Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. AGÚST 1975 19 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Verzlið ódýrt 50% afsláttur af öllum eldri vörum. Verðlistinn, Laugarnesvegi 82. s. 31330. Höfum til sölu stálgrind i 1 2x20 metra hús. Norðurverk h.f. Simi 96- 21777. Hestar til sölu Hryssa 5 vetra og hestur 6 vetra. Fallega reistir. Uppl. i sima 51 348. Haglabyssa óskast Upplýsingar i sima 53182. Til sölu kerruvagn og svalavagn. Upplýsingar í s. 52882. Sjónvarp til sölu Uppl. i sima 3681 6. Ullarteppi til sölu lítt notað. Brúnleitt. 45 fm. Verð 1000 kr fm. Uppl. i sima 33630. Sumarbústaður eða sumarbústaðaland óskast. Tilboð sendist Mbl. „3636". Greni Úrvals greniplöntur til sölu. Sjáum um heimflutning ef óskað er. Notið réttan tima til. gróðursetningar. Upplýsingar aðeins frá kl. T 8—20 i sima 10967. Miðstöðvarketill Óskum eftir að kaupa 4 fm miðstöðvarketil með inn- byggðum spital. Tilboð merkt: „miðstöðvarketill — 1975 — 4501", sendist afgr. blaðsins fyrir 2.9. Ódýr hjónarúm Til sölu ódýr hjóna og ein- staklingsrúm. Tilbúin undir bæs og málningu. Opið i dag laugardag til kl. 18. Trésmiðjan Kvistur, simi 331 77, Súðavogi42. Til sölu ódýrt sófasett 4ra sæta sófi og 2 stólar, sófaborð og 90 cm breiður svefnbekkur með rúmfataskúffu undir. Uppl. i sima 40438 eftir kl. 1 íbúð óskast Óska að taka á leigu 2ja — 3ja herb. íbúð. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. i simum 15581 og 21853. Iðnaðarhúsnæði Óska að taka á leigu ca 1 50 ferm. húsnæði fyrir léttan fré- smiðaiðnað. Uppl. í sima 15581 og72085. Húsnæði óskast Ungt par með eitt barn óskar eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð strax. Upplýsingar í sima 71978. Húsnæði 100 — 150 fm húsnæði óskast fyrir bilaverkstæði. Upplýsingar i sima 71 107. Sandgerði Til sölu einbýlishúsgrunnur við Holtsgötu. Hagstætt verð. Fasteignas. Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik, simar 1263 og 2890. aWinna Til Noregs í vetur? Norsk fjölskylda, sem á 8 islenzka hesta og er búsett á bóndabæ i Valdresfjalli ósk- ar eftir islenzkri stúlku, ekki yngri en 17 ára til húshjálpar og hirðingu hesta. Ráðning ca. 1.9. Laun eftir hæfi- leikum. Ókeypis ferðir. Skrif- ið: Sölvsmed Inge Höivik, Ekergárd, 2950, Skamme- stein i Valdres, Norge. Afgreiðslustúlka Stúlka ekki yngri en 21 árs óskast til afgreiðslustarfa hálfan daginn eftir hádegi 1 tóbaks og sælgætisverzlun. Tilboð er greini aldur og fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. f.h. nk. þriðjudag merkt: „vön — 2285". Röskur maður óskast 1 byggingavinnu. Gæti orðið um langtíma ráðningu að ræða. Upplýsingar í síma 84555 milli kl. 6—8 e.h. 3 kettlingar óska eftir heimili. Uppl. í sima 50551. bi'3r Saab 96 árg.'73—'74 óskaát keyptur. Sími 86049. Til sölu Range Rover árg. 1972, blár ekinn 66 þús. km. Nánari uppl i sima 40584 i dag og á morgun. Bilgeymsla óskast Bilskúr óskast á leigu helst sæmilega rúmgóður hafið samband við sima 83200 á mánudag. bátaf Hraðbátur 1 5 fet Til sölu FLETCHER enskur hraðbátur, 60 hestafla vél, Chrysler vagn, allt nýtt. Upp- lýsingar að Digranesvegi 85. barnag Kona óskast til að gæta 2ja barna 1 árs og 7 ára frá kl. 8 til 16.30 alla virka daga nema laugardaga að Sólheimum 25. Uppl. i sima 83594 ef. kl. 16.30. Óskum að ráða konu til að gæta 2ja drengja i vesturbænum i Kópavogi. Upplýsingar i síma 