Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 Norglobal: Heímilt að taka á móti loðnunni ISLENZKU Ioðnuskipin, sem stunda veiðar f Barentshafi, eru nú stödd á 78° n.br. og 30° a. Igd. og munu engin fslenzk skip hafa farið svo norðar- og austarlega áður. Jan Brandt Fossbakk fram- kvæmdastjóri Norglobal sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að sfðustu daga hefðu veiðarnar gengið ágætlega, en ekki vissi hann nákvæmlega hve mikið hvert skip væri komið með. Morgunblaðið spurði Fossbakk hvernig málaferlin gegn útgerð Norglobals hefðu gengið fyrir sig, en sem kunnugt er vilja nokkur samtök í Noregi að skipið hætti að taka á móti frá erlendum veiði- skipum í nánd við Noreg og hafa skotið málinu til dómstólanna. Fossbakk sagði, að í fyrsta dóm- Tónleikar í Kópavogi I KVÖLD verða í húsnæði Tón- listarskólans I Kópavogi, Álfhóls- vegi 11, tónleikar á vegum fyrir- bæris, sem nefnist „Nýtt“. A tónleikunum mun koma fram „Evenings for New Music“ frá Bandaríkjunum, sem hafa viðdvöl hérlendis á leið sinni til Varsjár. stiginu, Landsréttinum, hefði úr- skurðurinn fallið á þá leið, að skipinu skyldi heimilt að halda möttökunni áfram, en ekki hætta eins og kom fram í Fiskaren í sl. viku. Sækjendur málsins hefðu siðan áfrýjað málinu og yrði það að líkindum tekið fyrir í lög- mannsréttinum á næstunni, og sfðan gæti það jafnvel farið fyrir hæstarétt. Fossbakk sagði, að það hefðu verið nokkur sölu- og hagsmuna- samtök í Noregi, sem höfðað hefðu málið gegn Norglobal en þá væru Norsilmel, samtök slldar- bræðslueigenda, og fleiri. Á- stæðan fyrir málshöfðuninni væri, að Norglobal hefði sagt sig úr samtökum þessum 1973 og meðal annars fengi Norsilmel nú ekki sín umboðslaun af sölu afurða verksmiðjuskipsins. Þá sagði hann, að á næstunni yrðu teknar upp viðræður við stjórnvöld I Mauritaníu varðandi makrílsveiðar við landið og myndi svar koma þann 22. september og mætti búast við að það yrði já- kvætt. Þannig að ekkert væri til fyrirstöðu að íslenzk skip stunduðu þessar veiðar. Hægt yrði að greiða hærra verð fyrir hvert kg af makríl en loðnu, þar sem makrfll væri miklu feitari en loðna. Verzlunarfulltrúi Portúgals, Luis W. de Sousa, sem hefur verið hér sfðustu daga. Viðleitni til að auka viðskipti Islands við Portúgal STADDUR hefur verið hér- lendis undanfarna daga portúgalskur verzlunarfulltrúi, Luis Guilherme W. Soares de Sousa, sém hefur aðsetur í Ósló. Tilgangur með för verzlunar- fulltrúans hingað er að freista þess að stofna til frekari við- skipta milli Portúgala og Is- lendinga. Portúgalir hafa einkum keypt mikið af saltfiski af okkur á mörgum undanförn- um árum og fyrstu sjö mánuði þessa árs var útflutningur Is- lands til Portúgals að verðmæti um 5300 milljónir króna. Á sama tíma keyptu Islendingar varning frá Portúgal fyrir um það bil 190 milljónir. Sousa sagði við Mbl. að hann hefði starfað í hálft þriðja ár á viðskiptaskrifstofu Portúgala i Öslö. Hafa viðskipti Portúgala og Norðmanna aukizt verulega og flytja þeir. fyrrnefndu út mikið af skófatnaði, vefnaðar- vörum, iðnaðarvarningi og fleiru til Noregs, svo og hafa þeir sinnt töluvert skipavið- gerðum fyrir