Morgunblaðið - 17.09.1975, Page 22

Morgunblaðið - 17.09.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 Eiginkona mln, t ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 72. Reykjavlk, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 1 5. september. Hartmann Jóhannesson. Guðmundur Birgir Jónsson -Minning Útför mannsins míns, t SVANS SIGURÐSSONAR, Breiðdalsvlk, ferframfrá Eydalakirkju, föstudaginn 19. sept. kl. 2. Hjördls Stefánsdóttir. t Móðir okkar, JÓHANNA KALDALÓNS, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18 september kl 15.00 Ester Kaldalóns. Erla Njarðvlk. t Minningarathöfn um ÞORVARÐ GUÐBRANDSSON. Baldursgötu 6 A er lést 10 september sl fer fram I Fossvogskirkju föstudaginn 19. september kl 1.30e h Ágústa Andrésdóttir, Andrés Þorvarðarson, Óskar Þorvarðarson. t Útför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR BIRGIS JÓNSSONAR, Vallatröð 6, Kópavogi, er lézt 9 september, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 7. september kl. 15 Guðný Guðmundsdóttir, Jón Óskar Guðmundsson, Guðrún H. Bjarnadóttir, Edward Kiernan, Sigrlður Jónsdóttir, Jón Óskar Jónsson Fæddur 26. aprfl 1958 Dáinn 9. september 1975 Þegar samferðamenn eru kvaddir burtu á svipstundu tekur það nokkurn tíma að átta sig á því, raunverulega að trúa því sem gerzt hefur, erfitt að sætta sig við svo harðan dóm almættisins, en þó verða allir að taka því. Lífið hér á jörðinni er áfangi á ókunnri braut og burtkvaðning héðan er á öllum stigum mannsævinnar. I dag kveðjum við Guðmund Birgi Jónsson, sem lézt af slysför- um 9. sept s.I. Guðmundur var fæddur í Reykjavík 26. apríl 1958, var hann því liðlega 17 ára gam- all. Guðmundur var einn af fjög- urra systkina hópi, sonur Guðnýj- ar Guðmundsdóttur og Jóns Ósk- ars Guðmundssonar á Vallartröð 6 í Kópavogi. Guðmundur Birgir var elskulegur unglingur, fram- koma hans var til fyrirmyndar, glaður og vingjarnlegur í viðmóti samfara hógværð og ljúf- mennsku, sviphreinn og frfður piltur, reglusamur og góður fé- lagi. Þannig er myndin sem ég á og geymi af þessum látna frænda minum, Guðmundi Birgi, og er það huggun i harmi að eiga ljúfar minningar um horfinn vin, sem svo ungur var kallaður burtu héð- an. Það var mikil sorg fyrir for- eldra hans og systkini að missa elskulegan son og bróður í blóma lífsins, en minningin um hann lifir, minningin um hinn dagfars- prúða og ljúfmannlega dreng er geymd í vitund þeirra, og sá sólar- geisli gefur yl og birtu, sem ekki verður frá þeim tekin. Nú þegar við stöndum við beð vinar okkar, huggum við okkur við þá vissu að vel hefur verið tekið á móti honum í ríki hins himneska föður, og þar verður honum búinn staður til starfs og þroska á nýju tilverústigi, og þar verða endurfundir þegar þar að kemur. Við þökkum Guðmundi ánægju- lega samleið, um leið og við biðj- um honum blessunar Guðs. Hugga þú Guð faðir ástvinina sem kveðja hann nú að sinni. Lengi munum við minnast dökkhærða og laglega piltsins unga sem kvaddi of snemma. Minningin lifir. Kristfn og Gestur Guðmundsson. Hvaða skoðun hefur ungt fólk á lífinu? Hugsar það yfirleitt um dauðann, eða brýtur það hugann um það, hvort líf sé til eftir dauð- ann? Ungt fólk horfir flest björt- um og eftirvæntingarfullum aug- um til hins ókomna og óræða — Það lætur hverjum degi nægja sín þjáning. Það nýtur þess að bergja af þeim bikar sem einungis þessu æviskeiði fylgir. Það er því eðli- legt, að dauðinn og tilhugsunin um hann sé víðsfjarri, já, í svo ómælanlegri fjarlægð, að hugur- inn spannar það ekki. Og svo sannarlega er svo farið um okkar einkar samstillta skáta- hóp í Kópum f Kópavogi. Fyrirvaralaust er einn bezti fél- aginn úr hópnum horfinn. Hópinn setur hljóðan. Hvers vegna? kem- ur aftur og aftur upp í hugann. Sú tilhugsun að hafa Guðmund aldrei framar með okkur í leik og starfi er óbærileg. Hún dregur dökka slæðu yfir hugi okkar, og trúin á lífið verður blandin efa. Á seinni árum beindist hugur Guðmundar mest í átt að alls kyns skátastarfi. Síðastliðinn vetur starfaði hann sem foringi yfir skátasveit hér í bæ. En því miður r.utum við hinnar traustu vináttu hans, hugprýði, krafta og sfðast en ekki síst hinnar miklu og enda- lausu sönggleði hans allt, allt of stutt. Og einmitt kvöldið áður en hann fórst fór hann á sinn fyrsta fund hjá Hjálparsveit skáta í t Móðlr mín. t HELENA GESTSDÓTTIR, andaðlst I Borgarspltalanum 