441 75. Föndurskóli — Foss- vogi Föndurskóli fyrir 4—7 ára börn byrjar 15 sept. frá kl. 1 — 3.30. Upplýsingar i síma 85930. ísskápaviðgerðir Geri við isskápa og frystikist- ur. Margra ára reynsla. Simi 41949. Garðýtuleiga s. 41516 Útvega mold og þökur. einkamál Einkamál maður á miðjum aldri sem rekur sjálfstætt fyrirtæki úti á landi óskar eftir að kynnast góðri konu á aldrinum 30—42 ára. Góðir fram- tíðarmöguleikar. Þær, sem kynnu að hafa áhuga, leggi nöfn sin og heimilisfang inn á augl.d. Mbl. merkt: Trúnaðarmál — 2868 fyrir 8. sept. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Samkoma sunnudag kl. 4. Bænastund virka daga kl. 7 eftirmiðdag. KFUM Reykjavík Samkoma annað kvöld kl. 20.30 að Amtmannstig 2B. Sævar B. Guðbergsson, félagsráðgjafi talar. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Laugardaginn 30.8. kl. 13. Bláfjallahellar. Fararstjóri Einar Ólafsson Verð 600 kr. Hafið góð Ijós með. Sunnudaginn 31.8. kl. 13. Hellaskoðun við Fjallsenda. Fararstjóri Einar Ólafsson. Verð 800 kr. Hafið góð Ijós með. Brottför i báðar ferðir frá Umferðarmiðstöð (Að vestan- verðu.) Útivist. Sunnudagur 31. ágúst kl. 13.00 Gönguferð frá Fossá að Vindáshlið i Kjós. Verð 700 krónuf. Brottfararstaður B.S.Í. Ferðafélag íslands. Hilmar Jónsson: Opið bréf til Jóns úr Vör Kæri Jón. Mikið hefur þú verið duglegur að skrifa í sumar, Jón, og mikill munur er að lesa greinar þfnar eða greinar eftir einhverja bögu- bósa, sem ekki kunna íslenzku. Af því að þetta sumar hefur að ýmsu leyti verið örlagarikt í íslands- og mannkynssögunni þá er eðlilegt að mtnni liggi margt á hjarta. Er þá fyrst til að taka úr minni per- sónulegu reynslu, að Þjóðviljinn hefur tvisvar birt greinar þar sem þess er krafist að mín lftilmótlega persóna verði flutt úr landi. Mér finnst hugvekjur þeirra svo merkilegar að ég er staðráðinn í að birta þær óstyttar f næsta greinasafni mínu. I siðustu Mbl.-grein þinni segist þú vera að fara af landi brott. Kannski vegna sólarleysis. En ferðaskrifstofumenn segja að sólarleysi þjái mjög íslendinga. Og af því að ég er, eins og þú veizt, mjög áhrifagjarn þá ánetj- aðist ég þessum áróðri og fór f hálfan mánuð til Mæjorka. Þar var 35—40 stiga hiti flesta daga og maður var önnum kafinn allan daginn að baða sig. Á Mæjorka er litið annað að sjá en sól, eina kirkju frá miðöldum og dropa- steinshella. Búið. I rauninni er Palma einhver mesta sveita- mannaborg, sem ég hefi augum litið. Maður þurfti að fara langa leið úr Palma Nova til að komast í bfó og borgin er eiginlega ekkert annað en strandlengja. Ég hefi farið fótgangandi um mörg hverfi Parísar og Lundúna en Palma ... Hún er ekki á færi manna nema Vilhjálms Einarssonar. Raunar uppgötvaði ég þarna hvað afrek hans á Olympfuleikunum í Róm hefur verið mikið, þegar hann náði 4. sæti i þrístökki í 40 stiga hita. Að athuguðu máli leyfi ég mér að fullyrða að það sé óþarfi að leggjast í bölsýni, ef við höfum ekki sól og strendur Mæjorka, sem sumir segja að séu laugaðar úrgangsefnum úr skólpræsum borgarinnar. Á Mæjorka reyndi ég f annað sinn að lesa Gulag- eyjaklasann. Solzhenitsyn er óskaplega tyrfinn á köflum. Ég lánaði ágætum íslenzkum mála- manni og rithöfundi Ágúst 1914 í vetur. Hann gafst upp, fannst bókin leiðinleg. En nú tókst mér að brjótast áfram í Gulag. En ég vil benda þér á annan rithöfund, sem ekki síður hefur lýst þræla- búðum