Morgunblaðið - 17.09.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 17.09.1975, Síða 24
imiHURÐIR Cæöi í fyrirrúmi SIGURÐUR ELÍASSON HF. ' OpavqS^' AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 Borgarbókasafnið er nú fullteiknað Þörf fyrir þaö mjög brýn BORGARBÓKASAFN er fullteiknað og tilbúið til útboðs. Því mætti fara að byggja það hvenær sem er, sagði Eirfkur Hreinn Finnbogason, borgarbúka- vörður, er Mbl. spurðist fyrir um það mál. Borgarbókasafninu hefur verið valinn staður í Nýja- miðbænum við hliðina á Borgar- leikhúsi. Skv. áætlun frá 1973 var gert ráð fyrir að byggingin kostaði 220 milljónir kr. en allt hefur hækkað mikið síðan og áætlanir eru f endurskoðun. Sfðan verða teikningar lagðar fyrir borgarráð. Hvenær hafizt yrði handa um bygginguna kvaðst Eiríkur Hreinn ekki vita. Borgarbókasafnið býr nú við mikil þrengsli í núverandi húsa- kynnum, og feikilega brýnt að fá nýtt húsnæði, að því er Eiríkur Hreinn sagði. T.d. er engin barna- deild í aðalsafninu, aðeins í úti- búum í Sólheimum og Bústaða- kirkju, en erlendis er talið mjög mikilvægt að teygja börnin að bókinni með barnadeildum. Til- raun hefur verið gerð með hljómdeild með um 200 hljóm- plötum í Bústaðasafni, sem nokkurs konar æfingu fyrir nýja safnið, og er alltaf fullt þar, og ekki hægt að bæta við fyrr en með rýmra húsnæði. Auk þess eru vandræði með allt annað í aðal- safninu. Rýmið, þar sem fólk hefur aðgang að hillum, er of lítið, svo of fáum bókum er hægt að koma þar fyrir, þannig að starfsfólk er á stöðugum hlaupum milli útlánarýmis og í geymslu í kjallara. En geymsla er allt of lítil, sérstaklega á sumrin, þegar meira er inni af bókum, sem eru alls um 86 þúsund í aðalsafninu. Ef öllu væri skilað kæmist það engan vegínn fyrir í safninu. Bækur, sem ekki eru í mikilli notkun, eru keyrðar í geymslu á annarri hæð í húsi við Hólmgarð, þar sem þær eru í kössum. Og þannig mætti áfram telja. Nýja bókasafnshúsið, sem búið er að teikna, verður 5.445 ferm að stærð. Arkitektar eru Gunn- laugur Halldórsson og Guðmund- ur Kr. Kristinsson. Á jarðhæð eru bókageymslur og aðstaða fyrir bókabíla, auk barnadeildar og hljómtækjadeildar. Á jarðhæð er gengið inn frá aðaltorginu inn í rúmgott anddyri, með bókasafnið á vinstri hönd og á hægri hönd samkomusal, þar sem m.a. má hafa bókmenntakynningu og hljómplötukynningu. Þar er einnig kaffistofa, en blaðadeild er á sama gangi. Yfir bókasafni eru þrír pallar á annarri hæð, sá stærsti rúmar lestrarsal fyrir 80 manns, annar er fyrir tfmarit og sá þriðji fyrir sérdeild um Reykjavíkurefni. Bókasafnið er ekki sérdeildasafn, en aðeins þessi eina sérdeild. Kostnaðaráætlanir eru frá 1973, en búast má við að bygginga- kostnaður hafi nú 2—3 faldazt. Líkan af hinu nýja Borgarbókasafni, séð frá torginu. Gengið er inn í safnið um dyrnar til hægri, en stjórnunarálma er vinstra megin. Framan við húsið er gróið torg, en til hægri við það verzlunarkjarni og til vinstri Borgarleikhúsið fyrir- hugaða. Arkitektar eru Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. Nýjar viðræður við Belga í október: Fallast ekki á skilyrði um Vilja veiðiheimildir fyrir 12 ar VIÐRÆÐUM Bclga og fslendinga vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 200 mflur lauk f gær með samkomulagi um að fresta við- ræðum fram í októberbyrjun. A fundunum hafa Belgar farið fram á fiskveiðiréttindi innan 50 mflna markanna eða á sömu svæðum og Enn ekkert síldarverð: Sjómenn sætta sig ekki við 38 kr. hámarksverð Bjarni Sæmundsson finnur töluverða síld EKKI náðist samkomulag um síldarverðið á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær, og er ekki annar fundur boðaður fyrr en kl. 16 í dag. