Morgunblaðið - 10.09.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 1975
5
ÍÞRÓTTIR
Armenningar fá
bandarískan risa
ÁRMENNINGAR hafa nú gengið frá samningum við bandaríska
körfuknattleiksmanninn Jimmy Rogers, og mun hann leika með
liðinu a.m.k. frá 15. september til 15. desember n.k., en þá mun
samningurinn við hann verða endurskoðaður, og hafa Ármenningar
opna möguleika til þess að framlengja hann.
Jimmy Rogers er þekktur körfu-
knattleiksmaður í Bandarlkjunum og
lék hann með liðinu Texas Southern
University, auk þess sem hann hefur
starfað sem leikmaður og þjálfari
baéði í Argentinu og í Mexikó. Hann
er 1,98 metrar að hæð og um 200
pund að þyngd
Jimmy Rogers er fyrsti útlending-
urinn sem leikur sem atvinnumaður
með hérlendu liði, en sem kunnugt
er þá áforma fleiri körfuknattleikslið
að fá til sin bandaríska leikmenn.
Koma Rogers til Ármanns vekur
frekari vonir um að liðið komist í 2.
umferð í Evrópubikarkeppni bikar-
hafa i körfuknattleik, en það á að
mæta finnska liðinu Playboys í
fyrstu umferð. Hafa Árménningar
ákveðið að fá Símon Ólafsson til
liðs við sig í Evrópubikarleikjunum,
en hann stundar nú nám í Seattle i
Bandaríkjunum Það lið sem sigrar i
umræddum leikjum á að mæta
Estudiantes frá Spáni i 2. umferð.
BREMNER OG FÉLAGAR
FENGUEKKITÆKIFÆRI
UL AÐ ÍJTSKÝRA MÁUÐ
EINS og skýrt var frá i Morgun-
blaðinu i gær hefur fyrirliði skozka
landsliðsins, Billy Bremner, leik-
maður með Leeds Utd , verið úti-
lokaður frá fleiri landsleikjum fyrir
Skotland. Ástæðan er drykkju-
skapur og átök sem hann lenti i á
veitingastaðnum Bonaparte i
Kaupmannahöf n eftir landsleik
Danmerkur og Skotlands þar um
síðustu helgi.
-— Þetta er geysilega mikið
hávaðamál hér 'i Skotlandi, sagði
Jóhannes Eðvaldsson, er Morgun-
blaðið ræddi við hann i fyrrakvöld,
en einn af félögum Jóhannesar, Pat
McCluskey, var með Bremner á um-
ræddu .veitingahúsi og var einnig
útilokaður frá landsliðinu, ásamt
Willy Young, Joe Harpner og Arthur
Graham.
Jóhannes sagði að skozku blöðin
fjölluðu mikið um mál þetta og birtu
viðtöl við hlutaðeigendur Leik-
mennirnir væru reyndar mjög
fátalaðir, en forystan segði að ekki
hefði verið um annað að ræða.
Framkoma þeirra félaga hefði verið
svo vitaverð, að þrátt fyrir getu
þeirra í knattspyrnu hefði Skotland
ekki þörf fyrir þá.
— Ég get ekkert annað sagt en
að þarna er um misskilning að
ræða, og mér finnst hörmulegt, að
langur ferill minn með skozka lands-
liðinu skyldi enda svona, er haft eftir
Billy Bremner, en hann-skorti aðeins
tvo leiki til að setja landsleikjamet í
Skotlandi, og hafði keppt ákveðið að
því marki.
Jóhannes Eðvaldsson sagði að
það kæmi fram í blöðunum, að
leikmennirnir hefðu verið dauða-
drukknir. Auk þess að vera með
uppsteyt á veitingahúsinu, hefðu
þeir brotizt inn hjá einum fararstjór-
anna og rótað í töskum hans, senni-
lega i leit að áfengi. Þá kæmi það
einnig fram að sennilegt væri að
félög viðkomandi leikmanna myndu
refsa þeim á einhvern hátt, senni-
lega með leikbanni. '
Um félaga sinn i Celtic sagði
Jóhannes, að hann hefði ekkert
viljað um mál þetta ræða, og væri
reyndar í felum vegna ásóknar_
fréttamanna. Pat McCluskey er ung-
ur leikmaður og átti þvi framtiðina
fyrir sér með skozka landsliðinu.
Þá sagði Jóhannes ennfremur
að það hefði vakið mikla athygli
og umtal, að leikmennirnir fengu
ekkert tækifæri til þess að halda
uppi vörnum. Skozka knatt-
spyrnusambandið lét einungis
kanna mál þetta, en kallaði leik-
mennina aldrei fyrirsig.
Keflvíkingar ganga
í hús og selja miða
KEFLVÍKINGAR hefja forsölu
aðgöngumiða á leik sinn við Dundee
í UEFA-keppninni I knattspyrnu á
föstudaginn kemur. Munu þeir þá
ganga í hús og selja miða, en til að
sleppa sléttir frá þátttöku sinni segj-
ast forráðamenn ÍBK þurfa að selja
4—5000 miða á leikinn, Leikið
verður í Keflavik annan þriðjudag og
hefst leikurinn klukkan 1 8 Unnið er
að því þessa dagana að endurbæta
girðinguna kringum völlinn og girða
leiðina frá búningsklefum að vellin-
um. Þá verður komið upp bráða-
birgðastúku fyrir blaðamenn og
Firmakeppni
KNATTSPYRNUDEILD Ár-
manns hyggst gangast fyrir fyr-
irtækjakeppni í utanhússknatt-
spyrnu, ef næg þátttaka fæst.
Þátttökugjald er kr. 10.000,00
og eru þau fyrirtæki sem áhuga
hafa á að taka þátt í keppni
þessari beðin að tilkynna þátt-
töku hið fyrsta í síma 32608
milli kl. 17.00 og 19.00 út þessa
viku.
Fjölþrautamót HSK
FJÖLÞRAUTAMÓT HSK sem
fresta varð sl. fimmtudag verð-
ur haldið fimmtudaginn 11.
september n.k. kl. 18.00 á Sel-
fossvelli.
heiðursgesti, en leikurinn er fyrsti
leikurinn í Evrópumótunum, sem
fram fer utan Reykjavíkur,
Met hjá
Ingunni
í 400 m
INGUNN Einarsdóttir, IR,
setti nýtt íslandsmet 1 400
metra hlaupi á frjálsfþrótta-
móti 1 Gautaborg f gærkvöldi.
Hljóp Ingunn vegalengdina á
57,8 sekúndum, en gamla niet-
ið var 58 sekúndur, og átti hún
það sjálf.
TIL þÍN.FRÁ OKKUR
Herrar, nýkomin jakkaföt með vesti, stakir slétt flauelsjakkar. Terlin
buxur, 3 snið margir litir. Einnig rúllukragabolir, ásamt miklu úrvali af
Mens'Club herraskyrtum. Gallabuxur frá LEVIS og USA, ásamt
flauelsbuxum frá INEGA og USA ávallt fyrirliggjandi. Fyrir dömur,
regnkápur (þunnar) , einnig kjólar, pils, flauels buxnadraktir, denim
buxna samfestingar, terlin buxur með háum streng, (dökkir og Ijósir
litir) Dömu og herrapeysur í stórglæsilegu úrvali.