Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 5 Dagný sel- ur í Englandi NU eru liðnir margir mánuðir siðan íslenzkt fiskiskip seldi síðast afla í Bretlandi, en nú er Morgunblaðinu kunnugt um, að einn íslenzkur togari mun selja þar á næstunni. Er það Dagný frá Siglufirði, sem mun selja I Grims- by eða Hull n.k. mánudag 22. september. Dagný er með sérstök frysti- tæki um borð, þannig að nokkuð stór hluti aflans er heilfrystur um borð, en einnig mun skipið selja ísaðan fisk í kössum. Hljódfœrahús Reyhja ~ Lougouegi 96 simi: I 36 56 Þýzkur skæruliði fangelsaður eftir tilræði í Hamborg Vestur-Berlfn, 15. september. Reuter. LÖGREGLAN I Vestur-Berlín hefur handtekið einn hættu- legasta stjórnleysingja Vestur- Þýzkalands, Fritz Teufel, f kjöl- far sprengjuárásar hryðjuverka- manna á járnbrautarstöð f Hamborg. Ellefu særðust f árás- inni. Handtaka Teufels virðist ekki standa í beinu sambandi við sprenginguna í Hamborg. Hins vegar var þetta svar lögreglunnar við árás hryðjuverkamanna sem vilja sýna að hreyfing þeirra hafi ekki verið brotin á bak aftur. Teufel var einn átta manna sem talið var að hefðu verið foringjar „2. júní-hreyfingarinnar“ sem rændi stjórnmálamanninum Peter Lorenz í Vestur-Berlfn fyrr á þessu. ári. Þrír þeirra leika enn lausum hala. Ralf Reinders, sem talið er að hafi verið aðalforingi hreyfingar- innar, var handtekinn f Vestur- Berlín í síðustu viku,' þegar lög- reglan herti á aðgerðum gegn vinstrisinnuðum öfgamönnum. Tveimur mínútum fyrir sprenginguna í Hamborg var hringt í slökkviliðið í Hamborg og sagt að sprengju hefði verið r komið fyrir til að hefna fyrir handtöku Ralf Reinders. Sá sem hringdi kvaðs vera félagi í „Rauða hernum" en það er hið gamla nafn hópsins sem er kenndur við Baader og Meinhof. Þau hafa verið fyrir rétti í Stutt- gart sfðan f maí, ákærð fyrir hryðjuverkastarfsemi og hafa verið þrjú ár f haldi. Tilgangur sprengjutilræðisins í Hamborg var talinn sá að sýna að hreyfing hryðjuverkamanna \»æri í fullu fjöri þótt margir foringjar þeirra séu á bak við Iás og slá. Hinar heimsþekktu ADLER blokkfiautur fyrir skólanemendur Myndlistaskólinn í Reykjavík Mímisvegi 15, Asmundarsal Sími 11990. Kennsla hefst 1. okt. innritun í síma 11990 frá kl. 10 — 16. BARNA OG UNGLINGADEILDIR Þrið./föst. kl. 3—4.30. Byrjendur. Leir, teikn, málun og leikræn tjáning. Kennari: Borghildur Óskarsdóttir og Þór- unn Sigurðardóttir. Mán.ÁN/fimmt. kl. 5—6.30. Byrjendur. Leir, teikn. og málun. Kennari: Valgerður Bergsdóttir. Mið. kl. 5—6.30 laug. kl. 1—2.30 Framhald. Leir, teikn, og málun. Kennari: Borghildur Óskarsdóttir. Þrið/föst kl. 5—6.30 Framhald (unglingar) Leir, teikn, og málun. Kennari: Katrín Briem. Þrið./föst. kl. 7—8.45 og laug. kl. 10—11.30. Framhald (unglingar 13 —16 ára). Leir, teikn, málun, vefnaður og fl. Kennari: Borghildur Óskarsdóttir, Katrín Briem, Valgerður Bergsdóttir. Ofantalin námskeið standa frá 1. okt til 20. jan 1976 5—7 ÁRA. Mán./fimmt. kl. 1—2.30 Börn 5 — 7 ára. Teiknun og málun frá 1 . okt. til 6. des. Kennari: Valgerður Bergsdóttir. Næsta námskeið fyrir þennan aldur hefst 8. des og stendur til 18. feb. 76 og það síðasta frá 20. feb. 76 — 1. maí 76. Skólastjóri. V hurðir Fulningahurðirl HURÐIR Skeifan 13 Plastklæddar ÞILJUR og PLÖTUR palesander,— eik — teak Ótrúlega lágt verð Okkar landsþekktu BYLGJU- • HURÐIR framleiðum við eftir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.