15. september Fyrir mlna hönd og systklna hinnar látnu, Böðvar Guðmundsson. eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur og systur, BÁRU DANÍELSDÓTTUR 1 Garðabraut 43, * T Akranesi. Eiginkona mln Guð blessi ykkur öll. NANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Vesturhúsum Vestmannaeyjum, Halldór Karlsson og vandamenn. sem andaðist 9. september, verður jarðsungin að Lundi i Lundareykja- dal föstudaginn 19 september kl 2 e.h. Ferðir verða frá Um- ferðamiðstöðinni kl. 1 1 f.h 1 Helgi Benónýsson og börn. T i Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. t MAGNEU INGIBJARGAR HRÓBJARTSDÓTTUR Þökkum auðsýnda hluttekningu við fráfall og útför bróður okkar og Bergþórugötu 45. B. mágs Þóra Aradóttir, , Gunnlaugur Pétursson, HARALDAR ÞORLEIFSSONAR. Sömuleiðis þökk til allra sem heimsóttu hann I veikindum hans Ágúst Arason, Ester Jónsdóttir, Anna Þorleifsdóttir, Sólveig Þorleifsdóttir, barnaborn og barnabarnabörn. Gísli Þorleifsson Margrét Þorgrfmsdóttir, Halldóra Þorleifsdóttir, Kristinn Þorsteinsson Halldór Þorleifsson Steinþóra Jónsdóttir, Arnheiður Helgadóttir. -L Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, systur og ömmu, MATTHILDAR EDWALD, Faxatúni 14. Ragnar Þorsteinsson, Jón E. Ragnarsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir, Kristinn Ragnarsson. Ruth Ragnarsdóttir, Þurlður Ragnarsdóttir, og aðrir ættingjar. Sigrlður Ingvarsdóttir, Brynjólfur Bjömsson, Hulda Ólafsdóttir, Sigurþór Tómasson, Guðbjöm Snæbjörnsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför STEINDÓRS PÉTURSSONAR Kringlumýri 1, Akureyri. Jóhanna Vigfúsdóttir, Anna Steindórsdóttir, Haukur Kristjánsson, Guðmundur Steindórsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, og barnabörn. Kópavogi. Og þegar við félagarnir vorum á heimleið var mikið sung- ið, og rætt um vetrarstarfið og horfðum við með tilhlökkun og eftirvæntingu fram til vetrarins. En daginn eftir var Guðmundur fyrirvaralaust kallaður burt úr þessum heimi. Minningin um hann mun alltaf lifa meðal okkar. Við viljum ljúka þessum fátæk- legu kveðjuorðum með þvf að votta foreldrum hans og systkin- um innilega hluttekningu. Guð blessi minningu hans. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni, við mætumst öll á nýju götuhorni. T.G. Skátasystkin. I dag þegar Guðmundur er kvaddur hinztu kveðju frá Foss- vogskirkju, vakna í hugum okkar vina hans ljúfar minningar. En minningarnar eru blandnar sár- um söknuði, vegna skyndilegrar brottkvaðningar hans úr þessari jarðvist. Ekkert í tilverunni mun vera tilgangslaust, en þótt við, vinir hans skiljum ekki, hvers vegna hann var svo skyndilega frá okk- ur tekinn, þá veit hann nú svarið og lætur okkur það í té f fyllingu tímans. Á þessum tfmamótum streyma fram í hugina endurminningarn- ar og þá fyrst gerum við okkur fyllilega ljóst, hversu mikils er misst. Flestir góðir foreldrar óska þess, börnum sínum til handa að þau hafi að leiðarljósi hið góða, fagra og sanna. Flestum virðist erfitt að ganga jafnan dygðanna veg, en eflaust lánast það betur þeim er þiggja í vöggugjöf heið- ríkju hugans. Guðmundur var svo lánsamur að eiga bæði föður- og móðurömmu, sem báðar voru af hjarta lítillátar, góðgjarnar og hjálpsamar, og báðar lögðu alla sína tíð áherzlu á grandvart líf- erni. Ungur drengur gerði hann sér ekki grein fyrir þessum stað- reyndum, enda ekki von til þess, þar sem hann kynntist aldrei þessum konum. En góðgirni og andleg snyrtimennska erfast eins og fleira, og meðal annars þess vegna var hann góður sonur, heil- steyptur félagi og gott mannsefni. Við minnumst hlýlega hand- taksins, augnanna sem brostu svo hýrlega og viðmótsins ljúfa. I söknuði okkar huggum við okkur við þá staðreynd, að Guðmundur skyldi fá að lifa í seytján ár last- vöru lffi en hverfa siðan eins og fagurt blóm, sem lifði skamma stund umhverfi sínu til yndis og ánægju. Á þessum sorgardegi er gott að eiga þá trú, að lff sé að þessu loknu. I þeirri trúarsann- færingu fyllumst við tilhlökkun um endurfundi við hann endur- fundi er „burtu þokan líður, er blindar þessi dauðleg augu vor“. Um leið og við þökkum Guð- mundi allar samverustundirnar, kveðjum við hann með orðum listaskáldsins góða og segjum: „Flýt þér, vinur í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim.“ Guðrún, Kristfn og Kormákur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.