Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.1975, Qupperneq 1
32 SIÐUR OG LESBOK 309. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Málamiðlun um 12 % olíuhækkun? Vínarborg 26. september. AP — Reuter OLÍUMÁLARÁÐHERRA 13 aðildarlanda OPEC, samtaka olíu- útflutningsríkja, slitu i kvöld fundi sínum í Vinarborg án þess að hafa komizt að samkomulagi um hækkun olíuverðs, en ákváðu að halda aukafund á morgun, laugardag, eftir að hafa ráðfært sig við rikisstjórnir sínar I þeirri von að málamiðlun takist. Ekki benti margt til að sættir væru að takast milli helztu andstæðing- anna, Saudi-Arabíu og írans, um hversu mikil hækkunin á að vera, en þó sagði olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, Man Saeed Al-Otaiba, að svo virtist sem samkomulag kynni að takast um málamiðlun sem hann hefði lagt fram fyrr um dag- inn og fæli í sér 12% hækkun. Ahmed Zaki Yamani, olíumála- ráðherra Saudi-Arabíu, sagðist halda fast við þá afstöðu sína að takmarka hækkunina við 5% frá 1. október og önnur 5% frá 1. janúar. Fregnir hermdu að yfir- gnæfandi meirihluti OPEC- ráðherranna hefði náð innbyrðis samkomulagi um 15% hækkun, þ.á m. íran. Simamynd AP RÁÐHERRAVIÐRÆÐUR — Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, og Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þjóðverja, áttu i gær viðræðufund í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Umræðuefnið var fiskveiðideila þjóðanna og fyrirhuguð útfærsla fiskveiðilögsögunnar við ísland í 200 sjómflur. Myndin er af ráðherrunum á viðræðufundinum. —■ Sjá frétt á baksíðu. DAUÐADÆMDIR — Þetta eru fimmmenningarnir, sem átti að taka af lífi á Spáni I nótt. F.v. Sanchez tíravo, Garcia Sanz, Baena Alonzo Otaegui og Parades Manotas. Spassky fær græna ljósið Moskvu 26. september —Reuter. BORIS Spassky, fyrrum heims- meistari f skák, fékk f dag leyfi sovézkra stjórnvalda til að kvæn- Bandaríska öldunaadeildin: Viðskiptanefndin styður 200 mílur Washington 26. september AP — Reuter VIÐSKIPTANEFND öldunga- deildar Bandarfkjaþings sam- þykkti einróma í gær frumvarp, sem gerir ráð fyrir útfærslu bandarfsku fiskveiðilögsögunnar úr 12 í 200 mflur. Frumvarpið er svipað því frumvarpi sem kaup- siglinganefnd fulltrúadeildarinn- ar hefur þegar samþykkt, svo og því frumvarpi, sem öldungadeild- Framhald á bls. 18 ast Marinu Stcherbatcheff, frönskum sendiráðsritara, næst- komandi þriðjudagsmorgun, að því er Spassky sagði f samtali við Reuter-fréttastofuna f kvöld. Fyrr f þessum mánuði hafði skák- meistarinn sagt, að hann óttaðist að stjórnvöld f Moskvu væru að reyna að koma f veg fyrir gifting- una. Spassky sagði f kvöld, að hann hefði komið á skráningar- skrifstofuna f dag til að kanna hvað liði umsókn sinni um að fá að flvta brúðkaupsdeginum, sem upphaflega var ákveðinn 11. nóv- ember. „Mér var sagt að við gæt- um ákveðið hvaða dag sem er og við kusum 30. scptember.“ Spassky, sem í gær kom til Moskvu úr frfi á Svartahafsströnd ásamt Stcherbatcheff, sagði: „Þetta eru dásamlegar fréttir." Og brúðurin tilvonandi sagði: „Við erum mjög hamingjusöm." Spassky sagði að þau hefðu í Framhald á bls. 18 Ný öryggissveit á að koma á ró í Portúgal Lissabon. 