Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 7 I- djoðviuinn Ituri nieð Mevrhalze frn l*la n iln* i riin iln in.' bjinhiljlHn ilrrnur IrMiilurnliJol —.................Q l lln/lnljinii} II nlihl I mlur-jivnliii mniiluiiiilnrikiA Urri.Mr nlliii. hrrk,m1„„A fiY.kn, liifinni i inlmnkri hi„ilhrlfti.' Setjum afgreiðslubann á ‘vestur-þýsk „gæsluskip” Brigzl í garð hafnarstjóra og hafnarverka- manna Á árinu 1972 settu þá- verandi stjórnvöld hafn- bann (afgreiðslubann) á fiskveiSiskip þeirra þjóða, sem ekki virtu 50 milna fiskveiðilandhelgi okkar, sem og fylgiskip þeirra. Um sama leyti setti mið- stjórn ASf hliðstæðar reglur, sem tryggja áttu, að landhelgisbrjótar og leiðbeinandi gæzluskip fengju ekki afgreiðslu i is- lenzkum höfnum. Hvor tveggja ákvörðunin stend- ur enn og hefur i einu og öllu verið framfylgt. pngu að siður birtir Þjóðviljinn dag eftir dag æsifréttir á forsiðu, sem halda hinu gagnstæða fram. Það er jafnvel talað um „úrvals- Forsiðufrétt í Þjóðviljanum 5. september sl. DJÚDVIUINN SEST VERDl R 4i> S iM\l\U M Njósnaskipin fá úrvals- • þjónustu |,S§;|á ineðan! ■Mæ * | f^~Æi 17.12 kr. ítinaöar- "?• 2ST. sj.*ssí Ifclj >* •— -r - zwmd&z ’»»n náeins 3 Forsíðufrétt í sama blaði 6. september sl þjónustu", sem eru fá- heyrð brigzl, bæði I garð hafnarverkamanna og þeirra opinberra emb- ættismanna sveitarfélaga, sem annast stjórnun og starfsemi einstakra hafna. Er ekki ástæða til þess fyrir þetta blað að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum stnum i garð þessara starfshópa? Hvað varð um eignir Alþýðu- flokksins? Þjóðviljinn fjallar i gær um eignir Alþýðuflokksins og segir svo orðrétt: „Það er ekkert laun- ungarmál að Alþýðu- bandalagið og Þjóðviljinn telja sinum fjárhag betur borgið með þvi að vera í eigin húsnæði en með því að leigja húsnæði af hús- næðisbröskurum. Þetta vissi forusta Alþýðuflokks ins fyrir nokkrum áratug- um, þegar hún beitti sér fyrir þvi að hirða húseign, Alþýðuhúsit^af verkalýðs- hreyfingunni á sinum tima. En það mætti spyrja Alþýðublaðið i dag hvað orðið hefur af þessum eignum, hver á Alþýðu- húsið, Iðnó, Alþýðubrauð- gerðina o.s.frv? Ætli stað- reyndin sé ekki sú að þeir trúnaðarmenn Alþýðu- flokksins sem áttu að ávaxta þessar eignir hafi gert það I eigin þágu en ekki blaðsins? Og varla er hægt að áfellast Þjóðvilj- ann og aðstandendur hans fyrir það þó að trún- aðarmenn hreyfingarinnar við húsbyggingar eins og Skólavörðustig 19 hafi fyrst og fremst lagt áherzlu á hagsmuni hreyf- ingarinnar I heild, fremur en að maka krókinn sjálf- spurt & Hringið i síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstu- dags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. HVAR FÆ ÉG AFRITIÐ? Helena Líndal, Garðarsbraut 15, Húsavík, spyr: „17. maí árið 1968 var kveð- inn upp dómur á Húsavík af þáverandi sýslumanni, Jóhanni Skaftasyni. Þar segir meðal annars: „Stefnandi fékk útgef- inn lóðaleigusamning á árinu 1953.“ Dómur þessi var stað- festur af Hæstarétti 7. nóvem- ber 1969. Ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að fá afrit af þess- um lóðaleigusamningi og skrif- aði fjórum sinnum Jóhanni Skaftasyni, en fékk ekkert svar. Þá sneri ég mér til dóms- málaráðuneytisins og fékk heldur ekkert svar. Nokkur símtöl átti ég við Baldur Möller ráðuneytisstjóra í dómsmála- ráðuneytinu, sem ekkert vildi gera í málinu. Spurning mín er því þessi, hvert á ég að snúa mér til að fá afrit af lóðaleigu- samningi mínum frá árinu 1953, sem getið er um í dómi Jóhanns Skaftasonar og Hæsta- réttar? Þá vil ég einnig spyrja, hvort opinberum stofnunum beri ekki skylda að svara bréf- um, sem þeim berast? Björn Helgason hæstaréttar- ritari svarar fyrri spurning- unni: „Ef endanlegur dómur í mál- inu hefur gengið f Hæstarétti, eru öll málskjöl í vörzlu Hæsta- réttar. Ekkert er því til fyrir- stöðu að málsaðili geti fengið staðfest endurrit af málsskjali á skrifstofu Hæstaréttar." Baldur Möller ráðuneytis- stjóri ( dómsmálaráðuneytinu svarar seinni spurningunni: „Ekki er í lögum skýrt tekið fram um að opinberum stofnunum beri skylda til að svara bréfum, sem þeim berast. Hins vegar er litið á það sem eðlilega skyldu opinberra stofn- ana að svara erindum borgar- anna, séu þau sett fram með eðlilegum hætti. Stundum ber- ast erindi, sem ekki eru svar- hæf. Þá tel ég eðlilegt að opin- ber stofnun staðfesti áður gefið munnlegt svar með bréfi sé þess óskað.“ HJtJKRUNARKONA EÐA HJUKRUNAR- FRÆÐINGUR? Sigrfður Gfsladóttir, Hvassa- leiti 26, Reykjavfk spyr: „Fyrir stuttu sá ég í blaði tvær auglýsingar frá sjúkra- stofnunum um lausar stöður. í annarri auglýsingunni var aug- lýst eftir hjúkrunarfræðingi, en í hinni eftir hjúkrunarkonu. Ég vil því spyrja, er einhver menntunarlegur munur á þess- um tveimur starfsheitum, og er launalegur munur á þeim? Pétur Jónsson starfsmanna- stjóri Rfkisspftalanna svarar: „Á þessum tveimur starfs- heitum er enginn munur og er í báðum tilvikum átt við það starf, sem hjúkrunarkonur hafa hingað til sinnt. Það skal tekið fram að ekki hefur endan- lega verið ákveðið hvaða starfs- heiti sá, sem útskrifast frá námsbraut i hjúkrunarfræðum við Háskóla Islands, ber þar sem námsbrautin hefur ekki út- skrifað neinn enn. Hins vegar er ljóst að um verður að ræða verulegan launamun á þeim sem útskrifast frá hefðbundn- um hjúkrunarskólum og frá námsbrautinni við H.í.“ { \ ^ ^ Læriö aö f & ^ dansa Dansinn yngir Dansinn kætir 0 Dansinn alla daga bætir Innritun í ballett og samkvæmisdansskólanum hefst á næstunni DANSKENNARASAMBAND ISLANDS 0Ó0 TRYGGING fyrir réttri tilsögn ídansi NÚ ER m UTSÖLU ARKAÐURINN nft í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 l sama huslvlð hllðlna á verzlun okkar Látið ekki| happ úr hendi sleppa - 'líö' Otrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu verðil!!! □ Tereiyne & ullarbuxur i miklu úrvali | | Föt meS vesti Pils og kjólar [ | Bolir ] Stakir kvenjakkar Q UFO flauelisbuxur. Þ O c Nú er hægt að gera reyfarakaup Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.