Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1975 23 Kristín Bjarnadóttir bókavörður - Minning Fædd 4. júlí 1907 Dáin 10. september 1975 Þaö hefur stundum verið talið, að skólaárin meðal glaðra bekkj- arsystkina séu skemmtilegasti tíminn í endurminningunni síðar meir. I það minnsta hefur það sannast á okkur bekkjarsystrun- um sjö úr 3. bekk A, sem tókum gagnfræðapróf frá Menntaskólan- um í Reykjavik vórið 1923. Þessir 3 vetur i skólanum, við nám og leik, urðu okkur ógleymanlegir. Þar bundumst við traustum vináttuböndum. Þetta voru ár sigra og ósigra, mikilla tilfinninga og öfga. Stund- um fannst okkur, sem öll vanda- mál heimsins hvíldu á okkar herðum og hina stundiha vorum við færar um að glíma við og leysa allar ráðgátur lífsins. Allar vorum við Reykvíkingar, en forlögin höguðu því svo, að þegar út í lífið kom dreifðumst við víðsvegar um landið. Fjórar okkar giftust læknum á Akureyri, Eskifirði, í Vik i Mýrdal og i Reykjavík. Ein gerðist lyfsali á Akranesi og ein varð prestskona uppi á Hvalfjarðarströnd. Sú okkar, sem við kveðjum í dag, varð listamannskona hér í Reykjavik. En aldrei gleymdum við Menntaskólaárunum og sam- bandið okkar á milli slitnaði ekki. Á vissum tímamótum hittumst við til þess að rifja upp gamlar minn- ingar og verða skólastelpur á ný. Fyrir fjórum árum kvöddum við Döddu, þá fyrstu úr hópnum. 1 dag kveðjum við Stinu og þökkum henni hluta að þvi að skóladvölin varð okkur dýrmætur fjársjóður, sem enginn getur tekið frá okkur. Við minnumst hennar miklu mannkosta, fjölþættu hæfileika og prúðmennsku. Hún var góði andinn i hópnum. Við sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum guð að styrkja þá i Bekkjarsystur. Frú Kristín andaðist 10. sept. sl. á Borgarspítala. Með henni er góð og göfug kona gengin. Frú Kristín var fædd 4. júlí 1907 i Reykjavík, yngri dóttir dr. Bjarna Sæmunds- sonar fiskifræðings og yfirkenn- ara við Menntaskólann í Reykja- vík og konu hans frú Steinunnar Sveinsdóttur. Svo vildi til, að móðir mín bjó um tíma í húsinu við hliðina á húsi dr. Bjarna, þegar við systkin- in vorum ung, og hófst þá þegar kunningsskapur við Stínu, eins og hún var kölluð. Sá kunningsskap- ur varð að vináttu, sem entist alla tíð. Þá varð það til að styrkja vináttuna ennfremur, að hún gift- ist sveitunga mínum og leikbróð- ur, Marteini Guðmundssyni, myndhöggvara og listamanni frá Merkinesi í Höfnum. Marteinn var sannkallaður listamaður af Guðs náð. Kristín varð honum góð og dýr- mæí kona. Þau eignuðust fjögur börn, sem lifa, merkisfólk og lista- fólk. „En þegar fjólan fellur bláa fallið það engin heyra má en ilmur horfinn innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst.“ Þessi orð, langafa míns, áttu vel við Kristínu. Hún var hógvær, lát- laus en stóð að sama skapi vel fyrir skyldum sfnum, sem ung stúlka, kona og móðir. Allt hennar dagfar mótaðist fyrst og fremst af því, að hún hafði numið námsgreinar hjartans. Þess vegna var hún ilmjurt, ætfð föst á sinni rót í jarðvegi dyggðanna, þótt veður gætu komið. Líf hennar var hin beina ævibraut bjartrar dótt- ur merkra foreldra. Blessuð sé minning hennar. Jón Thorarensen. Kristín Bjarnadóttir bókavörð- ur andaðist á Borgarspítalanum 10. þ.m. Er þar góð ög merk kona gengin, sem vert er að minnast, enda var hún heimilisvinur okkar