Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 21 VELVAKAIMDI VelvakandT svarar I slma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- idags 0 Prinsinn og Húsvíkingarnir Elfn Methúsalemsdóttir á Bustarfelli skrifar Velvakanda eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biöja þig fyrir nokkrar línur, þótt seint sé, vegna bréfs frá konu á Húsavík, sem þú birtir 16. ágúst sl. Ekki gat kona sú naftis síns og fannst mér það hálfaumingjalegt, kannski hefur hún skammazt sín fyrir „skrifið". Konan rakti ferðasögu tveggja fjölskyldna frá Húsavik til Vopnafjarðar um verzlunarmanna helgina, dásamaði verðurblíðuna, fagurt útsýni af Bustarfellinu og hversu álitlegt hefði verið að tjalda undir hlíðum þess. Blessað fólkið hafði víst notið kvöidsins, næturinnar og morgunsins vel. En æ. „Adam var ekki lengi í Paradis. Prinsinn var að koma.“ Ég nenni ekki að rekja nákvæm- lega frásögn Húsavíkurkonunnar, en hún taldi, að þau hefðu fengið ströng fyrirmæli frá landeiganda Bustarfells um að hafa sig á burt. Þau hefðu tekið upp dót sitt („þar sem við erum löghlýðpir borgar- ar“) og ekið út fyrir hlið Bustarfellsbæjar og tjaldað þar. 0 Annað sjðnarmið Já, blessuð konan sagði sög- una frá þeirra sjónarhóli, en þá er að líta á söguna frá sjónarhóli fjölskyldunnar á Bustarfelli. Það virðist vera álit margra, einkum kaupstaðarfólks, að það land, sem ekki er afgirt, sé al- menningseign, sé því öllum heim- ilt að aka þar um, tjalda eða að- hafast annað það, sem hverjum og einum sýnist. Nú hagar svo til hér á Bustarfelli, að mikið af landar- eigninni er afgirt. Til þess að komast hér héim þarf því að fara um eitt hlið áður en komið er að túnhliðinu, slðan ekið heim að gamla bænum og íbúðarhúsinu. Þar líkur hinum almenna vegi. Vegurinn liggur að vísu lengra, áfram gegnum túnið, gegnum hlið og hér inn í dal, og sameinast þar veiðimannavegi, sem liggur með- fram Hofsá og landeigendur Bust- arfells létu ryðja fyrir mörgum árum, en leigutaki Hofsár hefur síðan lengt og haldið við. Ekki er neinn bær í byggð inni í dalnuin hérna megin árinnar. Mun þvi vegurinn hér innan við tún teljast til einkavegar. Hér inni í dalnum eru staðir skammt frá Hofsá, sem eru vin- sælir tjaldstaðir. Allir, sem kunna — ÞÉR áttuð sök á slysinu, þegar systir yðar dól Það voruð nefnilega ÞÉR seni voruð drukk- inn kvöldið þaðl — Þér eruð vitskertur, maður! Drukkinn, égl Nei, Ilt’N var full! Ba>ði bíllin og hún angaði langar leiðir. Það var luin sem ók á röng- um vegarhelmingi. Ég sveigði eins og ég gat til hliöar. Það lá Ijóst fyrir þar sem bflarnir dælduðust báðir hægra megin. Éf hún hefði haldið sig á sfnum kanti hefðu bílarnir rekizt á vinstra megin. — Já. eða ef þér hefðuð veriö á VÐAR kanti! David einblfndi á Timothv — Ég endurtek. það voruð þér sem voruð undir áhrifum áfengis þetta kvöld. Þér ókuð á röngum vegarhelmingi. Það var hún. en ekki þér, sem reyndi fyrst að sveigja til hliðar. Þegar Marietta Shavv sá yður konia akandi á móti sér. reyndi hún í flýti að beina bflnum í þá einu átt sem var mögulegt... inn á miðju vegarins, en. . . vegna þess að þér gátuð ekki hugsað skýrt sakir þcs hvernig þér voruð á yður kominn. gerðuð ekki neitt! Og þegar þér loks áttuðuð yður var það of seint. sæmilega mannasiði, biðja um leyfi til að fara þangað. Og þá er komið að verzlunar- mannahelginni. Um þá helgi var allmikil umferð hér. Við vissum, að á föstudag voru menn frá Húsavík að veiða í ánni. Þeir höfðu tjaldað inni í dal. Síðan komu fleiri, trúlega áhangendur þeirra, sem fyrir voru, óku hér eftir þörfum, rétt við forstofu- dyrnar hjá okkur. Á laugardags- kvöldið bættust enn tveir bilar við og óku innúr og fór okkur nú að þykja nóg um. Á sunnudag átti Karl Bretaprins að koma. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn úr Reykjavík voru hér við ána meðan prinsinn dvaldist hér og áttu að fylgjast með honum úr fjarlægð. Á sunnudagsmorgun óku þeir veiðimannaveginn langt inn í dal að kanna aðstæður. Komu þeir hér heim í bakaleið- inni og vildu tala við Einar bónda, en hann var ekki heima þegar þeir komu. Þeir sögðu að mörg tjöld væru inni í dal og spurðu hvort þetta fólk hefði fengið leyfi til að tjalda. Þvi var fljótsvarað. Enginn hafði haft fyrir því að stanza hér á hlaðinu, hafa tal af heimafólki og biðja um tjaldleyfi. Báðu þá lögreglumennirnir um að fólk þetta væri beðið að flytja tjöld sín því nóg væri af tjald- stæðum annarsstaðar í sveitinni og einnig báðu þeir um, að ekki yrði leyft að tjalda inni i dal með- an prinsinn dveldist hér. 0 Bannað að tjalda Nú var ráðgast um hvernig ætti að snúa sér i málinu. Gerð voru tvö skilti. Á öðru stóð „Bann- að að tjalda í landi Bustarfells. Landeigandi.“ Það var fest á hlið- ið út við afleggjarann hér heim. Á hinu stóð „öll umferð bönnuð". Það var sett á túnhliðið sem ligg- ur suður af túninu. í millitiðinni höfðu allir bílarnir sem innfrá voru rennt út hjá, og þegar að var gáð, voru aðeins tjöld Húsavikur- fjölskyldnanna eftir, en fólkið hafði trúlega brugðið sér eitthvað til að skoða sig um. En þegar það kom til baka ráku þau óhjá- kvæmilega augun i skiltið á hlið- inu með þessum „ströngu fyrir- mælum landeiganda". Nijl lokst var stanzað á Bustarfelli og mað- ur nokkur bankaði upp á. ákki kynnti hann sig og ekki bað hann afsökunar að tjaldað hefði verið í óleyfi, en bar sig illa yfir því að þau þyrftu að taka upp tjöld sín svona rétt fyrir kvöldið. Honum var sagt sem satt var, að við hefð- um verið beðin að leyfa ekki, að tjaldað væri inn i dal, meðan prinsinn væri hér og öll óþarfa umferð væri bönnuð þangað. Væru þau því beðin að flytja tjöldin. Nú, tjöldin fluttu þau út fyrir hlið Bustarfellsbæjar, eins og konan komst að orði, óg taldi hún, að þangað mundi ' ekki hrammur brezka heimsveldisins hafa náð. Það var nú það bezta, að þau fóru ekki lengra en út í Teigs- land og tjölduðu þar, örskammt frá veiðihúsinu þar sem Karl prins dvaldist. Vonandi hafa bæði þau og prinsinn sofið vel um nóttina. Húsavikurkonunni þótti vist fyrirferð á prinsinum. Við urðum nú ekki mikið vör við þá fyrirferð og ég veit ekki annað en hann hafi verið hér i fullu leyfi, en Húsavíkurfjölskyldurnar slepptu að biðja um tjaldleyfi, bæði hér og i Teigi, svo að blessuð konan hefði bara átt að sleppa því að skrifa þetta klögubréf. En, ef þau hefðu beðið-um leyfi, hefðu þau getað verið i friði á sínu tjald- stæði meðan á dvöl þeirra stóð hér í Vopnafirði. Bustarfelli 8. september, Elfn Methúsalemsdóttir." HOGNI HREKKVISI — Honum lfkar ekki þátturinn þinn félk f fréttufn if Vitlaus bolti — 1 hita leiksins fer ýmislegt úr skorðum hjá fþróttamönnum. Tennisleikarinn Guillermo Vilas frá Argentfnu varð fyrir þvf óhappi á opna bandarfska tennismótinu á dögunum, að slá og hlaupa niður lfnuvörðinn, þegar hann ætlaði að slá boltann. Ekki fylgir sögunni hvernig Ifnuverðinum reiddi af, né hvernig hann og dómarinn dæmdu þetta högg. if Brezka lögreglan hefur lýst eftir 21 árs gamalli stúlku, Margaret MacKearney sem er sökuð um að hafa verið sendi- boði Irska lýðveldishersins (IRA) og flutt sprengiefni og peninga til hryðjuverkamanna lýðveldishersins f Englandi. Scotland Yard kallar hana „hættulegustu og virkustu kon una“ sem stundar hryðjuverka- starfsemi á Bretlandseyjum. Ljósmyndir af ungfrú MacKearhey hafa verið birtar f sjónvarpi og skorað hefur verið á alla sem kunna að vita hvar hún er niðurkominn að til- kynna það á næstu lögreglu- stöð. Ungfrú MacKearney er fædd f Moy f County Tyrone, einu helzta vfgi IRA á Norður- Irlandi. Faðir hennar var kjöt- kaupmaður og afi hennar barðist með IRA á árunum eft- ir 1920. Þrfr bræður hennar veittu henni tilsögn í skæru- hernaði. Sean, yngsti bróðir hennar, beið bana þegar hann var að búa til sprengju skammt frá Moy f fyrra. Bróðir hennar Tommy, sem er eldri en hún, hefur verið látinn laus úr fangelsi þar sem hann sat f haldi vegna hryðjuverkastarf- semi f Irska lýðveldinu en nú hefur verið lýst eftir honum vegna morðs á Norður-lrlandi. Þriðji bróðirinn, Patrick, af- plánar sjö ára dóm fyrir að sprengja upp kjötverksmiðju. Margaret stundaði nám f kaþólskum kvennaskóla og sfð- an f tækniskóla þar til hún var 17 ára og var um tíma þjónustu- stúlka á dansstað f Moy. Hún er eftirlýst á Norður-Irlandi, ákærð fyrir að hafa átt þátt f morði á hermanni fyrir 18 mánuðum. e3P SlGeA V/ÖGA £ VLVt9AU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.