í Austur-Evrópu á áhrifa- ríkan hátt og það er rúmenski presturinn Wurmbrand. Bók hans In God’s underground er stórkostleg. Sonur hans Mikael hefur líka skrifað bók um reynslu sína. Báðar þessar bækur eiga mikið erindi til islenzkra lesenda. Wurmbrand kom hingað í vor og hélt nokkur erindi í Reykjavík og Akureyri. Ég hlustaði á hann í Fríkirkjunni. Uppistaðan í boð- skap hans er kærleikurinn. Hann biður fyrir kommúnistum, sem markað hafa líkama hans djúpum sárum. Þetta er myndarlegur maður og góðlegur og norrænn í útliti. Kona hans, Sabína, ber aftur á móti austur-evrópskan svip og furðulitil merki fanga- búða og þrælkunarvinnu. Ég álft að íslenzkir prestar hefðu mjög gott af þvi að lesa bækur Wurm- brands — þessa sérkennilega mikilmennis, einkum og sérílagi Heimir Steinsson, Skálholts- rektor, sem segist helzt ekki ræða opinberlega um trúmál við aðra en presta. Hvar stendur það í Biblfunni að fagnaðarerindið sé einungis ætlað fáum útvöldum? Wurmbrand talar við alla. Rúss- neskir hermenn voru gestir á heimili hans og hann sneri mörg- um þeirra til kristinnar trúar, ein- mitt í þessu liggur styrkur hans. Svo ég víki aftur að prestum landsins þá stendur maður agn- dofa hvað hafi komið yfir menn- ina í Skálholti í sumar. Þar sem dultrú eða dulhyggja var for- dæmd. Hvar flórerar dultrú betur en f Biblíunni: allt frá fyrstu köflum Gamla testamentisins til Opinberunarbókarinnar? A hverju byggja spámenn eins og Daniel sína lífssýn? Á vitrunum, draumum og dultrú. Skálholts- rektor, Heimir Steinsson, sá sem nú ákveður hvað sé kristni i land- inu og hvað ekki, segir: „Hrein trú sé undanbragðalaus uppreisn gegn allri mannlegri viðleitni til að finna „vit“ og tilgang i vit- lausum og tilgangslausum heimi.“ Hvar stendur þessi boðskapur í Biblíunni? Á mínum sokkabands- árum las ég mikið bækur eftir Jean-Paul Sartre, heimspekirit hans, skáldsögur og leikrit, og fleiri höfunda, er prédikuðu að tilveran væri tilgangslaus fjar- stæða. Einhvern veginn finnst mér ég finna megna lykt af Sartre og hans liði, þegar maður les ofan- skráða samsuðu Skálholtsrektors. En það er um Sartre að segja að hann hefur alla tíð verið guð- leysingi og nú á seinni árum mjög hallur undir kommúnista. Nú haustar að og blöðin fara að falla af trjánum. Það voru ógleymanlegar stundir, þegar Hallormsstaðaskógur hélt sínar haustsýningar. Og um þetta leyti fara yngstu borgararnir í skóla. í sexára bekkjum læra þau lítið annað en þekkja stafina og teikna. Hér f Keflavík fer þessi kennsla fram í húsnæði að- ventista. Á meðan þeir önnuðust einir leiðsögn byrjaði sérhver kennslustund á Faðir vor. Eftir að ríkið tók við eru það ekki allir kennararnir, sem treysta sér til að halda þessurn góða sið. Það skemmir sjálfsagt fegurðarsmekk þeirra. Eins og ég sagði í upphafi las ég greinar þínar Jón með athygli og hef verið mörgum þeirra sam- mála. Það er einkum í sambandi við varnarmálin og vl-mennina, sem okkur greinir á. Þar er ég sannfærður um að vl-menn eiga mikla þökk skylda fyrir vakn- ingarherferð þeirra og undir- skriftasöfnun. Kommúnistar skilja aldrei annað en krepptan hnefa. Þeir væru búnir að hremma alla Vestur-Evrópu fyrir löngu, ef ekki væri þar her Atlantshafsríkjanna. Sjáðu hvað er að gerast í Portúgal. Þar ætlar lítill minni hluti, ca. 10% kjós- enda, að sölsa undir sig öll völd og koma á grimulausu einræði kommúnista