hjóna alla tfð og kona mfn og hún vinkonur frá bernsku. Kristín var dóttir hins ágæta vísindamanns og kennara kr. Bjarna Sæmunds- sonar og konu hans Steinunnar Sveinsdóttur frá Búðum. Báðar eru ættir þeirra hjóna merkar, þótt ekki skuli þær raktar hér, en fyrr og nú er þar margt manna og kvehna að finna, sem skarað hafa fram úr að gáfum og athafnasemi. Kristín var borin og barnfædd hér í Reykjavík 4. júlí 1907 og ólst hér upp. Gekk hér í hinn almenna menntaskóla er hún hafði aldur til og lauk þar gagnfræðaprófi árið 1923. Stundaði hún málanám áfram, bæði enskunám hjá Önnu systur sinni B.A., siðar konu Einars prófasts í Reykholti og þýskunám hjá Jóni Ófeigssyni og var vel fær i þeim tungum báðum. Lagði hún jafnframt stund á tón- listarnám hjá Katrínu Viðar og ýmsum kennurum hér f Reykja- vik. Að þvi loknu dvaldi hún um skeið í Kaupmannahöfn og stund- aði þar nám f píanóleik hjá Har- aldi Sigurðssyni og naut hand- leiðslu hans. Að því námi loknu fluttist hún aftur til Reykjavíkur og hóf kennslu f píanóleik auk þess sem hún ásamt systur sinni Önnu, stóð fyrir húsi föður síns. Veitti hún föður sinum aðstoð við umfangsmikil vísinda- og útgáfu- störf hans, einkum við prófarka- lestur, er svo sem kunnugt er samdi hann fjölda bóka um fiski- fræði og náttúrufræðileg efni ýmiskonar og lagði traustan grundvöll að fræðilegum rann- sóknum, sem gegnir furðu ef mið- að er við þau vinnuskilyrði, sem honum voru búin. Heiðursdoktor var hann frá Kaupmannahafnar- háskóla, sem ekki sæmir nema afreksmenn slfkum titli. Leiddi því að sjálfu sér að Kristfn var margfróð í þessu efni, enda auk þess prýðilega bókfróð, sem hún naut í starfi sínu siðar sem bóka- vörður við Borgarbókasafn Reykjavfkur um langt skeið. Árið 1935 giftist Kristín Mar- teini Guðmundssyni myndskera og höggmyndasmið, sem um skeið rak einhvern fyrsta myndlista- skóla hér í borg. Njóta verk hans nú fullrar viðurkenningar, enda var hann hugkvæmur og vand- virkur listamaður, sem féll frá um aldur fram, og var það mikill mannskaði. Þeim hjónum var fjögurra barna auðið, en þau eru: Steinunn, sem nú er einhver lærðasti keramiker hérlendis, gift Sverri Haraldssyni listmálara, Ásta gift Þórði Ilafliðasyni flug- manni, Bjarni arkitekt kvæntur Guðborgu Kristjánsdóttur Sveins- sonar læknis, Þóra gift Einari Gíslasyni rafvirkja. Öll voru börnin ung að aldri er Marteinn faðir þeirra féll frá og mæddi þá uppeldi þeirra og forsjá á frú Kristínu einni. Aflaði hún þeim öllum góðrar menntunar. Barnalán hennar var mikið og naut hún því ávaxta verka sinna á efri árum og gladdist yfir frama barna sinna f hverri grein, enda sýndu börnin henni mikla ræktar- semi og umhyggju í veikindum hennar er yfir lauk. Frú Kristín var fríð kona, prúð í framgöngu og hægversk, virt og vel látin af nemendum og öllum þeim er henni kynntust. Heimili hennar og Marteins Guðmunds-, sonar stóð listamönnum opið og eimdi lengi eftir af því, þótt hann félli frá. Bjarni Sæmundsson var góður teiknari og málaði jafn- framt fjölda dýramynda fyrir náttúrugripasafnið. Má því segja að Kristfn hafi verið borin til list- ar, lagt sjálf stund á list og búið við hana alla stund. * Að lokum ber þess að geta að á heimili Kristínar í Þingholts- stræti 14 dvaldi Þóra Guðnadóttir alla tíð, en hún hafði ráðist til dr. Bjarna