eftir afgreiðslu á þvi. Á meðan fæst ekkert smjör í verzluninni og viðskiptavinurinn verður tortrygginn og segir: „Já, vissi ég ekki — þeir geyma allt smjörið á bak við og bíða eftir að það hækki." Þannig geta fréttir sem þessar skapað alls konar mis- skilning, sem valdið getur vandræðum.“ I annarri stórverzlun seldist allt smjör upp um klukkan 16 og gat verzlunin ekki boðið viðskiptavin- um sínum smjör eftir það, en opið var til klukkan 19. Afgreiðslu- stúlka sagði að einnig hefðu svið selzt upp og „allt hefði verið vit- laust í kjötinu frá þvi klukkan 09 f morgun og enginn hafi haft undan.“ Verzlunarstjórar sögðu að augsýnilega væri mikil hræðsla meðal fólks við hækkun landbúnaðarvara. — Mjólk Framhald af bls. 2 en í heilum og hálfum stykkjum kostar hvert kíló af 45% osti 522 kr. Þetta verð sem að ofan hefur verið getið er miðað við að sölu- skattur sé ekki tekinn af öðrum mjólkurvörum en niðursoðinni mjólk, og að niðurgreiðslur verði sem hér segir: með hverjum lítra af mjólk 39,10 kr. og 61,50 kr. á hvern lítra af rjóma. Niður- greiðsla á hvert kíló af smjöri verði fjögur hundruð og níutíu krónur og hvert kíló af 45% osti 85 kr. Þá verði pappaumbúðir um mjólk greiddar niður sem nemur 2,50 kr. á hvert kíló og hvert kíló af plastumbúðum um mjólk verði greitt niður um eina krónu. — Perú Framhald af bls. 1 í október 1968, er þáverandi forseta, Ferando Lelaude Terry, var steypt af stóli. Byltingin nú kom einmitt er leiðtogar 82 hlutlausra þjóða voru að ljúka vikulangri ráðstefnu f Lima. Alvarado forseti hefur verið fremur heilsutæpur. Taka varð annan fótinn af honum fyrir tveimur árum og fyrr á þessu ári mun hann hafa orðið fyrir hjarta- áfalli. Bermudez hefur löngum verið álitinn væntanlegur arftaki Alvarados. Alvarado var mikill þjóðernissinni. Hann lýsti þvf margsinnis yfir að stjórn sfn væri hvorki kapitalfstfsk né kommún- istísk. Hann þjóðnýtti eigur allra erlendra fyrirtækja f landinu, beitti sér fyrir byltingu í land- búnaðarmálum og afnam veldi hinna 100 fjölskyldna, sem áður réðu landinu og veitti verkafólki hlutdeild f hagnaði fyrirtækja. Perú var fyrsta þjóðin í S- Ameríku, sem ekki var undir kommúnistastjórn, sem tók upp stjórnmálasamband vió Kína. — Það fólk Framhald af bls. 10 — Já, en ég hef engin völd. Ég hef áhrif. Annars óttast ég ekki vald sem hugtak, — þvf beiting valds er ekki sama og misbeiting valds. Beiting valds er hugtak yfir pólitíska nauð- syn. Fólk, sem óttast valdið, getur engu komið til leiðar. Og ég vil koma mörgu til leiðar. — Hvað muntu gera ef þú verður fréttastjóri? — Ég byrjaði á sínum tíma að koma með fréttaskýringar til að kanna hvort grundvöllur er fyr- ir nútíma fréttamiðlun f Dan- mörku. Hann er til! Þá fór ég á fréttastofuna til að kanna hvort unnt væri að láta velgengni fréttaskýringanna smita svolít- ið af sér á heildina. Það var hægt. Og það er þetta starf sem mun verða fylgt eftir til hlítar ef mér verður gefinn kostur á þvf! — Og ef svo verður ekki? — Þá verð ég atvinnulaus! — Minning Fjóla Framhald af bls. 27 öllu slúðri að pað snerti hana ekki enda svo orðvör um aðra að fágætt má telja. Fjóla var góðum og fjölhæfum gáfum gæ:1 og svo vel sjálf- menntuð að hún hefði vel þolað samanburð við margan þann sem ber stúdentshúfu með hreykni og máski nokkru yfirlæti, hún var aldrei hávær, hló aldrei hátt og talaði ekki hátt jafnvel þó að henni yrði þungt í skapi. Þessi hljóðláta heillandi kona hafði þá persónutöfra að manni leið vel í návist hennar, hún hafði ósvikna kfmnígáfu og sagði svo látlaust og skemmtilega frá en fáum er gefin sú list að koma auga á skoplegu hliðarnar án þess það sé á kostnað þéirra sem frá er sagt. öll hennar framkoma var fáguð, það var henni eðlilegt en ekki lært, og