Morgunblaðið - 10.09.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.09.1975, Qupperneq 7
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1975 7 l Kaupbinding í Bretlandi Þing brezka Alþýðu- sambandsins, sem háð var i sl. viku, var athyglis- vert fyrir ýmsra hluta sak- ir. Þar var samþykkt með rúmlega tvöföldum meiri- hluta að styðja stefnu brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar, þess efnis, að næstu 12 mánuði megi kaup ekki hækka meira en sem svarar sex sterl- ingspundum á viku, — i áföngum — og engin kauphækkun skuli koma til þeirra, sem hafa yfir 8500 sterlingspunda árs- laun. Þessi kaupbinding er talin frumskilyrði þess, að hægt verði að ná þvi marki, sem að er stefnt, að lækka verðbólguvöxt- inn niður í 10% á árs- grundvelli fyrir mitt ár 1976. Verðbólguvöxtur- inn i Bretlandi hefur verið um 25% á ársgrundvelli eða helmingi hægari en hérlendis. Brezkir námumenn, sem þótt hd^a harðir i kaupkröfugerð, sam- þykktu nú með miklum meirihluta stuðning við stefnu rikisstjórnarinnar um framangreind kaup- gjaldsmörk, þrátt fyrir áð- ur gerðar verulega hærri kaupkröfur. Krónuhækkun launa og kaupmáttur Afstaða brezka Alþýðu- sambandsins mun m.a. hafa byggzt á niðurstöð- um kannana, sem leiddu i Ijós, að kauphækkun i krónutölu er ekki einhlit leið til kjarabóta. Nýjar skýrslur um kaupmátt launa þar i Jandi, undir stjórn jafnaðarmanna, sýndu sem sé fram á, að Harold Wilson, forsætisráð- herra, leiðtogi brezkra jafn- aðarmanna. þrátt fyrir 20% krónu- hækkun launa sl. niu mánduði hafði kaupmátt- ur þeirra rýrnað um 7% á sama tirha. Len Murray. framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins. lét þess getið i yfirlitsræðu, að ef kauphækkanir héldu áfram, eins og verið hefði, yrði útilokað að draga úr verðbólgunni, samkeppn- isaðstaða brezkra at- vinnuvega myndi enn versna og atvinnuleysið aukast, en víðtækt at- vinnuleysi hrjáir nú brezk- an vinnumarkað. Meðal þeirra verkalýðs- foringja, sem studdu stefnu rikisstjórnarinnar á þinginu. var fram- kvæmdastjóri Sambands flutningaverkamanna, Jack Jones, sem er úr vinstri armi brezka Verka- mannaflokksins. Hann er og talinn hafa átt mestan þáttinn i að móta kaup- bindingarstefnu brezku jafnaðarmannastjórnar- innar. Ástandið á brezkum vinnumarkaði hefur verið mjög alvarlegt lengi und- anfarið. Atvinnuleysi hef- ur verið mikið og sam- dráttareinkenni skýr i at- vinnurekstri. Verðbólga hefur verið mjög ör, mið- að við önnur Evrópuriki. Aðeins írland kemst i sambærilegan verðbólgu- vöxt. ef miðað er við önn- ur riki Mið- og Norður- Evrópu, að Islandi einu undanskildu, sem i þvi efni á ótvirætt Evrópu- met. Afstaða þings brezka Alþýðusambandsins er mjög eftirtektarverð, ekki sízt með hliðsjón af því, hvað framundan er i kaup- gjaldsmálum hér á landi, en samningar aðila vinnu- markaðarins hér renna út um nk. áramót. spurt & Hringið í síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. GETUR RÁÐUNEYTIÐ HEIMILAÐ INNFLUTNING A AFENGUM BJÓR? Haraldur Blöndal, Grenimel 2, Reykjavfk, spyr: „Gefin hefur verið út ný reglugerð um innflutning toll- frjáls varnings, þar sem m.a. sjómönnum og flugliðum er leyft að koma með inn í landið ákveðið magn af áfengum bjór en samkv. áfengislögunum er fortakslaust bannað að flytja þennan hættulega drykk inn í landið og er þar engin undan- þága gefin. Þrátt fyrir ítrekaða leit hef ég hvergi fundið, að Alþingi hafi hvikað í þessu máli. Er mér því nauðsynlegt að spyrja fjármálaráðuneytið eftirfarandi: Eftir hvaða heimildum fer ráðuneytið, þegar það leyfir innflutning á áfengum bjór? Telur ráðuneytið, að það geti með útgáfu reglugerðar breytt fortakslausu banni á innflutn- ingi ákveðinna vörutegunda og veitt leyfi til ákveðinna stétta til innflutnings, og t.d. leyft innflutning á landbúnaðar- afurðum, til þeirra, sem gegnt hafa ritstjórastarfi á Visi? Telur ráðuneytið sig hafa heimild til þess að leyfa ferða- mönnum almennt að flytja inn áfengan bjór með vísan i sömu heimildir og undanþáguna til sjómanna?" Þorsteinn Olafsson, deildar- stjóri tolla- og eignadeildar f jármálaráðuneytisins, svarar: „I 7. gr. 2. mgr. nýsettrar reglugerðar nr. 362/1975 er að finna heimildir þær, sem reglu- gerðin er byggð á. Þar segir, að reglugerðin sé sett samkvæmt heimild f 4. og 5. tl. 2. gr. toll- skrárlaga nr. 6 5. mars 1974 og 42. tl. 3. gr. sömu laga. Heimild- in í 42. tl. 3. gr. tollskrárlaga