Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 Beitartilraunum að ljúka í sex hólfum BEITARTILRAUNUM til að kanna heppilegastan beitarþunga með tilliti til landnýtingar og gróðurverndar er að Ijúka eftir fyrsta sumarið. Voru kálfar og kindur tekin úr tilraunahólfinu f Sölvholti f Flóa f fyrradag. En beitarhólfin eru sex taJsins. Hafa tilraunirnar gengið eftir áætlun, með eðlilegum byrjunarörðug- Hafnfírðingar til Reykjavíkur ef þeir hrufla sig AF gefnu tilefni hafði Morgun- blaðið samband við Kristin Ö. Guðmundsson bæjarstjóra í Hafnarfirði og spurði hann hvort slysavarðstofa yrði sett á laggirn- ar í Hafnarfirði á næstunni. Kristinn sagði, að ekkert hefði verið rætt um að koma upp slysa- varðstofu í bænum og slík stofn- un kostaði milljónir króna. Samn- ingar væru um að Hafnfirðingar gætu leitað á slysavarðstofuna í Reykjavík og myndi svo verða áfram. leikum, að því er dr. Ölafur Guðmundsson, fóðurfræðingur í Rannsóknastöð landbúnaðarins, tjáði Mbl. Beitartilraunir þessar eru hluti af Landfræðsluáætlun- inni og gerðar fyrir hluta af þjóðargjöfinni svonefndu, með styrk frá Sameinuðu þjóðunum. Tilraunirnar eru gerðar í því skyni að kanna heppilegastan beitarþunga á mismunandi landi, til að geta ákvarðað hve mikið má beita landið, þannig að gróður aukist fremur en minnki og með hvaða hætti fáist beztar afurðir bæði af sauðfé og gróðri. Hólfin eru sex á mismunandi stöðum, þ.e. á Auðkúluheiði, f Sölvholti í Flóa, í Kálfholti við Þjórsá, Álftaveri, á Hvanneyri og á Hesti í Borgarfirði. I sumar var beitt bæði kálfum og sauðfé í hólfin á Hvanneyri, í Söivholti og Kálf- holti, en á hinum stöðunum þrem- ur aðeins sauðfé. Otkoman verður nú sett til úr- vinnslu í reikniheila, þannig að niðurstöður um beitarþol frá fyrsta árinu ættu að liggja fyrir i vetur. Áformað er að halda þessum tilraunum áfram í fimm ár. *■ Á þessari mynd sést vel, hve litlu hefur munað að vélin slyppi yfir jökulinn. Fyrsta sölt- unarskipið ijjuMn. ivioi.. örynjoiiur. Fyrsta söltunarskipið — Asberg RE er fyrsta íslenzka hringnótaskipið sem hélt til veiða hér við land, eftir þriggja ára hlé á síldveiðum. Sfldina á að salta um borð í Asberg, en sfld hefur ekki verið söltuð að ráði um borð f fslenzkum veiðiskipum sfðan 1969 og 1970 og þá f Norðursjónum. Myndin sýnir þegar verið var að setja tómar tunnur um borð í Asberg f Reykjavfkurhöfn. Ullarverð hefur hækk- að um 45,5% á einu ári Verðlagsgrundvöllur landbún- aðarvara, sem tók gildi 1. septem- ber s.I., gerir ráð fyrir, að bændur fái 174,50 krónur fyrir hvert kfló af ull en f fyrra fengu bændur 120 krónur fyrir hvert kíló og er þetta þvf 45,4% hækkun milli ára. Sam- tök bænda hafa talið nauðsynlegt að hækka ullarverð og þannig tryggja betri nýtingu ullar en verið hefur. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda fyrir nokkru kom fram að fleira stendur í veginum fyrir betri nýtingu ullarinnar en lágt verð á henni. Mannfæð í sveitum gerir smalamennsku æ erfiðari og bændur telja að í ýmsum tilvikum valdi vorsmölun tjóni, ær geldist og dilkar verði af þeim sökum rýrari, tvílembingar villist undan og er þá fljótt að muna í kjöt- þunga ef þannig vill til. Á síðustu árum hefur mjög farið í vöxt að rýja fé meðan það er á húsi og fer rúning þá yfirleitt fram í marz eða aprílmánuði. Þeir sem tekið hafa upp þessa aðferð láta vel af henni en þá þurfa þeir ekki að fást víð smalamennsku á vorin. Sé fé rúið seinni hluta vetr- ar verður að hýsa féð í köldum vorum. Hefur viðurkennt árásina Flugslysið: RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók f gær 19 ára pilt vegna árásarmálsins sem sagt var frá f bftðinu f gær, er 19 ára piltur var rotaður um miðja nótt á götu í Hafnarfirði og skilinn eftir liggjandi f blóði sfnu. Játaði pilturinn á sig árásina. Málavextir reyndust vera þeir, að tveir bræður voru saman á Selvogsgötu í Hafnarfirði. Bar þar að bíl með krökkum og stöðvaði bfllinn hjá bræðrunum. Gáfu krakkarnir sig á tal við bræðurna, þar á meðal stúlka ein. Piltur, sem var í bílnum, kom einnig út og tók lauslega í hönd- ina á öðrum bræðranna og hafði í frammi tilburði til að ráðast á hann, en mun þarna hafa verið að gera að gamni sínu. Hinn bróðir- inn tók þetta óstinnt upp og réðst á piltinn og hætti ekki fyrr en hann lá meðvitundarlaus og skaddaður á