Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 (ELTIC ÞURFTI EKKI AB SVNA HIKIB TIL Al VINNA VAL 2-01IAI1FUM LEIK Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði Skotanna, en misnotaði vítaspymu gegn gömlu félögunum ÞAÐ var enginn glæsibragur yfir leikmönnum Celtic er þeir unnu Valsmenn 2:0 i Evrópukeppni bikarmeistara á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Skozku leikmennirnir þurftu heldur ekki a8 sýna neina snilli til að sigra í þessum leik. Valsmennirnir voru mun lakari i leiknum og áttu í rauninni aldrei möguleika á að halda jafntefli eins og þeir hafa gert í öðrum Evrópuleikjum sínum á Laugardalsvell- inum. Að þessu sinni einblindu Valsmennirnir heldur ekki á varnarleikinn, þeir leyfðu sér að sækja og sköpuðu sér oft sæmileg tækifæri, en til að betri árangur hefði náðst i þessum leik hefði baráttan þurft að vera meiri. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði Celtic að þessu sinni gegn sínum gömlu félögum og tók hann einnig vitaspyrnu i leiknum, en þrátt fyrir tvö tækifæri tókst honum ekki að skora. Það er sénnilegt að Skotarnir hafi ekki kært sig um að vinna með miklum mun ! þessum leik. Það hefði gert siðari leik líðanna, sem fram fer I Glasgow i byrjun október, mun minna spennandi fyrir áhorfendur og það hefði þýtt að færri hefðu komið á völlinn og minni peningar í Celtic-kassann. Mark, sem Skotarnir skoruðu á 6. minútu leiksins, virtist deyfa til muna leikmenn Vals og sömuleiðis áhorfendur, sem létu ekki hevra verulega í sér fyrr en í siðari hálf- leiknum. Valsmenn áttu gott marktækifæri strax á fyrstu mínútu leiksins og þá komust þeir hvað næst þvi að skora i leiknum Fyrst fékk Valsliðið horn- spyrnu sem gaf af sér þrjú skot í varnarminn Celtic og loks var dæmd óbein aukaspyrna rétt fyrir utan markteiginn, en upp úr henni náðu Skotarnir knettinum og sneru vörn i sókn Einu mistök Sigurðar Sigurður Dagsson átti góðan leik i marki Vals i leiknum í gærkvöldi, en á 6. minútu urðu honum á mistök, sem gáfu Celtic fyrsta markið i leiknum Kenny Dalglish, hinn skemmtilegi skozki landsliðsmaður, átti skot að Valsmarkinu Sigurður varði skotið, en missti knöttinn frá sér út til Wilsons, sem þakkaði pent fyrir sig með þvi að renna knettinum i netiðframhjá Sigurði Dalglish var aftur á ferðinni á 16. minútu leiksins og sýndi þá hæfi- leika sina á skemmtilegan hátt. Hann prjónaði sig á laglegan hátt í gegnum vörn Vals og renndi siðan knettinum til Wilson sem stóð á auðum sjó fyrir miðju markinu. Honum tókst þó ekki að nýta sér færið og nú náði Sigurður að hirða knöttinn frá honum áður en hann fór ! netíð I rauninni var ekki mikið um tæki- færi í fyrri hálfleiknum og1 þær voru mun fleiri mínúturnar sem ekkert var að gerast á vellinum en þær sem yljuðu áhorfendum eða fengu blaða- menn til að lyfta pennum sínum Heldur hressari Valsmenn í upphafi siðari hálfleiksins hresst- ust Valsmenn talsvert og áttu þá að minnsta kosti tvö marktækifæri, sem með heppni hefðu getað kostað Celtic mörk Til að mynda átti Hermann skalla að skozka markinu á 4 minútu og Ingi Björn náði að trufla Latchford á 16 mínútu þann- ig að knötturinn datt niður i markteiginn rétt við marklinuna Margir fætur þustu að knettinum, en skozkir höfðu vinninginn og hættunni var bægt frá. Hermann átti aftur skalla á 18. minútu hálfleiks- ins, en hafði ekki árangur Upp úr þessu fóru Valsmennirnir að slaka á aftur og áhorfendur sem höfðu látið talsvert í sér heyra það sem af var hálfleiknum þögnuðu nú Tveir gamlir félagar í baráttu um knöttinn, Hermann Gunnarsson og Jóhannes Eðvaldsson, annar fyrrverandi atvinnumaður, hinn nýbyrjaður sem slikur. Wilson skorar fyrsta mark leiksins. Sigurður á fjórum fótum á marklínunni, Dýri reynir að bjarga á línu en án árangurs og Vilhjálmur getur ekkert gert. (Ijósm. Friðþjófur.) nær alveg MacDonald skoraði svo annað mark Skotanna á 20. mínútu hálfleiksins. Kom það eftir slæm mistök í Vals- vörninni eftir hornspyrnu, knöttur- inn fór á milli varnarmanna Vals og beint í höfuð MacDonalds, sem skallaði knöttinn af krafti I net Valsara Jóhannesar-þáttur Jóhannes Eðvaldsson lék ein- kennilegt hlutverk ( þessum leik. Hann var þarna að leika með heims- frægu atvinnumannaliði, skozku, gegn sinum gömlu félögum fyrir islenzka áhorfendur á vel kunnum velli. Jóhannes stóð sig hvorki vel né illa i þessum leik og var um miðjan hóp leikmanna Celtic hvað getu snerti. Hann ætlaði sér ef til vill einum of mikið i leiknum og hafði alls ekki árangur sem erfiði