Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 13 Kynorka og þokki eymar- stórra karla með ótíkindum BREZKUR sálfræðingur, dr. Ivor Felstein, sem starfar í Manchester hefur gjört heyrinkunna þá skoðun sina að eyrnastórir menn hafi alira manna mesta kynorku og þokka. Birti doktorinn niður- stöður rannsóknar sínar f viku- ritinu „Pu!se“. Þar segir: „Þeir sem hafa út- stæð eyru skyldu langt frá ör- vænta. Clark Gable hafði út- stæð eryu og sömuleiðis Bing Crosby, popstjarnan Elton John, leynilögreglumaðurinn Kojak sem dáður er af sjón- varpsáhorfendum i Bretlandi, svo að nokkrir séu nefndir.“ Útstæð og áberandi eyru örva hvatir og langanir kvenna til viðkomandi karla, segir Felstein og telur nánast sannað að útstæð eyru og yfirmáta- mikil karlmennska haldist venjulega i hendur. Segir hann það hryggilegt að svo mörgum sem hafi stór eyru sé stritt á barnsaldri og leiði það á stundum til minnimáttakendar, og alrangt sé af þeim sem þann- ig eru skapaðir, að láta sér vaxa sítt hár til að fela þetta kyn- tákn. Brezkir togaramenn óánægðir með sein- læti stjórnarinnar Jóhanna Bogadóttir við eitt verka sinna. Jóhanna sýnir á Neskaupstað I BREZKA blaðinu The Times birtist fyrir nokkru<stutt grein um stöðuna f samskiptum Breta og íslendinga varðandi fiskveiði- lögsögumál og segir í fyrirsögn að „góðvilji sé á íslandi i garð brezkra togaramanna, ,þrátt fyrir útfærsluna í 200 mílur". Eru málavextir síðan raktir og verður ekki annað séð af greininni en höfundur hennar telji það út af fyrir sig eðlilegt framhald á málum að Islendingar færi út í 200 mílur. Minnt er á að sendi- nefnd frá Bretlandi muni eiga viðræður við íslendinga, en þar verði höfuðáherzlan lögð á leyfi brezkra togara til veiða innan 50 mílnanna. Þá er vikið að samningi landanna sem gerður var í nóvem- ber 1973 og látin í ljós ánægja Kínverjar út í sveit í læri Hong Kong, 16. september. Reuter. FRÉTTASTOFAN Nýja Kína seg- ir að 240.000 miðskólanemendur frá fylkinu Liaoning íNorðaustur Kína hafi verið sendir út í sveit á þessu ári til að „endurmenntast af fátækum bændum". með að hann hafi reynzt allvel í framkvæmd. Þó hafi komið í ljós nokkrir agnúar og megi rekja þá að mestu leyti til seinlætis brezku stjórnarinnar. Hafi það seinlæti verið þyrnir í augum samtaka brezkra togaramanna þessi tvö ár. Þegar samkomulagið hafi verið gert fyrir tveimur árum hafi táls- ménn brezka fiskiðnaðarins lagt á það áherzlu að hafnar yrðu fram- haldsviðræður eins fljótt og unnt væri til að ná samningum við Is- lendinga sem giltu til lengri tíma. Talsmaður samtakanna segir nú: „Þegar ekkert gerðist, ítrekuðum við beiðni okkar I nóvember á sl. ári og við fórum að verða vægast sagt kviðnir og áfjáðir, þegar ekk- ert var farið að gerast á öndverðu þessu ári.“ Siðan hafa málin orðið æ viðkvæmari á síðustu mánuðum og ástæðurnar eru auðsæjar. Ljóst sé að ýmsir togararnir verði teknir í brotajárn og þá sé að skera úr um hvaða togara eigi að taka. Skip sem sæki á djúpmið séu byggð í þeim sérstaka tilgangi enda þótt tilraunir hafi verið gerðar á siðustu árum með að smíða togara sem geti gegnt marg- þættari tilgangi. Stærstu togararnir eigi bezt með að stunda veiðar á Islandsmiðum og aðrir annars staðar. A LAUGARDAGINN (20. sept) opnar Jóhanna Bogadóttir list- málari sýningu I Egilsbúð á Nes- kaupstað og sýnir hún þar 30 graflkmyndir sem allar eru til sölu. Jóhanna stundaði myndlistar- BJARNI Jónsson opnar mál- verkasýningu að Hliðarbæ I Glæsibæjarhreppi við Akureyri á fimmtudag og verður sýningin þá opin frá kl. 8—10. A föstudag verður sýningin opin frá kl. 6—10 og á laugardag og sunnudag frá nám í Frakklandi. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sarpsýningum hér heima og erlendis. Sýningin verður opin kl. 3—10 e.h. dagana20.