Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Batamerki sýnileg Ringulreið □ Öpera f 3 þáttum og 21 atriði með prolog og epilog □ Höfundar: Flosi Ólafsson og Magnús Ingimarsson Í| Leikmynd: Björn Bjarnason □ Dans: Elín Edda rnadóttir. □ Óperan er tileinkuð Dönjk Krupsku (hver svo sem það er). Kæri Flosi. Þaö átti fyrir mér að liggja að skrifa um þig dóm eða öllu heldur um list þína. Ég skal reyna að vera skammorður, en verk þitt er þess eðlis að því verður ekki lýst með orðum eins og nafn þess bendir raunar til. Ef til vill verður þeim áhrifum sem ég varð fyrir bezt lýst með því að bera þau saman við þau sem ég varð fyrir á miður þokkuðum en bráð- skemmtilegum stað í Bremer- haven endur fyrir löngu þegar ég kom þangað ungur og enn óspilltur ásamt íslenzkum sjóurum. Þetta er ekkert last. „I óperunni Ringulreið gefst oss kostur á sjá hin ýmsu klassísku tjáningarform leik- hússins eins og þau koma höf- undum fyrir sjónir,“ segir i leikskrá. Mér virðist höfundum takast býsna vel það sem þeir ætla sér, og svo mikið er víst að frumsýningargestir sýndust skemmta sér hið bezta. Persónulega hefði ég kosið enn meiri galsa og ýkjur en einkum þó meiri léttleika, oft var gróf- leikinn of áberandi, of gratís. Verkið hefði að ósekju mátt vera pínulítið avant-garde. Raunar segir i leikskrá og svipuð ummæli hef ég séð höfð eftir höfundi á prenti — að Ringulreið sé „dæmigert aftúr- stefnuverk — , arriera-garde eins og þau gerast bezt og mark- verðust“. Það er ánægjulegt þegar höfundar auðvelda gagn- rýnendum nafngiftir á þeim listastefnum sem þeir aðhyllast. En eitthvað sló þetta frönskulega orð mig, og sannast sagna finn ég það hvorki í okkar ágæta Boots né heldur i Larousse í þessari merkingu, en skal leita betur. Það sem mér þótti eftir- tektarverðast, eins og svo oft áður á leiksýningum hér var jafn leikur. Leikendur skiluðu allir hlutverkum sínum með prýði. Og enda þótt þau eigi öll skilið að þeirra sé getið hér, þá held ég að ekki sé á neinn hallað, þó Árna Tryggvasonar sé minnzt sérstaklega. Hann sýnir enn einu sinni hver leik- ari hann er, hvort sem hann þegir eða syngur og allt þar á milli. Oft minnir hann mig á Buster Keaton meðan hann var og hét. Sigríður var bráð- skemmtileg I veigamiklu hlut- verki Magöalínu, sömuleiðis þau skötuhjú Randver Þorláks- son og Ingunn Jensdóttir. Guð- rún Stephensen skilaði sínu verki af þeirri festu og öryggi sem henni eru lagin. Nætur- drottningarnar, Elín Edda Árnadóttir og Björg Jónsdóttir, voru gæddar þeim kynþokka sem við átti og vel það. Þá er ekki annað eftir en að þakka þeim Magnúsi Ingimars- syni, Birni Björnssyni og Elínu Eddu Árnadóttur fyrir þeirra framlag, að ógleymdri Sigríði Þorvaldsdóttur, er aðstoðaði höfunda við leikstjórn. Emil H. Eyjólfsson. Efnahagsbatinn hjá iðn- væddum þjóðum Evr- ópu og Norður-Ameríku, sem spáð var að segja myndi til sín á líðandi ári, hefur látið á sér standa. Efnahagsvandinn hefur víða aukizt, verðbólguhjól- ið hert á sér og atvinnu- leysið farið vaxandi. Skömmu eftir að núver- andi ríkisstjórn settist að völdum var gripið til marg- háttaðra efnahagsráðstaf- ana, sem höfðu þann meg- intilgang að tryggja rekstr- argrundvöll atvinnuveg- anna, atvinnuöryggi al- mennings, hagstæðari vöruskiptajöfnuð þjóðar- búsins og hamla gegn jafn- örum verðbólguvexti og var á sl. ári eða yfir 52%. Þessar ráðstafanir, sem m.a. kostuðu nokkra lífs- kjaraskerðingu, hafa borið sýnilegan árangur, þó að hægar hafi miðað í rétta átt en vonir þeirra bjart- sýnu stóðu til. -.