Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 301. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMÉER 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Sameinuðu þjóðirnar: Samkomulag í lok aukaþings Gaston Thorn kjörinn forseti Sameinuðu þjóðunum 16. september AP—Reuter. AUKAÞING Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í dögun í morgun einróma ályktun upp á 16 bls. um alisherjaráætlun um aðstoð við þróunarlöndin. Aukaþingið hafði staðið I rúmar 2 vikur og sfðustu þrjá sólarhringana var setið að samningaborði bókstaflega án hvfldar. Lauk þinginu aðeins nokkrum klukkustundum áður en 30. allsherjarþingið var sett með viðhöfn sfðdegis. Þar var Gaston Thorn, forsætisráðherra Luxem- burgar, kjörinn þingforseti með 135 atkvæðum. í ályktun aukaþingsins er að Norðmenn og Kanadamenn hef ja viðræður Ósló 16. september NTB. RIKISSTJÓRNIR Noregs og Kanada hafa orðið sammála um að hefja formlegar samn- ingaviðræður um tvihliða sam- komulag um áframhaldandi veiðar Norðmanna á miðum undan Kanadaströndum, er Kanadamenn hafa fært fisk- veiðilögsögu sfna í 200 mílur. Embættismenn landanna sátu á fundum I Ósló í gær og dag til að fjalla um grundvallar- atriði slíks samkomulags að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra. Leggja báðir aðilar áherzlu á að fiski- stofnarnir verði skynsamlega nýttir og að lífskiiyrði íbúa á ströndunum séu tryggð. finna nokkur atriði, sem Henry Kissinger lagði til í ræðu við setn- ingu þess, m.a. um að komið verði á stofn alþjóðlegri miðstöð til að miðla tækniþekkingu til þróunar- landanna og alþjóðlegum fjár- festingarsjóði til að beina einka- fjármagni til þeirra. Þá er í álykt- uninni hvatt til að tollar á vörum frá þróunarlöndunum verði Iækkaðir, aukin viðskipti milli A- Evrópulandanna og þróunarland- anna og afnámi hindrana í al- þjóðaviðskiptum. Þá er hvatt til þess að iðnaðarþjóðirnar, sem getu hafi til, auki aðstoð sfna við þróunarlöndin á sviði aukinnar matvælaframleiðslu. Fulltrúar á aukaþinginu hafa látið í ljós mjög mikla ánægju Framhald á bls. 12. Henry Kissinger: ÞOTIÐ TIL SJÁVAR — Ljósmyndari Morgunblaðsins, Friðþjófur Helgason, smellti þessari mynd af út um gluggann á flugvél á Mýrunum skammt frá Hítará. Þar var mikið af sel í fjörunni og við dyn vélarinnar kom styggð á selina eins og sjá ma. Olíuverðshækkun yfirvofandi Ráðherrafundur OPEC fjallar um málið í næstu viku harðast niður á þróunarlöndun- Washington og Vin 16. september AP—Reuter—NTB. HENRY Kissinger utanríkisráð- herra Bandarfkjanna sagði á blaðamannafundi I Flórfda f dag, að hækkun á olíuverði væri yfir- vofandi og sagði að einhliða hækkun OPEC-rfkjanna gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir alþjóðasamvinnu á sviði orku- mála og rennt stoðum undir ótta manna við varanlegt verðbólgu- vandamál f heiminum. Sagði ráð- herrann að slfk hækkun kæmi um. Þessi ummæli Kissingers eru greinileg viðvörun til OPEC- landanna, en olíumálaráðherrar þeirra koma saman til fundar í Vín 24. þessa mánaðar til að taka ákvörðun um nýtt olíuverð, sem tæki gildi 1. október. Þá rennur út 9 mánaða timabil, sem sam- komulag varð um að frysta olíu- verðið á. Um 40 sérfræðingar frá OPEC-ríkjunum komu saman til fundar í Vín í dag til að undirbúa Portúgal: Snurða hlaupin r a Kommúnistar heimta jafna ráðherraskiptingu þráðinn Lissabon 16. september AP—Reuter. SAMNINGAVIÐRÆÐUR um 6. bráðabirgðastjórn Portúgals á 18 mánuðum fóru út um þúfur f dag, er fulltrúar alþýðudemókrata neituðu að taka þátt f stjórnar- samstarfinu ef kommúnistar fá jafnmarga ráðherra og þeir. Er þetta talið nokkurt áfall fyrir Azevedo aðmírál og forsætisráð- herraefni, þvf að hann hafði ætlað að tilkynna ráðherralista sinn í dag, og mun seinka stjórnarmynduninni um ófyrir^ sjáanlegan tfma. Vmsir þekktir stjórnmálamenn í Portúgal munu nú að sögn fréttastofnana vera farnir að efast um að Azevedo geti myndað stjórn og segja að það eina, sem hann hefur getað gert á sl. hálfum mánuði, hafi verið að skipa Antunes í embætti utanrfkisráðhcrra, en hann var leiðtogi hægfara herforingjanna 9, sem börðust gegn Goncalves