—22. sept. kl. 2—10 e.h. og lýkur þá. Málverk eftir Bjarna voru fyrst á samsýningu Félags ísl. mynd- listarmanna 1952, en síðan hefur hann tekið þátt I mörgum sýning- um og haldið sjálfstæðar sýn- ingar. Enga undan- sláttarsamninga segir FFSÍ FUNDUR stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands haldinn föstudaginn 12. sept. 1975, samþykkti eftirfar- andi: Þar sem hafnar eru við- ræður við Breta og fyrirhug- aðar eru viðræður við Þjóð- verja o.fl. þjóðir um veiðirétt- indi -rnnan hinna nýju 200 mflna fiskveiðimarka vill sambandsstjórn ítreka fyrri ályktanir I landhelgismálinu. Jafnframt skorar sambands- stjórn á alla fslendinga og alveg sérstaklega á samtök sjó- manna og útgerðarmanna að standa einhuga gegn öllum undansláttar og nauðungar- samningum við erlendar þjóðir. (Fréttatilkynning). Bridge í Breið- fírðingaíélagmu AÐALFUNDUR bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins var haldinn 11. sept. s.l. I stjórn fyrir næsta starfsár voru kjörin Þorsteinn Laufdal for- maður, Böðvar Guðmundsson gjaldkeri, Gissur Gissurason ritari, meðstjórnendur Halldór Jóhannesson og Jóhanna Guðmundsdóttir. Starfssemin hefst með 5 kvölda tvímenningskeppni sem byrjar fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 20. Spilað verður í Hreyfilshúsinu við Grensás- veg. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir hádegi á miðvikudag I sima 21865 eða 72188. Nýir félagar velkomnir. Sportbátaeigend- ur stofna félag FIMMTUDAGINN 18. þ.m. kl. 19.30 er boðað til stofnfundar félags sportbátaeigenda I Reykjavfk og nágrenni. Fundurinn verður I húsi Slysa- varnafélags lslands á Granda- garði. Allir sem eiga hags- muna að gæta og áhuga hafa á bættri aðstöðu sportbáta á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til þess að koma á fundinn. Stofnun félags sportbátaeig- enda er búin að eiga sér nokk- urn aðdraganda. Fyrir rúmum mánuði komu saman til. fundar allmargir sportbátaeig- endur I Reykjavík og ræddu hagsmuna- og öryggismál. Kaus fundurinn undirbún- ingsnefnd til að vinna að félagsstofnun. Nefndin hefur starfað sfðan og I sfðustu viku kynnti hún störf sfn á fundi þeirra sömu manna, er fyrst komu saman f sfðasta mánuði og var ákveðið að efna til stofnfundarins hið fyrsta. (Fréttatilkynning) Vitni vantar MÁNUDAGINN 15. septem- ber, á tímabilinu 13,50 til 14,20, var ekið á bifreiðina Ö- 2319, sem er grænn Fiat 125, þar sem bifreiðin stóð á stæði við Sjómannaskólann. Vinstri framhurð er mikið dælduð. Tjónvaldurinn fór af vettvangi og eru þeir, sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þessa ákeyrslu, beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna. Ekið á bíl LAUGARDAGINN 13. septem- ber milli klukkan 15 og 17, var ekið á bifreiðina R 29392, sem er Citroén DS super, þar sem bifreiðin stóð við Bugðulæk 17. Vinstra frambretti og hurð skemmdust og eru þeir, sem upplýsingar geta gefið, beðnir að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Sveinn Benediktsson: Skyndileg verðhækkun á vörumarkaðnum í Chicago VÖRUMARKAÐURINN I Chicago er aðaimarkaSur á soyabaunum, hveiti, mais, kornvörum og hvers- konar mat- og fóðurvörum úr dýra- og jurtaríkinu, þar á meðal á jurtafeiti, jurtaolium, lýsi og fisk- mjöli. Á þessum markaði verða tíðum miklar sveiflur, sem mótast af framboði og eftirspurn og gætir þar oft áhrifa frá „spekula sjónum". Áhrifa frá hinum mikla markaði gætir um allan heim. Þar hafði verð á lýsi og fiskmjöli farið hrið- lækkandi frá því í byrjun ágúst- mánaðar s.l. í kjölfarið varð lækkun á þessum vörum víðs- vegar um heim, allt fram til 11. þ.m. Þá gjörbreyttust markaðs- horfur skyndilega af ýmsum ástæðum, svo mikil hækkun varð á vörumarkaðnum á mörgum mat- og fóðurvörum s.l. föstudag hinn 12. september 1975. Jafnaðist þá að mestu verðfallið á lýsi og fisk- mjöli, sem varað hafði rúman