Áþreifanlegasti árangur efnahagsráðstafana ríkis- stjórnarinnar hefur komið fram í nægri atvinnu, hvar- vetna á landinu, öfugt við það sem gerðist með ná- grannaþjóðum, þar sem at- vinnuleysið er víðtækt og vaxandi þjóðarböl. Boðað- ar efnahagsráðstafanir brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar, sem m.a. lýsa sér í kaupbindingu til að tryggja samkeppnisað- stöðu þarlendra atvinnu- vega, tala sinu máli í þessu efni. Danska jafnaðar- mannstjórnin boðar ýmsar ráðstafanir, til að auka einkaneyzlu þ.e. eftirspurn eftir dönskum framleiðslu- vörum, samhliða stórfelld- um samdrætti í samneyzlu, þ.e. útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Þróun utanríkisverzlun- ar okkar er mun hagstæð- ari það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Hagadeild Seðlabanka ís- lands hefur reiknað út vöruskiptajöfnuð landsins á föstu gengi. Þar kemur m.a. fram, að vöruskipta- jöfnuðurinn var óhagstæð- ur á fyrstu 7 mánuðum árs 1973 um 2.090 m.kr., en á sama tíma 1974 um 14.378 m.kr. Aukning hins óhag- stæða viðskiptajafnaðar milli áranna 1973 og 1974 nam því 12.288 m.kr. Sam- bærileg aukning milli ár- anna 1974 og 1975 nam hinsvegar verulega lægri upphæð eða 840 m.kr. Þeg- ar þessar tölur eru bornar saman verður og að hafa í huga, að á umræddu tíma- bili 1975 rýrnaði heildar- verðmæti útflutnings um 12% frá fyrra ári, en á árinu 1974 varð hinsvegar 20,3% verðmætaaukning. Rýrnum á heildargjald- eyrisstöðu þjóðarinnar á fyrstu 7 mánuðum árs 1974 varð 7.023 m.kr., en sama tíma 1975 4.308 m.kr. Greiðslujafnaðarspá fyrir árið 1975 gerir ráð fyrir því, að gjaldeyrirstaðan versni um 2.500 m.kr. í heild á yfirstandandi ári, þann veg að gjaldeyrisstað- an ætti að batna á síðustu mánuðum ársins um 1.000 — 1.500 m. kr. Erfitt er að spá um verðbólguvöxt, það sem eftir er ársins, en á þeim vettvangi hefur skemmst miðað í viðleitni ríkisstjórnarinnar, þ.e. í fyrirbyggjandi að- ferðum gegn verðbólgu- vextinum. Líkur benda til að verðbólguvöxtur á árinu í heild verði á milli 40 og A5%, en hann var yfir 52% á sl. ári. Niðurskurður rík- isfjárlaga um2000m. kr. og stjórnarákvörðun, þess efnis að útgjaldaauki vegna síðustu kjarasamn- inga og gengislækkunar komi ekki fram í hærri rík- isframlögum, utan launa- hækkunum ríkisstarfs- manna, hafði jákvæð áhrif í þessu efni. Hlutfall ríkis- útgjalds í þjóðartekjum ársins lækkar og bersýni- lega, í fyrsta skipti um langt árabil. Hér hefði þó betur mátt gera, þótt sam- staða næðist ekki um meira aðhald í ríkiskerfinu, enda leiddu samningar við laun- þegasamtökin til aukinna útgjalda, bæði í láglauna- bótum og niðurgreiðslum á helztu nauðsynjum al- mennings, samhliða því sem veruleg tekjuskattsí- vilnun skerti tekjur ríkis- sjóðs. Greinileg batamerki eru sýnileg, sem fagna ber, þó að skemmra hafi miðað en vonir stóðu til. Hinsvegar má það ekki gleymast, að veður öll eru válynd í efna- hagsmálum okkar, og að- gæzlu er þörf, ef þjóðar- skútan á ekki að steyta á skeri efnahagsvandans, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum í samdrætti í at- vinnurekstri og hliðstæðu atvinnuleysi og nágranna- þjóðir búa nú við. — Gíslunum . . . Framhald af bls. 1 Egyptalandsforseti rifti ekki sam- komulaginu, sem Egyptar og ísraelar gerðu á dögunum. Eftir miklar samningaviðræður féllust skæruliðarnir á að fljúga með gislana til Alsír og komu þangað sem fyrr segir í morgun. Skv. heimildum í Kaíró mun það hafa verið fyrir tilstilli sérstaks full- trúa Yassers Arafats leiðtoga Palestinuaraba, að skæruliðarnir féllu frá hótijnum sínum. Skæru- liðarnir munu hafa starfað upp á eigin spýtur. — Samkomulag Framhald af bls. 1 með þann árangur, sem náðist, og segja að S.