fyrrum forsætisráðherra. Tilkynnt hafði verið i upphafi stjórnarmyndunartilraunanna, að hér yrði ekki um eiginlega sam- steypustjórn að ræða heldur um þjóðareiningarstjórn, þar sem ráðherraembættum yrði skipt eftir fylgishlutföllum flokkanna í siðustu þingkosningum. I þeim kosningum fengu jafnaðarmenn um 36% atkvæða, alþýðu- demókratar um 26% og kommún- istar rúm 12%. Kommúnistar hafa nú hins vegar gert þá kröfu, að þeir fái tvö ráðherraembætti í stjórninni eins og alþýðu- demókratar, en því vísa hinir síðarnefndu algerlega á bug. Herma fregnir að samskipti þessara tveggja deiluaðila séu orðin svo stird, að Soares, leiðtogi jafnaðarmanna hafi orðið að bera orðsendingar á milli þeirra, þar sem þeir neiti að sitja við sama borð. Heimildir herma að svo hafi virzt í fyrradag, að búið væri að leysa ágreininginn og að jafnaðar- menn fengju þrjá ráðherra, alþýðudemókratar 2 og kommún- istar 1, sem hefði verið eðlileg skipting miðað við kosningafylgi flokkanna. Þá fór Soares í tveggja daga heimsókn til V-Þýzkalands og meðan hann var í burtu munu aðrir flokksleiðtogar jafnaðar- manna hafa samþykkt kröfu kommúnista um að þeir fengju jafnmarga ráðherra og alþýðu- Framhald á bls. 12. ráðherrafundinn og áreiðanlegar heimildir þar hermdu, að verð- hækkun á olíu yrði ekki frestað lengur. Ekkert er vitað um hve mikla hækkun sérfræðingarnir koma til með að leggja til, en heyrzt hefur talað um hækkun allt frá 5%—35%. Kissinger fór ekki dult með það á blaðamannfundinum, að það væri stefna Bandaríkjanna að reyna að koma í veg fyrir að OPEC-rikin hækkuðu olíuverð einhliða og hann benti á, að alþjóðaorkumálastofnunin hefði sett 1. desember sem lokafrest til að koma á samvinnuáætlunum um orkusparnað, áætlunum um aðra orkustofna og ákveðnu lág- marksverði á orku á heims- markaði. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti hefur sem kunnugt er boðað oliu- framleiðsluþjóðir og oliu- kaupendur til ráðstefnu i París til að fjalla um þessi mál, sem hefjast á um miðjan október nk. Heimildir innan OPEC herma, að þar skiptist menn mjög í tvo hópa um hvaða stefnu skuli taka. Munu fulltrúar Saudi-Arabiu verða harðastir gegn verðhækkun og segja að það sé öllum í hag ef hækkuninni verði frestað. Saudi- Arabía er stærsti framleiðandinn innan OPEC. Meðaverð á oliu nú er 10 dollarar og 43 cent á hvert fat. Tillit er tekið til þess, að frá siðustu oliuverðhækkun hefur sala OPEC-rikjanna minnkað um 13%. Gíslunum sleppt í Alsír Alsír 16. september AP—Reuter. FLUGVÉLIN, sem flutti Palestínuskæruliðana og gísla þeirra úr egypzka sendiráðinu í Madrid, lenti i Alsír í morgun og slepptu skæruliðarnir gíslunum þegar lausum og gáfu sig fram við lögregluna. Skæruliðarnir réðust inn í sendiráð Egypta i Madrid í gær og tóku sendiherrann og tvo sendiráðsmenn i gislingu. Hótuðu þeir að sprengja sendiráðið I loft upp og myrða gíslana ef Sadat Framhald á bls. 12. Stjórn Brattelis hefði misst meirihlutann í þingkosningum Ósló 16. september AP—NTB. VERKAMANNAFLOKKUR Trygve Brattelis og Ihalds- flokkurinn unnu nokkurn sigur f bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum I Noregi, sem fram fóru á sunnudag og mánudag. Einkum bættu fhaldsmenn við sig og fengu þeir I fyrsta skipti á 40 árum yfir 20% atkvæða. Verka- mannaflokkurinn tapaði engu að sfður meirihluta í 40 sveitar- stjórnum, en bætti við sig um 3% fylgi miðað við þingkosningarnar 1973. Hins vegar tapaði flokkur- inn nokkru fylgi frá þvf f sfðustu sveitarst jórnarkosningum 1971. Mestu fylgi tapaði Vinstri sósíalistaflokkurinn, sem er bandalag kommúnista, alþýðu- sósíalista og óháðra sósíalista, en flokkurinn tapaði nær helmingi fylgisins sem hann fékk i kosn- ingunum 1973. Helztu mál kosninganna voru landsmál varðandi atvinnu, skatta og verðbólgu og því er litið á úrslit kosninganna, sem próf- stein á stöðu flokkanna. Segja stjórnmálafréttaritarar að úrslit kosninganna nú bendi til þess að sárin vegna baráttunar fyrir og gegn EBE-aðild séu loksins gróin vegna hins mikla ósigurs Vinstri sósialista i N-Noregi, þar sem Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.