allt sem hún vann hafði á sér listrænan blæ. Ég finn til mikils tómleika við fráfall Fjólu frænku minnar. Þegar hún missti mann sinn ár- ið 1961 frá þremur litlum börnum átti hún í erfiðleikum sem allir geta skilið. Hún volaði ekki við einn eða neinn, en ég og þeir nánustu vissu hvað henni leið. Mig langar að segja frá einu atviki sem máski fáum þykir merkilegt, en mér er minnisstætt. Það var aðfangadagur jóla nokkr- um árum eftir að hún missti mann sinn. Dyrabjöllunni minni var hringt, ég opnaði sjálf að þessu sinni, fyrir utan stóðu börn- in þrjú, þeirra Fjólu og Karls, með ófalsað jólabros á fallegu andlitunum. Mér þótti þetta mikil hugulsemi og gladdist af því að Fjóla skyldi senda börnin sín með jólaóskir til okkar hjónanna og sona okkar en þau höfðu Iíka jóla- böggul meðferðis. Ég átti ekki von á því, vissi vel að fjárhagur frænku minnar stóð ekki í mikl- um blóma um þessar mundir. Þegar ég sá innihaldið viknaði ég, þetta w var forkunnarfagurt kristalsglas sem ég þekkti að var úr glasasamstæðu sem þau hjónin höfðu átt, náttúrulega fullt af lifandi blómum sem komið var fyrir af mikilli smekkvísi, og ég sá einnig að þau voru skorin af hennar eigin stofublómum. Þetta var máski sú jólagjöfin sem best sýndi hugann sem á bak við bjó og hugkvæmni gefandans. Síðar sagði ég við Fjólu frænku, að mér þætti það ofrausn að hún skyldi mín vegna skerða þetta kristalssafn. Hún sagði: „Sigga frænka, þetta var ekki fórn, glasið hefði getað brotnað og þá engum til gleði." Ég veit að Fjólu fræ iku minni mun ávallt vegna vel hvar sem hana ber að landi í hinni ökunnu og óendanlegu tilve :i, öllum ættingjum og vinum hennar votta ég samúð mína, eiginmanns míns og ona okkar. Alveg sérstaklega b.ð ég börn- um og barnabörnum hennar blessunar og á ekki betri ósk þeim til handa en þá, að þau beri gæfu til að þroska með sér þá bestu eiginleika sem þau hafa hlotið f arf frá báðum foreldrum sfnum. Sigrfður Guðmundsdóttir. — Minning Sigmundur Framhald af bls. 27 sjálfsbjargarviðleitni, er honum var runnin í merg og blóð. Um skeið var Sigmundur aðstoðarmaður við raflagnir og viðgerðir hjá Þórði P. Sighvats rafvirkjameistara, og um árabil i símavinnuflokki hans. Síðustu árin var hann starfsmaður Fisk- iðju Sauðárkróks. Jafnframt aðal- störfum sínum stundaði Sigmund- ur ýmsa aukavinnu, e’nkum tengda sjónum, eins og áður er drepið á. En hann kom víðar við: I nokkur ár var hann lei' sviðs- maður hjá Leikfélagi Sauðár- króks í Bifröst, og f þvf amla, góða húsi vann hann vi .itinga- sölu um langt árabil, oftast á vegum Ólínu Björnsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar bakara- meistara, en þeim hjónum og fjöl- skyldu þeirra var hann tengdur traustum vináttuböndum. Sigmundur Þorkelsson var eftirsóttur verkmaður sökum dugnaðar og stakrar trúmennsku. Hann var manna trygglyndastur, og greiðasemi var honum í blóð borin. Vinum sínum reyndist hann tryggðatröll og vildi mikið á sig leggja til að leysa vanda þeirra. ef svo bar undir. I dagfari var hann hlédrægur og prúður — allajafna glaðlegur og hýr f við- móti. Skapmaður var hann nokkur, en þó jafnlyndur og stillt- ur vel. Óvildarmenn átti hann enga, en vini víðs vegar, sem jnátu mannkosti hans og dreng- lund. Sigmundur kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur, en á heimili hans ólst upp frændi hans og nafni, Sigmundur Haukur Jakobsson, búsettur á Akureyri. Og nú er Sigmundur Þorkelsson allur. Okkur vinum hans finnst skarð fyrir skildi. En um það tjáir ekki að sakast. Að skilnaði er honum þökkuð samfylgdin, tryggð hans og hjálpfýsi. Hann var drengur góður. Ættingjum hans sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Kári Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.