Þ. hafi öðlazt nýtt líf. Aldrei áður hafi svo margar þjóðir setið við samningaborð af jafnmikilli einlægni og nú og sýni það sig bezt i þvi að niðurstöðurn- ar komu mörgum mjög á óvart. Fulltrúar 137 þjóða voru við setningu allsherjarþingsins I dag, en fyrir því liggja alls 122 mál. FuIltrúariS-Afríku mættu ekki til fundar, en þeim var vikið burt á siðasta þingi og munu þeir hafa óttazt að hið sama endurtæki sig ef fulltrúarnir mættu. Almennar umræður á þinginu hefjast nk. mánudag. — Portúgal Framhald af bls. 1 demókratar, en sú krafa var ekki lögð fram fyrr en Soares var farinn. Soares kom heim síðdegis í dag og hélt þá þegar til fundar við Azevedo. Hann sagði við frétta- menn við komuna, að Willy Brandt, formaður v-þýzka jafnaðarmannaflokksins, hefði tjáð sér að nú væri kominn grund- völlur fyrir efnahagsaðstoð V- Evrópuríkja við Portúgal. Sagði Soares, að Brandt hefði tjáð Cunhal, leiðtoga kommúnista, hið sama. Soares sagði fréttamönnum einnig, að jafnaðarmenn hefðu hafnað tilboði um að skipa hreinan meirihluta i stjórninni. Annar helzti þröskuldurinn I stjórnarmyndunartilraununum mun vera krafa jafnaðarmanna um hreinsun kommúnista í opin- berum fjölmiðlum og að fulltrúar allra flokka fái Itök í stjórnum þeírra, en kommúnistar hafa hingað til verið svo til allsráðandi á því sviði. Hafa þeir m.a. sótt fast að fá I sínar hendur embætti upp- lýsingamálaráðherra. — Noregur Framhald af bls. 1 hann vann mest á í síðustu kosn- ingum vegna andstöðu við EBE- aðild. Stjórnmálasérfræðingar segja að ef nú hefði verið um þingkosningar að ræða hefði Verkamannaflokkurinn misst meirihluta í stórþinginu, en þeir hafa nú í stjórnarsamstarfi með vinstri sósialistum 1 sætis meiri- hluta. Arsþing Verkamanna- flokksins verður haldið 25. september nk. og velta menn nú fyrir sér hvort Trygve Bratteli muni láta af embætti forsætisráð- herra, þar sem Ijóst er að borgara- flokkarnir hefðu fengið meiri- hluta í þingkosningum, 80 á móti 69 fyrir Verkamannaflokkinn og vinstri sósialista, sem hefðu tapað 10 sætum, en Verkamanna- flokkurinn aðeins bætt við 7. — íþróttir Framhald af bls. 10 það verður þó engan veginn sagt um frammistöðu liðsins að það sé lélegt að tapa fyrir Celtic 0:2. Þrír menn báru nokkuð af i liði Celtic. Þeir Bobby McGrain bakvörð- ur, Roddy Wilson, sem sýndi margt skemmtilegt, og sömuleiðis Kenny Dalglish, sem þó var mjög vel gætt. Að þessu sinni lék Bobby Lennox, sem venjulega er fyrirliði Celtic, ekki með vegna leikbanns, aðrar af ..stjörnum" Celtic voru með Dómari í þessum leik var irinn Wright og var hann ekki meðal þeirra beztu I þessum helgur litla Evrópuleik. —áij. Þrír nýir prófessorar FORSETI Islands hefur nýlega skipað þrjá nýja prófessora, tvo við Háskóla Islands og einn við Kennaraháskóla Islands. Dr. Óttar P. Halldórsson verk- fræðingur hefur verið skipaður prófessor í byggingaverkfræði við verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla íslands frá og með 1. ágúst 1975 að telja. Dr. Sigríður Valgeirsdóttir hef- ur verið skipuð prófessor í upp- eldisfræði við Kennaraháskóla Is- lands frá og með 1. ágúst að telja. Hjalti Þórarinsson yfirlæknir hefur verið skipaður prófessor í handlæknisfræði við læknadeild Háskóla Islands frá 1. júli 1975 að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.