Sæmundssonar. Veitti hún ómetanlega aðstoð við uppeldi barnanna og gerði Kristínu fært að sinna bókvarðar- störfum auk annarra starfa utan heimilis. Við hjónin vottum börnum og öðrum aðstandendum Kristínar samúð okkar og minnumst hennar með söknuði. Kristján Guðlaugsson. Yfir heimilið í Þingholtsstræti 14 hefur dregið skugga míkilla sorgar, húsmóðirin þar, frú Kristíh Bjarnadóttir, er látin. Sterkir ættareiginleikar komu hér greinilega fram. Fáguð hæverska og látleysi voru meðal höfuðeinkenna þessarar hugljúfu konu, glaðværð yljaði innanfrá af göfgi hjartans og góðvildarhug ekki síst til þeirra, sem minna máttu sín í lífsbaráttunni. Frá heimili Kristínar Bjarna- dóttur eigum við, sem þar kom- um, margar ljúfar minningar og ylrfkur þokki mætti gestunum. Húsmóðirin og börnin sérstak- lega söngelsk svo stofurnar hljómuðu af fagurri hljómlist og söng á hátíðarstund, og gat manni ekki dulist að hér réð ríkjum list- ræn, dugleg, hyggin og elskuleg húsmóðir. Hér er því stórt skarð fyrir skildi og vanfyllt við fráfall hennar. Frú Kristín Bjarnadóttir fædd- ist f Reykjavík 4. júlí 1907, dóttir hins alkunna vísinda- og fræði- manns dr. Bjarna Sæmundssonar og konu hans Steinunnar Sveins- dóttur frá Búðum. Þær systur, Kristín og Anna, kona séra Einars Guðnasonar prófasts frá Reyk- holti, höfðu því ekki langt að sækja gáfur og góða mannkosti. Kristín gekk ung í Menntaskól- ann f Reykjavík, tók þar gagn- fræðapróf, hætti þá námi og fór að gefa sig að þeim listhæfileika, sem átti djúpar rætur í hjarta hennar, músikinni. Hún fór til Kaupmannahafnar og stundaði nám í þessari list- grein f tvö ár. 1935 giftist Kristín Marteini Guðmundssyni, miklum lista- og gáfumanni. Þau eignuðust 4 mannvænleg börn, einn son og 3 dætur. Marteinn lést um aldur fram 1952, stóð Kristfn þá ein uppi með 4 börn, það yngsta 6 ára gamalt. Sýndi Kristin þá hvern mann hún hafði að geyma. Hún helgaði líf sitt bornunum og kapp- kostaði að láta þau verða aðnjót- andi sem bestrar menntunar. Unnið var baki brotnu og kapp- kostað að yfirvinna alla erfiðleika. A heimili dr. Bjarna sál. Sæmundssonar og konu hans hafði ung og glæsileg stúlka, Þóra Guðnadóttir, unnið og séð að miklu leyti um heimilið í mörg ár. Þessi stúlka dvaldi áfram á heim- ili ungu hjónanna, Marteins og Kristínar, og var þeim til aðstoðar við heimilishaldið og uppeldi barnanna. Kom þetta sér sérstak- lega vel fyrir Kristfnu eftir að eiginmaðurinn var fallinn frá, því það gerði henni mögulegt að starfa utan heimilisins. Hún var mjög bókhneigð og varð því henni til láns að fá starf á Borgarbóka- safni Reykjavfkurborgar, og fá þar með tækifæri til að fylgjast með þvf, sem markverðast gerðist á bókmenntasviðinu. Reyndist hún þar sem í öðru ágætur liðsmaður og vann á bóka- safninu meðan kraftarnir leyfðu, vel látin og vel virt af sínum samstarfsmönnum. Frú Kristín var félagslynd og vann mikið og þarft verk hvað músiklff snerti f Oddfellow- stúkunni Bergþóru. I veikindum sínum sýndi hún kjark og stillingu. Það er mikil líknsemd hins trúa eljumanns að finna fró og gleði í starfi hvers- dagsins á meðan líf og heilsa endist. Þótt dauðinn sé staðreynd, sem enginn fær umflúið, vekur koma hans ætíð sorg og söknuð. Megi minningin um elskulega móður og systur vera ykkur ljós í húmi sorgarinnar og blessun guðs fylgi ykkur öllum um ókomin ár. Kr. Sveinsson. Nokkrar greinar um hina látnu komust ekki að vegna þrengsla og bfða birtingar. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta Iagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og ineð góðu línubili. — Síldarverð Framhald af bls. 24 Sæmundssyni hefðu orðið varir við þó nokkra síld, en síldin væri mjög dreifð, en gæti þétt sig hvenær sem væri. „Við erum þegar búnir að taka nokkrar prufur af síldinni og það athyglisverða er, að við höfum aðeins fengið stórsíld. En við erum nú að kanna hvar smásíldin heldur sig,“ sagði Jakob. Hann sagði, að síldin héldi sig á nokkuð stóru svæði, 10 mílur austur af Ingólfshöfða, við Hrollaugseyjar og útaf Hálsum. Lengra úti i Breiðamerkurdýp'inu hefðu þeir eingöngu fundið kol- munna og það margar stórar torfur. Þetta væri kolmunni, sem væri nú l'/í árs og um 15 sm langur. Miðað við það verð, sem bræðslurnar gætu boðið nú, væri ósennilegt að það borgaði sig fyrir skipin að veiða hann. Kolmunni hefði fundizt á þessum slóðum f fyrra, en meira virtist um hann nú, en þó þyrfti svo ekki að vera. — F-vísitalan Framhald af bls. 24 kringum rauða strikið svokallaða, en það er nú 488 eða 489 stig. Upphaflega var gert ráð fyrir þvi að rauða strikið svokallaða væri við 477 stig, en f samkomulagi ASl og ríkisstjórnarinnar var samþykkt að hækkanir af völdum áfengis og tóbaks, svo og af völdum hækkunar á launalið bóndans, yrðu ekki reiknaðar með. Þessar hækkanir nema 11 til 12 stigum f visitölunni, sem hækkar hið raunverulega rauða strik sem þvi nemur. — Ein bezta... Framhald af bls. 2 í ágúst voru gerðir út 163 (162) bátar til bolfisksveiða frá Vest- fjörðum. Stunduðu 126 (126) veiðar með handfæri, 16 (18) réru með línu, 11 (7) með dragnót og 10 (11) með botnvörpu. Mestan afla í mánuðinum hafði skuttogarinn Guðbjörg frá ísa- firði, sem landaði 485 lestum í 4 veiðiferðum. — 2000 manns Framhald af bls. 3 son hafði þjálfað og átti að sýna og Skúmur frá Hellulandi sem Reynir átti að sýna, en þessir hestar voru miður sfn eftir hina löngu ferð frá tslandi til Austurríkis, og voru þess vegna dregnir út úr keppninni. Auk þeirra úrslita sem getið var f gær, liggur fyrir að Hrafn frá Álfsnesi hlaut viður- kenningu sem bezti stóðhestur mótsins, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson. Bezta hryssa mótsins var dæmd Dunja frá Semriach, knapi var Wolfang Hiekmann. Hindrunarstökk vann Thor frá Miðdal, knapi Heinrich Jud frá Sviss. jrmrnii iiTri niiiin<í-wwiiii '>»miiii'ni n ww m>i——n|i íþróttafréttir eru á blaðsíðu 10 + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug víð andlát og jarðarför, ODDS HALLBJÖRNSSONAR Akranesi. Börn og aðrir vandamenn. t Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför HÓLMFRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Stóra-Gerði, Óslandshlfð. Þórey Jóhannsdóttir, Þórður Eyjólfsson, Gréta Gunnarsdóttir, Sævar Guðmundsson, og ömmuböm. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR Hofteigi 36, Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna deild lll-B Landspítalanum, fyrir frábæra umönnun og alúð í veikindum hans. Kristin S. Kvaran, Ragna Stefánsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir. Ragnhildur Þórarinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.