mánuð. Eftir þessa hækkun varð verð á heimsmörkuðum þó ekki nema liðlega helmingur af þvi verði, sem það hafði verið fyrir ári á lýsi, jurtafeiti og jurtaolíum. Helstu ástæðurnar fyrir þessari snöggu sveiflu eru raktar til eftir- farandi breytinga, sem allar urðu um sama leyti: 1. Verkalýðssamböndin i Banda- ríkjunum samþykktu að skipa um borð hindrunarlaust kornvörum, sem seldar höfðu verið þaðan til Sovjetrikjanna 2. Sovjetríkin hafa samþykkt að semja við Bandarikin um framtiðarviðskipti. Skilmálar leiða i Ijós, að Rússar halda þvi ekki lengur fram, að þeir séu sjálfum sér nógir um kornvöruframleiðslu og þurfi þvi ekki á innflutningi á kornvörum að halda nema endrum og eins. Þeir hafa orðið við þeirri kröfu Bandarikjamanna að viðurkenna að þeir þurfi að flytja þessar vörur inn i stærri stil en verið hefur að meðaltali á ári í s.l. 5 ár. (Á árinu 1973 var talið, að Rússar hefðu flutt inn allt að 30 milljónum tonna af mat- og fóðurvörum frá Bandaríkjunum, er nægði til að fæða allt að 130—140 milljónir manna i heilt ár). j hve rikum mæli þetta á við um sojabaunir, er enn nokkuð á huldu. 3. Áætlanir opinberra aðila i Bandarikjunum um uppskeru á sojabaunum og mais eru langt undir áætlunum einstakra aðila, sem gefnar voru út fyrr i vikunni sem leið og því langtum lægri en almennt hafði verið búist við. 4) Spáð hafði verið frosti 12. september og næstu daga á gróðursvæðum Soyabauna og mais I Bandarikjunum norðan- verðum og á gróursvæðum linoliu- kjarna og smjörkálskjarna i Kanada og Bandarikjunum. Þetta samanlagt hafði gagngjör áhrif á álit manna á markaðshorf- um og gætti þeirra áhrifa á markaðnum í heild. Lækkunin sem numið hafði á rúmum mánuði á lýsi og mjöli og fleiri vörum allt að 20%, snerist hinn 12. september i nærri sam- svarandi hækkun. (Aðalheimild Oil World 1 2. sept. 1975. Lauslega þýtt.) i grein sem ég ritaði i Dreifibréf Félags isl. fiskmjölsframleiðenda hinn 6. sept. s.l. i hefti nr. 9 1975 og prentuð var í Morgunblaðinu fimmtudaginn 11. september s.l., lét ég svo ummælt I niðurlagi greinarinnar: „Þrátt fyrir verulega lækkun á heimsmörkuðum á fiskmjöli og lýsi siðustu vikur, er það álit margra, sem bezt mættu vita, að fiskmjöl og lýsi muni heldur hækka en lækka i verði næstu mánuði. Óvissa er þó mikil i þess- um efnum, vegna oliukreppunnar, verðbólgu og almennrar óvissu í öllum viðskiptum þjóða á milli. Að sjálfsögðu mun það valda miklum örðugleikum á komandi loðnuvertið, að verðjöfnunar- sjóður loðnuafurða er nú tómur. Á síðustu vertið var allri innstæðu i sjóðnum, á fjórða hundrað milljón um króna, varið til þess að halda uppi loðnuverðinu. Blasir þvi við að finna verður nýjar leiðir i sama skyni. Vegna sivaxandi reksturs- kostnaðar og verðbólgu og miklu lægra verðs á lýsi og fiskmjöli en i fyrra og með verðjöfnunarsjóðinn þrotinn, verður hinn mikli vandi loðnuveiðanna og loðnuvinnsl- unnar torleystur. Til þess þarf miklu almennari skilning á efnahagsmálum en nú virðist vera hjá þjóðinni, þegar úr öllum áttum koma kröfur um meiri óarðbærar framkvæmdir, hærra kaup, einkum hinna hæst launuðu og um meiri eyðstu. Nauðsyn er á þvi að tryggja, eftir þvi sem unnt er, rekstur framleiðslufyrirtækja, sem bera uppi þjóðarbúskapinn, en það tekst ekki með þvi að hlaða æ meiri byrðum á fyrirtækin, sem flest eru þegar að sligast undir miklum taprekstri. Það er þjóðar- nauðsyn, að skilningur á þessum sannindum skapist fyrr en i ótlma." Loðnuveiðarnar 1975 hófust um miðjan janúar og liklegt að unnt verði að hefi.a þær um svipað leyti á árinu 1976. En til þess þarf skilning og velvilja margra aðila, sökum þess að þessi atvinnugrein stendur nú mjög höllum fæti, svo sem greint hefur verið frá hér að framan. Sveinn Benediktsson. Bjarni Jónsson heldur sýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.