Norðmenn. Hafa Portúgalar áhuga á að auka við- skiptin við íslendinga m.a. á ofangreindum vörum og sagði verzlunarfulltrúinn að á síðustu árum hefðu Portúgalar lagt aukna áherzlu á vöruvönd- un, enda hefði þróun viðskipta- mála í heiminum verið sú að eftirspurn væri eftir því sem vandað væri. Þá hefur verið minnzt á innflutning portú- galskra vina hingað, einkum léttra vína, en gæði þeirra eru víðþekkt. Taldi Sousa að mögu- leikar á auknum viðskiptum landanna hefðu ekki verið nýtt- ir, hans verk væri nú að kanna þá og siðan væri að semja lang- tímaáætlun sem yrði lögð fyrir fund þeirra sem með þessi mál fara i Lissabon. Þá er nokkur áhugi á að Portúgalir opni hér verzlunarskrifstofu, ef árangur næst i þessum athugunum á næstu mánuðum. Ástæða væri til að vera nokkuð bjartsýnn vegna þeirra undirtekta og væri það nú næsta verkefni hans að skipuleggja starfið Itar- legar og koma með ákveðin til- boð til íslenzkra innflytjenda. Sousa lét I ljós ánægju sina með þau kynni sem hann hefði haft af mönnum hér. Hann sagði að enda þótt landar sinir vissu ef til vill ekki mikið um Island, væri saltfiskur héðan og frá Norðmönnum á hvers manns borði að minnsta kosti tvisvar I viku og mikil fjöl- breytni væri í matreiðslu hans. Á jólum snæddu fjöl- skyldur jafnan saltfisk áður en farið væri til jóla- guðsþjónustu og það hefði iðu- lega orðið hið mesta stórmál ef hörgull hefði verið á saltfiski og jólagleðin væri engan veginn fullkomnuð ef saltfisk- ur væri ekki á borðum á réttri stundu á hátíðinni. (mynd ásg. halld.) Þeir Reynir Aðalsteinsson og Dagur frá Núpum f ölfusi voru stjörnurnar fyrir Island á mótinu f Semriach 2000 manns á Evrópumóti eig- enda íslenzkra hesta NÚ hafa Mbl. borist fyrstu myndirnar frá Evrópumóti fslenzkra hestaeigenda sem haldið var f Semriach f Austurrfki 12.—14. september, og birtast þær hér á sfðunni. Knaparnir sem kepptu fyrir lslands hönd stóðu sig með hinni mestu prýði, enda lá óhemju vinna við tamningu og þjálfun hestanna að baki þeim árangri sem Islendingarnir náðu að þessu sinni. Auk þeirra hesta sem á myndinni sjást höfðu verið valdir Léttir frá Álfsnesi, sem Eyjólfur Isólfs- Framhald á bls. 23 (mynd ásg. halld.) Fulltrúar tslands rfða inn á keppnisvöllinn í Semriach 1 broddi fylkingar. Frá hægri í fyrstu röð: Reynir Aðalsteinsson á Degi frá Núpum, Ragnheiður Sigurgrfmsdóttir á Gammi frá Hofsstöðum, Albert Jónsson á Ljóska frá Hofstöðum, f seinni röð Sigurður Sæmundsson á Hvin frá Haugi, Sigurfinnur Þorsteinsson á Baldri frá Stokkhólma, Trausti Guðmundsson á Stefni frá Hreðavatni og Aðalsteinn Aðalsteinsson á stóðhestinum Hrafni frá Kröggólfsstöð- um. Electrolux eldavélin NOVA160 Hún hefur 4 hellur með stigalausri stillingu (2 hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálfvirkum hitastilli). Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 lítra. Hraðræsir hitar ofninn í 200 gráður C á 6V2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöllu og steikarmæli. HxBxD = 850x695x600 mm. ss Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 Matvorudeild S-86-111, Vefnaðarv d S-86-11 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.