andliti. Bræðurnir hlupu síðan af vettvangi en krakkarnir á bílnum gerðu Iög- reglunni aðvart. Svanur Sigurðsson. Svanur Sigurðsson látinn Heimildin veitt samkvæmt útreikningum flugmannsins BANDARtSKU hjónin, sem létu lífið í flugslysinu á Eyjafjaila- jökli, hétu Robert og Kathareen Smith frá Alabama. Robert Smith var, 35 ára gamall, en kona hans var nokkru yngri. yngri. Morgunblaðið ræddi í gær við Valdimar Ölafsson flugumferðar- stjóra og innti hann eftir því hvers vegna Robert Smith flug- manni á litlu vélinni hefði verið veitt heimild til að lækka flugið niður í 5000 feta hæð. Valdimar sagði, að Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefði veitt heimildina samkvæmt útreikningum flug- mannsins, sem taldi sig vera yfir Vestmannaeyjum. Sagði Valdi- mar, að flugleiðin frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur væri mjög fjölfarin og mjög oft veittar heimildir til lækkunar flugs. I þessu tilfelli hefði flugmaðurinn sjálfur óskað eftir heimildinni og Flugumferðarstjórnin hefði treyst því að útreikningar hans væru réttir, enda flugmaðurinn þjálfaður i að gera staðar- ákvarðanir. Radarmiðanirnar frá Stokksnesi, sem sagt var frá í fréttinni í gær, hefðu ekki komið í Ijós fyrr en eftir að rannsókn t slyssins hófst og óskað var upplýs- ingá þaðan. Þá skal það tekið fram, að þegar haft var eftir Sigurjóni Einars- syni flugmanni í gær, að flugvélin hefði verið á réttri stefnu á Reykjavík, kom ekki nægilega skýrt fram, að vélin var um 40 kílómetrum norðar og austar en flugmaðurinn gaf sjálfur upp. SVANUR Sigurðsson, útgerðar- maður á Breiðdalsvík, varð bráð- kvaddur á heimili sfnu þann 11. september s.l. Svanur hefði orðið 46 ára í dag, 17. september. Hann var kvæntur Hjördfsi Stefánsdótt- ur frá Stöðvarfirði og eiga þau 3 börn. Svanur var fæddur á Ósi í Breiðdal, sonur hjónanna Jóhönnu Þorbjargar Sigurðar- dóttur og Sigurðar Jónssonar bónda og útvegsmanns. Hann hóf snemma sjósókn og varð for- maður á báti 18 ára gamáll. Svanur lauk vélstjóranámskeiði og síðar fiskimanna- og farmanna- prófi frá Stýrimannaskólanum. Um nokkurra ára skeið stundaði hann siglingar og var orðinn skip- stjóri á Sambandsskipunum, er hann ákvað að flytjast á ný til Breiðdalsvíkur. Þar stofnaði hann eigið útgerðarfyrirtæki, Braga h.f., árið 1959 og um tíma var hann skipstjóri á Hafnarey og fleiri bátum. Svanur var um ára- bil stjórnarformaður í Hraðfrysti- húsi Breiðdælinga h.f. og einnig I Hvalbaki h.f., sem gerir út skut- togarann Hvalbak. Ennfremur var hann formaður í Otvegs- mannafélagi Austurlands. Þá var hann um hríð formaður í samtök- um sjálfstæðismanna á suður- hluta Austfjarða Þá gegndi hann um skeið fréttaritarastörfum fyr- ir Morgunblaðið. Svanur verður jarðsettur frá Heydalakirkju n.k. föstudag 19. september. Opinber háskóla- fyrirlestur Magnús Ulleland prófessor við Oslóarháskóla flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar H.í. fimmtudaginn 18. september n.k. kl. 20.30 I stofu 201 Árnagarði. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist: „Giovanni Boccacio sex- hundruð árum siðar". öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrin- um. (Frétt frá Háskóla íslands.) Em bezta sumarver- tíðin á Vestfjörðum SUMARVERTlÐIN á Vestfjörð- um hefur verið ein sú bezta um árabil, segir f frétt sem Mbl. hef- ur borizt frá Jóni Páli Halldórs- syni trúnaðarmanni Fiskifélags tslands á Isafirði. Er hún okkru betri cn sumarvertíðin 1970, sem var bezta vertfðin áður, en þá fékkst ágætur grálúðuafli hjá línubátum. Heildaraflinn f ágúst mánuði var 5.508 lestir, en var 5.145 lestir í fyrra. Er heildaraflinn á sumar- vertíðinni þá orðinn 17.298 lestir til ágústloka en var 15.076 lestir á sama tíma f fyrra. Af heildar- aflanum á suniarvertíðinni er afli skuttogaranna 8.953 lestir eða 52% heildaraflans, en það er sama aflahlutfall og á sfðustu vetrarvertíð. Gæftir voru góðar og afli yfir- leitt mjög góður. Sérstaklega var góður afli í dragnótina og hand- færaafli var víða með bezta móti. Hagstætt tíðarfar átti að sjálf- sögðu sinn þátt í góðum afla minni bátanna. Afli togaranna var einkanlega góður fyrri hluta mánaðarins, en tregaðist verulega seinustu vikuna. Hafa togararnir minna getað notað flottrollið nú en í fyrra sumar. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.