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgun- blaðið gat aflað sér í gærkvöldi, Forsætisráðherra til Noregs í dag GEIR Hallgrfmsson, forsætis- ráðherra, og kona hans, frú Erna Finnsdóttir, fara utan f dag f opinbera heimsókn til Noregs f boði stjórnvalda þar. Með forsætisráðherrahjónun- um fara Guðmundur Bene- diktsson, ráðuneytisstjóri, og kona hans. Hin opinbera heim- sókn stendur til 20. september. mun alls ekki fyrirsjáanlegt hvort verðákvörðunin verður tekin f dag eða kvöld, þar sem erfitt er að sjá hvort hægt verður að borga það verð, sem sjómenn vilja fá. Kvisazt hafði, að samkomulag hefði náðst um að greiða 38 krónur fyrir hvert kg af síld, sem væri stærri en 32 sm en væri síldin minni en það, yrði greitt fyrir hvert kg 24 krónur. Með þessu átti að koma til móts við kröfur sjómanna á reknetabátun- um um að hafa stærðarflokkana tvo en ekki þrjá, og hækka verðið nokkuð frá því, sem gilti til 15. september. Árdegis í gærmorgun var hald- irin fundur útgerðarmanna, sjó- manna og skipstjóra á Höfn í Hornafirði. Á fundinum var rætt um það verð, sem orðrómur var um. Voru fundarmenn samþykkir um að vísa þeim tölum er fram komu á bug og að ekki yrði gert út miðað við þetta verð. Þá kom það fram, að sjómmönnum fannst að stjórnendur þeirra stofnana, sem eiga að sjá um verðlags- og sölu- mál, hefðu ekki haft nógu mikið samband við þá sjálfa. — Enginn reknetabátur mun hafa farið út frá Hornafirði í gærkvöldi, þrátt fyrir blíðuveður. Hins vegar er eitt herpinótaskip, Ásberg RE, væntanlegt á miðin í dag, en skipshöfnin mun salta síldina um borð. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú komið á miðin úti fyrir SA-landi og er Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, leiðangursstjóri. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Jakob, að í fyrrinótt hefði verið bræla á miðunum, en nú væri komið bezta veður. Þeir á Bjarna Framhald á bls. 23 áður hafði verið við þá samið um fiskveiðiheimildir. Óska þeir eftir þvf að næstu 2 ár megi hluti af þeim togurum, sem áður hafði verið samið um, 12 skip, veiða á þessum svæðum og yrði samning- ur um það byggður á grundvelli 200 sjómflna fiskveiðilögsögu. Þessir togarar, sem f samningn- um frá 1972 voru samtals 19, eru orðnir gamlir og munu ekki geta veitt annars stáðar. Hans G. Andersen sagði f viðtali við Mbl. í gær, að Belgar myndu ekki hafa áhuga á samningum við Islend- inga, þar sem skilyrði um gildis- töku samningsins væri háð gildis- töku tollaívilnana í Efnahags- bandalagslöndunum samkvæmt svokallaðri bókun 6, þar sem það þýddi að samningurinn tæki ekki gildi vegna neitunarvalds annarra aðildarríkja Efnahags- bandalagsins. Hann sagði að ýmis atriði, sem fram hefðu komið í viðræðunum þyrftu nánari athug- unar við og myndu þau athuguð fram að næsta fundi. Etienne Hartford, sendiherra Belga, sem er formaður viðræðu- nefndar þeirra, sagði í viðtali við Mbl. f gær, að þótt fundum hefði verið frestað fram í októberbyrj- un, þá þýddi það ekki að snurða hefði hlaupið á þráðinn. Ýmis vandamál hefðu kallað á þessa frestun. Sendiherrann sagði: ,,Sú vinna, sem við höfum þegar innt af höndum, er mjög mikilvæg og við erum enn vongóðir, en af ýms- um ástæðum get ég ekki rætt um einstök atriði viðræðnanna." Einar Ágústsson utanríkisráð- herra sagði i viðtali við Mbl. f gær að það væri vissulega sérstætt við þessar viðræður, að Belgar hefðu nú fyrstir þjóða Efnahagsbanda- lagsins boðizt til þess að virða 200 milurnar gegn skilyrðum. Hefðu þeir með þessu riðið á vaðið rétt eins og þeir gerðu í samningunum 1972. F-vísitalan við rauða strikið 1. nóvember? HÆKKANIR á landbúnaðar- vörum hafa nú verið reiknaðar um til vfsitölu framfærslu- kostnaðar og hefur komið í ljós að mjólkurvörur hækka vísitöluna um 4,3 stig, en kjötvörur hækka hana um tæplega 7 stig, eða að öllum Ifkindum um 6,8 stig. Nákvæmlega hefur enn ekki verið unnt að reikna þann lið út, þar sem verð á unnum kjötvörum hefur enn ekki verið auglýst. Hækkun framfærsluvísitölu af þessum völdum er þvf rétt um 11 stig. Vfsitala framfærslu- kostnaðar var við síðasta útreikn- ing 459 stig og mun nú miðað við þær hækkanir sem orðið hafa vera einhvers staðar á bilinu milli 470 og 480 stig, þó liklega nær 480 stigum. Bendir allt til þess að vísitala framfærslukostnaðar verði hinn 1. nóvember rétt í Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.