Þessi islenzki atvinnumaður í Skotlandi var fyrirliði Celtic í leikn- um og hefur án efa fengið þann heiður vegna þess að hann lék á „heimavelli" Auk þess var Jó- hannes svo látinn taka vitaspyrnu á 25 minútu seinni hálfleiksins, en hefði sennilega feginn hafa viljað vera laus við þann heiður eftir að Markaskorarinn MacDonald og Atli Eðvaldsson i villtum dansi. honum hafði mistekizt tvisvar sinn- um. Vitaspyrnan var dæmd á Vilhjálm Kjartansson, sem brá Wilson innan vitateigs. Fyrra skot Jóhannesar úr vitaspyrnunni fór hátt yfir, en Sigurður hafði hreyft sig áður en spyrnan var tekin og Jóhannes fékk aðra tilraun. Nú hitti Jóhannes markið, en Sigurður gerði sér lítið fyrir og varði, enda var skotið ekki utarlega þó það væri sæmilega fast. Þeir ungu beztir Beztir Valsmannanna i þessum leik voru ungu mennirnir Magnús Bergs og Guðmundur Þorbjörnsson — i fyrri hálfleiknum. Þá átti Albert Guðmundsson góðar sendingar eftir að hann kom inn. Vilhjálmur Kjartansson stóð fyrir sinu og sömu- leiðis Bergsveinn Alfonsson i seinni hálfleiknum. Þá má ekki gleyma Sigurði Dagssyni, sem alltaf stendur fyrir sinu — og rúmlega það — þegar mikið liggur við. Annars verður það að segjast um Valsliðið að maður átti von á meiru frá því, en Framhald á bls. 12. Jóhannes spáir 6- Valsmenn hvergi ÞETTA var ekki nógu gott liS til þess að skemma „statistikina" hjá okkur, sagSi Hermann Gunnarsson, hinn leikreyndi leik- maður Valsliðsins eftir leikinn i gærkvöldi, og átti þá við að þetta er I fyrsta skipti sem Valur tapar leik á heimavelli I Evrópubikar keppni. Yfirleitt voru menn sam- mála um að Celtic-liðið hefði valdið miklum vonbrigðum. en leikmenn Vals voru þó á þvi að betra væri að biða með að kveða upp dóma yfir þvi unz leikurinn ytra væri búinn. Var talað um þann leik i léttum dúr, og þegar Sigurður Dagsson var að þvi spurður hvort hann héldi að sá leikur yrði burst svaraði hann að auðvitað myndu Valsmenn bursta Celtic, og Hermann Gunnarsson skaut þvi inn i að það væri lág- mark að hann skoraði þrennu i þeim leik — Ég er ekkert alltof hress yfir þessum leik, sagði Hörður Hilmarsson — Við fengum á okkur tvö mjög ódýr mörk, annað vegna klaufaskapar og hitt vegna þess að illa var dekkað upp, og var slæmt að eiga þar hlut að máli. Celtic liðið var ekki nálægt þvi eins sterkt og ég átti von á, jafn- vel þótt Joe Gilroy, þjálfari okkar, væri búinn að segja okkur að það sterkasta við Celtic um þessar mundir væri nafnið — þeir væru ekkert sérstakir. Auðvitað verða þeir erfiðir á útivelli, en ég á alls ekki von á þvi að þeir vinni okkur með miklum mun þar. Ég tel þennan leik hafa verið nokkuð jafnan, og allt fram til þess að þeir skoruðu seinna mark sitt áttum við góða möguleika i leiknum. Ég er nokkurn veginn viss um að ef Valur hefði átt einn af sinum betri leikjum i kvöld, þá hefðum við i það minnsta náð jafntefli við þá, ef ekki unnið. Tvöföld ánægja — Það er alltaf gaman að verja vitaspyrnu, sagði Sigurður Dags- son markvörður, — og ég neita þvi ekki að ánægjan var næstum tvöföld að þessu sinni. Ég ákvað að reyna að trufla Búbba með þvi að hreyfa mig í markinu. — Tók áhættuna að dómarinn sæi það. Þegar Búbbi tók svo spyrnuna aft- ur var skot hans gifurlega fast og nokkuð utarlega. Ég flokka það þvi undir heppni að ég skyldi verja. Það var mér líka mikil sára- bót eftir að hafa fengið rakið klaufamark á mig ,f leiknum. Annars hafði ég ekkert sérstak- lega mikið að gera, þeir fengu ekki mörg hættuleg færi og -0 úti en smeykir reyndu litið langskot. Ég átti von á Celtic-liðinu betra, en vafalaust verður það erfitt á heimavelli sínum, þar sem það hefur stuðning fjölmargra áhorfenda, og góðan völl. Setti mig úr sambandi — Þessi leikur er enginn mæli- kvarði á getu Celtic-liðsins. Þið ættuð bara að sjá það leika á almennilegum velli. Völlur liðsins er sem parket miðað við þessi ósköp, sagði Jóhannes Eðvalds- son, fyrirliði Celtic eftir leikinn i gær, og var greinilega heidur óhress yfir frammistöðu sinni og sinna manna. — Við höfðum ekki einu sinni skó sem hentuðu i slikt moldar- flag, sagði hann. Við vinnum seinni leikinn stórt, — ég spái 6—0. Um vítaspyrnuna sagði Jóhannes. — Sigurður Dagsson setti mig algjörlega úr sambandi með þess- um hlaupum sinum i markinu er ég spyrnti i fyrra skiptið. Þegar ég svo endurtók spyrnuna hugsaði ég fyrst og fremst um að skjóta nógu helv. . . fast, og það kom mér virkilega á óvart að Sigurður skyldi ná skotinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.