og þetta skeður þrátt fyrir að Portúgal er í Atlantshafs- bandalaginu. Hins vegar var ég þér hjartanlega sammála um eftirleikinn. Meiðyrðamálin með hinum ofsafengnu fjárkröfum náðu ekki nokkurri átt og ég tel að ég hafi lagt mitt lóð á vogar- skálina til varnar málfrelsi með setu í rithöfundadómstólnum fræga. Nöfn Gunnars Gunnars- sonar, Stefáns Júliussonar og fleiri tryggðu að ekki var hægt að telja hann pólitiskan. Dómur i fyrsta málinu bendir til að mála- tilbúnaður þessi renni út í sandinn og er það vel. Aftur á móti hljóta allir að taka eftir hin- um skefjalausu árásum Þjóðvilj- ans á vl-menn. Ber það vott um manngildi Þorsteins Sæmunds- sonar og þeirra félaga. Þú skrifaðir töluvert, Jón, um lögbannsmálin, einkum Indriða G. og Þjóf í Paradfs og hygg ég að margir hafa hrokkið í kút, þegar þeir lásu grein Helga Hálf- dánarsonar í ofan á lag. Augljóst er af því hvernig Indriði tal- aði um aðstandendur þessa máls, að hann hefur ekki skrifað bók sfna til að gera hlut þeirra betri en f raunveruleik- anum. Hvert er hlutverk rit- höfundar? Er það hlutverk rit- höfundar að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og afla sér fjár á kostnað ógæfusams almúgafólks? Arnór Hannibals- son svaraði þessari spurningu í velskrifaðri grein í Mbl. í vetur, að rithöfundar ættu alltaf að vera andvígir valdinu, gagnrýna valdið. Hefur Indriði G. rækt þá skyldu í Þjóf í Paradís? Eg held að hann hafi sjálfur svarað þeirri spurningu á neikvæðan hátt. Ofan á bætist að þessi sami maður hefur hvað eftir annað heimtað ritskoðun á óháða rithöfunda og á ég þá við þá alltof fáu rithöfunda, sem þorað hafa að kryfja sam- tímann í verkum sfnum. I því sambandi er mér enn í fersku minni framkoma Indriða á fundi í Hagalíns-félaginu í vetur, þar sem hann lét að því liggja að greinar okkar Jóhannesar Helga, Sveins Sæmundssonar og fleiri, um við- bótarritlaunin í vetur í Mbl. yrðu til þess að Alþingi samþykkti ekki launasjóðs-frumvarpið. Það kann vel að vera að Indriði G. Þorsteinsson áliti sjálfan sig það lélegan rithöfund að hann eigi ekki völ á fé úr opr.bcrum sjððum nema hann njóti þar manna á borð við Berg Guðnason. Undir þá skoðun vel ég ekki taka. Hins vegar verð ég að lýsa undran og harmi, þeg- ar menntamálaráðherra út- nefnir þennan rithöfund, Ind- riða G. Þorsteinsson, í nefnd, sem á að ganga úr skugga um hvort sumir listamenn og rit- höfundar séu skágengnir og ofsóttir af opinberum aðilum. En það var á allra vitorði að um ára- bil hafa nokkrir rithöfundar verið inn á gafli hjá því opinbera á meðan aðrir sem skrifað höfðu ekkert færri né verri bækur voru úti í kuldanum. Þetta misrétti lofaði menntamálaráðherra að láta rannsaka en velur tíl þess einn mesta hlöðukálfinn úr hópi rithöfunda! En úr þvi að ég er kominn út í þessa sálma, þá get ég ekki látið farast fyrir aö þakka Halldóri Laxness drengilegan stuðning i sambandi við viðbótarritlauna- málið. Oft hefur Halldóri verið legið á hálsi fyrir ummæli erlendis um íslenzka kollega sfna og afskiptaleysi um kjör þeirra. Því drengilegri var stuðningur hans í vetur, þar sem hann átti sannarlega engra hagsmuna að gæta. Og mikið þykir mér, ef að háskólaklíkan eða norrænudeild- in alræmda á ekki eftir að gjalda honum rauðan belg fyrir gráan fyrir að hafa rétt ofsóttum kollegum hjálparhönd gegn Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.