skiptir megin máli varðandi fyrirspurnir Haralds og þykir því rétt, að efni hennar komi hér fram. Samkvæmt nefndum 42. tl. 3. gr. er fjármálaráðuneytinu heimilt að „fella niður með reglugerð aðflutningsgjöld af varningi, allt að ákveðnu hámarki hverju sinni sem far- menn og ferðamenn hafa meðferðis frá útlöndum um- fram þá muni, sem greinir f 4. og 5. tölulið 2. gr„ enda sé ekki um verslunarvöru eða annan innflutning i atvinnuskyni að ræða. Undanþágu samkvæmt næstu málsgrein hér á undan má binda skilyrðum varðandi tollmeðferð varningsins, enn fremur um, að hún nái ekki til ákveðinna vöruflokka eða sé takmörkuð við sérstakt hámark vissra vörutegunda. Að öðru leyti gilda ekki innflutnings- hömlur um slíkan varning aðr- ar en þær, sem settar eru vegna sóttvarna eða annarra öryggis- ráðstafana“. 1 umræddri reglugerð þótti nægilegt að vitna til nefndra heimilda. En af gefnu tilefni má jafnframt benda á 3. mgr. 1. gr. laga nr. 63/1969 um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Þar segir, að ráðherra (fjár- málaráðherra í þessu tilviki) sé heimilt að setja sérreglur um innflutning ferðamanna og áhafna skipa og flugvéla á áfengi og tóbaki. 1 lagasafni 1973, sem Ármann Snævarr, hæstaréttardómari, hefur tekið saman, er við 3. gr. nefndra laga visað til eldri reglugerðar um sama efni nr. 117/1972. Hún var felld úr gildi með hinni nýju reglugerð, sem hef- ur engar efnislegar breytingar að geyma i þessu efni. I 3. gr. áfengislaga nr. 82/1969, sbr. brl. nr. 84/1971 segir: „Þó skal óheimilt að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda meira en 2V4 % af vinanda að rúmmáli.“ Ákvæði þetta eitt sér, slitið úr sam- hengi við aðra löggjöf og skilið eftir orðanna hljóðan, leiðir að sjálfsögðu til þeirrar niður- stöðu Haralds Blöndal, að inn- flutningur á öli sé fortakslaust bannaður. En löglærðir borgar- ar landsins verða að gæta varúðar í ályktunum sem þess- um og skýra réttarheimildir með hliðsjón af öðrum ákvæðum löggjafarinnar. Nefnda 3. gr. áfengislaga verður þvi að skoða og skýra með hliðsjón af þvi ákvæði 42. tl. 3. gr. tollskrárlaga, þar sem segir m.a., að aðrar innflutn- ingshömlur en þær, sem eru vegna sóttvarna eða annarra öryggisráðstafana gildi ekki um slíkan varning, þ.e. varning ferðamanna og farmanna. Af því, sem nú hefir verið rakið má vera ljóst, að með útgáfu margnefndrar reglugerðar hef- ir ráðuneytið eigi breytt for- takslausu banni á innflutningi ákveðinna vörutegunda, heldur stuðst við réttarheimild, sem til hefur orðið með stjórnskipu- legum hætti. Til enn frekari áréttingar skal vitnað til athugasemda við lagafrumvarp það, sem varð að lögum nr. 102/1965 og lagði grundvöll að heimildinni í 42. tl. 3. gr. tollskrárlaga: „Jafnframt því, að varningur, sem til landsins kemur á þenn- an hátt, verður að vissu marki fyrir hvern farmann eða far- þega gerður tollfrjáls er einnig gert ráð fyrir, að sérstakar inn- flutningshömlur eða innflutn- ingstakmarkanir í sérlögum verði innflutningi þessum ekki til hindrunar, nema innflutn- ingstakmarkanir, sem eiga rót sína að rekja til öryggisráðstaf- ana, svo sem sóttvarna.“ (Alþingistíðindi 1965, A-deild, bls. 656.)“ I NYJU HUSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 i sama húslvlð hllðlna á verzlun oKkar Látið ekki | happ úr hendi sleppa Ótrúlega lág verð fyrir 1. fl. vörur. Laugavegi 66, sími 28155 J MALASKOLI 26908 Danska, enska, þýzka, franska, spænska ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. Innritun#daglega Kennslz hefst 22. sept. Skólinn ertil húsa að Miðstræti 7. Miðstræti er miðsvæðis. 26908 Halldórs Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi. Andlitsböð, húðhreinsun, fót- og handsnyrting. Megrunar- og afslöppunar- nudd og nudd við vöðvabólgum. VIL VEKJA SERSTAKA ATHYGLI A: 10 tíma megrunar- og afslöppunar- kúrum. Nudd,s sauna, vigtun mæling og matseðiU. OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD. Bílastæði. Sími 40609. pjazzBaLLettekóu búpu L_ W ui jozzbollell Skólinn tekur til. starfa 1 5. sept. 1 3 vikna námskeið. KENNT VERÐUR: JAZZBALLETT MODERN SHOW-DANSAR NÝJUNG LEIKLIST—TJÁNING Leiðbeinandi: Edda Þórarinsdóttir, leikkona. Upplýsingar og innritun í næstu viku í síma 83730. Ath. framhaldsnemendur hafi samband við skól- ann sem allra fyrst. □ jazzBaLLettsKóU bópu □ □ □ Jozzóaiiettsköii bópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.