26. september. AP — Reuter. BYLTINGARRÁÐ hersins f Portúgal setti f dag á laggirnar nýja öryggisgæzlusveit f landinu, sem ætlað er að koma á friði og ró „með tilliti til hins alvarlega hernaðar- og stjórnmálaástands“ eins og segir í yfirlýsingu ráðsins. Hin nýja öryggissveit kallast MiIIigöngusveit hersins (AMI), og verður skipuð hermönnum úr þremur greinum hersins, flota, flug- og landher. Hún verður und- ir æðstu stjórn Francisco da Costa Gomes, forseta, en yfir- maður hennar verður Nuno de Melo Egido hershöfðingi. Mynd- un þessarar sveitar telja frétta- menn f Lissabon vera merki um veika stöðu hinnar nýju stjórnar Jose Pinheiro de Azevedo, forsæt- isráðherra, og um leið virðist verksvið öryggissveitar hersins, COPCON, og vald hins róttæka yfirmanns hennar, Otelo Saraiva de Carvalho, sem hingað til hefur stjórnað allri öryggisgæzlu f land- inu eftir eigin geðþótta, f óvissu. # Ákvörðun byltingarráðsins var tekin eftir mótmælafund um 20.000 vinstri sinnaðra hermanna og stuðningsmanna þeirra f gær- kvöldi f Lissabon. Voru mótmæl- endurnir vopnaðir, og f morgun umkringdu þeir herfangelsi eitt og tókst áð knýja fram að tveimur hermönnum, sem handteknir höfðu verið vegna agabrota, var sleppt. Er mótmælafundinum I gærkvöldi lauk létust þrfr menn f sprengingu f bifreið sinni f borg- inni, og er talið að þeir hafi sjálfir haft sprengjuna meðferðis. Mótmælafundurinn í gærkvöldi var skipulagður af félögum í kommúnísku hermannasamtök- um, „Sameinaðir hermenn munu sigra“, sem krefjast aukins valds alþýðunnar, þ.á.m. vopnavalds, og Framhald á bls. 18 Vopnahlésbrot enn í Líbanon Fimm verða líflátnir í dag en lífi sex þyrmt: Ákvörðun Francos mætir miklu og víðtæku andófi Madrid 26. september AP—Heuter. § FIMM ungir Spánverjar, sem ákærðir eru fyrir morð á lög- reglumönnum munu f dögun á morgun laugardag verða teknir af lffi, annaðhvort fyrir aftökusveit eða með hinum svokallaða „garr- ote“, eins konar járnkraga sem sker sundur mænuna. Þrátt fyrir gffurleg mótmæli hvaðanæva að úr heiminum breytti Francisco Franco, einræðisherra Spánar ekki Ifflátsdómunum yfir fimm- menningunum, en hins vegar þyrmdi hann lffi sex annarra hermdarverkamanna, sem einnig höfðu verið dæmdir til dauða, þ.á.m. tveggja stúlkna og eins Baska, sem er með heilaskemmd- ir. Stúlkurnar tvær eru að sögn lögfræðinga þeirra barnshafandi, en spánski upplýsingamálaráð- herra, Leon Herrera, sem skýrði frá ákvörðun einræðisherrans í dag, sagði að aðeins önnur þeirra væri með barni. Tugþúsundir tóku f kvöld þátt f mótmælafund- um f ýmsum borgum Evrópu vegna ákvörðunarinnar. 0 Ákvörðun Francos og stjórnar- innar, sem sögð er hafa verið klof- in í afstöðu sinni til málsins, er talin lýsa óánægju með fram- komu Evrópulanda gagnvart Spánverjum jafnt sem ótta við Framhald á bls. 18 Beirut 26. september NTB — Reuter HIÐ fimm daga gamla vopnahlé í Líbanon var í dag rofið hvað eftir annað er vopnaðar sveitir vinstri og hægri manna skiptust á skot- um með vélbyssum, beittu sprengjuvörpum og eldflaugum í ýmsum hverfum Beirut. Tala lát- inna í bardögunum síðustu viku er nú komin hátt í 300, og tvöfalt fleiri hafa særzt. Báðir aðilar saka hinn um að rjúfa vopnahléið. I yfirlýsingu falangistahreyfingar kristinna manna segir, að hún telji sig ekki bundna af vopna- hléssamkomulaginu á meðan and- stæðingarnir brjóti það. Rikisút- varpið í höfuðborginni hvatti borgarbúa til að halda sig að mestu innandyra á meðan leyni- skyttur eru enn á ferli, en f dag fundust lík tveggja manna, sem talið er að hafi fallið fyrir kúlum leyniskyttnanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.